Vísir - 14.09.1978, Page 9

Vísir - 14.09.1978, Page 9
9 VISIB Fimmtudagur 14. september 1978 Flöskur sem menn flaska W a F.R. skrifar: Mig langar til aö lýsa yfir ánægjuminni meö þá hækkun á áfengi sem nú hefur átt sér staö. Ég myndi segja að ef rikiskass- ann skortir peninga væri þetta fyrsta leiöin sem fara ætti til aö mæta þeim kostnaöi. Þaö má svo sannarlega segja aö þetta séu flöskur til þess eins aö flaska á, þessar brennivíns- flöskur. Fólk hér á íslandi neytir áfengis á hinum ótrúlegustu timum og stööum. Meira aö segja á iþróttakappleikjum er fólk oft svo útúrdrukkið, þvi miöur, aö þegar þaö yfirgefur leikvanginn veit þaö ekki hvern- ig leiknum lauk eöa hvernig hann var. Ekkier égméðlimuri neinum bindindissamtökum en þó má segja aö ég sé meölimur i stúku Laugardalsleikvangsins. Þaö vita flestir, eöa allavega ættu þeir aðvita þaö,að vinog iþrótt- ir fara ekki saman. Drykkjuskapur okkar Islend- inga er orðinn stór i sniöum. Það stór aö ég efast um aö þessi siöasta hækkun nái aö sporna viö þessum ósköpum. Ég er alveg inni á þvi að þaö heföi mátthækka víniö meira en láta þess i staö veröiö á t.d. hreinlætisvörum standa i staö. Ég vona bara aö þessi siöasta hækkun komi til meö aö minnka neyslu tslendinga á áfengi. SMÆKÓ, hvað er nú það? Árni Þórarinsson skrif- ar: Fyrir stuttu las ég i dagblað- inu Visi, nánar tiltekið i kvikmyndadálkum blaösinsý dóm þar sem fjallaö var um myndina Hrópaö á kölska sem nú er verið að syna i einu bió- anna hér i Reykjavik. Þar stóö á einum stað að landslagið væri SMÆKó. Hvaö er eiginlega átt viö meö sliku orðafari? Mér þætti gaman að heyra svar þess er greinina skrifaöi en hann skrifar undir stöfunum G.A. Kæri Árni Ég vil byrja á þvi að segja að ég er sorri yfir að hafa tekið svona til orða. Fátt vil ég siður en að særa máltilfinn- ingu þina, eins og þú veist. Orðskrípið smækó á sér stutta en viðburða- ríka sögu i islensku máli. Fyrst heyrði ég það notað af frænku minni fimmtugri árið sem olian fraus. Svo er þetta eitt af uppáhalds- orðunum hennar Möggu Pé, sem er gift bróður hans Jonna. Smækó hefur svipaða merkingu og algeng orð önnur, eins og „smart”, „kjút”, „næs”, „skæs” og „svaka s k æ s ”, „lekker”, „bjúti” og jafnvel „töff”. Ég vona að þú áttir þig nú á þvi sem ég var að fara. Til frekari fróðleiks visa ég á bæk- urnar „Slang in Modern Icelandic Literature” (Mayer& Mayer, London , 1958) eftir Dr. phil. Magnús Ólafsson, og „Engelsk Inflydelse paa Nordiske Sprog” (Dansk Forlag, Köbenhavn, 1973) eftir próf. Jens Alexanders- son M.A. Þar er orðið smækó sko ekki tekið neinum vettlingatök- um. —GA UTVARPSHLUST- ANDA SVARAÐ í lesendabréfi i Visi 28. ágúst s.l. ræðir útvarpshlustandi um þáttagerð og f jölskyldutengsl i útvarpinu. Talar hann þar um að Ragn- heiður Asta Jóhannesdöttir,sem hann nefnir svo, sé meö þrjá fasta þætti hjá útvarpinu og gagnrýnir að fastir starfsmenn sjá i svo miklum mæli um dagskrárgerð hjá útvarpinu. Einhvers misskilnings virðist gæta i þessu bréfi þvi lesandi, sem taldi sér málið skylt, hafði samband við okkur og vakti at- hygli á þvi að engin Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir ynni hjá útvarpinu. Hins vegar gæti hér verið um nafnarugling að ræöa og kæmi þá þrennt til greina. 1 fyrsta lagi gæti veriö átt viö Ragnheiöi Ástu Pétursdóttur en hún er þulur hjá útvarpinu og sér ekki um neina fasta þætti. 1 öðru lagi ynni á tónlistardeild útvarpsins stúlka aö nafni Asa Jóhannesdóttir. Hún sæi ekki um neina fasta þættien heföi þó i afleysingum kynnt óskalög i stuttan tima. Loks gæti veriö átt viö Astu Ragnheiði Jóhannesdóttur og væri þaö liklegt. I þvi sambandi væri rétt að taka fram aö hún væri ekki fastráðin hjá útvarpinu. Auk þess sæi hún ekki um 3 fasta þætti heldur tvo, einn aðra hverja viku. Loks heföi veriö vikiö aö þvi i um- ræddu lesendabréfi aö fjöl- skyldutengsl væru á milli þeirra Hjalta Jóns Sveinssonar en slikt væri tilbúningur einn. Kveðjuhóf fyrir Joseph RPirro og frú verður haldið í GLÆSIBÆ í kvöld^fimmtudagskvöld.kl. 19.30, MATUR - SKEMMTIATRIÐI - HÚLLUM-HÆ! Forsala aðgöngumiða; Frakkastíg 14B . í dag,fimmtudag, kl.13-15 og við innganginn. Allt áhugafólk um áfengis- mál me/ra en ve/komið! m FREEPORT-KLÚBBURINN I kvöld kl. 20:30 flytur norska leikkonan Toril Gording dagskró: „HENRIK IBSEN, bergmannen i norsk diktning" NORRÆNA HÚSIÐ HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá kr.: 5.000-9.200 Morgunverður Hádegisverður Kvöldverður Næg bílastæði Er i hjarta bæjarins ...-...-.................. margar geröir og litir FOTLAGA HEILSUSANDALAR meö trésólum hár hæll lágur hæli enginn hæll einnig baðsandalar Þreyttir fætur auka spennu og rétt lag- aö skótau hjálpar því heilsunni. Þýsk gæöavara á mjög góöu verði. LÍTIÐ INN OG LÍTIÐÁ Aöeins hjá okkur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.