Vísir - 23.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 23.09.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 23. september 1978 VISIR jonpMiA ’ utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdárstjóri: DaviðGuðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Palsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaöa- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens' Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson . Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. ■ ■ Simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald erkr. 2000 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. BETUR MÁ Ef DUGA SKALI Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. hef ur lýst yfir að baráttan gegn sjúkdómum af völdum tóbaksneyslu sé umfangsmesta verkefni sem vinna þurfi í iðnvæddum ríkjum heims um þessar mundir. Jafnframt telja sérfræðingar stofnun- arinnar fullvíst að engin önnur aðgerð á sviði f yrirbyggjandi heilsugæslu geti orðið jaf n árangursrík til þess að bæta heilsufar og lengja lif fólks í þessum löndum og það að reykingum yrði hætt. Baráttan gegn reykingum hefur verið efld gífurlega á Vesturlöndum á siðustu árum, og virðast Norðmenn nú hafa for- ystu meðal þjóða heims varðandi þetta verkef ni. Hér á landi hef ur á nokkrum árum orðið hugarfarsbreyting varðandi afstöðu fólks til reykinga. Unga fólkið hef ur látið mikið að sér kveða á þessu sviði, réttur þeirra sem ekki reykja til að anda að sér hreinu lofti er æ meira virtur og sífellt fleiri reykingamenn hætta reykingum eða sýna áhuga fyrir að segja skilið við tóbakið. Samkvæmt könnun sem Skúli G. John- sen-borgarlæknir, gekkst nýlega fyrir á reykingavenjum nemenda í grunnskólum Reykjavíkur hafa reykingar minnkað að meðaltali um fjórðung hjá nemendum á aldrinum 10 til 16 ára miðað við ástandið 1974. Mest hefur breytingin orðið meðal 12 ára barna, en í þeim aldursflokki hefur samdrátturinn orðið hvorki meira né minna en 67 af hundraði. Meginþungi fræðslu- og upplýsinga- starfsins í skólunum hefur einmitt verið í 12ára bekkjum skólanna og er árangurinn i réttu hlutfalli við það. Auk þess hefur þeim heimilum grunn- skólanemenda þar sen enginn reykir fjölgað um 25% á síðustu fjórum árum. Þetta sýnir að stefnt er í rétta átt og fræðslu og upplýsingastarfið hefur borið árangur. Af tur á móti verða menn að gera sér grein fyrir því að betur má ef duga skal. Öflug upplýsinga og fræðslustarfsemi kostar talsvert f jármagn en slíkt er góð fjárfesting fyrir þjóðfélagið, þegar til lengri tíma er litið. Ef við íslendingar eigum ekki að drag- ast verulega aftur úr frændþjóðum okkar á öðrum Norðurlöndum, verða ráðamenn þjóðarinnar að leggja mun meira fjár- magn til reykingavarnanna en nú er gert. Tóbaksverslun ríkisins seldi tóbak fyrir um 6000 milljónir króna á síðasta ári. Á sama tíma er varið á fjárlögum ríkisins einungis 20 milljónum króna til þess að vara við þvi heilsutjóni sem neyslu þessar- ar vöru er samfara. Á meðan aðeins er veitt 0.3 prósentum af þeirri upphæð sem fæst f yrir tóbakssölu til reykingavarnanna lítur f remur út fyrir að hið opinbera sé að friða samviskuna i þessum efnum, en að það vilji heils hugar koma í veg fyrir að landsmenn verði reykingasjúkdómum að bráð. Við höf um ekki efni á að missa hundruð mannslífa árlega beinlínis af völdum reykinga og eyða milljörðum króna í kostnað vegna sjúkrahússvistar þúsunda fólks, sem misst hef ur vinnuþrek og heilsu vegna reykinga — sumt á besta aldri. Allt bendir til þess að kostnaður þjóð- félagsins vegna afleiðinga reykinga landsmanna sé mun meiri árlegra en hreinar tekjur ríkissjóðsaf tóbakssölunni. Er þá einungis reiknaður kostnaður á sviði heilbrigðismála og vegna tapaðra vinnu- stunda. Auk þess má til dæmis bæta á tó- baksreikninginn tjóni sem verður í elds- voðum sem rekja má til reykinga. Að öllu þessu athuguðu er Ijóst að efla þarf alla þætti reykingavarnarstarfins hér á landi bæði á vegum hins opinbera og félagasamtaka. Auka þarf fræðsluna í skólunum og halda jafnframt áfram almennu upp- lýsingastarf i auk þess sem nauðsynlegt er að aðstoða fólk sem vill hætta reykingum með námskeiðahaldi og rekstri leið- beiningarstöðva. Engum vafa er undirorpið að með þessu yrði hægt að færa heilsufar landsmanna til betri vegar minnka kostnað við heil- brigðiskerfið, auka þjóðartekjur og bæta þjóðarhag. eftir Finnboga Hermannsson Hausthljóð er komið i vindinn. Lognværir dagar heyra nú til liönu sumri. Fjöllin hérna við Djúpið eru tekin að grána i vöngum og gamli Renóskrjóðurinn minn ögn lengur i gang á morgnana. Þannig markar sigurverkið eilifa alia náttúru, lifandi og dauða. Gott sumar er brátt gengiö. Guösgjafirnar eru rikulegar i þetta sinn. Landburöur sjávar- fengs, hey i meöallagi. Frjómáttur jarðarinnar mikill, og sá óijóðræni ávöxtur kartafian hefur aukist og margfaidast aö vexti þar sem hún var dysjuö I vor. Aöalbláberin hér i fjörðunum hafa sjaldan veriö bústnari og blárri, og góð næring á bætiefnasnauðum vetri. Ekki er laust við, að nokkurs dapurleika sé fariö að kenna þegar nálgast fer timi hnignun- ar og afturhvarfs til fyrri uppruna. Þannig veröur náttúr- an, sýnileg okkur mönnum, drepin i dróma um nokkurt en kjötkveðjuhátiör kaþólskra manna, og við minnumst með saltkjöti og baunum á sprengi- kvöld. Andstætt þvi að armæð- ast i þversögninni um fjallgarða af kjöti og smjöri gerðu menn fyrrum áætlanir aö skrimta af Kjötkveðjuhátíð íslendinga skeið uns aöstæðurnar samein- ast um að leysa hana úr læöingi á ný. Þetta timabil köllum við vetur. Um þessar mundir reka bændur fé sitt af fjalli og hafa ákveöið fyrirkomulag aö þekkja hver si'na kind. Safniö er rekið I réttir og bóndinn dregur svo fé sitt hver eftir sinu marki og setur í dilk. Hin islenska kjötkveðjuhátiö, réttirnar, er á annarri forsendu veturinn meö tilliti til þess kjöts sem af fjalli kom. Nú til dags skapar haustslátrun hins vegar ný vandamál og gengur maður undir manns hönd að grafa upp gamla kjötið. Þannig hafa allsnægtirnar breytt fyrri lögmálum. Að minnsta kosti i hugum borgar- alþýðu. Fjallskil eru ekki lengur fyrirheit um að hjara næsta misseriö. Afurámóti atburður sem menn lesa um i blööunum eins og Visisrallið, nema þetta er hestarall að reka kindur og allir fullir. Að hinu leytinu raskar vetur- inn aöstæðum manna. Heilar byggöir einangrast þá er vegir lokast vegna snjóa. Verða ibú- arnir að lifa með tilliti til þessa og búa við frystikistur. Sjósókn verður önnur og hættulegri og held ég sjómenn i vetrarveðrum eigi fáa öfundar- menn. Nokkuð sýnist mér á skorta, að menn sætti sig við veturinn og undirbúi sig samkvæmt þvi. Heldur reyna að halda dauöa- haldi i tilfinninguna um sumarið i stað þess aö semja frið við vet- ur og njóta þess sem hann býður upp á. Svo vikið sé aftur að kjötinu þá eru hugmyndir ýmissa um tilorðningu þess og nauðsyn fjarri öllu raunsæi. Hafa nokkr- ir skribentar taliö fólki trú um að landbúnaður sé ámóta starf- semi og til að mynda kara- mellugerð, þar sem essensinn er settur uppi eina vél og kemur út úr henni karamellur. Hér erum við liklega komin aö grundvallarhugsuninni um sambýlið við landið og viðkvæma náttúru þess. Það er reyndar efni i sérlega hugleiö- ingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.