Vísir - 23.09.1978, Síða 5
5
Laugardagur 23. september 1978
snemma um haust*' — Frá Glaumbæjarárum Dúmbó.
Já, þaö er ekki hægt aö neita
þvi. Þaö tel ég stafa fyrst og
fremst af þvi, hve litill timi er
oftast til stefnu fyrir textahöf-
unda. Þaö kemur iöulega fyrir
aö þaö á aö fara aö syngja lagiö
og þá er textinn varla búinn aö
lita dagsins ljós. En þó eru
stundum góöir textar á Islensk-
um plötum. Mér eru til dæmis
minnisstæöartvær plötur sem ég
hef leíkiö á, þar sem textar voru
framúrskarandi góöir aö min-
um dómi. Þaö eru plöturnar
Hrekkjusvin meö textum eftir
Pétur Gunnarsson rithöfund og
plata Vilhjálms Vilhjálmsson-
anmeö textum eftir Kristján frá
Djúpalæk. Þær mættu vera
fleiri i þeim dúr.
//Mamman" veröur aö
vera góö
En i sambandi við plötuupp-
tökur þá fyndist mér aö þaö
mætti oft vera meira lif i upp-
tökunni og leggja meira uppúr
þvi aö ná góöum „filing”. Of
mikiö nostur veröur oft til þess
að útkoman veröur heldur dauf-
leg. Einnig er þaö mikiö atriði
aö fylgja upptökunni eftir og
senda góðan mann út til aö vera
viðstaddur gerö „mömmunnar”
og pressunina til þess aö fá
góöan styrk á plötuna. Þaö
kemur alltof oft fyrir aö þessi
atriöi eyðileggja góöar upp-
tökur og er hlutur sem ætti i
rauninni bara aö vera forms-
atriði. Ég er alveg viss um að
margir hafa tekið eftir þvi, að
þegar hlustað er á útvarp, þá
hefur kannski verið leikið erlent
lag. Siðan þegar islenskt lag er
leikiö á eftir, þá þarf maöur aö
hækka útvarpiö töluvert til þess
aö þaö verði sami styrkur á
islenska laginu og þvi erlenda.
Þetta stafar fyrst og fremst af
þvi aö „mamman” og pressunin
hafa ekki veriö eins og skyldi.
— Er stúdióvinnan vel borg-
uð?
Það hefur breyst mikið uppá
siðkastiö. Hún var illa borguö
fyrir einu ári siöan, en nú er
þetta mun betra. Aður var sam-
iö um einhverja ákveöna upp-
hæð fyrir eina plötu, en þaö kom
undantekningarlaust fyrir aö
maöur eyddi miklu meiri tima i
hana en til stóö i upphafi. Maður
var kannski kallaöur og beöinn
um að bæta „percussion” inná
ýmis lög sem ekki var-búiö aö
tala um og maöur fékk ekkert
borgað aukalega fyrir þaö. I dag
er þetta hins vegar þannig, aö
maöur vinnur i gegnum F.t.H.
og færir hverja unna stund inná
sérstaka vinnuskýrslu, sem
stjórnandi upptökunnar kvittar
svo fyrir. Þetta tel ég miklu
betra fyrirkomulag og vinnan
skilar sér betur. En svo er þaö
náttúrlega allt annar hand-
leggur hvenær maður fær nóg.
Aldrei dauöur punktur
„bransinn” hefur mikiö breyst
núna siöustu ár. Sumir eru mjög
óhressir meö breytingarnar, en
aörir ekki, — hvaö finnst þér?
Hér áöur fyrr var miklu meiri
spilamennska. Þaö var byrjaö
aö spila klukkan niu og siöan i
beit til tvö. Hijómsveitirnar
störfuðu lfka flestar stanslaust
allan ársins hring. Mér finnst
miklu betra fyrirkomulag i dag,
að vera ekkert aö þessu þegar
allt er dautt þ.e. fyrstu mánuöi
ársins. Aö visu er þá hægt aö
fastráöa sig á einhverjum staö,
eins og við geröum i Brimkló i
Sigtúni i vetur. Þaö er betra aö
nota þennan tima til aö taka upp
eina plötu og fylgja henni svo
fast eftir með þvi aö spila I
svona 2-3 mánuöi, starfa i lot-
um.
Mér finnst lika miklu
skemmtilegra aö fara i svona
túra. Þaö er meira um aö vera.
Þessi túr sem viö i Brimkló
vorum aö ljúka var alveg sér-
staklega skemmtilegur. 011
atriöi voru timasett, þannig aö
þaö var aldrei stopp. Meiningin
er auðvitað sú að þaö veröi
aldrei dauður punktur allt
kvöldið. Og þetta tókst vel og ég
held að fólkið hafi flest fariö
ánægt heim. Þetta er náttúru-
lega miklu dýrari útgerö, en
maður fær óneitanlega miklu
meira útúr þessu.
Svo er líka hægt að fara ööru-
visi aö og æfa upp prógramm til
aö flytja I skólum og á hljóm-
leikum. Hljómleikahald er hlut-
ur sem aö minum dómi hefur
verið stórlega vanræktur nú
siöustu ár. Hér áöur var miklu
meira um það að hljómsveitir
slægju saman og héldu hljóm-
leika. Með þvi skapaöist nauð-
synleg samkeppni milli hijóm-
sveitanna og fólkið tók meiri
þátt i þessu, átti sina uppá-
haldshljómsveit og studdi hana
meö ráöum og dáöum o.s.frv.
Nú, og svo eru þaö blessuð
diskótekin. Þau eru svo sem allt
i lagi, en ættu að vera þannig
standsett aö þar væri hægt að
hafa meira en eintómt diskó s.s.
hljómsveitir og abra skemmti-
krafta sem kæmu kannski fram
tvisvar á kvöldi, 45 minútur i
senn. Þessi stanslausa mötun
diskótekanna hefur gert fólkiö
sljótt og áhugalaust gagnvart
þvi sem er aö gerast. Fyrir
nokkrum árum var fólkið miklu
kröfuharðara á það sem var
boriö á borö fyrir þab. T.d. i
Tónabæ, þá var hljómsveitin
púuö niður og sagt ab hypja sig
heim ef hún stóö sig ekki sem
skyldi. Núverandi ástand er
óhagstætt fyrir alla aðila sem
hlut eiga aö máli. Mér virðist
hægt að bjóða fólki sérstaklega
hér á öldurhúsum borgarinnar,
uppá ýmislegt sem ekki hefði
gengið fyrir svona 4 árum.
Dömufri
Þessa dagana er önnur breið-
skifa Dúmbó og Steina aö koma
á markaðinn. Jafnframt hefur
hljómsveitin lagt land undir fót,
eins og áður sagði, til þess að
kynna landsmönnum innihald
T
Brimkló, Halli og Laddi luku hringferö sinni meö þvf aö bjarga fjárhag Vals.
plötunnar og er i kvöld viö þá
iðju i Miðgarði i Skagafiröi. Þaö
er þvi ekki úr vegi aö skýra les-
endum Helgarblaösins örlitið
frá þessari plötu. Hún hefur aö
geyma 12 lög, 7 islensk, þ.á.m.
tvö eftir gitarleikara Dúmbó,
Finnboga Gunnlaugsson, tvö
gömul lög sem hljómsveitin
Dátar geröi hér einu sinni fræg
á öldum ljósvakans, Leyndar-
mál og Gvendur á eyrinni, svo
eitthvaö sé nefnt. 011 lögin eru
meö islenskum textum og eru
þeir eftir Ellert Borgar Þor-
valdsson, Þorstein Eggertsson,
Bjartmar Hannesson, Jón
Trausta Hervarsson, Núma
Þorbergs og Sigurbjörn Skarp-
héðinsson. Þaö er hljómplötu-
útgáfan Steinar h.f. sem gefur
þessa plötu út og er hún 25.
platan sém fyrirtækið sendir á
markaöinn. Sá sem sá um að
upptakan færi skikkanlega fram
var Baldur Már Arngrimsson og
eitthvaö mun hann lika hafa
lagt til viö hljóðfæraleikinn.
Aörir aöstoöarmenn voru
Magnús Kjartansson pianó-
leikari, Gunnar Knútsson gitar-
leikari, að ógleymdum Dúmbó-
kórnum, sem i eru niöjar þeirra
Dúmbófélaga. James Kay sneri
tökkunum i Hljóðrita. Umslagið
hannaöi Pétur Halldórsson. Og
fyrir þá sem ekki vita skipa
Dúmbó: Sigursteinn Hákonar-
son^ söngur, Finnbogi Gunn-
laugsson f bassi, Jón Trausti
Hervarsson^ saxófónar, Reynir
Gunnarsson saxófónar og
flauta, Asgeir R. Guömundsson/
hljómborð, Trausti Finnsson,
orgel, Brynjar Sigurösson.bassi
og siöast en ekki sist viömæl-
andi okkar i dag, Ragnar Sig-
urjónsson,trommur.
Vildi gjarnan vera ,,pro"
— Nú ertu nýkominn úr
Brimklóarreisu og strax þotinn i
aöra meö Dúmbó, — er þetta
ekki þreytandi?
Nei, nei, þreytan hverfur fyrir
ánægjunni. Ég vinn að visu meö
þessu (hann er lærður hús-
gagnasmiður) en hef þvi láni aö
fagna aö hafa mjög góöan og
skilningsrikan vinnuveitanda,
þannig aö þetta gengur ágæt-
lega fyrir sig. Ég vildi gjarnan
vera „pro”, en hér á landi er lit-
ill grundvöllur fyrir atvinnu-
mennsku, „bransinn” er
hverfull. Einnig likar mér vel
viö þá vinnu sem ég stunda. Og
þaö gefur náttúrulega auga leið
aö ég væri ekki að standa i
þessu, ef ég væri þreyttur.
—PP
Oóal
I RVOLD
HVAÐ
annaó?
— Það fer ekki á milli mála aö