Vísir - 14.09.1978, Síða 11
VTSIR Fimmtudagur 14. september 1978
11
— Rœtt við Ingjald Hannibalsson doktor í loðnulöndun, en hann er
nýróðinn deildarstjóri hjó Félagi íslenskra iðnrekenda
„Ég hef lengi haft áhuga á
fallhlifarstökki og lét veröa af
þvi er ég var i Bandarikjunum
aö fara eina reynsluferö. Ég
stökk úr 3000 feta hæö og tókst
stökkiö mjög vel. Þetta var
skemmtileg reynsla og þægiieg
tilfinning aö svifa þannig I loft-
inu. Ég er ákveöinn i aö sinna
þessu viö tækifæri hér heima ef
mér vinnst einhver timi fyrir ut-
an starfiö og kennsluna”, sagöi
Ingjaldur Hannibaisson nýráö-
inn deildarstjóri hjá Tæknideild
Félags islenskra iönrekenda er
Visir ræddi viö hann á dögun-
um.
Ingjaldur lauk prófi i iðnaðar-
verkfræði i júni s.l. frá Rikishá-
skólanum i Ohio i Bandarikjun-
um, og fjallaði doktorsritgerð
hans um loönulöndun. Hann
lauk B.S. prófi i eðlifræði við
Háskóla Islands árið 1974 og
hefur siðan stundað nám i iðn-
aðarverkfræði i Bandarikjun-
um. Fyrir utan starfið hjá iðn-
rekendum kennir hann einnig
við verkfræði og raunvisinda-
deild Háskóla Islands.
Á erfitt meö að skilja
tónlist 20. aldar.
„Ég hef gaman af að hlusta á
góða tónlist”, sagði Ingjaldur er
hann var spurður nánar um
áhugamálin”. Ég hlusta á alla
klassiska tónlist en hef lengi átt
i erfiðleikum með að skilja
tónlist 20. aldarinnar. Tel mig
þó vera kominn fram að árinu
1930. Nei, ég á ekkert uppá-
haldstónskáld en ákveðin verk
eru i miklu dálæti hjá mér i
ákvéóinn tima.
Ég hef einnig gert talsvert
mikið af þvi að feröast. Ég hef
áhuga á að fara um hálendi
landsins og óbyggðir þar sem
hægt er aö vera i friði. Fallegt
landslag hefur áhrif á mig og
finnst mér einna fegurst hér á
landi i Landmannalaugum og i
Þórsmörk.
Þá hef ég einnig ferðast mikið
erlendis og m.a. komið i 38 af 50
rikjum Bandarikjanna. Ég hef
ekki komið til Alaska en langar
mikið til að fara þangaö og ferð-
ast um með tjald. Engu að siður
hef ég einnig gaman af aö ferð-
ast um i stórborgum þvl það er
óþrjótandi sem þar er hægt að
taka sér fyrir hendur”.
Ingjaldur sagði að hann hefði
aöeins unnið að félagsmálum á
menntaskólaárunum, en hann
var ritstjóri De rerum natura,
náttúrufræöirits er gefið er út i
Menntaskólanum i Reykjavfk.
„titi vann ég nokkuö að mál-
efnum erlendra stúdenta. Við
reyndum að efla kynni á milli
bandariskra stúdenta og er-
lendra þvi allmikil brögð voru á
þvi að útlendingarnir einangr-
uðust.”
Hægtaöauka loðnuveiðar
um 30% með hagræði
— Hvers vegna valdirðu þetta
verkefni til doktorsprófs?
„Menn hafa lengi haft
áhyggjur af þvi að loðnulöndun
væri ekki hagað miðað við hags-
muni þjóðarbúsins i heild og hér
eru miklir fjarmunir i veði.
Þegar komið var að þvi að ég
þurfti að velja mér doktors-
verkefni fékk ég ákveðna hug-
mynd að lausn þessa máls og
ákvað að láta reyna á hvort ég
gæti unnið úr henni.
Loðnuverksmiðjur eru dreifð-
ar um landiö en loönan gengur
frá miöunum fyrir norðan land
og vestur um á 10-12 vikum.
Löndunarstaöir sem eru næst
loðnugöngunni hverju sinni fyll-
ast íljótlega. Þá kemur til kasta
skipstjóranna aö ákveða hvort
þeir eigi að sigla til næsta lönd-
unarstaðar og biða eftir löndun
eða til löndunarstaöar lengra i
burtu. Skipstjórar hafa hins
vegar ekki i höndunum þau
gögn sem nauösynleg eru til
þess að finna hagkvæmustu
lausnina
Það þarf að skipuleggja lönd-
un flotans þannig að hann eyði
sem minnstum tima i bið eða
siglingar og skapa þannig rýmri
tima til að vera á miöunum og
sinna veiðunum.
I þessari ritgerð er sýnt fram
á að með ákveðinni aöferö eða
likani er hægt að auka hag-
kvæmni i loðnulöndun. Ég ber
saman loðnulöndun á vetrar-
vertið ’77 og loðnulöndun sam-
kvæmt minu likani. Niðurstað-
an er sú að ef mitt likan hefði
verið notaö hefði mátt auka
veiðarnar um 30% eöa úr 550
þúsund tonnum i um 700 þúsund
tonn.
Forsendurnar eru þær að nóg
veiði sé en þær voru einmitt
fyrir hendi á þessari vertið.
Einnig fer þessa vandamáls við
stjórnunina ekki að gæta fyrr en
4-5 vikur eru liðnar af vertið og
löndunarbið næst miöunum.
Jafnvel þó ekki væri hægt að
Ingjaldur Hannibalsson: „Heföi verið hægt að auka loðnuveiðar
á vetrarvertiö ’77 með betri stjórnun”.
auka veiðarnar nema um 15%
er samt um að ræða 2-3
milljarða i auknum útflutnings-
tekjum.
Islendingar tregir að til-
einka sér miðurstöður
rannsókna.
— Hvernig móttökur hefur rit-
gerðin fengið hér á landi?
„Það hefur ekki verið mikið
gert til að kynna hana. Þó hef ég
fengið fyrirspurnir frá útflytj-
endum. En ég mun kynna hana
fyrir ráðamönnum þegar timi
vinnst til.
Islendingar hafa oft veriö
tregir aö tileinka sér niðurstöö-
ur rannsókna. Það vill brenna
við að skýrslum sé stungið undir
stól. A sinum tima verð gerð at-
hugun á þvi hvaða togarastærð
væri hagkvæmust fyrir veiöar
við tsland. Niðurstöður hennar
voru að litlir togarar hentuðu
best. Engu að siður voru nokkrir
stórir skuttogarar keyptir til
landsins. Eftir tveggja ára
reynslu af þeim fékkst nákvæm-
lega sama niðurstaða og skýrsl-
an hafði sagt fyrir um.
-KS
Vitanlega lœkka vörurnar
ekkert í verði við þetta
Þá erum við búin að fá forsmekkinn af nýju stjórninni. Þegar er
búið að hækka brennivin um 20% og kostar nú einn dropi af viskii á
aðra krónu. Búið er að hækka tolla á ails konar lúxusvarningi eins
og sápu, varalit og rakblöðum, og til þess að kóróna alit hefur
stjórnin lagt nýja skatta á fyrri skattstofna.
Miöstjórn Alþýðusambandsins er mjög ánægð með árangurinn
enda hagfræðingur sambandsins með alskegg og aðeins ein kona i
miðstjórninni.
Strax byrjað að falsa.
Fjárþröng þessarar rikis-
stjórnar stafar fyrst og fremst
af þvi, að hún ætlar sér að
greiða niður kauphækkanir
fólks i landinu með þvi aö „falsa
visitölu”. Það er gert með þvi,
að greiddar eru niður þær vör-
ur, sem vega mest i vísitölunni,
og vitanlega án tillits til þess,
hvort mismunandi vöruverð
hafi ekki áhrif á neysluna.
Fyrir mörgum árum siðan
var mjög vinsælt aö greiða nið-
ur annars flokks kartöflur i
þessum tilgangi enda voru þá
engar slikar kartöflur á
markaðnum, svo aö niður-
greiðslan kostaði ekki neitt.
Vitanlega lækka vörurnar
ekkert i verði við þetta, — menn
geta þvi aöeins lækkað vöru i
verði að lækkaður sé til-
kostnaðurinn — kaupverðiö er
aðeins fengið með öðrum og
flóknari hætti.
Hvar eru stóru orðin.
Almenningi er talin trú um að
kjarasamningar hafi verið sett-
ir i gildi. Nú geta menn vitan-
lega verið efins i þvi hver hagur
sé af kjarasamningum, sem að-
eins hafa i för meö sér óðaverð-
bólgu og gengisfellingar. Látum
það vera. En þeir, sem vilja
slika kjarasamninga geta ekki
verið ánægðir. Kjara-
samningarnir hafa ekki allir
veriö settir i gildi, og meðan
slikt ástand varir, verða verka-
lýðsfélögin, trú sannfæringu
sinni og prinsipum, að halda
áfram aö berjast gegn kaup-
ránslögum. Mig minnir að mörg
þeirra hafi talað um hættuleg
fordæmi og nauðsyn stéttarvit-
undar þegar visitöluákvæði
kjarasamninga voru numin úr
gildi i febrúar s.l. Væntanlega
gilda þær yfirlýsingar enn.
Og svo eru sett afturvirk
lög.
Allir eru sammála um aö ekki
sé hægt að refsa manni skv. lög-
um, sem sett eru eftir að
verknaður er framin. Alþýðu-
flokksmenn vilja auka á
refsingar i landinu og gera ýms-
an verknað refsiverðan sem
ekki hefur verið það hingað til.
Þeir gera sér grein fyrir þvi, að
þeir senda menn ekki i tugthúsið
fyrr en eftir að refsilögin hafa
verið samþykkt.
A sama hátt eru menn sam-
mála um, aö ekki sé hægt aö
leggja tolla á vörur, sem þegar
hafa verið tollafgreiddar. Þótt
stjórnin hefði öll verið af vilja
gerð, var ekki hægt að leggja
toll á sápuna sem landsmenn
þvoðu sér með i fyrra, — eða
hljómplötur skiði, bildekk og
annan lúxusvarning að mati
nýju stjórnarinnar.
A sama hátt eru menn sam-
mála um, að ekki sé hægt að
breyta skattlagningu með lög-
um, sem sett eru eftir að álagn-
ing hefur farið fram. Allir eru á
einu máli um þetta nema vinstri
stjórnin.
t~' * ----
Haraldur Blöndal
lögfræðingur skrifar:
Fjárþröng þessarar
ríkisstjórnar stafar
fyrst og fremst af því
að hún ætlar sér að
greiða niður kaup-
hækkanir fólks í land-
unu með því að falsa
vísitöluna.
Bjóða upp á málaferli.
Einn af prófessorunum viö
Lagadeild Háskóla Islands,
Jónatan Þórmundsson, hefur
lýst þeirri skoðun sinni, að Há-
nefsstaðaskattarnir séu brot á
grundvallarreglum. Garöar
Gislason settur borgardómari
og kennari við Lagadeildina
hefur lýst sömu skoðun. Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra
hefur lýst þvi yfir að lögin hafi
verið samin i flaustri og verið
geti að sumt þurfi endurskoöun-
ar við, þótt hann telji ákvæöið
um Hánefsstaðaskattinn stand-
ast.
Þessi skattlagning mun þvi
þýða málaferli, — og þau mála-
ferli munu taka mörg ár.
Aðeins sumir geta mót-
mælt.
Einfaldasta leiðin til þess að
mótmæla skattlagningu er að
neita að borga skattinn, ef
skattstjórar og rikisskattanefnd
halda fast við fyrstu álagningu.
Innheimtumenn rikissjóðs
verða þá að taka skattinn lög-
taki, en þá eiga menn að neita
að borga skattinn vegna ólög-
mætis, og verður fógeti þá aö
úrskurða um lagagildi skatts-
ins. Þetta er aðferð sem Hæsti-
réttur hefur viðurkennt.
Nú segir það að visu, að mót-
mæli breyti ekki greiðsluskyldu.
Margir gera þess vegna þá
skyssu aö greiöa skattinn og
fara siöan i endurkröfumál. Þaö
er einmitt það sem rikið vill.
Alþingismenn hafa nefnilega
getaðkomið þvi svo fyrir, að sá,
sem skuldar i rikissjóð veröur
að greiða 3% dráttarvexti á
mánuði af skuldinni, — en sá
sem hefur ofborgað i rikissjóð
fær hins vegar ekki nema 6%, —
sex prósent — vexti á ári af sinu
fé. Það er þess vegna hagur
rikissjóðs aö skattstjórar leggi
riflega á.
Aðeins sumir geta mót-
mælt.
En i viðbót við þetta er önnur
regla verri. Það skiptir máli
hvort þú ert launamaður eöa
ekki, ef þú telur lagt ólöglega á
þig. Ef þú er meö atvinnurekst-
ur — t.d. leigubilstjóri eða
bóndi, þá borgarðu skattana
þina eftir eigin ákvörðun. Ef þú
ert launamaður á atvinnurek-
andinn að taka af launum þinum
skattana. Þú átt það þvi undir
honum, hvort þú getur mótmælt
löglausum skatti meö þvi að
neita aö greiða.
Vitanlega eru flestir atvinnu-
rekendur það heiðarlegir, að
þeir taka ekki skatta af fólki ef
það neitar að greiöa og segist
ætla i hart með greiðsluna. En
það gera ekki allir. Rikissjóður
mun t.d. aldrei gefa starfs-
manni sinum kost á sliku.
Hér eiga stéttarfélög að
skerast í leikinn.
Það er alveg ljóst að Hánefs-
staðaskattarnir veröa ekki inn-
heimtir fyrr en og ef Hæstirétt-
ur samþykkir lögmæti þeirra.
Eins og ég hef bent á, mun inn-
heimtan þvi beinast aö launa-
fólki, þar sem aðrir geta variö
sig, og þá fyrst og fremst að
starfsmönnum rikissjóðs.
Stéttarfélög landsins eiga þvi
að gera um það samning við
rikissjóð að öllum innheimtuað-
gerðum verði slegið á frest, þar
til lögmæti skattsins liggur fyr-
ir. Það ætti að vera möguleiki á
þvi að semja um hraða dóms-
meðferð ef allir verða á eitt
sáttir, og láta þannig alla þegna
landsins sitja við sama borð.