Vísir - 01.09.1978, Side 6

Vísir - 01.09.1978, Side 6
Köstudagur 1. september 1978 VISIR [ Umsjón Guðmundur Pétursson Þýsk skatta- uppsiglingu Þegar Staðamenn, fólk sem bjó fyrrum á þvi svæði, þar sem Kilarskurður opnast út i Norður- sjó i dag, neituðu árið 1252 að greiða tiund til hins volduga biskups i Bremen, og kunngerðu honum, að hans heilagleiki yrði að láta sér nægja fimm prósent, var gerð út krossför á hendur þeim. Spænskir málaliðar drekktu skattauppreisninni i eigin blóði þeirra, sem neituðu að greiða skattinn. Hermir sagan, að ekki hafi lifað þetta blóðbað af aðrir en eitt gamalmenni og eitt stúlkubarn. ,,Ég er hrædd um, aö herra Körner sé ekki lengur á meöal vor. llann var skattlagöur í hel." Þá tókst ólikt betur til, þegar franski pappirskaupmaöurinn Pierre Poujade árið 1953 stofn- aði sin „Samtök til varnar handiðnaðarmönnum og versl- unarfólki”. Stefna hans um skattagrið og innleiöslu á ein- faldara og sanngjarnara skatta- kerfi færöu 52 poujadistum þingsæti i franska þjóöþinginu áriö 1956 með stuðning 2.5 millj- óna Frakka aö baki sér. Með árunum hafa aðrir skattapostular risið upp meðal fólksins. Glistrup i Danmörku, Howard Jarvis i Kaliforniu, sem notið hefur stuðnings Milton F’riedmans. Friedman hefur kvöld eftir kvöld varað skatt- greiðendur við þvi i sjónvarpi (að sjálfsögðu ekki rikisreknu sjónvarpi): að „eftir þvi sem við horfum lengur á það opin- bera bruðla meö fjármagniö, án þess að við höfumst nokkuð að, þvi nær verða þeir þvi að kæfa okkur undir lokin”. Og Jarvis bætir viö: „bað finnst aðeins ein leiö til aö skera niður útgjöld þess opinbera. Nefnilega að sjá til þess, að það hafi minna fé handa i milli til þess að eyða”. Arangurinn þekkjum við af fréttum. Glistrup hefur litlu sem engu komiö áleiöis i Dan- mörku. beir eru þar ennþá að hækka skattana. Nú siðast nýja meirihlutastjórnin, sem hefur i málefnasamningi sinum ákveð- ið að stefna aö hækkun virðis- aukaskatts. t Kaliforniu tókst Jarvis og fleirum að sporna gegn hækkun fasteignaskatts og knýja stjórnmálamenn til þess að flýta sér aö taka undir slag- orð skattaandstæöinga. I Þýskalandi er nú i uppsigl- ingu svipuö hreyfing. Sjálfur formaður stéttarfélags starfs- manna þýsku skattstofunnar, tHerman Fredersdorf, hefur sagt hinu óréttláta skattkerfi Sambandslýðveldisins striö á hendur. Og hann ætti þó að ‘ þekkja skattkerfið betur en nokkur annar. Hann undirbýr um þessar mundir skipulagn- ingu skattmótmælahreyfingar, sem hefjast skal handa 1979. Ennfremur stofnun nýs stjórn- málaflokks, FGP (der Freiheits — und Gerechtigkeitspartei, sem útleggja mætti á islensku Frelsis- og réttlætisflokkurinn). Á siðustu átta árum hafa verið sett i Þýskalandi ekki færri en 306 ný skattalög. Sam- kvæmt þýska vikublaöinu Quick spanna þau hvorki meira né minna en 23.197 fullar siöur prentaðs máls. Samkvæmt sömu heimild hækkaði framlag skattgreið- enda til rikisteknanna á árunum 1960 til 1977 úr 8.1 milljarði marka upp i 90.8 milljarða marka. Meðalmánaðarlaun i Þýskalandi árið 1960 voru i kringum 512 mörk. Af þvi greiddi skattþegninn (trygging- argjöld innifalin) um 80 mörk. Arið 1976 voru hlutföllin orðin þannig, að meðallaun voru um 1999 mörk, en skattgjöld 590 ' mörk. En áriö 1976 var svo komið fyrir tilstilli veröbólg- unnar, að 1409 mörk höfðu ekki nema hálfan kaupmátt á viö það, sem 342 mörk höfðu árið 1960. Þenslan i umsvifum þess opinbera jókst úr 1.257 milljón- um opinberra starfsmanna árið 1953 upp i 2.506 milljónir árið 1977. Launagreiðslur þess opin- bera til þessarar einnar og kvart milljónar starfsmanna námu árið 1953 tiu milljörðum og átta hundruð milljónum marka. Ariö 1977 fengu tvær og hálf milljón opinberra starfs- manna greidda 127 milljarða marka i laun. Vikuritið Quick fékk Kehr- manns-stofnunina i Hamburg til þess að gera fyrir sig skoðana- könnun. Niðurstöður hennar bentu til þess, að 11.3% þýskra kjósenda mundu ljá framboös- listum skattaflokksins atkvæði sin i næstu kosningum. Það gæti orðið örlagarikt fyrir frjálsa demókrata (FDP), sem ekki náðu 5% i fylkisþingkosningum, sem nýlega fóru fram i Ham- burg og Neðra-Saxlandi. bótt skoski sagnaritarinn, Alexander Fraser Tytler (uppi 1747 til 1813), hefði eðlilega ekki hugboð um velferðarþjóðfélög, sem upp risu á okkar dögum, spáði hann samt þvi, sem koma varð: „Þegar kjósendur einn góðan veðurdag uppgötva, að þeir geta auðgast á kostnað * rikiskassans, munu þeir við hverjar einustu kosningar velja þann frambjóðandann og þann flokkinn, sem lofar þeim hvaö mestum hlut úr rikiskassanum. Og afleiðingin verður (orðrétt eftir Tytler) hrun lýðræöisins”. (Jan Sundberg hjá ,,Far- mand”) NÝTT Kaupmannahöfn i innkaupaleið- angur fyrir fikniefnadreifihring. • Játar íkveikjuna í bíóinu Yfirvöld i Irak hafa kyrrsett Iranbúa, sem viðurkennir að hafa átt þátt i íkveikjunni i kvik- myndahusinu i Abadan i Iran (19. ágúst) 430 manns létu lifið i þeim bruna. Maðurinn kom með ólöglegum hætti yfir landamærin núna i vik- unni, en hefur ekki óskaö hælis sem pólitlskur flóttamaður. Hefur Iraksstjórn ákveðiö að framselja manninn. Hryðjuverkamenn á báti Strandgæsla Israels tók á dög- unum bát, sem var á siglingu til Israels, en um borð I bátnum voru tveir hryðjuverkamenn Pale- stinuaraba. Fannst I fórum þeirra útbúnaður til skemmdar- og hryðjuverka. Israels hefur eflt mjög flota sinn og strandgæslu siöan hryðju- verkamenn komust i mars I vor sjóleiðina til Tel Aviv, þar sem þeir náðu strætisvagni fullum af fólki á sitt vald. Það kostaði 36 manns lifið. Vorum að fá nokkrar gerðir af mjög vönduðum sófasettum frá belgiska fyrirtækinu VELDA Mjög hagstætt verð Veríð velkomin að skoða okkar fjölbreytta húsgagnaúrval á 1200 fermetra gólffleti (Allt á sömu hæð) SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 Konunglegur hirðljósmyndari Senn liður að fundi þeirra Be- gins forsætisráöherra tsraels og Sadats, forseta Egyptalands, i boði Carters Bandarikjaforseta i Camp David, sumarbústað Bandarikjaforseta. — Margir telja þennan fund siðustu örvænt- ingartilraun til þess að koma i veg fyrir að friöarferð Sadats til Jerúsalem fyrir áramót i fyrra renni ekki algerlega út i sandinn. Þeim augum litur einnig teiknar- inn Lurie á málið. Hass-smyglarar Einn Dani og tveir Alsirbú; voru handteknir á dögunum flugvellinum i Karachi með 67 I af hassi i fórum sinum. Talið e að mennirnir hafi verið sendir f: uppreisn í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.