Vísir - 14.09.1978, Side 5

Vísir - 14.09.1978, Side 5
visrn Fimmtudagur 14. september 1978 Spariskirteini fyrir eitt þúsund milljónir: SALA HEFST Á FÖSTUDAG Sala spariskirteina rikissjóðs i 2. fl. 1978 hefst föstudaginn 15. september. Skirteinin eru sam- tals að fjárhæð eitt þdsund millj- ónir króna. Byggist útgáfan á fjárlagaheimild og verður láns- andvirðinu varið til- opinberra framkvæmda á grundvelli láns- fjáráætlunar rikisstjórnarinnar fyrir þetta ár. Kjör skirteinanna eru hin sömu og undanfarinna flokka. Höfuð- stóll og vextir eru verðtryggðii; miðað við breytingar á bygg- ingarvísitölu. Skirteinin eru bundin fyrstu fimm árin, en frá 10. sept. 1983, eru þau innleysan- leg hvenær sem er næstu fimmtán árin. Ski'rteinin svo og vextir af þeim og verðbætur. eru undanþeg- in framtalsskyldu og skattlagn- ingu á sama hátt og sparifé, skv. 21 gr. laga nr. 68/1971. Þrjú verðgildi eru á spariskir- teinunum: 10 þúsund, 50 þúsund, og hundrað þúsund. Þau skulu skráð á nafn með nafnnúmeri eig- anda. —KP Innkaupastofnun fyrir mynd- og handmenntir Mynd-og handmenntakennarar hafa sent frá sér ályktun þar sem m.a. er skorað á menntamálaráð- herra að koma upp sérstakri námsstjórn i mynd- og hand- mennt. Einnig er talin nauðsyn á, að mynd- og handmennt verði tekin upp í kjarnanám i menntaskólum og fjölbrautaskólum. Þá er lagt til, að komið verði á fót sérstakri innkaupastofnun er annist öll innkaup og dreifingu á efni og tækjum fyrir mynd- og handmenntakennslu. —ÓM ,Hefnd" með Kane Ot er komin ný bók i ER KARPOV FAR- INN AÐ ÞREYTAST? eftir þennan glæfralega leik.) 47. Hg8 Kf7 48. Hd8 g5 49. g4! (Þessi sterki leikur opinberar veikleika svörtu peðanna. Svartur fengi hinsvegar mögu- leika eftir 49. Rd7 g4-f 50. hxg4 hxg4+ 51. Ke2 Bxg3 52. b8D Bxb8 53. Rxb8) 49... hxg4+ 50. hxg4 Ke7 51. Hg8 fxg4+ 52. Kxg4 Kf7 53. Hc8 Bd6 54. e4! Hgl+ 55. Kf5 g4 56. e5! Jóhann Örn Sigurjónsson skrifar um skókeinvígið Siðustu tvær skákirnar hafa gengið Karpov mjög i óhag. 20. skákina ,,átti” hann að vinna,en mikil mistök, hvað vörðuðu bið- leikinn, sviptu hann vinningi. Mistökin lágu ekki eingöngu i röngum biðleik, heldur því, að Karpov hirti ekki um að leika einföldum biðleik i 41. leik, heldur lék þeim leik á borðinu. 1 42. leik varð hann siðan að leika réttum biðleik, ætti hann að vinna skákina, en hitti þá á rangan leik meö heldur dapur- legum afleiðingum. Botvinnik, lærimeistari Karpovs, lék alltaf 41. leiknum sembiðleik, hvernig sem taflstaðan var og þetta hefði Karpov einnig betur gert. 21. skákin hlýtur að hafa komiö illa við aöstoðarmenn Karpovs. Tapið þar má trúlega rekja beint tU þeirra eða þess sem „fann” mannsfórnirnar glæsi- legu. Þær voru augsýnilega undirbúnar á vinnustofunni en sá böggull fylgdi skammrifi aö Kortsnoj þurfti ekki að þiggja það sem að honum var rétt og þá stóð Karpov uppi með hálf- tapað tafl fyrir vikið. Þegaf skákin fór i bið voru flestir á þeirri skoðun að nú ætti Kort- snojgóða möguleika á vinningi. Þetta var lika ekta staða fyrir hann, púra endatafl, og á þvi sviði stendur Kortsnoj Karpov framar, a.m.k. i þessu einvigi. Karpov flýtti reyndar fyrir úr- slitum með glannalegri veik- ingu peðastöðu sinnar og eftir það varð ekki við neitt ráðið. A meðan Kortsnoj sat i hvildar- herberginu og slappaði af eftir 60. leikinn, stöðvaði Karpov klukkuna og undirritaði skor- blaðið. Að tafli loknu ræddi Kortsnoj litillega við blaðamenn og sagði m.a.: „Þetta merkir, aö enn hef ég ekki gefist upp. Mér finnst eins og hinn 27 ára gamli Karpov sé farinn að þreytast. Hann skortir kraft fyrir lokaátökin.” Næsta skák skal tefld á morgun en eftir það sem á undan er gengið, kæmi ekki á óvart, þó Karpov tæki sér fri. Kortsnoj: Karpov 21. skákin. 43. f4 (Kortsno j hugsaði sig um i 20 mfnútur, áöur en hann lék þessum leik) 43. exf3+ e.p. (Biskupinn mátti sig ekki hræra, þvi hann varð að valda bæði b8 reitinn og g7). 44. Kxf3 Kf7 45. Hc8 Ke7 46. h3! (Hálf- gerður biðleikur. 46. Rd3 Bd6 47. Rc5 leiðirekki til neins). 46. ... h5? (Þessi leikur vakti blendnar tilfinningar hjá aðstoðar- mönnunum. Alexander Rosh- dal, blaðafulltrúi Karpovs, hrópaði upp yfir sig: „Kaput, Kaput. ,,Keene ljómaði hins- vegar af gleöi og sagöi sigri hrósandi: ,,Við lékum á hann.” Svartur varö að biða átekta og leika einhverjum hlutlausum leik svo sem 46. ... Bd6. Svarta peöastaðan verður alltof veik 56. ... Hfl+ 57. Ke4 Hel+ 58. Kd5Hdl+ 59. Rd3! (Þessi leik- ur kemur eins og lausn á snjallri skákþraut. Svartur vinnur mann en hlýtur að gefast upp i staðinn.) 59. ... Hxd3+ 60. Kc4. Svartur gafst upp. Honum eru allar bjargir bannaðar. T.d. 60. ... Bxe5 61. Kxd3 g3 62. b8D Bxb8 63. Hxb8 g2 64. Hbl a i & t r. 'í i H bókaflokknum um Morgan Kane og nefnist hún „Hefnd”. Fýrirhugað er, að tvær Morgan Kane bækur komi út fyrir jól og verður önnur þeirra stærri en venja hefur verið og fjallar um atburðina við Little Big Horn 1876 þegar indiánar siguöu hersveit Custers hershöfðingja. —ÓM. Verkfæra- hengi Veggplötur ásamt hengjum og krókum til að hafa verkfæri á. Fylgihlutunum má raða á plötuna eftir því sem best hentar. Ómissandi á vinnustöðum, verslunum, t.d. til útstillinga, og heima við vilji maður hafa hlutina á vísum stað. Stærðir: B A 2000 mm 475 mm B 1500 mm 475 mm C 1000 mm 475 mm D 500 mm 475 mm TW a ■ (/■ xm- • ■ f m ■ ■ ■ ■i ■ ■ GENERAL^jp ELECTRIC fc m „ SORPKVORN FC 122 malar bein og aðrar matarleifar auðveldlega. Heldur vaskinum hreinum og kemur i veg fyrir ólykt og óþægindi af rotnandi matarleifum. FC 122 þassar i flestar tegundir vaska og er smiðað úr ryðfriu stáli. Komið og skoðið hina stór snjöllu nýjung. Losnið við matarleifar áður en þær verða sorp Vaskurinn ávallt hreinn ..... gerir eldhúsið hreinlegra

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.