Vísir - 23.09.1978, Blaðsíða 17
BÍLAVARAHLUTIR
BILAPARTASALAN
Hofdítum 10, simi 1 1397.
-Opið fr<i kl 9 6.30, lauqardaqa
kl. 9 3 oq sunnudaqa kl 1 3
VISIR
Laugardagur 23. september 1978
Saga hreindýra hér á landi er ekki ýkja gömul. Hreindýr voru flutt
hingað til lands á siðasta fjórðungi 18. aldar og virðist sem allmikið
hafi áður veriðum þaðmálrætt mikinn hluta aldarinnar.
I tslandslýsingu sinni segir Þorvaldur Thoroddsen frá á þessa leið:
Um miðja öldina kom það fyrst
til tals að senda hreina til ts-
lands: Höfðu fimm sýslumenn
stungið uppá þvi við stjórnina, að
hreindýr væru flutt inn til
reynslu, og töldu þeir að það
mundi verða til mikilla nota fyrir
ibúana ef tilraunin tækist. Með
stjórnarbréfi 19. janúar 1751 var
samþykkt að kaupa sex hreindýr i
Noregi, 2 tarfa og 4 kvigur og
senda til Islands, en þetta mun af
einhverjum ástæðum hafa fariö
fyrir. Áriö 1771 lét Thodal amt-
maður flytja 13 hreindýr frá
Finnmörku . Þau sýktust á leið-
inni og 10 dóu, en 3 komust heilu
og höldnu á land i Rangárvalla-
sýslu, þrifust vel og timguöust og
voru fimm árum siðar orðin 11 aö
tölu. Menn óskuðu þá að fleiri
væru send, og sneri stjórnin sér
þá til Fjeldsteds amtmanns i
Finnmörku og baö hann að láta
kaupa 25 hreina, þar af 18 kvigur
ogláta senda til íslands. Þessi til-
skipan komst þannig til fram-
kvæmda að 30 hreindýr voru
send, 6 tarfar og 24 kvigur. Hafði
norskur kaupmaður, Buch i
Hammerfest gefið dýrin öll. 23 af
hreindýrum þessum komust lif-
andi til Hafnarfjarðar og var
hleypt á land við Hvaleyri, tóku
þegar á rás og runnu til fjalla
milli Krýsuvikur og Selvogs og
fjölgaði þar mikið á næstu árum,
svo að oft sáust af þeim stórir
flokkar.”
Þannig segir Þorvaldur frá.
Nokkru siðar voru enn flutt inn
hreindýr og þeim sleppt i Múla-
sýslum, en annars eru allar heim-
ildir um innflutning hreindýranna
nokkuð óljósar.
I bókinni ,,Á hreindýraslóðum”
segir Helgi Valtýsson svo frá:
„Brátt kom i ljós að lifsskilyrði
hreindýra reyndust frábærlega
góö hér á landi. Fjölgaði dýrun-
um svo ört sem framast má
verða, og virðast engin afföll
hafa orðið á hjörðinni hina fyrstu
áratugi, enda eru hér á landi eng-
in þau rándýr né skordýr, sem
svo miklu tjóni valda á hreina-
hjörðum á Norðurlöndum, i Al-
aska og viðar. Dýrin þrjú sem
sett voru á land i Rangárvalla-
sýslu voru orðin ellefu að fimm
árum liönum og getur það staðist,
en siðan hurfu þau og hafa vafa-
laust verið drepin. Arið 1790 var
skýrt frá að dýr þau sem sleppt
hafði verið á Vaðlaheiði 1783,
væru þegar orðin á að giska 3-400,
og mun það nærri sanni, miðað
við upprunalegan fjölda, affalla-
laust. Leyfði stjórnin þá að skjóta
mætti 20 hreindýr á ári i Eyja-
fjarðarsýslu i þrjú ár, en þó mátti
engin einstakur maður skjóta eða
veiða meira en eitt dýr á ári, i
októbermánuði, og aðeins karl-
dýr.”
Þannig segist Helga Valtýs-
syni. Dýrunum hélt áfram að
fjölga, en jafnframt fóru að heyr-
ast kveinstafir frá bændum um að
þau færu illa með bithaga. Er þá
smámsaman slakað á ákvæðum
um veiði dýranna og loks áriö
1849 er hún gefin alveg frjáls.
Fækkaði dýrunum eftir það, svo
mjög að tæpri öld seinna, 1939,
leiddi könnun i ljós að hreindýr á
Islandi voru ekki nema um eitt
hundrað talsins. Aður höfðu þó
verið sett upp strangari veiði-
heimildir, og dýrin jafnvel lýst
friðhelg i stutta tima i senn.
Eftir 1940 hefur siðan verið haft
eftirlit með dýrunum og þeim
fjölgað. Þau hafa þó ekki sést
annarsstaðar en á Austurlandi
siðan um eða uppúr 1930.
—GA
MAZDA
enda
Bílaborg hf býður þjónustu þelm, sem
hyggjast selja notaðar Mazda bifreiðar.
LAGFÆRÍNGAR — ÁBYRGÐ
Allar notaðar Mazda bifreiðar, sem teknar
eru til sölu í sýningarsal okkar, eru yfirfarnar
gaumgæfilega á verkstæði okkar, og eru lag-
færingar gerðar, ef þurfa þykir. Ábyrgðarskír-
teini sem staðfestir það að bifreiðin sé í full-
komnu lagi, er síðan gefið út gegn vægu gjaldi.
TRYGGING
Seljandi veit, að bifreið hans er í góðu
ástandi, þegar hún er seld. Bilaborg hf veitir
kaupanda 3—6 mánaða ábyrgð og setjandi er
tryggður fyrir hugsanlegum bótakröfum, ef
leyndir gallar, sem honum var ekki kunnugt um
finnast í bifreiðinni.
MAZDA EIGENDUR!
Ef þið eruð í söluhugleiðingum, þá komið
með bílinn til okkar. Enginn býður Mazda
þjónustu og öryggi nema við.
SMIDSHÖFDA 23 símar. 812 64 og 81299
Auglýsið í Vísi
^— Komduþámeð
hann til okkar inn á gólf. —
Það kostar þigekki neittað hafa hann,
þarsem hann selst. —
Tounus 17m '67 VW 1300 71
Cortina '68 Escort '68
Land-Rover Willys V-8
0G HANN SELST
Þvítil okkar liggur straumur kaupenáa
Opið kl. 9-7, einnigá laugardögum
*
Sýningahöllinni við Bíidshöfða. Símar 81199 og 81410