Vísir - 22.09.1978, Qupperneq 10
10
Föstudagur 22. september 1978 VISIH
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjári: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrlmsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónlna Mikaelsdótlir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens
Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8.
Simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611
Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi 86611 7 Ifnur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuöi innanlands.
Verö I lausasölu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f.
Lausnarorðið
Endurskoöun vísitölunnar er eitt af iausnarorðunum,
sem stjórnmálamenn nota um þessar mundir. Alþýðu-
f lokkurinn setti sem kunnugt er það skilyrði fyrir þátt-
töku i rikisstjórninni, að bókað yrði á fyrstu fundum
hennar að vísitalan skyldi endurskoðuð fyrir fyrsta
desember.
Þessi bókun uppfyllti kröf ur Alþýðuf lokksins um gjör-
breytta ef nahagsstef nu. Þegar gerðar hafa verið bráða-
birgðaráðstafanir til þess að halda atvinnufyrirtækjun-
um gangandi í tvo mánuði er nauðsynlegt að hafa svör á
reiðum höndum um hina endanlegu lausn. Og það reynd-
ist vera einfalt mál. Lausnarorðið er endurskoðun vísi-
tölunnar.
Ríkisstjórnir finna oft og tíðum upp á svona hlutum.
Fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði að ieysa verðbólguvand-
ann með skipunsérstakrar verðbólgunef ndar. I nefndina
voru skipaðir fulltrúar samkvæmt tilnefningu stjórn-
málaflokka og hagsmunasamtaka og að sjálfsögðu sat
þjóðhagsstjóri í öndvegi.
Gamla ríkisstjórnin gat aldrei tekið á verðbólguvanda-
málinu af þvi að hún beið alltaf eftir lausnarorðinu frá
verðbólgunefndinni. Þessi nefnd vann ágætt gagnasöfn-
unarstarf en vann ekki meiri afrek. Og nú á aftur að
skipa visitölunefnd til þess að leysa efnahagsvandann.
Nef ndarskipanir af þessu tagi eru hrein markleysa og
tímasóun fyrir þá sök fyrst og fremst, að þeim fylgir
engin stefnumörkun af hálfu ríkisstjórnarinnar. í raun
og veru eru ríkisstjórnir á hverjum tíma að fela ráðleysi
sitt með slíkum nefndarskipunum til athugunar og end-
urskoðunar á einu og öðru. Þær eru að skjóta sér undan
þeirri ábyrgð að taka pólitíska afstöðu.
Að hverju er stefnt með endurskoðun vísitölunnar?
Hver veit það? Enginn. Talsmenn Alþýðusambandsins
hafa lýst sig mjög f úsa til þátttöku í viðræðum um end-
urskoðun vísitölunnar. En að sjálfsögðu ekki til þess að
takmarka hana, heldur til þess að fá fleiri þætti inn í
vísitöluna og breyta kerfinu þannig að það mæli verð-
lagshækkanir inn í launaverðbætur örar en nú á sér stað.
En hvaðsegja þá stjórnmálamennirnir, sem nota end-
urskoðun vísitölunnar sem lausnarorð til gjörbreyttrar
ef nahagsstef nu? Jú, nýja visitölukerf ið, sem endurskoð-
unarnefndin skal finna, á að draga úr víxlhækkunum
kaupgjalds og verðlags, auka kaupmátt í samræmi við
þjóðarhag og fullnægja kröfum Alþýðusambandsins!
Ríkisstjórnin skipar menn í þessa vísitöluendurskoð-
unarnefnd eftir sömu formúlu og gamla stjórnin bjó til
verðbólgunefndina. Það er ágætt að trúa á kraftaverk og
þau geta að sjálfsögðu gerst, en með hliðsjón af fyrri
reynslu verða varla bundnar miklar vonir við þessa
nefnd. Og hæpið er að hún skili til ríkisstjórnarinnar
þeirri gjörbreyttu efnahagsstefnu, sem beðið er eftir.
Kjarni málsins er sá, að ríkisstjórnirnar sjálfar verða
að taka ákvarðanir. Þessi ríkisstjórn er ekki verri en
aðrar í þeim efnum. Og einmitt þess vegna eru engar
gjörbreytingar í sjónmáli, þó að veifað sé slagorðum um
endurskoðun vísitölurnar.
Það er misskilningur að einhver allsherjarnefnd
verkalýðsforstjóra og fyrirtækjaforstjóra leysi mál af
þessu tagi fyrir rikisstjórnina. Verðbólgunefndin leysti
engin vandamál fyrir gömlu stjórnina. Og endurskoðun
visitölunnar í sams konar nef nd er engin lausn, viti ríkis-
stjórnin ekki hvað hún vill.
„Þoð var verra
en glœpur, það
voru mistök"
Margir virðast ekki átta sig á þvl hvaða meginregla gildir i af-
stöðu islenskra kommúnista og Evrópukommúnista til hernaðar-
legra afskipta Sovétrikjanna af málefnum kommúnistarikja. Hún
er I sjálfu sér afar einföld valdbeitingarregla.
Kegluna má m.a. lesa úr svari, sem Einar Olgeirsson gaf
Morgunblaðinu 21. ágúst 1968, vegna innrásarinnar I
Tékkóslóvaklu. Blaðamaður spurði Einar, sem þá var staddur i
Kúmenlu: „Teljiö þér þetta jafnast á við innrásina I Ungverjaland
1956?” Einar svaraöi:
— Ungverjaland er allt annaö. Kommúnistaflokkurinn I Ung-
verjalandi missti algjörlega stjórn á hreyfingunni. Þar kom fram
gagnrýni i forustu kommúnistaflokksins, sem var að ýmsu leyti
réttmæt, en kommúnistaflokkurinn þar I landi hafði engan kraft eða
skilning til þess að geta tekið nýja og jákvæða forustu. í
Tékkóslóvaklu hafði kommúnistaflokkurinn skilning á þvl sem gera
þurftiog skapaði sér nýja stjórn sem var að byrja með nýja pólitik,
sem var ákaflega þýðingarmikil fyrir alla sóslalista I V-Evrópu.”
Hinn raunverulegi mæli-
kvarði
Enda þótt Einar Olgeirsson sé
i orði kveðnu að bera saman
pólitiskar kringumstæður
tveggja innrása er augljóst
hvað hann leggur áherslu á. Það
sem innanlandskommúnistar
ráða viö mega Sovétmenn ekki
blanda sér i. Aðalatriðið og eini
raunverulegi mælikvaröinn er
að landið verði áfram
kommúniskt, en minna máli
skiptir þótt meiriháttar stefnu-
breyting á einhverju sviði eigi
sér stað. Með hliðsjón af þeim.
vörnum og útskýringum, sem
islenskir kommúnistar hafa
ætiö haldið uppi vegna hern-
aöarlegrar og pólitiskrar yfir-
drottnunar Sovétrikja i Austur-
Evrópu, meö það i huga að þeir
gagnrýndu aldrei afnám lýö-
ræðis og almennra mannrétt-
inda verður einnig að draga þá
ályktun að þeir telji þá skipan
mála eðlilega úr þvi aö
kommúnistar eru við völd.
Þessi afstaða hefur ekki br^yst
varðandi Tékkóslóvakiu, nema
að þvi leyti, að nú er skuldinni i
bili skellt á rússnesk-tékknesku
hernámsstjórnina. 1 Kina og á
Kúbu hafa lýðræði og mannrétt-
indi einnig verið afnumin, en að
dómi islenskra kommúnista,
réttlætist það af markmiðum
byltinganna og þeim æðri rétt-
Neðanmáls
(
Indriði G. Þorsteins
son skrifar
T
5
r ^
Vetnisframleiðsla gæti oröið
til þess aö fullnægja þörfum
okkar fyrir framleiðslu
brennsluefnis á böa, og um
leið markað leiðina fyrir
orkugjafa framtiðarinnar.
t skáldsögum sem skrifaðar
voru snemma á öldinni, kom
stundum fyrir að höfundurinn dró
upp mynd af þeysandi Bedúinum,
dökkskeggjuðum undir hvitum
vefjarhöttum, þar sem þeir voru
að gera stóra slóð i sandinn I elt-
ingaleik við einhverjar Evrópu-
hetjur, sem komnar voru I fram-
andi land til að frelsa konur eða
fara gáleysislega höndum um
kvennabúrsmeyjar feitra sol-
dána. Þegar Bedúlnarnir voru al-
veg aö ná þessum hetjum og
villutrúarmönnum bar þá
kannski að svörtum dýjum, sem
erfitt var að slarka yfir annað
tveggja á hestum eða úlföldum.
En eins og gengur i skáldsögum
þurftu hetjurnar litt að hika við
eyðimerkurkeldur. Þær riðu yfir
og þustu af baki og kveiktu I keld-
unni alveg eins og eldspýtur væru
alltaf við höndina, og þekkingin á
hinni svörtu og þykku og sand-
bornu leðju hefði veriö drukkin
meö móðurmjólkinni. Hraðfara
Bedúinar hurfu með sama I svælu
og reyk og eru úr sögunni.
Spámenn eru
á hver ju strái
Fyrir utan nöfn eins og Gulbek-
ian og Getty höfðu Evrópubúar
ORKUGJAHF
fyrstu fréttir af oliu úr bókum um
fyrrgreint efni. Það var ekki fyrr
en fór aö liða á öldina aö heimur-
inn varö að ráði háöur hinum
svörtu uppsprettum i kvennabúrs-
löndum og þeirri oliu yfirleitt,
sem fannst i jörð annars staðar á
hnettinum. Nú er svo komið ör-
stuttu siðar að byrjaö er að spyrja
að þvi hvað við taki, þegar oliuna
þrýtur og spámenn eru á hverju
strái sem færa rök að þvi að ann-
að hvort verði það rafmagn eða
spiritus eða vetni eða kol. Aðeins
eitt liggur ljóst fyrir og það er að
einhverju verðum viö að brenna,
enda hefur olian mótað svo lif
fólks, að erfitt er að hugsa sér
framhald menningarlifs án ein-
hvers konar brennsluefnis. Spá-
dómar um, að mannlifið hlaupi i
strand vegna skorts á bensini eru
alveg út i hött, og svona ámóta
gáfulegir og sá verkfræðilegi út-
reikningur sem gerður var á sið-
asta tug nitjandu aldar þess efnis,
að áriö 1922 myndi hrossataö ná
upp á aðra hæð húsa i New York
nema eitthvað það kæmi til sem
leysti hestinn af hólmi.
Oliudollarinn
Allt frá timum krossfaranna
hefur ekki annað eins sambýli átt
sér stað við Arabalönd og nú á
timum. Orötak eins og oliudollari
er komið sem tökuorð i fjölmarg-
ar þjóötungur, og samningamenn
Araba um oliuverð vekja hvar-
vegna athygli. Þeir gera eðlilega
kröfu um hlutdeild i velfarnaði
iðnaðarrikja áður en lönd þeirra
verða þurrmjólkuð af oliu og völd
þeirra fyrir bi. Þar af leiðir að
Arabalönd eru nú meö meirihátt-
ar pólitiskum óróasvæðum i
heiminum, og hafi sá háttur verið
haföur á áöur, að fara þangað
með liö manns til að höggva og
skjóta og berja til hlýðni, ganga
fyrrverandi nýlenduþjóöir að
samningaborðum með silki-
hanska og vænta frestunnar á
verðhækkunum á oliu.
Stefnumótun
Þótt islenskur ráðherra komi
aldrei til með að ræða við ara-
biskan starfsbróður um oliuprisa,
skiptir orkukreppan okkur miklu
máli, ekki siður en aðrar þjóðir.
Oliukaupasamningar okkar fela i
sér klásúlur um heimsmarkaös-
verð og þar sem Arabar hafa tek-
ið verðlagninguna i eigin hendur
og hafa sjálfdæmi um hana,
skiptir ekki svo litlu hvernig
kaupin gerast i þessum efnum.
Aftur á móti mun þessi valdaað-
staða vara aðeins skamma stund,
og veltur þá á miklu fyrir okkur
hvaða stefna verður tekin i orku-
málum, og einkum hvaða
brennsluefni veröur tekið upp i
staöinn fyrir bensin og brennslu-
oliu.
Heitavatns-
notkunin
Góðu heilli hefur alveg frá þvi á
striösárunum siöustu verið unniö
að þvi að nota jarðhita i stað
brennsluoliu hér á landi, þótt eng-
inn verulegur skriður hafi komið
á þau mál, almennt séð, fyrr en á
allra siðustu timum. Heitavatns-
notkun okkar fer árvaxandi og
sparar gifurlegt fjármagn þegar
fram i sækir. En hin væntanlegu
brennsluefni eru okkur enn jafn
fjarri sem öðrum, þótt ekki sé
óhugsandi að fyrir okkur kunni
aö fara eins og hjarðmönnum
eyðimerkurinnar, að hér kunni að
finnast keldur sem skilja á milli
bjargálna og auðsældar.
Til allrar ham-
ingju kom ekki olíu-
hreinsunarstöð
Oefað verður leitað eftir orku-
gjafa, sem getur með sem
minnstum tilkostnaði tekið við af
bensini og brennsluoliu og er svo
aö segja án mengunar. Eins og
hér er háttað lætur nærri aö við
eyðum um hundrað þúsund tonn-
um af bensini á ári. Þessi hundr-
að þúsund tonn munu kosta hátt i
tuttugu milljaröa og má með
sanni segja aö mikið er puðraö og
svælt af ekki stærri þjóð. Til allr-
ar hamingju varð ekkert úr þvi að
hér yrði byggð oliuhreinsunarstöö
á ynum tima, enda kæmi slik stöð