Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 2. september 1978 VISIR DAUDI í SVARTA- MARKADSLKSTINNI Þetta geröist aðfaranótt föstudagsins 3. mars 1944. Angelo Caponegro sat skjálfandi af kulda við borð sitt inni á brautarstöðinni. Caponegro leiddist. Hann fletti hinum opinbera málgagni herstjórnarinnar rheð hanskaklæddum fingrum. Við annað borð sat félagi hans/ Vincenzo Biondi/ og virtist jafn-leiður. Mennirnir biðu áætlunarlestar nr. 8017 sem væntan- leg var frá Napóli kl. 12.12. Ekkert var i blaöinu nema útjaskaðar fréttir af gángi styrjaldarinnar. Herir bandamanna sem rofið höfðu víglinur nasista við Anzio í ianúarmánuði, virt- ust eiga i óendanlegri baráttu við óvininn í nágrenni Rómar. Monte Cassino hafði næstum verið jafnað við jörðu án þess að það bæri nokkurn árangur. Skiljan- legt var að mennirnir sem biðu lestarinnar væru orðn- ir þreyttir á tilbreytingarlausum stríðsfréttunum. Eimpípan gall og Ijóskeilan frá lestinni kom i Ijós. //Þar kemur hún"/ sagði Caponegro/ /,samkvæmt áætlun". Hann var feginn, þvi að hann ætlaði að fá sér-lúr, þegar lestin væri fárin. Kyndari eimreiðarinnar mokaði kappsamlega í eldhólfið undir katlinum. Á þeirri stundu voru farþegum lestarinnar búin hroeðileg örlög.... Ekkert virtist óeðlilegt við ferð- ir lestarinnar. Hún var á réttum tima, tólf minútum eftir mið- nætti, og meðan hún staldraöi við gegndu stöðvarstarísmennirnir tveir skyldu sinni, skoðuðu vöru- vagnana 47 og tvo eimvagna sem knúðu lestina áfram. Stöðvarstjórinn kom ofan úr skrifstofu sinni og skiptist á nokkrum orðum viö stjórnanda lestarinnar. Klukkan tiu minútur fyrir eitt gaf stöðvarstjórinn merki um aö allt væri i lagi, veifaði vélstjór- unum i kveðjuskyni og fór inn til sin að senda skeyti til næsta við- komustaðar lestarinnar en hann var i fimm km fjarlægð. Næturveröirnir Caponegro og Biondi veifuðu lugtum sinum. Lestin mjakaðist af stað frá stöð- inni og i áttina að jarögöngum fyrir norðan stöðina i u.þ.b. 200 metra fjarlægð. ,,Full lest eins og venjulega”, sagði Biondi. ,,Sömu gömlu andlitin i hverri ferð”, sagði Caponegri. „Sömu gömlu andlitin” voru svartamarkaðsbraskarar frá Napoli. Þeir fóru i hverri viku frá Napóli til Lucania, þar sem þeir fylltu kistur sinar af matvælum sem þeir seldu siðan i heimaborg sinni, en þar rikti umsáturs- ástand. Það var á allra vitorði — og einnig herstjórnarinnar að áætl- unarferð 8017 gekk undir nafninu „svartamarkaöslestin” og brask- ararnir fóru i mnkaupaferðir sin- ar á hverju fimmtudagskvöldi. Enda þótt la borso nera (svartamarkaðsbrask) væri bannað með lögum, sáu yfirvöld i gegnum fingur. Ef þessara aðdrátta hefði ekki notiö við er vist að sulturinn hefði sorfið að i milljónaborginni. Ekkert virtist óeðlilegt við lest- ina þetta kvöld. Hún lagöi af stað frá Napóli með 521 farþega innan- borðs og flestir voru þeir svarta- markaðsbraskarar með hinar gamalkunnu, tómu töskur sinar. Til þessa höfðu tvær gufuvélar ævinlega nægt til að knýja áætl- unarlestina, þvi að hún hafði aldrei farið fram úr 500 tonna þunga. En auk svartamarkaðs- kaupahéðna var i þessari ferð hópur læknanema á heimleið úr visindaleiðangri til vigvallanna. Farþegarnir vógu samtals um 32 tonn. Vagnarnir og farmur þeirra voru samtals 479 tonn. Samtals vó þvi lestin 511 tonn — ellefu tonnum meira en talið var að gufuvélarnar tvær þyldu. Aukið álag Óvist er hvort umframþunginn hefur ráðið úrslitum. Em sums staðar lá isað brautasporið upp i móti. Lestin varð þvi að aka með hámarkshraða til aö hafa þaö upp brattann. Þannig voru aðstæður þegar áætlunarlest 8017 fór i hinstu ferð sin. Þegar lestin var farin frá brautarstöðinni i Balvano bauð stöðvarstjórinn næsturvörðunum góða nótt og gaf aöstoðarbrautar- stjóranum fyrirmæli. Þar sem aðeins var von einnar lestar enn þessa nótt — hálfri stundu siðar, fengu Caponegro og Biondi sér blund. Næstu klukkustund eða svo las aðstoðarstöðvarstjórinn dagblað sitt i rólegheitum. Skömmu áður en næsta lest var væntanlega minntist hann þess að ekkert skeyti hafði borist um hvort lest 8017 hefði komist til næsta ákvörðunarstaðar. Hún hafði ekki komið þangað. Lestin var orðin nærri tveimur timum á eftir áætlun svo að aðstoðarstöövarstjórinn ákvaö aö láta næstu lest biða á stöðinni er þangað kæmi, en sjálfur ætlaði hann aö fara með lausri eimreið til að aðgæta hvað ylli töfinni. Þegar lest nr. 8025 kom til stöðvarinnar, bað Salonia aðstoðarstöðvarstjóri þá Caponegro og Biondi að losa eim- vagninn svo að hann gæti kannað sporið framundan. Félagarnir báru sig illa undan auknu álagi, tóku lugtir sinar og fóru út. Hvað hafði komið fyrir? Skömmu áður en lestin lagði af stað bað Gigliani vélstjóri kynd- arann að moka duglega i eldhólfið til þess „ná upp dampi”. Lestin komst erfiðislitið upp i fyrstu jarðgöngin og var á góðri ferð þegar út úr öðrum göngunum kom Hér vörðuðu stór tré bugðótta leiðina. Enginn veit hvað hér gerðist, en álitið er að maðurinn sem stjórn- aði hraðanum hafi haft áhyggjur af gufuþrýstingnum i katlinum. ökuhraðinn svaraði engan veginn til þrýstingsins. Þegar öll lestin nema aftasti vagninn var TÓNUST VIÐ HÆFI! TILVALIN TONLISTIBILINN Nú bjóðast snceldur (cassettur) á bensínstöðvum Esso t Reykjavík með fjölbreytilegri tónlist við flestra hcefi, s.s. klassískri-, rokk-, disco- og léttri tónlist. EKKI SPILLIR VERÐIÐ Þcer kosta frá kr. 1.895.- stykkið. ÁNÆGJA FYRIR ALLA Ökumenn og farþegar geta því unað glaðir við sitt - með tónlist við hcefi. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.