Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 17
VISIR Laugardagur 2. september 1978 17 >1 að ramminn sé mikilvægur þáttur heildar- irinnar. Tii að taka enga áhættu á að verk sé gt með röngum ramma geri ég þá sjálfur.” Ferða(ó)siðir íslendinga Jónas þekkir ferðasiði Islend- inga i sólarlöndum eins og handarbakið á sér eftir hinn tiu ára útúrdúr frá listamennsk- unni (þótt hann hafi alltaf haldið áfram við myndlistina i fri- stundum). „Það er verið að segja að Þjóðverjar séu frekir ferða- menn. Þeir komast ekki með tærnar þar sem tslendingar hafa hælana i þessum efnum. Það er ekki til frekara og tillits- lausara ferðafólk en Islending- ar”, er hinn miskunnarlausi dómur Jónasar. En hann flýtir sér að koma með nánari skýringar. „Meirihluti islenskra ferða- manna eru einstök ljúfmenni. Það er fólk sem verður aldrei til vandræða. En svo er fólk innan um sem lætur svo hátt að allir hinir'týnást út úr myndinni”. „Mesta vinna okkar farar- stjóranna snýst i kring um fimm til tiu prósent farþeganna, sem haga sér fyrir neðan allar hell- ur. Þetta er fólk sem er sikvart- andi undan öllu og engu, fólk sem stofnar til vandræða eftir áfengisneyslu, og fólk sem á i útistöðum við samfarþega sina og aðra. Egósiminn er að drepa þenn- an hluta farþeganna. Fólkið hugsar ekki um neitt nema sjálftsig, og tekur aldrei tillit til samferðamanna. Margt af þessu fólki litur svo stórt á sig að ef ekki er farið i einu og öllu eftir kröfum þess, þá hreinlega umturnast það”. Þrír gæðaflokkar islenskra túrista Jónas segir að það megi flokka islenska sólarlandafara 1 þrjá hópa. „I stærsta hópnum eru þeir sem fara til að skemmta sér á manneskjulegan og hógværan hátt, og gera þaö. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu fólki. 1 öðrum hópnum eru þeir sem koma askvaðandi augafullir út úr flugvélinni, og hafa byrjað drykkjuna i Frihöfninni, eða jafnvel heima hjá sér. En eftir tvo til þrjá daga i drykkjunni þá sljákkar niður i þeim, og maður þarf ekki að hafa meiri áhyggj- ur. Svo er þriðji hópurinn, og sá alversti. Hann hagar sér eins og annar hópurinn, en heldur á- fram drykkjunni út alla ferðina, og stofnar til óteljandi vand- ræða. Aðrir farþegar og gestir á hótelum kvarta mest undan þessu fólki við okkur. Stundum er drykkjan svo stif á þvi að maöur þarf að fara með það á Veggir eru þaktir verkum sem Jónas hefur unnið að sl. þrjú ár. En fljótt munu þeir tæmast og verkin fara á sýningu hans, þá fyrstu i sjúkrahús i afvötnun þegar það hefur drukkið frá sér ráð og rænu”. Kröfuharkan yfirgengileg „En fólk þarf ekki endilega að vera ölvað til að sýna mikla kröfuhörku um aðbúnað”, segir Jónas. „Islendingar eru þvi marki brenndir að gera sömu gæða- kröfur i útlöndum og þeir eiga að venjast heima. Fólk tekur ibúðir á leigu i sólarlöndum og ætlast þá til að þær séu teppa- lagðar út i öll horn. Þcir sem dvelja á hótelum krefjast her- bergja sem snúa mót sól. snúa út- að ströndinni, og eru i miðjum tslendingahópnum. Þegar þetta fæst ekki umsvifa- laust þá er kvartað og kveinað. Fólk hefur keypt sólarlanda- ferðina i einum pakka, og vill fá að þeyta rjómann ofan af. Til allrar hamingju”, segir Jónas, „er það þó ekki nema minni hluti ferðamannanna is- lensku sem haga sér þannig. Maður kynnist svo mörgu góðu fólki að leiðindin gleymast fljótt eftir að heim er komið. En þetta er mjög erilsamt og lýj- andi starf þegar margir sýna af sér ósanngjarna kröfuhörku. Margir segjast öfunda mann af starfi þar sem sifellt er sum- ar og sól og skemmtanir. En það er ekki öfundsvert. Það er of mikið aö gera. Sumir segja við mig að ég taki þetta of alvar- lega, og eigi að slaka á. Ég er bara of mikill „perfectionisti” til að geta slakað á fyrr en allt gengur eins og það á að ganga”. — Æ, þeir redda þessu Jónas segir, að leiðsögumenn frá öðrum löndum þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir lifinu og þeir islensku. Eina ástæðu þess, segirhann, að hjá þeim útlendu sé yfirleitt meiri verkaskipting og ferðaskrifstofur stærri. „önnur ástæða er sú, að is- lensku ferðaskrifstofurnar leggja full mikið traust á farar- stjórana um að þeir „reddi” hlutunum. Það er svo mikil samkeppni milli ferðaskrifstof- anna að fólki er oft heitið meiru en hægt er að standa við, og það lendir á fararstjórum að bjarga þvi sem bjargað verður”. Jónas segist helst vilja likja ferðahópum við bæjarfélög. „Það kemur allt upp i þessum ferðum, alveg eins og i hverju bæjarfélagi. Það þarf lögreglu, lækni, sálusorgara, hjúskapar- ráðgjafa og bæjarstjóra meðal annars, og þetta lendir á farar- stjóranum. Ég sé þó siður en svo eftir að hafa lagt út i þetta starf. En eftir tiu ár i svona erilsömu starfi kemur viss þreyta yfir mann, og þá er ágætt að taka sér fri”. Jónas hefur þvi sagt skilið við leiðsögumennskuna. „Ég þver- tek þó ekki fyrir að ég taki til við hana einhvern timann seinna”, segir hann. Fyrsta sýning í sjö ár Það er myndlistin sem Jónas helgar sig eingöngu þessa dag- ana. Um þessar mundir stendur yfir sýning á myndverkum hans i kjallara Norræna hússins. Hann sýnir þar rúmlega fimm- tiu myndir sem hann hefur unn- ið aö sl. þrjú ár. Sýningin stendur til 3. september og eru flest verkanna þegar seld. „Ég er ekkert feiminn við að kalla mig fristundamálara. Ég hef aldrei kallað mig listamann. Ég lit ekki á menn sem lista- menn nema þeir helgi sig ein- göngu listinni, og séu ekki aö vasast i öðru með. Þaö krefst hundrað prósent einbeitingar að vera listamaöur”. Jónas hefur eingöngu helgað sig listinni undanfarna mánuði, „Ekki þó til að geta kallað mig listamann”, segir hann hlæj- andi. „En ég hef áhuga á að geta starfaö eingöngu við myndlist- ina. Ég hef ekki sýnt i sjö ár, og ætla að sjá til eftir þessa sýn- ingu i Norræna húsinu hvað veröur úr. Ef verkum minum er vel tekið, þá held ég auðvitaö á- fram. Ef þeim er ekki vel tekið sjo ár. — nú, þá verð ég bara að taka þvi”, segir Jónas. Ekki málverk og ekki skúlptúr Það er ekki auðvelt að lýsa verkum Jónasar i orðum. Enda hafa orð aldrei verið rétti mið- illinn til að njóta myndlistar. Verkin eru ekki beint málverk, og ekki beint skúlptúr. A is- lensku nefnist þetta listform lágmyndir, og á ensku relief. Siðustu árin hefur Jónas aðal- lega gert verk sin úr tré og málmi. Verkin eru abstrakt, þótt Jónas gefi þeim stundum nöfn sem kynda undir jarðneskt imyndunarafl. „Ég lit á listaverk sem hluta af heildarumhverfinu, en ekki sér einingar án tengsla við veggi eða gólf”, segir Jónas um afstöðu sina til hlutverks listar- innar. Það er m.a. þess vegna sem ég geri sjálfur rammana um minar myndir. Ramminn er hluti af verkinu. Það er hægt að eyðileggja gott verk með ljótum ramma”. Jónas kimir og jánkar þegar blaðamaður stingur upp á að kannski ættu leiðbeiningar að fylgjá með verkunum um hvernig veggiitur og lýsing fari best með þeim. „Þaö eru til mörg stórgóö listaverk eftir heimsfræga lista- menn sem ég mundi aldrei vilja sjá inni hjá mér. Þetta eru verk sem eiga eingöngu heima á söfnum eöa á sérstökum stöðum þar sem þau falla að umhverf- inu. Ég lit alltaf á list sem „dekórasjón”. Ég er ekki þar með að segja að ég geri verkin með það i huga að þau fari vel við grænt sóíasett, eöa eitthvað i þá áttina. En ég horfi ekki framhjá þvi hlutverki sem lista- verkið gegnir i heildarumhverf- inu”. Fínt ef öðrum likar einnig Eins og aðrir listamenn (þótt Jónas vilji ekki nota það orö um sig) þá segist hann hafa dreymt áður fyrr um að verða jafnvel einhvern tima frægur og dáður listamaður. „En það skiptir ekki máli lengur fyrir mig. Mér finnst mest um vert að ég geti fengist við iistsköpun þannig að ég fái það út 4ir henni sem ég sækist eftir. Nú, ef öörum likar einnig, þá er það stórfint”. Jónas gerir góðlátlegt grin að kollegum sinum. „Flestir islenskir listamenn eru heimsfrægir að eigin áliti — að minnsta kosti eru þeir heims- frægir á Islandi. Þeir eru stór- kostlegir, finnst mér. Ég hef hins vegar ekki séð nema tveggja islenskra listamanna getið i uppsláttarbókum. Það eru Erró og Nina Tryggvadótt- ir. Það er langt i frá að mér liki ekki það sem listamenn hér gera. Ég er ekki á móti neinni listastefnu eða einstökum lista- manni. Þaö er allt i lagi með hvað sem hver gerir, ef viðkom- andi gerir það af einlægni”. Still Jónasar er mjög sér á báti. Hann segir að áhrifin á hann komi víða að. „Það eru popplistaráhrif, nema hvað ég reyni ekki að fela boðskap i verkum minum eins og popplistamennirnir. Þá hafa trémyndir Sigurjóns Ólafssonar haft áhrif á mig, og einnig myndir spánska málarans Tapies. Ég hef einnig orðið fyri talsverðum áhrifum frá afriskri list”. Skynhrif en ekki boðskapur „Ég litá myndlist á sama hátt og ég lit á tónlist. Hvort tveggja höfðar til skynhrifa. Ef manni likar það sem maður sér eða heyrir, þá er verkið nógu gott. Ég vil höfða til ákveðinna skyn- hrifa með verkum minum. Ég hef hins vegar engan áhuga á að nota þær til að færa einhvern boðskap”. Jónas hefur ekki látið sér nægja myndlistina til að höfða til skynhrifanna. Heimili hans og Halldóru að Stekkjarkinn i Hafnarfirði er mikið augnayndi. Gestir/sem koma þangað i fyrsta sinn, gripa oft andann á iofti þegar þeir koma inn. Húsið er hlaðið fallegum munum sem fjölskyldan hefur viðað að sér á ferðalögum erlendis, Mest ber á spönskum munum, og spönsk áhrif eru áberandi i innréttingu hússins. Fjölskyldan byggði húsið allt sjálf, með aðstoð vina ög ætt- ingja. Vinnustofa Jónasar opn- ast inn i viðbót sem byggð var við stofuna fyrir nokkrum ár- um. Liklega er vinnustofa hans ein sú hreinlegasta sem sést hjá listamanni. „Fólk segir stundum við mig að ég geti ekki verið alvöru listamaður, þvi vinnustofan sé of hreinleg”, segir Jónas og hlær. Skýringin á hreinlætinu er sú að hann vinnur grófustu vinnuna i hliðarstofu, og málar eingöngu inni i aðalvinnustof- unni. Mallorca að vetrartímanum Talið berst aftur að ferðamál- um, og Jónas er spurður hvern- ig Mallorca sé yfir vetrartim- ann, þann tima sem nær enginn Islendingur lætur sjá sig þar. „Veðurfarið er eins og þegar það gerist best á sumrin á Is- landi. Köldustu mánuðina er hitinn svona i kringum 12 til 14 stig, og oft nær hann upp i 20 stig. Það er sama sólin og á sumrin, litil úrkoma og snjóar aldrei i byggð, en aðeins i fjöll- in. Hitastigið segir samt ekki allt um veturinn. Loftslagið er nefnilega mjög rakt, og þá nistir inn að mergi og beini. Lungna- bólga er algeng þarna á vet- urna”. Fæstir ferðalangar kynnast öðrum ibúum Mallorca en þeim sem starfa að ferðamálum. Jón- as er spurður um viðmót ann- arra heimamanna. „Þetta er ákaflega elskulegt fólk. Það hefur siður en svo á móti feröafólki, og satt aö segja er furðulegt hvað meginþorri ibúanna er litið snortinn af á- hrifum alls þessa aðkomufólks. Enda heldur ferðafólkið sig að mestu við ferðamannastaðina. En það er mikið að breytast á Mallorca, sérstaklega meðal ungs fólks. Það eru áhrifin frá ferðafólki mest áberandi. Enda leyfist nú frjálsræði sem þekkt- ist ekki áður fyrr”. Jónas á vinnustofunni sem er svo hreinleg að vinir og vandamenn segja að hann geti ekki verið alvöru iistamaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.