Vísir - 22.09.1978, Qupperneq 2
2
í Reykjovík
Sigrún Gunnarsdóttir, húsmóðir:
„Ég fékk einn skrokk og þóttist
heppin. Það er alveg nóg fyrir
mig.”
Eirikur örn Gislason, húsvörður
hjá TBR:
„Nei það gerði ég ekki. Ég reyndi
þaðen það tókst ekki. Það var allt
búið.”
Arinbjörn Arinbjörnsson, sima-
maður:
„Nei, það gerði ég ekki. Ég hef
ekkert reynt i þá átt. Ég er i
þannig aðstöðu að ég þarf þess
ekki.”
Maria Kröyer, húsmóðir:
„Já, en bara aö litlu leyti. Ég
reyndi nú ekki mikið til þess.”
Öiafur Jensson, rafvirkjameist-
ari:
,,Ég var svo heppinn aö rekast á
skrokk i Hagkaup. Já ég keypti
hann. Annars skil ég ekki þetta
kaupæði nú til dags. Við byggjum
hús sem eiga aö endast i heila öld,
en það er engu likara en aö við
eigum aö farast úr hungri á
morgun.” '
Föstudagur 22. september 1978 VISIR
mmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmwm
Mest fítfír sveitahreppar
sem standa að samtökunum
0 rœtt við Guðjón Stefónsson, framkvœmda-
stjóro Samtaka sveitarfélaga ó Vesturlandi
,,t»essi samtök vinna
mikið að áætlanagerð
fyrir umdæmið með
Framkvæmdastofn-
uninni, en fyrst og
fremst má segja þau
séu eins konar miðstöð
þar sem sveitar-
stjórnarmenn geta
borið saman bækur
sínar og fengið upp-
lýsingar”. sagði
Guðjón Stefánsson
framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga
i Vesturlandsumdæmi,
en þau samtök voru
stofnuð 1969.
„Þaö eru þrjátiu og niu
sveitarfélög, flesteru þetta litlir
sveitahreppar, sem standa aö
samtökunum. Þau vinna geysi-
lega mikiö samgn, ýmist þannig
að nokkur þeirra taka sig
saman til dæmis um skóla-
byggingar, eöa þau standa öll
að tilteknum þáttum. Fundir
hjá Samtökunum eru iðulega
vettvangur fyrir samvinnu eða
samstarf sem siöar tekst meö
einstökum hreppum. Almennt
má segja að þetta sé þjónustu-
stofnun fyrir sveitarfélögin. Ef
þau þurfa aö hrinda einhverju i
framkvæmd leita þau gjarnan
upplýsinga hjá okkur. Eftir sem
áður vinna auðvitað einstakir
sveitarstjórnarmenn það sem
þarf að gera heima i sinum
sveitarstjórnum. Þeim veitist
það hins vegar léttara með þvi
að geta iöulega notfært sér
reynslu annarra sem safnast
hefur í gegnum samtökin”.
Aðspurður sagði Guðjón að á
þeim 9 árum sem samtökin
hefðu starfað hefði verið unnið
að margs konar málum og
nefndi hann sem dæmi tillögur
um forgangsröðun I samgöngu-
málum á Vesturlandi. Þá hefði
að undanförnu verið unnið aö
áætlun um uppbyggingu dala-
byggðar. Þessi skýrsla hefði
enn ekki verið kynnt opinber-
lega, en þar heföu samtökin eins
og oft áður aðstoðað Fram-
kvæmdastofnunina við áætlana-
gerð.
„Kostirnir við slik samtök eru
margir og má þar nefna eitt
Guðjón Ingvi Stefánsson er framkvæmdastjóri Sam-
taka sveitarfélaga á Vesturlandi. Mynd: GVA
.
* *
Samtökin hafa skrifstofu sína í Borgarnesi
atriöi sem er kynning sveitar-
stjórnarmanna.
Þarna hittast sveitarstjórnar-
menn á fundum og ræða um
hagsmunamál, sem flest hver
eru byggðapólitisks eðlis. Þarna
er eðlilega veriö að vinna aö
málefnum landsbyggðarinnar.
Þetta eru frjáls samtök sem
sveitarstjórnirnar hafa sjálfar
myndað til aö stuðia að fram-
gangi baráttumálasinna. Það er
margt sem þessar byggðir eiga
sameiginlegt og má þar nefna
húshitun. Það er ljóst að við höf-
um alls ekki náð jöfnuði i sam-
bandi við þann kostnaðarlið og
einnig má nefna simakostnað
manna á landsbyggðinni”.
—BA—
NNINGA FRAM YFIR FÖÐURLAND
Innflutningsverslunin hefur
legið undir nokkurri gagnrýni
að undanförnu vegna norrænnar
athugunar á innkaupsverði. Hið
óhagstæða verö sem er á vörum
til islands bendir til tvenns.
Annað er að álagning á suma
vöru flokka hér heima er lægri
en svo, að hún standi með góðu
móti undir fjármagnskostnaöi.
Vöruhækkunin, sem kann að
stafa af þessu erlendis, eykur
töluvcrt möguleika á ágóða inn-
flytjanda.sem enn telur að hann
sé e kki að flytja inn vörur á veg-
um Rauða krossins, og eykur
auk þess töluvert tolltekjur
rikisins, en tollur er auðvitað
reiknaður jafnt af hugsanlegum
verösvikum og eðlilegu veröi.
Hitt er að „varnarbarátta” inn-
flytjenda ódýrrar en fjár-
magnsfrekrar vöru, kennir öðr-
um aðferöir, sem þeir kunna aö
beita án nokkurrar sýnilegrar
ástæðu annarrar en þeirrar aö
koma sér upp frambærilegum
sjóði f útlöndum til að ferðast
fvrir, tU aö eignast ibúðir fyrir,
tU að kosta börn til náms og til
að losna undan sköttum. Inn-
flytjendur, sem hafa kannski
fjögur hundruð þúsund krónur I
skatta, koma heim úr heims-
reisum til að borga hjá Gjald-
heimtunni, eða þá að fréttist af
þeim á Bimini. Af þessum
ástæðum ogfleirum er fullkom-
lega réttmættaö endurskoöa hin
margvislegu hegöunarvanda-
mál I innflutningi, enda eigum
við hin aö vera vernduö fyrir
ránum bæöi I innkaupalegu tU-
litiog skattalegu. Brotlegir aöil-
ar I þessum efnum ættu aö eiga
á hættu að missa verslunarbréf
sin og umboð.
Þótt útlitið sé ekki gott I inn-
flutningi og aðstæður hér innan-
lands eigi stóran hlut i þvi, fer
þó innflutningurinn ekki eftir
pólitiskri skiptareglu, þannig að
talað verði um pólitiska ábyrgð
á ófarnaði hans. öðru máli
gegnir um útflutninginn. Þar
hefur ákveöin skiptaregla gilt I
langan tima, og þar eigast við
stærri og voldugri fyrirtæki en
yfirleitt í innflutningi. Það ligg-
ur i augum uppi aö inn- og út-
flutningur hafa mikiö að segja i
efnahagslifieinnar þjóðar, og sé
ekki staöið að fullum heilindum
að þessum tveimur þáttum er
einfaldlega veriö aö reka dýran
skæruhernað gegn samfélaginu.
Birgir Björn Sigurjónsson skrif-
ar grein I Visi i gær, þar sem út-
flutningurinn keinur m.a. viö
sögu. Þar segir hann m.a.:
„Langmestur hluti islensks
útflutnings er i höndum fárra
fyrirtækja, sem kjósa fremur að
selja vörur sinar dótturfyrir-
tækjum sinum staðsettum er-
lendis en að selja beint á sam-
kcppnismarkaði. Verðákvörð-
unin á útflutningsvarningi þess-
um er þvi nátengd spurningunni
hvar fyrirtækin vilja fá hagnað
(og við vitum hvar þau bera
tapið)”.
Þetta er ljós skilgreining og
öilum auðskilin. Hitt er svo
verra að skilgreina hvernig is-
lenskir aðilar og þegnar þessa
lands geta með góðri samvisku
staðið að þvi að iáta gróðann af
útflutningsversluninni koma
fram i öðru landi, og hvers
vegna þessum islendingum
finnstskipta höfuömáli, aö tapið
á útflutningsversluninni skuli
aðeins tilheyra fósturjörðinni.
Engin ástæða er til að draga
skilgreiningu Birgis Björns i
efa, og i framhaldi af henni leyf-
ist manni að áiita, að þeir hinir
miklu máttarstólpar, sem hér
ganga um garða og teljast til
undirstööupersóna þjóðlifsins,
séu hreinlega gengnir af þjóð-
erninu. Svo langt viröist auðs-
hyggjan geta dregiðþetta fólk á
asnaeyrunum, aö það hafi ekki
einu sinni jörð til að standa á —
bara krónur. *
Hin pólitiska ábyrgð á útflutn-
ingnum hefur ekki sagt tíl sin I
neinskonar athugunum á tilhög-
un og söluaöferðum útflytjenda.
Aftur á móti hefur verið tekið til
hendinni við athugun á innflutn-
ingi, af þvi hann nýtur engrar
pólitiskrar ábyrgðar og engin
skiptaregla er þar I gildi. En
kannski er það áf þessum
ástæðum — hinu trúnaðarfulla
afsldptaleysi — sem rikisstjórn-
ir sitja aögerðalausar heilu
kjörtimabilin og láti gott heita
að verkalýöur og vinnuveit-
endur japli á sfnum gömlu tugg-
um, á meðan viö erum rænd I
útlöndum.
Svarthöfði