Vísir - 19.08.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 19.08.1978, Blaðsíða 7
vtsm I Laugardagur 19. ágdst 1978 APARNIR ANÆGDIR AÐ FÁ HEIMSÓKN Með leikskólabörnum i Sœdýrasafn Það eru margir krakkar, sem fara að skoða hið svokallaða Sæ- dýrasafn, sem er rétt hjá Hafnarfirði. Dýragarður væri eiginlega réttara nafn á því, en þar eru mörg fleiri dýr en þau, sem i sæ lifa. Upphaf lega munu þar þó bara hafa verið sædýr og þaðan mun nafnið komið. Ég fylgdist með leikskólahóp um Sædýrasafnið og börnin kunnu vel að meta það að sjá öll dýrin, þó að sum hafi vafalaust haft samúð með dýrunum eins og t.d. rebba, sem var einn í búrinu sínu. Þarna eru bæði land- selir og útselir og þegar við vorum i heimsókn var einmitt verið að gefa sel- unum að borða. Þeir fengu síld i matinn og leikskólakrökkunum fannst mikið til um að sjá þessi stóru dýr gleypa sildarnar. Næst skoðuðu þau sæ- dýrin, alls konar fiska, Þarna eru krakkarnir aö skoöa selina. Gæsirnar litu upp og horfftu á þá, sem fram hjá fóru. sem eru í sérstöku húsi og þaðan lá leiðin til mör- gæsanna og svo til rebba og snæuglunnar, sem sat hátt uppi í einu horninu í búrinu sínu. Svo var farið til kind- anna og geitanna. Krökk- unum fannst gaman að geta komið nærri þeim, og sum voru svo djörf að teygja sig og klappa kind- unum. Á leiðinni til Ijón- anna og apanna var farið fram hjá gæsagirðing- unni. Þar voru margar gæsir og einn svanur. Aparnir og Ijónin eru í sérstöku húsi og eru rammgerðar rimlagirð- ingar fyrir framan þau. Aparnir virtust vera í besta skapi og höfðu auð- sjáanlega gaman af því að fá gesti. Eftirlitsmað- urinngaf þeim banana og appelsínur og þeir gerðu matnum góð skil. Ekki ÍW| - A& tító. Sfe' Þaft var ósköp gott aft setjast niftur og borfta nestift sitt, þegar bóift var aft skofta öil dýrin. var hægt að sjá á Ijón- unum, hvað þeim fannst um gestakomuna. Frá apa- og Ijónshúsinu var svo farið til ísbjarn- anna, sem eru í mjög stjórri gryfju, og var verið að skipta um vatn í gryfjunni, þegar við komum. Það var gaman að sjá þessi stóru dýr, en gott var að hafa þau í hæfilegri fjarlægð. Þetta voru siðustu dýr- in, sem skoðuð voru í þetta skipti og krakkarnir og fóstrurnar settust í grasið þarna rétt hjá og borðuðu hestið sitt. Svo var haldið heim í stóru rútunni og allir voru ánægðir. Myndir og toxti oftir Arnþór Hroinsson, 13 óra Slemmi: ó, mér leiftist. Hvaft á ég afi gera? Ég vil verfta mikill maftur. Siemmi: Ég vil æfa fótbolta, þjálfari. Slemmi: Nú er ég lyftingamaftur og skal Slemmi: Þarna er ég orftinn lögreglu- Þjálfari: Þú ert allt of feitur. Sérftu, spæla alla þjófa og ræningja. þjónn og búinn aft handtaka fyrstu bófana þarna sprakk talan af fötunum þlnum ER VERÐBÓLGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? - NEI EKKI FYRIR OKKUR SPARIÐ 20% - NOTIÐ AGFACOLOR FILMU — Austurstrœti 7 Sími 10966 Söluumboð: Heildverslun Kr. Þorvaldssonar og Co. Grettisgötu 6, Rvik. Simar 24478 og 24730 . DUSCHOLUX Baðklefar í sturtur og baðherbergi Áuðhreinsað matt eða reyklitað óbrothætt efni, sem þolir hita. Rammar fást gull- eða silfurlitaðir úr áli, sem ryðgar ekki. Hægt er að fá sér- byggðar einingar I ná- kvæmu rnáli, allt að 3.20 metra breiðar og 2.20 metra háar. Duscholux baðklef- arnir eru byggðir fyr- ir framtiðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.