Vísir - 19.08.1978, Page 26

Vísir - 19.08.1978, Page 26
26 .augardagur 19. ágiíst 1978 vism Spjallað við Gríkklandsfara — nú er aðeins tœp vika þar til fyrsti ferðavinningurinn verður dreginn út í getraunaleik Vísis Grikklandsferðin i ferðagetraun Visis verður dregin út eftir tæpa viku. Askrifendur eru hvattir til að senda inn getraunaseðlana sem fyrst. Vinningshafinn fær ferð fyrir tvo og ekki mó gleyma þvi að Visir greiðir einnig ferðagjaldeyri fyrir tvo. Ef vinningshafinn hefur þegar tekið sitt sumarbri, þá stendur Grikk- landsferðin til boða í næsta sumarleyfi. Það fylgja engar kvaðir um þaö hvenær vinningshafar taka út þær feröir sem i boði eru i getraunaleiknum. 1 næsta mánuði veröur svo dregin út Flóridaferöin, og mánuði siðar feröin til Kenya, eöa skemmti- sigling um Miöjarðarhafið. Þeir sem hafa áhuga á þvi að vera með i getraunaleiknum, en eru ekki ákrifendur að Visi er bent á að hafa samband við blaöiö i sima 86611. Það er ferðaskrifstofan Útsýn sem skipuleggur allar utan- landsferðirnar sem i boði eru. Við spjölluöum viö nokkra Útsynarfarþega um Grikk- landsdvölina. Ljónahliðið i Mykene. Steinninn sem ljónastyttan stendur á er um 120 tonn að þyngd. Mönnum er það ráðgáta hvernig; og hvaða tækní var beitt við að reisa svona byggingar fyrir mörgum öldum. Jóna Karlsdóttir ásamt dætrum sinum Sif og Huld. Vfsismynd Jens. ,Ströndin sú falleg- asta sem ég hef séð' ,,Úg hef aldrei sé jafn fallega trönd og er þarna I Vouliagmeni, en ég hef bæði erið i Bandaríkjunum og á páni", sagði Jóna Karlsdóttir. lún dvaldi I Grikklandi i tvær ikur og þau hjónin tóku tvær ætur sínar með i ferðina, sem ru sex og átta ára. ,,Við fórum þarna fyrst og remst til aö njóta sólar og úti- eru, en skoöuðum okkur einnig okkuð um. Þarna á ströndinni r mjög þægilegt að vera með »rn. Sjórinn útifyrir er mjög runnur og þar er litill öldu- ;angur. Einnig er ströndin mjög el þrifim þvi viö rákumst ldrei á neitt rusl eöa glerbrot, em krakkar geta meitt sig á. Ég er viss um að ströndin er irifin á hverju kvöldi, vegna >ess aö þarna eru seldir gos- rykkir og einnig er hægt aö fá íeitan mat og yfirleitt skilur ólk alltaf eitthvað eftir sig ”, en amt sem áöur sást þarna aldrei eitt rusl. Mér fannst mjög >ægilegt aö geta keypt heitan nat ‘ þarna handa stelpunum. ær vildu vera úti allan daginn g þannig losnaði maður við að ara meö þær upp á hótel að dæöa þær upp til að fara með >ær aö boröa. A ströndinni eru innig mjög fallegir blóma- aröar og svo eru þarna sér- takir leikvellir fyrir krakka, em stelpurnar voru afskap- ega hrifnar aö." Tóku krakkana með út kvöldin. ,,Viö tókum eftir þvi að Grikk- borða kvöldmatinn mjög seint segir Jóna Karlsdóttir á kvöldin. Það er algengt ao sjá hjón með börn sin úti að borða allt fram aö miðnætti. Viö fór- um að siö Grikkjanna og tókum stelpurnar með okkur út á kvöldin t.d. á matsölustað, en einnig voru þær meö i skoöunar- ferðir t.d. um Plakahverfiö sem er sérstakt hverfi i Aþenu, þar sem skemmtistaðir eru hlið við hlið. Þetta gekk allt saman mjög vel og þær skemmtu sér ekki siður en viö.” —KP. Halldór Ólafsson: Fornminj- arnar eru alveg stórkostlegar. Visismynd: Jens. „Þetta var œv intýri líkast" — segir Guðrún Sverrisdóttir „Ég var sérstaklega hrifinn af Plakahverfinu i Aþenu, en það er eitt elsta hverfi borgar- innar og þar er hver skemmti- staðurinn við hliðina á öðrum”, sagði Guðrún Sverrisdóttir. Hún fór I fyrstu Útsýnarferðina til Grikklands i vor og dvaldi þar I 19 daga. „Þaö er ævintýri likast að koma til Grikklands og þaö er ekki hægt að bera það saman viö neitt annað land, að minu mati. Ég fór t.d. i ferð til Delfi, sem mér fannst mjög áhuga- verö. Sigurður A Magnússon segir svo skemmtilega frá að maöur lifir sig inn i gamla tim- ann. Einnig fannst mér ákaf- lega forvitnilegt að koma til eyj- unnár Hydru, sem eri Eyjahaf- inu. Þar sá ég enga bila, og ég held aö þeir finnist ekki þar. Asnar lölluöu um göturnar með byrðar sinar, eða drógu kerr- ur. Strætin eru mjög þröng og það er eins og maður sé kominn langt aftur i timann.” Fallegustu skartgripir sem ég hef séð. „Mér fannst mjög skemmti- legt að skoða þaö sem var á boö- stólnum i verslunum i Aþenu. Ég hef hvergi séö eins fallega skartgripi og þar. Þeir eru I sér- stökum griskum stil, sem ég hef hvergiséðannarsstaðar. Þarna var hægt aö fá stóran og falleg- an gullhring með dýrum stein- um fyrir litið verð, miöað viö okkar verðlag hér heima. Oft óskabi maöur að gjaldeyris- skammturinn hefði nú verið svolitiö meiri, þvi þaö var erfitt að skoða svona fallega hluti, en hafa ekki efni á þvi að kaupa neitt. Fataverslanir eru meö nýjustu tiskuna frá Paris og einnig eru skinnavörur mjög fallegar þama”, sagði Guðrún. „Ég var nú samt hrifnust af Plakahverfinu og fór þangað næstum þvi á hverju kvöldi”. —KP. Guðrún Sverrisdóttir: Ég varð sérstaklega hrifin af Plakahverfinu I Aþenu. Visismynd Jens. fannst við vera komin aldir aftur í „Okkur margar segir Halldór Ólafsson ,,Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir sögu Grikkja og viö hjónin notuðum timann eins vel og við gátum til að skoða okkur um ogþá sérstaklega fornminj- arnar sem eru alveg stðrkost- legar”, sagði Halldór Ólafsson, en hann og kona hans Erla Björgvinsdóttir voru i Grikk- landi i tvær vikur siöast i júni og i byrjun júli. „ingólfur i Útsýn byrjaöi nú á þvi að koma okkur á óvart með þvi aö koma út á flugvöll og segja aö við værum i þann veg- inn aö leggja upp i ferö, sem markaöi timamót hjá hans fyrirtæki. Ferðin okkar var fyrsta ferðin i svokallaðiri loftbrú sem nú er á milli íslands og Grikklands. Þegar við vorum svo komin um borð i flugvélina, þá var okkur afhentfinustu ilmvötnaö gjöf af þessu tilefni”, sagði Halldór. Stórkostlegur tararstjóri „Siguröur A. Magnússon er alveg afbragðs fararstjóri. Hann gekk með okkur um þessi stórkostlegu hof, sem sindruðu drifhvit i sólinni og sagöi svo skemmtilega frá að okkur fannst við vera komin margar aldir aftur i timann. Hann er eins vel heima i nútima-sögu Grikklands eins og i gullaldar- timabilinu og sagöi okkur margt tímann" forvitnilegt frá siðustu áratug- um. Ég vil minnast sérstaklega áferð sem viðfórum eitt kvöldið til Aþenu. Leiöin lá upp á Akró- polis, þar sem voru lesnir valdir kaflar uppúr ræðum Periklesar. 1 hvert sinn sem sögunni var vikið að minjum, sem voru á hæðinni, voru þær lýstar upp með flóðljósum. Þetta var sér- staklega skemmtileg stund.” „Ég eyddi nokkrum tima i að skoða Þjóðminjasafnið i Aþenu. Þar eru ýmsir fjársjóðir frá liðnum öldum, t.d. má nefnahel grimi Agamemnons sem er úr skira gulli. Höggmyndir Grikkja eru alveg sérstök lista- verk sem engin orð eru yfir”, sagði Halldór. —KP.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.