Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 30
30
'
Allt á fleygiferð
Ekkert innigjald
Komdu með bilinn þinn hreinan og strok-
inn eða bátinn inn á gólf til okkar. Við höf-
um mikla sölu, þvi til okkar liggur
straumur kaupenda.
Opið frá kl. 9-7 einnig á laugardögum.
i sýningahöllinni Bildshöfða
simar 81199-81410
Raffeindaklukkur til sölu
Seljum á meðan birgðir endast nokkrar
litið útlitsgallaðar rafeindaklukkur með
vekjara. Klukkurnar eru i fullkomnulagi
og seljast með góðum afslætti.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Komið á söluskrifstofu vora, Ármúla 5, 4.
hæð.
Rafrás sf.
VANTAR NÝLIGA
BÍLA Á SKRÁ
MIKIL SALAI
Opið til kl. 22 öll kvöld.
BILAVAL
Símar 19168, 19092
Landssamtökin Þroskahjálp
halda almennan fund um málefni þroska-
heftra mánudaginn 4. sept. n.k. kl. 20.30 i
Domus Medica við Egilsgötu.
Agnete Schou fulltrúi frá Landssam-
tökunum Evnesvages Vel i Danmörku
flytur framsöguerindi:
Foreldrastarf og foreldrafrœðsla.
Að loknu erindi verða umræður. Erindið
verður túlkað á islensku.
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um
málefni þroskaheftra, en foreldrar og
starfsfólk allra stofnana fyrir þroskahefta
er sérstaklega hvatt til að mæta.
Kaffiveitingar verða á staðnum.
þ
BrOSkahjálp Stjórnin.
HA7UMI 4A 105 REYKJAVÍK SÍMI 2 95 70
Laugardagur 2. september 1978
• VlSÍR
Byggingin þar sem stúlkan og Donaldshjónin bjuggu
Dauði hinnar átta ára gömlu Helen Priestley,
endaði með réttarhöldum og dómi um morð. En
margir, þar á meðal sérfræðingar í glæpamálum,
sem voru viðstaddir réttarhöldin, álitu að úrskurð-
urinn hef ði átt að vera vítavert manndráp — skosk-
ur úrskurður sem i Englandi mundi vera mann-'
dráp.
Málið hófst í byggingu þar sem heiðvirt verkafólk
bjó, rétt hjá Kings Street og nálægt stóra borgar-
sjúkrahúsinu. Þetta var Urquhart Road 61, i Aber-
deen, sem var skipt í átta íbúðir, tvær á hverri hæð.
Frá útidyrunum sem voru yfirleitt læstar, var
gangur sem lá þvert í gegnum húsið, út í bakgarð-
inn sem var afgirtur. Stigi lá upp á hæðirnar fyrir
ofan og yfir hverjum stiga var baðherbergi, sem
f jölskyldurnar notuðu í sameiningu. I þessu tilfelli
voru það Donald og Priestley f jölskyldurnar. Á
fyrstu hæðinni bjó Donald f jölskyldan. Alexander
Donald, hárgreiðslumaður, eiginkona hans Jeannie
38 ára gömul, og dóttir þeirra sem lika hét Jeannie
og var 9 ára. Priestley fjölskyldan bjó í ibúðinni
fyrir ofan þau. Dóttir þeirra Helen, var ólátabelgur
en meinlaus stúlka. Frúrnar töluðust ekki við: Það
var vegna rif rildis sem var rétt 5 ára gamalt, föstu-
daginn 20. apríl 1934.
Það var ekta apríl-veður, skýjað, sólskin og
stundum rigning á milli. Það var sæmilega bjart
þegar krökkunum var hleypt út úr skólanum í há-
deginu. Helen Priestley kom heim 15 mínútur yfir
12, og maturinn, kjöt og kartöf lur var tiibúinn. Eftir
matinn þaut hún af stað að heimsækja vinkonu sín,
frú Robertson, sem henni þótti vænt um. Hún var
komin heim aftur 10 mínútur yfir 1, þegar móðir
hennar sendi hana út í kaupfélag þar rétt hjá, eftir
brauði. Þegar verslað er þar, fær kaupandinn kvitt-
un, og í hvert skipti tekur sölumaður hluta kvittun-
arinnar og færir inn meðlimanúmer kaupandans.
Helen keypti brauðiðog fékk kvittunina, sem var úr
þunnum pappír með grænu striki. Þaðsástá kvittun
verslunarinnar að kaupin hefðu farið fram um
klukkan hálf tvö. Hún átti að vera komin aftur i
skólann klukkan tvö. Margir sáu hana á hlaupum
heim til sín, en síðan hvarf hún gersamlega.
HÆTTUR
Hún var skýr.skemmtileg litil
stúlka, hvorki betri né verri en
aðrir, hún var lika hlýðin og
ábyrgðarsöm svo þegar hún
kom ekki heim með brauðið, för
möðir hennar strax aö athuga
hvort hún hefði farið aftur til frú
Robertson. Báðar konurnar,
vissu vel um þær hættur sem
liggja i leyni fyrir litlum súlk-
um, urðu óttaslegnar og fóru að
leita að henni, og töluðu við ná-
granna sem sáu hana hlaupa
heim.
Siðan sendu þær eftir Donald i
vinnuna. Skólinn sem var
þriggja minútna gangur I burtu,
var lika heimsóttur, án árang-
urs. Jeannie Donald var á með-
al fleiri barna sem voru á leik-
vellinum, og þó að fjölskyldurn-
ar töluðust ekki við voru telp-
urnar kunningjar. Jeannie leit-
aði um allan skólann án árang-
urs. Priestly, málara og her-
bergjaskreyti, var tilkynnt um
hvarfið, og hann för sjálfur að
leita um nágrenniö. Náð var i
lögregluna, og kom hún strax á
vettvang, þvi að litil stúlka hafði
verið numið brott i nóvember
árið áður.
Klukkan sex þetta kvöld, til-
kynnti Dick Stutton, niu ára vin-
ur Helen, að hann hefði séð mið-
aldra meðalháan mann, i dökk-
um frakka með rifu á bakinu,
draga hana haldandi á brauð-
inu, eftir götunni og upp i spor-
vagn. Lögreglan hófst þegar
handa. Leitað var i allri borg-
inni, sérstaklega á sjúkrahús-
um. Nákvæmar lýsingar voru
sýndar i kvikmyndahusum og i
sjálfu Urquhart Street. Hinn
skoski þjóðfélagsandi var til
þess að leitarflokkar fóru i allar
áttir, og margir einstaklingar
leituðu á öllum mögulegum
stöðum.
Þegar kvölda tók, var veðrið
orðið kalt og var komið rok og
um áttaleytið var komin úrhell
isrigning, en leitarfólkið hélt
ótrautt áfram. Alexander
Priestly ók hring eftir hring um
göturnar i bifreið vinar sins uns
hann kom heim á miðnætti, út-
keyrður og þreyttur. Klukkan
fjögur um morguninn var hann
kominn á fætur aítur og fór á
lögreglustöðina að biða eftir
fréttum. Nágranni i Urquhart
Street var lika kominn á fætur
um fimm reýtið og fór af stað til
Priestley hjónanna til að segja
þeim að hann væri farinn aftur
að leita. Otidyrnar á númer 61
voru ólæstar og hann fór inn i
bygginguna, og staldraði
augnablik við meðan augun
voru að venjast myrkrinu.
NÆR MÓÐURSJOK
Nálægt bakdyrunum við hlið-
ina á salerninu, var skot undir
stiganum, á móti geymslu sem
þar var. 1 skotinu og hálft inn á
ganginn lá sekkur, þetta fannst
nágrannanum undarlégt. Hann
fór að athuga þetta nánar, og
gat rétt séð litla barnshendi og
fót standa út úr pokanum. Hann
lét strax vita, og eftir nokkrar
minútur var húsið fullt af fólki
með gauragang, æsing, og nær
móðursjúkt. Helen var fundin,
og það er sagt að kona ein hafi
hrðpað: ,,Hún hefur verið
spjölluð”. En i öllum þessum
látum, fólk sem kom og fór, var
allt hljótt i ibúðunum tveim á
fyrstu hæðinni. 1 annarri svaf
frú Topp, en var að öðrú leyti
auð, þar sem maður hennar var
farinn i vinnuna. Hin var ibúð
Donald fjölskyldunnar, dyrnar
hjá þeim voru lokaðar.
Það var auðvelt að rannsaka
timann. Lögreglan kom hér um
bil strax, og gat sannað að hún
hefði rannsakað gangana klukk-
an hálf ellefu kvöldið áður.
Priestly hafði komið inn á mið-
nætti. William Topp hafi farið á
salernið á fyrstu hæðinni klukk-
an hálf tvö — sekkurinn hafði
ekki verið þarna klukkan hálf
fimm, þegar Priestly, vinur
hans og svo Topp höfðu gengið
framhjá til að halda áfram leit-
inni. Viö athuganir lögreglunn-
ar, kom i ijós aö'bast sekkurinn
var skraufþurr, eins litla
stúlkan i honum. En fyrir utan
bakdyrnar var stór pollur og
jarðvegurinn i kringum húsið