Vísir - 11.09.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 11.09.1978, Blaðsíða 7
7 SIÓKT FÉKK HÚN NAFN OIUTRUTT — Vísa um hino nýju ríkissfjóm Blaðinu hefur borist eftirfarandi visa um rikisstjórnina eftir Theodór Einarsson frá Akranesi: Lag: Það gefur á bátinn við Grænland. Nú er okkar rikisstjórn ráðin. Rangeygð hún er þetta grey. A rúmstokknum situr hún reynslulaus enn rétt eins og óspjölluð mey. Það eru engir aumingja karlar Arnalds og Hjörleifur Gutt, Ólafur sterki og SteingrimurH. Stórt fékk hún nafn, Gillitrutt. Einn og átta i hóp æptu jólasveinsóp er þeir óðu sinn kosningaelg. Þetta er skammtima-stjórn, þetta er skammdegis-stjórn. Sem er sköpuð i tilraunabelg. Við gaflhlað stóð Benedikt Gröndal, og glotti að Tómasi A. En Mangi úr Eyjum var andlegahress, ekkert á Svavari sá. Kjartan var allur á kafi að kanna sitt smáfiskabú. En Vilmundur Gylfason hrópaðihátt að hann hefði ei á stjórninni trú. Einn og átta i hóp æptu jólasveinsóp, er þeir óðu sinn kosningaelg. Þetta er skammtima-stjórn Þetta er skammdegis-stjórn sem er sköpuð i tilraunabelg. VIÐ HÖFUM LIFAÐ SEM ANDAR HJÁ GUÐI Ásthildur Geirsdóttir, Kárastig 6, Reykjavik, sem er meðlimur i Kirkju Jesú Krists af siðar daga heilögum, (Mormónar ) skrifar eftirfarandi: Hvaöan ? Af hver ju ? Hvert ? Einn hinna fornu ritara segir... „og moldin hverfur aftur til jarðarinnar , þar sem hún áður var og andinn til Guðs, sem gaf hann.” (Pred. 12:7) Við skulum spyrja sjálfa okkur hvernig-hægt sé að hverfa aftur til staða, bletts eða héraðs, sem við höfum aldrei heimsótt áður. Hvernig getum við snúið aftur til Guðs, ef við höfum ekki einu sinni verið i návist hans? Hin rökrétta niðurstaða er óum- flýjanleg: Til að geta horft aftur til hans, verðum við einu sinni að hafa notið samvistar með honum, sem hlýtur að hafa verið á for- tilverustigi okkar, áður en við vorum klædd þessum likama holds og beina. Og það er það sem við, Mormónar, trúum að við höfum lifað sem andar hjá Guði, föður okkar. Og við vorum send til jarðar i vissum tilgangi. „Vitur skapari hlýtur að hafa haft einhvern mikinn tiígang i huga með sköpun jarðar og með þvi að láta börn sin lifa þar. Þekking á þessum tilgangi er nauðsynleg til að gera mann- kyninu fært að gegna hlutverki sinu almennilega. Við skulum þvi athuga hvað hann hefir i huga. Einn tilgangurinn með dvöl mannsins á jörðinni er að öðlast h'kama úr holdi og beinum, þvi að án hans er ógerningur aö komast áfram á hinum ýmsu tilverustigum, sem hann á að hrærast á i heimi eilifðarinnar. Honum er lika nauðsynlegt að I læra af reynslunni, að gera á I milli góðs og ills. Eins og sagt | var við okkur fyrstu foreldra: Sjá, maðurinn er orðinn sem ■ einn af okkur, þarsem hann veit skyn góðs og ills, (1. Mós. 3.22). Það er nauðsynlegt að maðurinn braðgi á hinu beiska, • svo að hann kunni að meta hið I sæta. ógerlegt er að öðlast rétt I mat á gildi eilifs lif s, án þess að I maðurinn hafi kynnst hinu 9 gagnstæða. ■ Maður verður fyrst að kynn- | ast veikindum til að _ geta til fulls metið, hve heilsan er mikils virði. Hann verður að finna áhrif sársauka, áður en hann getur I notað þess að veraónæmur fyrir I honum. Hann veröur að finna I fyrir áhrifum og valdi dauð- ■ ans,áður en hann getur metið | eilift líf. Hann verður að skilja ■ áhrif syndarinnar,áður en hann getur notið „hvildar, sem er fyrirbúin hinum tryggu.” Um margvislega reynslu er að 1 ræða, sem hann getur öðlast i | holdinu en ekki með öðru móti. Fullnægja verður ýmsum I reglum og fullnægja eilifum samböndum sem hann verður i ■ hér á jörðu samkvæmt hinni | hyggilegu áætlun Skaparans - mikla. Skirn til að hljóta fyrir- gefningu og hjúskapur til eilifðar eru mikilvæg skylduat- I riði, sem lögð eru manninum á ■ herðar á öðru tilverustigi hans I eða með meðan hann dvelst á I jörðinni. Það er ekki einungis | skylda mannsins aö sjá sjálfum sér farborða og leitast við að > bæta hlut sinn. „Allt, sem þér þvi viljið aðrir menn geri yður, það skuluð þiö og þeim gjöra,” (Mt. 7:12), kallast hin gullna regla sem menn ættu að láta lif sitt stjórnast af. Ég bið I þess innilega að allir mættu | finna sannleikann, þvi að við I fáum laun fyrir verk okkar hér ■ á jörðu. Tíl homingju öryrkjar R.S. hringdi: Ég vilóska öryrkjum til ham- ingju með þaö að geta orðið sér úti um vinnu, og með þá vinnu sem þeir fá. Það er erfitt að meta sjúkling til örorkustyrks og ég held aö það sé ekki öllum greiði gerður með þvi. Aðalástæðuna fyrir þvi tel ég vera, að þá er tekin at þeim þörfin fyrir starfið, og þá eru qkki sömu hamingjumögu- leikar fyrir hendi. Það er mikil- vægt fyrir hvern öryrkja aö vinna fyrir sér sjálfur. Sjálfsagt er að veita örorku- styrki en gæta verður þess vandlega að þörfin og viljinn til sjálfsbjargar sé ekki brotin á bak aftur. UMSJÓN: STEFÁN KRISTJÁNSSON SÍMI: 86611 SKYNDUHYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijðsmyndír AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Þýsk kjólföt allar stœrðir ^aoatKad Laugavegi 5], 2. hœð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.