Vísir - 11.09.1978, Page 11

Vísir - 11.09.1978, Page 11
vism Mánudagur 11. september 1978 Mjög lélegt eðo gott órferði ríður stjórninni að fullu,, — segir Þráinn Eggertsson hagfrœðingur um efnahagsmáJ rikissljómarínnar 11 ,,Nýja stjórnin virðist ekki stefna aO þvi að koma á öflugum sjóðum tii sveiflujöfnunar fremur en fyrri stjórnir. Mjög lélegt eða mjög gott árferði i utanrikisverslun mun þvi riða rikisstjórninni fljótlega að fuliu, en hægur bati mun skapa hag- stæðustu skilyrði”, sagði Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, er hann var spurður álits á efna- hagsstefnu rikisstjórnarinnar. Þráinn sagði: „Rikisstjórnir eru endanlega dæmdar eftir gjörðum sinum, ekki orðum. Stjórn Ólafs Jó- hannessonar, hin önnur, hefur aðeins setið nokkra daga og litið gert annað en að fella gengið, eins og vænta mátti. Ég veit ekki hver verður efnahags- stefna stjórnarinnar, fremur en ráðherrar og þingmenn stjórnarliðsins, en leyfi mér þó að nefna þrjú atriði, sem ráða munu miklu um frámvin'du málanna. 1. Ostööug utanrikisviðskipti eru frumorsök hins mikla efna- hagsvanda undanfarin sex ár. Þetta timabil er mesta sam- fellda verðbólguskeið frá þvi á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar og jafnframt mesta um- brotaskeið i utanrikisverslun i meira en hálfa öld. Hér er átt við lækkun eða hækkun á verð- mæti útflutnings eða hækkun innflutningsverðlags. Þessi skýring er almennt ekki viður- kennd af stjórnmálamönnum og jafnvel ekki af helstu embættis- mönnum. Nýja stjórnin virðist ekki stefna að þvi að koma á öflugum sjóðum til sveiflujöfnunar, fremur en fyrri stjórnir. Mjög lélegt eða mjög gott árferði i Þráinn Eggertsson. utanrikisverslun mun þvi riða rikisstjórninni fljótlega að fullu, en hægur bati mun skapa hag- stæöustu skilyrði. Engu er hins vegar unnt að spá um horfurnar á utanrikismörkuðum eöa um aflabrögð við strendur landsins. 2. Hagsmunastreitan, sem er fylgifiskur mikillar verðbólgu hefur espað Islendinga, gert þá óbilgjarnari og skapstirðari en áður. Þeir eru ófyrirleitnir i kröfum sinum og það er erfitt aö stjórna og erfitt að kveöa niður verðbólgu, þegar svo er komið. Nýja stjórnin hefur boðaö ýmsar kerfisbreytingar, sumar skynsamlegar, aðrar van- hugsaðar. En tekst að hrinda slfkum breytingum i fram- kvæmd? Tekst t.d. að sameina tvo rikisbanka, þrátt fyrir ákvæði i stjórnarsáttmálanum? Ræður nýja rikisstjórnin við hagsmunaklikurnar? Hefur stjórnin pólitfskt bolmagn til að skattleggja og afla rikissjóði tekna i samræmi við gjöld? Koma loforö „verkalýðsflokk- anna” um kostnaðarlausar úr- lausnir þeim i koll sjálfum? Falla þeir á eigin bragöi? 3. Fer stjórnin inn á nýjar brautir (öllu heldur gamlar) og tekur upp stefnu skömmtunar og hafta? Hættan viö slika stefnu eru sú, að erfitt reynist að snúa til baka vegna þess aö pólitislí völd og hagsmunir skömmtunarstjórnanna verða fljótlega gifurlega mikil. Hver verður nýja stefnan I atvinnu- málum — hagfræöi Mahatmas Gandhi eða þróttmikil iönþró- un? Um allt þetta er erfitt að spá. En á einu á ég þó ekki von, að rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, hin önnur, auki félagslegt réttlæti i landinu.” // Einkennist af góðum vilja — segir Þröstur Ókrfsson hagfrcsðingur um efnohagsstefnu ríkissljórnarinnar // „Það er svolitið tvieggjað að segja nokkuð eins og er þvi maður veit ekki hver stefnan verður. Það sem stendur i þessari stefnuyfirlýsingu er ekki mikið bitastætt. Þar eru eingöngu helstu útiinurnar sem mér virðast einkennast af góð- um vilja en misjöfnum hag- fræðilegum bakgrunni,” sagði Þröstur óiafsson hagfræð- ingur i samtali við Visi er hann var spurður álits á efnahags- stefnu stjórnarinnar eins og hún kemur fram I starfsiýsingu hennar. „Það skiptir þó öllu máli hvað úr þessu verður gert”, sagði Þröstur,” hvernig stefnan verð- ur I reynd. Það er svo með flestar rikisstjórnir sem ég hef kynnst að það er oft litið að marka það sem þær láta frá sér fara i einhvers konar stjórnar- sáttmála. Það eru efndirnar sem skipta máli og það eina sem hægt er að halda sig við ef á að fara að dæma um eitthvað”. „Það er ljóst að efnahags- dæmið, hvernig sem þvi er varið, verður að ganga upp. Eins og viöskilnaður siðustu rikisstjórnar var eru allir sjóöir tómir og enginn getur greitt halla á einu né neinu. Ég hef trú á þvi aö verðbólgan fari nú minnkandi á næstunni. Hún er komin i það hæsta án þess að allt fari i algjöran glundroða enda var hún kominl 50-60% á 3ja fjórðungi ársins. Hitt er svo annað mál hvort þessar ráðstafanir sem þessi rikisstjórn gripur til nægja til þess að komast fyrir rætur verðbólgunnar. Það er verk sem verður aö vinna á löngum tima og veröur ekki unnið á einu Þröstur ólafsson kjörtimabili. Ég er að vonast til aö þessar ráðstafanir geti verið upphafiö að þvi aö hægt verði aö ná betri tökum á efnahagsmál- unum. Hitt er svo annað mál hvernig málin þróast þegar út i fram- kvæmdir er komið og gagnað- gerðir ýmissa aðila koma fram, hvort hægt sé að halda þannig á spilunum að þetta verði eins raunhæft og menn vænta. Ef tekst að halda verösveiflum á erlendum mörkuðum fyrir utan hagkerfið held ég að við séum á réttri leið en að visu þarf margt og miklu meira að koma til. Það skiptir öllu máli hvernig þeir beita Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins. Ætla þeir að nota hann eins og siðasta rikisstjórn, eins og banka og borga úr hon- um,eða á þetta að vera tæki sem dregur úr sveiflum bæði i afla og sölu á erlendum mörkuöum? Það á eftir að sýna sig. Ég held aö fiskvinnslan ætti að geta gengiö eftir 15% gengis- lækkunina nokkuð snurðulaust. Þaö verða svæðisbundin vanda- mál eins og á Suðurnesjum og hugsanlega i Vestmannaeyjum sem að minu viti ætti að vera hægt aö leysa með þessum gengishagnaðarsjóði. Ég er þeirrar skoðunar að al- mennt eigi ekki að lækka vexti þvi raunvextir eru nú neikvæð- ir. Ef til vili er hægt að réttlæta lækkun á afuröalánavöxtum i einhvern skamman tima meö þvi að verið sé aö koma fisk- vinnslunni upp úr öldudal. En ég lit á það sem bráðabirgöaráð- stöfun en þaö veröur að greiða bankakerfinu tekjur á móti annars staöar frá eða láta bank- ana borga það af eigin fé sem ég held að þeir geti ekki”. —KS „Verðbólgan verður ekki stððvuð með þessum meðulum // segir Ólafur Björnsson prófessor „Ef það reynist rétt, að gildis- taka samninganna felií sér 60% verðbólgu á ársgrundvelli, þá er Ijóst að niðurgreiöslur þurfa að vera geysilega miklar, ef ná ætti verðbóigunni niður um t.d. 20%. Þá liggur fyrir spurningin um fjáröflun til niöurgreiðslna. Það væri fjarstæða að fara út I hallarekstur á rikissjóði til þess að fjármagna niðurgreiðslur, með tilliti tii þeirra áhrifa, sem slikt hefði m.a. á utanrlkisversl- unina”. Þannig fórust ólafi Björnssyni orð, er Vísir leitaði álits hans á efnahagsaðgerðum rlkisstjórnarinnar, sem boöaðar hafa verið. „Ég tek þó allan vara fyrir tölunni 60% verðbólga. Ég hef einungis heyrt þvl fleygt, að slikar yrðu afleiðingar fullrar gildistöku samninganna, en ekki séö þær tölur, sem grund- valla þá útreikninga. Hins vegar er ekki með nokkru móti hægt að segja til um heildaráhrif efnahags- aðgerða þessarar rikisstjórnar fyrr en fyrir liggur hversu niðurgreiðslum og öörum niður- færslum verður hagað. Hitt liggur þó ljóst fyrir, aö gengis- felling samfara kauphækkunum felur I sér hækkun verðlags. Spurningin er hversu mikil sú hækkun verður fyrir 1. desember n.k.,þ.e. hversu mikl- ar niðurgreiðslur þarf til þess að hamla gegn verðhækkunarþró- uninni. Þessar aðgerðir fela I sér áframhaldandi vfxlhækkanir, og það eru allir sammála um að verðbólgan verður ekki stöðvuð Ólafur Björnsson. með þeim meðuium sem nú á að beita.” — Nú er einnig rætt um að draga úr kostnaöi við hinn opin- bera rekstur? „Slikt verður tæpast gert með neinum skyndiráðstöfunum. Menn eru á einu máli um að þörf er á slikum samdrætti, en til þarf aö koma þróun I þessum efnum. Hætt er við aö ella myndi slikur samdráttur hafa i för með sér minnkandi þjón- ustu, sem þá heföi áhrif á verð- lagið.” —GBG.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.