Vísir - 22.09.1978, Síða 11
vtsir Föstudagur 22. september 1978
11
--------“V—----------\
Ásmundur Einarsson
skrifar um valdbeitingar-
regluna og ;,Tékkó” og segir
m.a.:- Mótmæli evrópskra
kommúnista viö innrásinni I
„Tékkó” eru aöeins áminning
til Sovétmanna um aö hegöa
sér „rétt”, aö blanda sér ekki
i málefni annarra
kommúnistaflokka, nema,,
éétt” sldlyröi séu fyrir hendi
— að flokkurinn sé aö missa
taumhaldiö.
fndum, sem fólk á að hafa fengið
i staðinn.
Það var verra en glæpur,
það voru mistök
Beiting hernaðarlegs valds er
aldrei fordæmanleg i sjálfu sér
og út frá áöurnefndri
meginreglu. Kommúnistaflokk-
ur, sem er aö missa land, má og
veröur aö fá hernaöarlega aö-
stoö, þegar nauösyn krefur.
Einn af kunnustu málsvörum
islenskra kommúnista notaöi á
sinum tima ummæli
Talleyrands um morö á frönsk-
um prinsi, er hafði alvarlegar
pólitiskar afleiöingar fyrir
Napoleon keisara: „Þaö var
verra en glæpur, þaö voru mis-
tök.”
Sjálfur glæpurinn, innrásin,
beiting hins hernaöarlega valds,
skipti minna máli en mistökin
sem ollu margvislegum
óþægindum fyrir kommúnista i
Evrópu, eins og sakir stóöu.
Innrásin kom á pólitiskt óhent-
ugum tima fyrir kommúnista-
flokkana i Evrópu, sem höföu
lagt net sin fyrir nýja kynslóö
eftirstriðsáranna riðin úr
mannúöar- og mannréttinda-
hugmyndum og gagnrýni á lýö-
ræðisþjóðfélögin.
Hefði jafngilt pólitísku
sjálfsmorði.
Réttlæting á innrásinni i
Tékkóslóvakiu heföi jafngilt
pólitisku sjálfsmorði, eins og
sakir stóöu. Oðru máli gegndi
um árásina á Ungverjaland,
sem kom á tima, þegar ekki
skipuöu aðrir kommúnista-
flokkana, en þeir sem fyrir
löngu voru búnir aö sætta sig viö
valdbeitingu i þágu kommún-
ismans sefjaðir af „sögulegri
nauösyn”. Þessi innrás var þar
að auki réttlætanleg út frá
meginreglunni, þar sem
kommúnistaflokkurinn gat ekki
lengurtekiö „nýja og jákvæöa”
forustu. Pólitisk upplausn og
hættan á valdatapi voru þau
skilyröi, sem gerðu innrásina
pólitiskt réttlætanlega.
Titó, sem islenskir kommún-
istar „studdu” þegar hann gaf
Stalin langt nef skömmu eftir
seinni heimsstyrjöldina var
einvaldur i landi sinu, en tók
vald sitt fr'á kommúnistaflokkn-
um. Þar af leiöandi uppfyllti
hann grundvallarskilyrðiö.
Þjóöernisstefna mótaöi ekki af-
stööu Titos heldur perónuleg
löngun til að ráöa án ihlutunar
og með stuðningi Sovétmanna,
enda barði hann niður sérhverja
tilraun til alvarlegrar gagnrýni
á Stalinisma, sinn eigin
kommúnisma, eínræöiö og
réttleysiö, og sérkröfur þjóöa og
þjóöabrota.
Aðeins áminning um að
hegða sér rétt
Af þessu má skilja aö
mótmæli Islenskra og evrópskra
kommúnista viö innrásinni i
„Tékkó” eru ekki sett fram af
virðingu viö „lýöræðislegar”
tilhneigingar eöa út frá
þjóöernishyggju, af viröingu
fyrir þjóöernislegum rétti
Tékka eða sjálfákvörðunarrétt-
inum almennt. Þau eru aöeins
áminning til Sovétmanna um aö
hegða sér „rétt”, að blanda sér
ekki hernaðarlega i málefni
annarra kommúnistaflokka,
nema aö „rétt skilyrði séu fyrir
hendi — aö flokkurinn sé aö
missa taumhaldiö.
Fullyrðingin um aö veriö sé
að mótmæla skiptingu heimsins
i áhrifasvæöi stórveldanna, er
lygilega vitlaus og furöulegt hve
margir leggja trúnaö á þá mynd
sem þannig er dregin upp. Ekki
þarf annað en nokkrar upprifj-
anir til aö sjá að hún fær ekki
staðist, Kóreustriö, Vietnam-
striö, Kúbudeilu, átök i Afriku-
rikjum, borgarstyrjöld i
Indónesiu, Portúgal, Spáni
Frakklandi, stöðu Finnlands,
átökin fyrir botni Miðjarðarhafs
og þannig mætti lengi telja.
Hinsvegar er kenningin ekki
eina dæmiö um brot af
sannleika, sem veröur allur
sannleikurinn i meöförum
kommúnlskra „mennta-
manna.”
þannig hreinan spiritus. Eftir
smávægilega breytingu á
blöndungum ekur hann nú drátt-
arvél sinni og bil á spira sem
blandaöur er til helminga meö
vatni. En það eru lika til lög i
Bandarikjunum og bóndinn ráöa-
góöi liggur nú undir tuttugu og
tveimur ákærum fyrir brugg og
meöferö ólöglegs áfengis. Þaö
var heppilegt að olian skyldi
hvorki vera drekkandi eöa áfeng.
Vetniðog
ódýr raforka
Þótt þaö geti orðið fullkomið al-
vörumál fyrir okkur að hér risi
vinnslustöð fyrir spiritus, veröur
þessi ekki aö vænta aö hún geti
sinnt þörfum okkar i framtiöinni
fyrir brennsluefni. Til þess skort-
ir að likindum nokkuð á að nægi-
lega mikið af gerjunarefnum sé
fyrir hendi. Auk þess virðist spiri-
tus, i þeim litla mæli sem hann er
notaður, vera mjög ódýr vara. En
viö ættum i framtiðinni aö geta
haft yfirburði um framleiöslu á
öðru brennsluefni sem kemur
mjög til greina til notkunar á hin-
ar margþættu vélar sem mannin-
um eru svo nauðsynlegar. Hér er
átt við vetni en framleiðsla á þvi
er háð ódýrri og auðfenginni raf-
orku.
Getum orðið
//Oliuþjóð"
Margir hafa velt þvi fyrir sér
hvernig við getum notaö þá miklu
vatnsaflsorku sem fyrir er i land-
inu á sem hættuminnstan og hag-
kvæmastan hátt. Hingaö til hefur
fyrst og fremst verið haft i huga
að tengja vatnsorkuna ýmiskonar
stóriöju og sjálfsagt verður sú
raunin á i náinni framtiö. Þó er
hvergi nærri nógu gott sé
samningum um hana hagað
þannig, að hér á landi verði fjár-
magn til ráðstöfunar, sem við
höfum engin ráö yfir, heldur sé-
um við i þeirri aðstööu að selja
einungis rafmagn til einskonar
eylanda sjálfseignar i rikinu. Meö
framleiðslu á nýju brennsluefni i
stað benzins, sem þarfnast mik-
illar orku til framleiöslunnar,
gætum viö á skömmum tima
orðið „oliuþjóö” á borð vib
granna okkar i suðri og suðaustri,
sem kosta nú miklu til aö fram-
lengja um nokkur ár þá notkun
brennsluefnis sem sýnilega mun
dvina og hverfa innan eigi langs
tima.
Prósentumennirnir
í oliubransanum
Ekki er viö þvi aö búast aö oliu-
framleiöendur hafi enn sem kom-
ið er látiö i ljósi nokkrar
ábendingar um hvaö viö kunni aö
taka þegar núverandi brennslu-
efni þrýtur. Þar halda járn-
greipar um stjórnvölinn og þær
munu ekki láta laust fyrr en
horfzt er i augu viö tómar bor-
holurnar. Þá er alveg eins vist að
prósentumennirnir i oliubransan-
um, hinir nýju Gulbekianar, hafi
fundiö nýja leiö til að halda viö
áhrifum sinum og viöskiptasam-
böndum og reynt veröi aö fram-
leiða benzin úr kolum, eöa þá aö
rafhlöðuframleiöslan verði komin
á þeirra hendur.' Fyrir þessa
menn hefur vetnið þann galla að
framleiðsla þess byggir á
auðlindum og aðstööu, sem ein-
ungis eru á vegum rikja og þaö
getur ráðið ótrúlega miklu um að
tefja fyrir einföldustu lausninni á
brennsluefnisskortinum.
Þaöer hægt
aöbyrja strax
á morgun
Steinolian tók við af hvallýsi og
tólg en þaö gerðist ekki i einni
svipan. Eins verður væntanlega
um þær breytingar á brennsluefni
sem nú virðast óhjákvæmilegar.
En samfélag sem þarf aö eyöa
um tuttugu milljöröum á ári til
kaupa á benzini hefur efni á þvi
að leita eftir einfaldari og ódýrari
lausn fyrir sig. Slikt samfélag
þarf hvorki að spyrja kóng eöa
prest að þvi hvernig þaö leysir
orkumál sin. Það getur þess
vegna byrjaö á þvi strax á morg-
un aö láta kanna hverjir mögu-
leikar eru á framleiöslu vetnis til
eigin nota og hvort það er yfirleitt
fjárhagslega hagkvæmt. Svo vill
til að hér er mikið af ónotuöu
vatnsafli sem lendir aöeins i
kyndistöövum stóriðju viö fram-
leiöslu á vörum sem þrýsta
verður inn á þrautkeyröa
markaöi. Vetnisframleiösla gæti
aftur á móti oröiö til aö fullnægja
þörfum okkar fyrir framleiðslu
brennsluefnis á bila og um leið
markaö leiöina fyrir orkugjafa
framtiöarinnar.
IGÞ
UMTIDARINNAR
neytendum aö litlum notum, þar
sem engu máli skiptir lengur
hvert innkaupsverð er á bensini.
Litrinn er nú kominn i 167 krónur
og fer hækkandi eins og allt horf-
ir. Auk þess yröi slik stöö hráefn-
islaus innan tiöar. Og vinnsla á
oliu á hafsbotni viö landiö er þess-
háttar erfiðleikum bundin, að rétt
væri aö sjá hvernig Norömönnum
reiöir af áöur en hér verður farið
út I slik ævintýri. Af ööru
brennsluefni, spiritus, sem hefur
næstum engan breytingarkostnað
i för meösér til að nota á bila, eru
fluttir inn rúmlega 400 þúsund
litrar á ári og lendir þetta magn
að miklu leyti i blöndunarpottum
Áfengis og tóbaksverlsunar rikis-
ins áöur en það gerir stóra pró-
sentu landsmanna aö ofdrykkju-
mönnum — i ágóöaskyni fyrir rik-
ið.
Vinnslustöð
fyrir spiritus
Vel mætti hugsa sér að koma
hér upp vinnslustöö fyrir spiritus
i þeim mæli aö hægt væri aö nota
hann sem brennsluefni i bilvélar-
að stórum hluta og auk þess til
blöndunar á brennivini. En þeir
mundu náttúrlega verða margir,
sem segöu ó og æ ef við ætluöum
sjálf að fara aö brugga. Það
skiptir minna máli þótt viöskiptin
viö Pólverja og Dani séu efld meö
innkaupum á iblöndunarefni i
þjóðardrykkinn. Bandariskur
bóndi hefur nú um sinn bruggað i
einskonar sólarofni og framleitt
Eins og hér er háttaö lætur nærri aö viö eyöum um 100 þúsund lestum af benslni á ári.