Vísir - 23.09.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 23.09.1978, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 23. september 1978 VISIR íslendingar í Teheran þegar átökin voru mest Eins og kunnugt er af fréttum hefur mikill órói verið í iran undanfarna mánuði, sem á rætur sinar að rekja til viðleitni keisarans til að færa þjóöina i átt til vest- rænna lifnaðarhátta. Þetta hefur vakið mikla andstöðu trúarleiðtoga múhameðstrúarmanna gegn þessari fyrirætlun keisarans og háværar kröfur stjórnmálaf lokkanna um breytingar á stjórnarfarinu i frjálsræðisátt, en keisar- inn hefur verið einvaldur um árabil. Hámarki náðu þessi átök i kringum föst- una, Ramadan mánuðinn, sem er helgasta trúarhátið múhameðstrúarmanna. Visir ræddi við þrjár íslenskar konur, sem staddar voru i Teheran i byrjun september og bað þær að bregða upp mynd af ástandinu eins og þær skynjuðu það. ,,Daginn eftir aO Ramadan-mánuöinum lauk, safnaöist fólk saman i hópum I hinum ýmsu bæjarhlutum til aö fagna þvi aö fastan væri liöin. En stjórnarandstööuflokkarnir sameinuöust þessum hópum og lögöu til alls konar boröa og spjöld meö slagoröum. Og eiginlega án þess aö hafa ætlaö sérþaö var fariö aö ganga undir þessum mótmælaspjöldum og slagoröum. Straumurinn beind- ist út úr hverfunum og I átt aö óhemju stóru torgi þar sem reist var minnismerki fyrir fáeinum árum i tilefni 2500 ára afmælis transrikis. Innan skamms var gífurlegur mannfjöldi saman- kominn á torginu, mannhafiö var hreint ótrúiegt. Þetta fór nokkuö friösamlega fram. Haldnar voru ræöur, en sam- koman leystist upp meö þvf aö táragasi var beitt og skriödrek- ar komu á vettvang. Sama kvöld var sett á dtgöngubann og herlög gengu I gildi”. Þaö er Björg Einarsdóttir : sem segir frá, en hún er ný- j komin heim frá Teheran, þar : sem húnásamt El&eMie Ein- ! arsdóttur, sat stjórnarfund Alþjóöasamtaka kvenréttinda- félaga, IAW.sem hafa jafnrétti kynjanna á stefnuskrá sinni. i Samtökin. voru stofnuö i Bandarikjunum áriö 1902 og formlega i Þýskalandi 1904. Aöildarlönd eru um þaö bil 70, þar á meðal Island. A fundi samtakanna sem haldinn var i Kaupmannahöfn áriö 1906, var Briet Bjarnhéöinsdóttir áheyrnarfulltrúi. Þar var eindregiö skoraö á hana aö stofna samtök á Islandi sem heföi þau markmiö aö þaö gæti átt aöild aö þessum samtökum. Hún varö við þessum áskorun- um og stofnaöi Kvenréttinda- félag Islands i janúar 1907 og hefur þaö veriö aöildarfélag Alþjóöasamtakanna siöan. Kjörorö samtakanna hefur frá upphafi veriö, „Jafnar skyldur, jafn réttur”. Þegar þau voru stofnuö höföu konur hvergi kosningarétt. Konur með blæju Björg var spurö hver heföu veriö fyrstu áhrif sem hún varð fyrir þegar hún kom til Iran. „Viöast hvar i heiminum eru flughafnir svipaöar, en þó eru alltaf einhver sérkenni sem gefa visbendingu um hvar maður er staddur”. sagöi Björg „Þaö sem vakti einkum undrun mina þegar ég kom á flugvöllinn i Teheran, var hversu lltill austurlenskur blær var rikjandi þar. Ég haföi átt von á aö sjá þess einhver merki aö ég var stödd á framandi menningar- svæöi. Við komum til landsins mánu- daginn 4. september sem var siöasti dagur föstunnar, Ramadan mánaðarins. Þaö sem gaf visbendingu um aö eitthvaö væri á seyöi þarna á flugvellinum, var mikiö af borgaralega klæddum mönnum sem virtust ekki vera aö gera neitt sérstakt annaö en fylgjast meö þeim sem komu til lands- ins. Maöur fékk á tilfinninguna aö þeir væru þarna i varúöar- skyni. Eins voru þarna konur sem voru sveipaöar blæju frá hvirfli tililjaog kom þaönokkuö á óvart þar sem þær ættu fræöilega séö aö vera búnar aö kasta blæjunni. Við fengum þá skýringu hjá gestgjafa okkar, sem sótti okkur á flugvöllinn aö fyrir þessu gætu veriö tvær ástæöur. Annaö hvort sú, að þessar konur væru úr strang- trúuöum ihaldssömum fjölskyld um þar sem haldiö er fast viö . þennan siö, eöa þetta væri vott- ur þess aöþærheföu hafti heiöri þann siöaö neytaekki matar frá sólarlagi til sólarlags á föstunni. Þaö er algengt aö konur beri blæju þennan tima til merkis um þetta”. Með brugðna byssustingi „Þegar við ókum frá flugvell- inum var ekkert sem gaf til kynna aö óeiröir væru á þessu svæöi. Aö visu var mikil umferð og mjög mikiö af fólki á ferli, en þar sem við vissum ekkert maöur sig smám saman á ástandinu. Þyrlur flugu stööugt og skipulega yfir borginni allan daginn og voru fréttamyndirnar bersýnilega teknar úr þeim. Þær voru i lit og var mjög áhrifamikiö aö fylgjast meö þessu frá degi til dags. Þarna sáust húsbrunar, brennandi bil- ar á götum oghópar manna sem dreift var meö táragasi eða öör- um aöferðum. Þetta gaf ljósa mynd af þvi sem var að gerast og ég held aö þessar frétta- myndir hafi öörum þræöi haft þann tilgang aö hræöa fólk. Lestrardagur A miövikudaginn fórum viö i áheyrn hjá keisaraynjunni en hún er verndari samtakanna i tran. Þann dag var sett á út- göngubann. A leiðinni þangaö, en þaö er um það bil hálftima akstur, fundum við glöggt þá spennu sem allsstaöar rikti. I Björg Einarsdóttir heilsar keisaraynjunni. Þetta eru heimspóli- ilSK Cí ■1OK — sagði Björg Einarsdóttir eftir ferðina til íran hvernig eðlilegt ástand væri þarna höföum viö enga viðmiö- un. Okkur var auövitaö kunnugt um þaö af fréttum áöur en viö fórum aö ástandiö væri ótryggt, og hættu margir viö aö fara á fundinn af þeim sökum og var hann þvi fámennari en ella. Næsta morgun var formleg opnun fundarins i húsakynnum forsætisráöherraembættisins i miöborginni. Á leiðinni þangaö sá maður þess glögg merki að óeölilegt ástand rikti. Skriö- drekar voru viða á götuhornum og hermenn standandi i vig- stööu meö fingur á gikkjum og brugöna byssustingi. Bilum var lagt i samfelldum rööum meö- fram vegarbrúnum og menn stóöu á gangstéttunum i hnapp og aö þvi er virtist tvístigandi og biöandi eftir einhverju. Fyrir okkur var þetta eins og fólkinu væri haldiö i skefjum með ógn- unum”. — Urðuö þið vitni aö einhverj- um átökum? „Nei, en viö sáum daglega fréttir i sjónvarpinu meöan viö dvöldum þarna og þá áttaði ööru hverju tré héngu borðar meö áletrunum og i þessu spennuástandi gáfum viö okkur þaö, að þetta væru áróöursborð- ar. Siöar um daginn komumst viö aö þvi aö þennan dag var al- þjóölegur lestrardagur, nokkuö sem við Islendingar af eðlileg- um ástæöum erum ekki aðilar aö. Aletranirnar á boröunum voru hvatning til almennings um aö læra aö lesaog ábending- ar um aö lestrarkunnátta væri lykill aö umheiminum. Umferðin þarna er glæfraleg, mikið af einkabilum og hávaö- inn óskaplegur þvi menn flauta mikið og viröast nánast tala saman meö flautunum. Það var þvi undarlegt að upplifa þá kyrrö sem lagöist yfir borgina eftir aö útgöngubanniö var sett á'/ — Hvernig fannst þér keisara- ynjan „Hún var mjög látlaus og fág- uö i framkomu. Virtist hún vera vel heima i hinum ólikustu mál- efnum. Hún ræddi um stööu kvenna og mikilvægi menntun- ar. Fyrsta stigiö væri aö konur yröu læsar, á hvaða aldri sem þær væru, en svo mættu menn ekki blekkja sig á þvi aö þaö aö kona væri læs þýddi, að hún væri menntuð. Það yröi aö kc-nnahenni aö nota þessa þekk- ingu. Og þótt kona væri mennt- uð þyrfti þaö ekki aö þýöa þaö aö hún hyrfi af heim ilinu, heldur kæmi þaö sem hún bætti viö sig af menntun.öllum á heim ilinu til góöa þvi hún heföi þá.af meiru aö miöla. En það er mi’kið notað sem röksemd gegn menntun kvenna, aö þá hverfi þær út af heimilunum og heimilin leysist upp”. — Fannst þér þú verða vör við viðhorf til þessara átaka i hópi þess fólks sem þú hittir? „Eins ogfyrr sagöi voru mikl- ar mótmælagöngur þennan dag. Sjónarvottar voru ekki á eitt . sáttir um hver heföi notað hvern, foringjar hinna þriggja stjórnarandstööuflokka sem mest láta kveöaaö sér i landinu, eöa trúarleiðtogar Múhameös- trúarmanna. Þó þeir hafi ólik markmiö, viröast þeir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, það er aö segja andstööu við stjórn keisarans. óðaverðbólga Þegar Mossadeq var steypt af stóli 1963, tók núverandi keisari viö völdum i landinu, enda þótt hannhafi tekið viö keisaradæm- iu 22ja ára, þá á striöstfmum. Hann hófst þá handa viö aö breyta þessu aldagamla rótgróna múhameöstrúarsam- félagi i nútima iönvætt þjóðfélag. I krafti oliuauösins og með tilstyrk hersins var hafist handa um endurbætur á öllum sviðum og þaö sem fyrst og fremst vekur athygli gestsins eru hinar ótrúlegu framkvæmd- ir, byggingar,vegalagningar og verksmiðjur. En i kjölfar þessarar hröðu uppbyggingar hefur komið óða- veröbólga og gegndarlaus dýrtiö og svo viröist sem þjóöin hafi ekki verið undir þessa snöggu breytingu búin. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni og fólkhafnar þviaötaka uppvest- ræna lifnaðarhætti, en vill fá að kynnast siðum annarra þjóöa og velja úr þeim þaö sem þaö getur fellt sig viöog það vill fá tima til að aölaga sig þvi. Trúarleiðtogar veita viönám, þvi þeim finnst aö þau þjóölegu verðmæti sem þeir meta mikils séu að fara forgörðum. A sama hátt og forystumenn . þeirra stjórnarandstööuflokka sem hafa sig mest i frammi gera kröfu um lýðræðislegri stjórnarhætti. Segja má að keisarinn sem hefur rikt einvaldur i 15 ár hafi slakað á við báða þessa aöila og gefiö fyrirheit um almennar kosningar á næsta ári. Samhiiöa þessumá ljóst vera að i landinu eiga sér stað heimspóliti'sk átök og þarf ekki annað en lita á legu landsins og hverjir eru næstu nágrannar og jafnframt skyggnast örlitiö til baka til fortiðarinnar, til aö átta sig á þvi. Á þvi er enginn vafi aö ein orsök i þeim óróa sem þarna brýst út og virðist mega rekja til trúarleiötoganna, er afturkast öldu sem hefur fariö of hratt” sagöi Björg Einarsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.