Vísir - 22.09.1978, Side 24

Vísir - 22.09.1978, Side 24
VÍSIR Vísir á hreindýraveiðum Ljósmyndari Visis, Gunnar V. Andrés- son, lét sér ekki nægja að festa hrein- dýraveiðar .Austfirðinga á filmu, heldur felldi hann eitt hreindýr i leiðangrinum og tóku leiðangursmenn þessa mynd af honum við dýrið. Leyft að feffa vm þriðjung sfofnsins Veiöitima hreindýra er nú nýlokiö. A þessu ári var veitt leyfi til aö veiöa 1025 dýr, en stofninn var i sum- ar talinn um 3 þúsund dýr. Þaö er þvi um þriöjungur allra hreindýra á landinu sem veiddur er á veiöi- timabilinu, sé kvótinn fyllt- Visirbrá sér austur á Héraö um daginn og slóst i för meö hreindýraveiöi- mönnum. Sagt veröur frá veiöiskapnum i máli og myndum i Helgarblaöi Vis- is á morgun. —GA. Gofíd til baka i islenskum seðfvm í Frihöfninni: „Mistök sem við höfum ieiðrétt" segir Ólafur Thordorsen, frihafnarstjóri Miklar skipulagsbreyt- ingar hafa átt sér staö i Frihöfninni á Keflavikur- flugvelli. Ein regla sem sett var bannar starfs- mönnum Frihafnarinnar aö gefa til baka i gjald- eyri þvi fólki, sem verslar fyrir gjaldeyri. Farþeg- ar, sem komu til landsins i fyrradag, uröu varir viö þetta og fór svo i mörgum tilfellum, aö þeir greiddu vöru sina eingöngu meö gjaldeyri vegna þess, aö þeir þurftu aö skipta „stórum” seölum og gátu ekki fengiö gefiö til baka nema i islenskum krón- um. „Þetta voru mistök viö skipulagsbreytinguna og viö höfum leiðrétt þetta”, sagöi Ölafur Thordersen, frihafnarstjó'i, þegar viö inntum hann eftir'þessu. Hann sagöi, aö fólk mætti versla fyrir 7000 krónur, en það sem færi fram yfir, yröi aö greiöa i erlendum gjaldeyri. Þeir, sem þurfa aö skipta t.d. hundraö dollara seöli, en versla aöeins fyrir fimm dali, fá gefiö til baka i gjaldeyri eftirleiöis. -KP. J6n Helga- sen heiðurs- doktor i Kaup- mannahöffn Jón Helgason veröur sæmdur heiöursdoktors- nafnbót viö Kaupmanna- hafnarháskóla á næsta ári. Jón er einn tuttugu og fjögurra visindamanna sem hljóta nafnbótina, sem Hafnarháskóli veitir I tengslum viö 500 ára af- mæli sitt. Jón Helgason var lengi prófe'ssor i islensku máli og bókmenntum viö Hafnarháskóla. —GA. Stöðulmkkanrr í Fríhöfninni Starfsmenn biðja stéttarfélag sitt að láta málið eiga sig Starfsmenn i Frihöfninni i Keflavik hafa frábeðið sér aðstoð Starfsmanna- félags rikisstofnana i sambandi við refsiflutninga milli deilda og stöðulækk- unar, sem þar eiga sér stað þessa dag- ana. Visaði utanrikis- ráöherra til plaggs þess efnis þegar starfsmanna- félagiö ætlaði aö fara i hart. Mál þetta er i kjölfar rannsóknarinnar sem fór fram vegna óeðlilegrar rýrnunar á vörum i Fri- höfninni. Þaö mál veröur ekki sent saksóknara til rannsóknar en hins vegar hefur rikisendurskoöun gert tillögur um umfangs- miklar breytingar á rekstrinum. Fjármálastjóri hefur verið settur yfir Frihöfn- ina og undanfarið hefur verið mikiö um manna- flutninga milli deilda og ennig stööuhækkanir, aö þvi er Visir hefur fregn- aö. Starfsmannafélag rikisstofnana haföi aö sjálfsögöu spurnir af þessu og lét máliö til sin taka. Þaö gekk litið fyrst I staö og var félagiö aö þvi komiö að fara I hart, þeg- ar fyrrnefnt plagg, und- irritaö af nokkrum starfs- mönnum Frihafnarinnar kom fram. Þar var farið framá að félagiö hætti frekari afskiptum af mál- inu og geröi ekki athuga- semdir við það sem væri aö gerast i Frihöfninni. Félagið sá sér ekki ann- aö fært en aö verða viö þessum óskum, en mjög treglega þó. Er mikill urgur innan þess og þykir þar aö hart hljóti aö vera gengiö aö Frihafn- armönnum fyrst þeir skrifi upp á plagg um „aö fara megi.með þá eins og verkast vill”, eins og einn viðmælenda Visis komst að orði Blaöið haföi samband viö Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra starfsmapnafélagsins, og vildi hann ekkert annaö segja annað en félagiö vænti þess aö viö breyt- ingar i Frfhöfninni veröi fariö aö samkvæmt lög- um og kjarasamningum og aö það muni fylgjast meö málinu. __öT. mótmœla hjá rá6herra Fjölmargir sjúkraliðar bönkuöu i morgun uppá hjá fjármálaráöherra, Tómasi Arnasyni, til aö „mótmæla harölega þéim óheyrilega drætti, sem oröiö hefur á framkvæmd úrskuröar kjaranefndar um launakjör sjúkra- liöa”, eins og segir i frétt frá sjúkraliöafélaginu. Úrskuröur kjaranefnd- ar um laun sjúkraliöa var kveðinn upp i febrúar siö astliðnum og itrekaöur með bókun kjaranefndar i frá 17. júli. Engin niður- staða hefur þó enn fengist hjá fjSrmálaráðuneytinu. —GA — Visismynd JA. Mörg i bilslysum að undanfförnu Annað banaslysið á fáeinum cfögum Ellefu ára stálka, sem ekið var á í Hafnarffirði í gœr, lést í nétt Litla telpan, sem varð fyrir bil á gangbrautinni á Strandgötu i Hafnar- firði i gærdag, lést á Borgarspitalanum ,i nótt. Ekki er unnt að gefa upp nafn hennar að svo stöddu. Slysiö varö um klukkan fjögur á móts viö Strand- götú 50. Telpan sem var ellefu ára gömul var aö fara yfir gangbrautina, þegar hún varö fyrir fólksbil, sem var á leið til vesturs. Aöeins fáir dag- ar eru siðan önnur ellefu ára telpa beiö bana i Reykjavik i samskonar slysi. Övanalega mörg slys uröu I umferðinni i gær, og öll á börnum. 1 Reykjavik slösuöust fjög- ur börn I bflslysum og einn unglingur á vélhjóli. Guömundur Her- mannsson yfirlögreglu- þjónn I Reykjavik, sagöi meöalannars samtaliviö Visi i morgun: „Þetta er hættulegur timi i umferöinni og ástæöa til aö ökumenn gæti sérstakrar varúöar. Börnum fjölgar nú á göt- unum aftur vegna skól- anna. Þau fara nú miklu meira frá heimilum sinum og þurfa aö fara aðrar götur en venjulega. Mörg þeirra eru hjólandi og hjólreiðabrautir höf- um við engar sérstakar.” „Gömul visa veröur aldrei of oft kveöin, og þó aö heppnin hafi verið meö okkur hingaö til hvað veö- ur snertir, þá má gera ráö fyrir þvi, aö veöur fari aö versna og þá um leiö skyggni. Þaö er þvi margt, sem hjálpast aö, og ástæða til aö vara öku- menn við”. —EA- Hvaúmtirþig? Hvaíviltulosnavið? □ð D LLI cn«n

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.