Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 18
Amþór og Brynjar meö fána Kópavogs á tindi Mt. Rosa Brynjar á leiö yfir skriöjökulinn aöMt. Rosa, Matterhorn ibaksýn. Jón Gunnar skriöur yfir hættuiega sprungu. ARNÞÓR ÞÓRÐARSON OG BRYNJAR ÖRN RAGNARSSON: GANGAN Á FJÖLLIN FIJI/IM OG MONTE ROSA Þangað til fyrir nokkrum árum var það svo til óþekkt að islendingar færu utan til þess að klífa f jöll/ en nú seinustu árin hefur það átt sér stað nokkr- um sinnum. í sumar fóru þrir félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi utan til Austurríkis á f jallgöngu- og björgunarskóla. Þeir heita: Jón Gunnar Hilmarsson/ Arnþór Þórðarson og Brynjar Örn Ragnarsson og eru þeir allir tvítugir aðaldri og hafa iðkað f jallgöngur og starfað í Hjálparsveitinni frá 17 ára aldri. Til þess að standa straum af skólakostnaði fengu þeir styrki frá Kópavogskaupstað og Landssambandi HjáIparsveita skáta> einnig veittu Flugleiðir afslátt af f lugfargjöldum. Að skólanum loknum stunduðu þeir siöan fjallgöngur i Alpafjöllunum. Þrátt fyrir einstaklega slæmt veður, fannfergi og storma, sem ollu fleiri dauðaslysum i ölpunum en dæmi eru um til þessa, tókst þeim Brynjari og Arnþóri að klífa þrjú hæstu og þekktustu fjöllin í öllum Alpa- f jöllunum: Monte Rosa 4634m, Matterhorn 4477m, og Mont Blanc, hæsta fjall i Evrópu,4807m. Jón Gunnar varð að hverfa aftur til vinnu sinnar á islandi eftir tveggja vikna dvöl i fjöllunum en náði þó að klífa fimm rúmlega 3000m há fjöll með félögum sínum. Hér í Helgarblaðinu birtist nú fyrri hluti ferðasög- unnar sem þeir Arnþór og Brynjar hafa samið og seg- ir fyrst frá göngunni á fjöllin fimm og síðan klifi Monte Rosa,hæsta fjalls í Sviss. I næsta Helgarblaði birtist svo seinni hlutinn en þar greinir frá þvi er þeir félagar klifu Matterhorn oq Mont Blanc. Þann 6. ágúst sl. tórum viö þrir félagar úr Hjálparsveit skáta i Kópavogi til St. Moritz i Sviss. að afloknum fjallamennsku- og björgunarskóla i Austurriki. Þaðan var svo ferðinni heitið til Bergell, fjallasvæðis sem þar er skammt frá. Tókum við strætis- vagn frá St Moritz til smábæjar- ins Maloja þar sem italska tung- an er allsráðandi. Gengum við þaðan i átt að itölsku landamær- unum upp gil eitt mikið og eftir skriðjökli til fjallaskálans Forno Hutte sem er i 2576m hæö yfir sjó. Með okkur voru tveir þýskir fjallgöngumenn sem við hittum i Maloja. Ákváðum við að ganga saman næstu daga á nokkra tinda út frá Forno Hutte. 1 Forno Hutte komum viö svo siöla dags og var þar fyrir fjöldi fjallgöngumanna og kvenna og kom það okkur á óvart hversu margar konur stunduðu fjallgöngur. h'engum við okkur að borða i skálanum en fórum svo snemma að sofa. Eftir morgun- mat daginn eftir ætluðum við að hita okkur upp með þvi að ganga á auðvelt fjall beint upp af skál- anum, Monte del Forno, 3214m hátt. Einn þýskur fjallgöngu- maður bættist i hópinn og vorum við nú orðnir sex saman. Allir á læri Var þetta fremur auðveld ganga i snjó þar til við komum að klettabelti I u.þ.b. 2900m hæð. Þar bundum viö okkur saman i linu og klifruðum svo einn og einn i einu upp eftir klettunum og var það frekar seinfarið fyrir þetta marga i linu. Fyrir ofan kletta- beltiö tók við löng og brött brekka þakin harðfenni og is og gengum við það sem eftir var á mannbroddum á tindinn. Uppi fengum við okkur að snæða og virtum fyrir okkur útsýnið sem var hið fegursta. Stöldruðum við fremur stutt við og var niðurferð- in öllu hægari fyrst um sinn vegna fallhættu á isnum. Þegar við kom- um aftur að klettabeltinu ákváð- um við að siga þar niður i stað þess að klifra vegna brattans. Festum við linuna yfir klettanös og sigum svo allir ,,á læri” eins og kallað er, en þaö er aðferð sem við höfum litið notað heima og er fremur óþægileg. Sigum við Islendingarnir fyrst en siðasti maður seig með linuna tvöfalda utan um klettanösina og dró hana svo til sin þegar niður var komið. I skálann komum við aftur stuttu eftir hádegið, fengum okk- ur að borða og settum blautan fatnaðinn i þurrk úti. Forno Hutte er meðalstór fjallaskáli, byggður úr steini og er ein hæð og ris. Uppi er svefnað- staða fyrir 100 manns, en niðri er farangursgeymsla. salerni, mat- salur og eldhús þar sem hægt er að fá keyptan heitan mat. Ekkert rafmagn er i skálanum og er hann óupphitaðurog notuð gasljós.en i eldhúsinu eru trjábútar notaðir til eldunar. Seinna um daginn tókst Arnþóri að brjóta eina meginreglu skálans, en það er að fara á gönguskónum upp á svefn- loft. Fyrir vikið var hann dæmdur af ráðskonunni i hálftima uppvask i eldhúsinu. Höfðum við hinir mikið gaman af. Um kvöldið gerði' geysimikið þrumuveöur með tilheyrandi eld- ingum og stóð það fram eftir nóttu. Monte Rosso Morguninn næsta dag vöknuð- um við i nistingskulda og sáum að töluvert hafði snjóað úti. Fengum við okkur að borða og undirbjugg- um okkur fyrir gönguferð á Monte Rosso,3088m hátt. Kalt var úti en þó logn og hlýnaði okkur fljótlega er við hófum gönguna.- Þegar við vorum hálfnaðir með fjallið eftir göngu i snjó settum við á okkur mannbrodda og bund- um okkur i linu, þvi framundan var brött harðfennisbrekka. Fór nú að blása hressilega i bakið á okkur og kuldinn jókst stööugt. Kom það ekki að sök þvi við vor- um mjög vel búnir i föðurlandi og vindheldum fatnaði og þótti bara gott að fá rokið i bakið til að létta á uppgöngunni. Aftur á móti voru þýsku félagarnir ekki eins vel búnir og var þeim frekar kalt alla leiðina upp. A tindinum stoppuðum viö stutt þar sem skyggni var nánast ekki neitt og mikið rok. Fengum við okkur súkkulaðibita og þrúgusyk- ur og héldum svo niður. Við feng- um ný bylinn beint i fangið á okk- ur og þurftum að beita kröftum á niðurleiðinni. Við vorum bundnir saman i linu og studdum okkur með isöxum við brekkuna og allir voru i viðbragðsstöðu ef einhverj- um yrði fótaskortur. Þegar neð- ar kom dró úr rokinu og létti þá mjög á göngunni, við renndum okkur svo i sitstöðu niður si'ðustu brekkurnar til skálans. ,,Forno prís" I skálanum fórum við úr svita- blautum fatnaðinum og i þurr föt. Siðan létum við •túlkurnar i eld- húsinu sjóða fyrir okkur makka- rónur sem við höfðum komið með okkur. Borðuðum við þær svo með tei og brauði að ógleymdri sultunni sem Brynjar hafði lifað á siðustu daga. Mest allan matinn höfðum við borið með okkur frá Maloja þvi við höfðum frétt að matur væri óhemju dýr i öllum fjallaskálum sem reyndar varð raunin. Jafnvel skál af heitu vatni var á ,.Forno~pris” eins og Jón Gunnar kallaði það, en i þessum skála sem og öðrum er sá ein- kennilegi siður að te er alltaf drukki úr stórum skálum. Seinna um daginn heyrðum við drunur miklar og er betur var aö gáð var þarna komin þyrla meö nauð- svnjavörur, en þyrlur eru einu farartækin fyrir utan manninn gangandi sem komast á svona af- skekkta staði. Kom þyrlan nokkr- ar ferðir og tók með sér sorp i bakaleiðinni. Næsta dag tókum við mjög snemma, enda ætluðum við að nota daginn vel og komast á tvo tinda. Lögðum viðaf stað rétt fyr- ir kl. 6.00 um morguninn á Cima de Rosso (3366m). Var þaö ganga eingöngu i hörðum snjó og yoru nokkrar varasamar sprungur á leiðinni þar sem við þurftum að tryggja vel, og aðeins einn maður fór i einu yfir þunnan snjóinn. Siðasta spölinn á tindinn geng- um við eftir örmjóum hrygg þar sem snarbrattar brekkur voru á beggja vegu. Rett eftir að við komum á tindinn komu tveir aðr- ir fjallgöngumenn þangað, en þeir höfðu farið aðra leið upp. Veður var hið ákjósanlegasta þó hitinn hafi verið um frostmark. Stoppuðum við i þó nokkra stund og virtum fyrir okkur ttölsku alp- ana og einnig sáum við italskt þorp i fjarska. Fyrir tilviljun fann Arnþór gestabók i trékassa sem hulinn var snjó. Skrifuðum við allir nöfn okkar i hana, en héldum svo af stað niður og siðan á næsta fjall i þessum fjallaklasa Mont de Sisonne (3330 m). Fljótir niöur Tindurinn þar var stórgrýttur og isaður og áttum við i töluverðu basli með að fóta okkur þar á mannbroddunum, en að öðru leyti var þetta auðveld ganga. Vorum við tiltölulega fljótir niður eftir árangursrikan dag. A leiðinni að skálanum sáum við torkennilega bláa þúst á skriðjöklinum sem við vorum á. 1 gegn um sjónauka kom i ljós að hér hafði vélsleði verið skilinn eftir, trúlega vegna veðurs. í Forno Hutte fengum við okkur hressilega að boröa, pökk- uðum svo niöur og bjuggum okk- ur fyrir brottför til Maloja. Kvöddum við kunningja okkar og gengum eins hratt og við gát- um niður skriðjökulinn og giliö til þess að ná i búðir fyrir lokun. Náðum við til Maloja eftir tæp- lega tveggja tima svitagöngu i besta veðri. Gistum við þar á far- fuglaheimili og komumst nú fyrst i bað eftir fjögra daga fjallgöng- ur. Fórum við frá Maloja morg- uninn eftir til St. Moritz, skiða- staðarins fræga. Þar kvöddum við Jón Gunnar en hann þurfti að hverfa heim til vinnu. Við tveir sem eftir vorum tókum næstu lest til Zermatt með næturgistingu i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.