Vísir - 11.09.1978, Qupperneq 14
14
Mánudagur 11. september 1978
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 17., 19. og 21. tbl. Lögbirtingabla&sins
1978 á fasteigninni Geröavegur 2 i Gar&i, Geröahreppi,
þinglýst eign Gu&mundar Þórarinssonar, fer fram á eign-
inni sjálfri og kröfu Magnúsar Sigur&ssonar hdi. og
Landsbanka islands fimmtudaginn 14.9. 1978 kl. 16.30.
SýslumaOurinn i Gullbringusýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst hefur veriö I Lögbirtingablaöinu á M.B. Þóröi
Sigurössyni KE-16 (áöur Hólmsberg KE-16), þinglýstri
eign Flös hf. Geröahreppi, fer fram viö bátinn sjálfan I
Skipasmíöastöö Njarövlkur hf. I Njarövík fimmtudaginn
14. 9. 1978 kl. 15.
Bæjarfógetinn i Njarövik.
Nauðungaruppboð
2. og siöasta á fasteigninni Garöabraut 79, Geröahreppi,
þinglýstri eign Gunnars Hasler Hámundarsonar, fer fram
á eigninni sjálfri aö kröfu Garöar Garöarssonar hdl. og fl.
fimmtudaginn 14.9. 1978 kl. 14.
Sýslumaöurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
2. og siöasta á fasteigninni Birkiteigur 37 i Keflavik, þingl.
eign Sigtryggs Mariussonar, fer fram aö kröfu Ólafs
Axelssonar hdl. og fl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14.
9. 1978 kl. 16.
Bæjarfógetinn Keflavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 166., 67. og 69. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1976 á eigninni Þverholti viö Vesturlandsveg, Mosfells-
hreppi, þingl. eign Hengils s.f., fer fram eftir k’röfu Inn-
heimtu ríkissjóös og Framkvæmdasjóös islands. á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 14. september 1978 kl. 4.00 e.h.
Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 101., 103. og 106 tölublaöi Lögbirtinga-
blaösins 1977 á eigninni Varmadai II, Kjalarneshreppi,
þingl. eign Jóns Sverris Jónssonar, fer fram eftir kröfu
Einars I. Halldórssonar hdl., á eigninni sjálfri fimmtu-
daginn 14. september 1978 kl. 5.00 e.h.
Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 90., 95. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins
1977 á fasteigninni Kirkjuvegur 35 I Keflavik, þinglýstri
eign Þóris Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri aö
kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og fl. fimmtudaginn 14.
9. 1978 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn I Keflavlk.
I
RITARI
Starf ritara við sálfræðideild i Fellaskóla
er laust til umsóknar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima
74050.
Umsóknum skal skila til fræðsluskrifstofu
Reykjavikur fyrir 18. sept. n.k.
AUGLÝSIÐ I VÍSi
VÍSIR
íslenskur fataiðnaður:
Björn Guömundsson, framkvæmdastjóri: „Samningar viö erlenda aöila hafa ekki reynst mögulegir
vegna óstöðugs gengis krónunnar”.
Kvíðum ekki auk-
inni samkeppni
ef aðgerðir eru gerðar til þess
að jafna aðstöðu okkar,
— segir Björn Guðmundsson, framkvœmdastjóri Sportvers h.f.
,,Ég hef trú á aö stjórnvöld
hafi vilja til aö viðhalda fullri
atvinnu I landinu. Þaö verður
varla gert nema meö þvl aö
treysta stööu iönaöarfram-
leiöslunnar, þannig aö hún
standist samkeppni viö inn-
flutning”, sagöi Björn
Guömundsson, framkvæmda-
stjóri Sportvers hf., er Visir hitti
hann aö máli á Fatasýningunni i
Laugardalshöll, sem lauk i gær.
Sportver
er nokkurs konar móöurski'p
fjögurra fataverslana i Reykja-
vík, sem bera nöfnin Adam og
Herrahúsið. Björn tók viö
rekstri fyrirtækisins áriö 1964,
er hann keypti það i félagi viö
fjóra aöra aðila. Hefur rekstur-
inn vaxið jafnt og þétt slðan en
þó mest siöustu tvö árin.
50 þúsund gallabuxur
„Þaö er nærri lagi, aö umsvif-
in hjá okkur hafi tvöfaldast eftir
að við hófum framleiðslu á
gallafatnaði. Viö framleiðum nú
um 50 þúsund gallabuxur á ári,
og u.þ.b. 8000 sett af herraföt-
um. Gallabuxurnar eru hrein
aukning frá þvi árið 1976, en
sala á herrafötum hefur verið
nokkuð jöfn um langt skeið.”
Útf lutnings grundvöllur
ótraustur
Sportver hf. réðist i útflutning
á karlmannafatnaði fyrir
nokkrum árum siðan. Fyrirtæk-
ið flutti þá út jakkaföt og smók-
inga til Danmerkur um skeiö, en
hætti þvi von bráðar.
„Þetta var áriö 1973, sagði
Björn „Við höfðum þá nokkra
umframframleiöslugetu, sem
þurfti að nýta, þannig aö ákveð-
ið var að reyna fyrir sér I út-
flutningi. Það kom þó fljótlega i
ljós, að grundvöllur fyrir út-
flutningi reyndist ekki nægilega
traustur. Kom þar fyrst og
fremst til of hátt framleiðslu-
verð hér heima, auk hring-
landaháttar í gjaldeyrismál-
um.”
— I hverju fólst einkum þetta
háa framleiðsluverð?
„Ef við tökum mið af
markaðnum í Danmörku, þá er
orkuverð lægra i Danmörku en
hér. Framleiðslueiningar eru
stærri og oft að sama skapi hag-
kvæmari. Fjármagnskostnaður
vegna dýrtiðarinnar hér er
einnig þungur á metunum.”
Þurfum að standa jafn-
fætis samkeppnisaðil-
um
„Nú er það staðreynd að
vinnulaun iðnverkafólks hér á
landi eru hálfu lægri en sam-
svarandi laun erlendis. Vegur
það ekki talsvert upp á móti
þessum kostnaðarliðum?”
„Það er rétt. Hins vegar verð-
ur að hafa í huga i þessu sam-
bandi, að vinnuaflsskorturinn
hér hefur orðið þess valdandi,
að við þurfum sifellt aö vera að
þjálfa upp nýtt starfsfólk. Slikt
hefur geysilegan kostnað i för
með sér og kemur niður á fram-
leiðninni”.
„Nú má búast við aukinni
samkeppni innfluttrar fata-
framleiðslu á næstu tveimur ár-
um, vegna endanlegrar gildis-
töku viðskiptasamninga okkar
við EFTA og EBE. Telur þú að
islenskum fataframleiðendum
stafi hætta af aukinni sam-
keppni?
„Við gerum kröfu til þess að
stjórnvöld jafni aðstöðu okkar,
þannig að við megum standa
jafnfætis i samkeppninni. Er-
lend iðnaðarframleiðsla býr
viða við margs konar beina og
óbeina styrki. Þvi kemur fylli-
lega til greina að fresta gildis-
töku á tollaivilnunum til handa
þessum þjóðum, eins og iðnrek-
endur hafa gert kröfu til. Jafn-
framt þurfum við að njóta jafn-
stöðu við aðrar atvinnugreinar
hér á landi, þannig að við séum
samkeppnisfærir um vinnuafl
og fleira. Má t.d. benda á að
sjávarútvegurinn þarf ekki að
greiða launaskatt, og gengi
gjaldmiðils okkar er látið taka
miöaf stöðuhans nær eingöngu.
Fleiri atriði mætti nefna i þessa
veru. Ef aðgerðir yrðu hins veg-
ar gerðar til þess að jafna að-
stöðu okkar held ég að við þyrft-
um ekki að kviða aukinni sam-
keppni.”
Hliðarráðstafanir mik-
ilvægar
„Væri þá e.t.v. hugsanlegt,
að þið hæfuð útflutning að
nýju?”
„Það er ekki útilokaö, þó svo
að við litum okkur nær þessa
dagana. Við höfum fengið fyrir-
spurnir þar sem erlendir aðilar
hafa leitað eftir samningum um
kaup. Gengi krónunnar hefur
bara reynst svo óstöðugt, að
slikt hefur kafnað i fæðingu”.
— Hefur 15% gengisfelling
núverandi rikisstjórnar haft
áhrif til bóta i þessum efnum.
„Vonandi hefur það. Hins
vegar veltur mest á hliðarráð-
stöfunum. Án þeirra verður
gengisfellingin ámóta áhrifarik
og það að pissa i skóinn til að
halda á sér hita”.
—GBG.