Vísir - 23.09.1978, Qupperneq 8
l.augardagur 23. september 1978 visra
8
FJOGUR-EITT ORDAÞRAUT
Þrautin er fólgin i
þvi aö breyta þessum
(jórum oröum i eitt og
sama oröiö á þann hátt
aö skipta þrivegis um
einn staf hverju sinni i
hverju orði. i neöstu
reitunum renna þessi
f jögur orö þannig sam-
an í eitt. Alltaf veröur
aö koma fram rétt
myndaö islenskt orö og
aö sjálfsögöu má þaö
finna á bls. 20.
Nú reyndi Tarsan aft forfta vift miklum vofta meft þvl aft
skera á kaftlana._____________________________________________
Um leift
fíllinn
aft hann
• frjáls,
ætlafti
aft æfta af
staft,en
rakst þá á
einn
fílinn.
Hann var stór og feitur °g
haffti f jórar tennur I hnefanum
STJÖRNUSPÁ
MAÐUR I VOGARMERKINU
Maður i vogarmerkinu kann ráö við öllum þínum
vandamálum og svör viö öllum þínum spurningum.
Hann getur oröið mjög geöstirður og sá vani hans aö
láta skynsemina ráöa öllu. lika i sambandi viö ásta-
mál. getur gert þá sem umgangast hann alveg vit-
lausa. En hafir þú einu sinni komist í kynni viö
töfra hans ert þú gengin i gildru. Maður í vogar-
merkinu missir ekki áhugann á hinu kyninu fyrr en
hann er orðinn níræður. Áhuginn þarf þó ekki aö
vera annaö en visindalegur. sé hann hamingjusam-
lega giftur.
Vogarmaðurinn á mjög erfitt með að taka
ákvarðanir. Hafi hann tekið einhverja ákvöröun má
alveg eins búast við því að hann skipti um skoðun án
nokkurrar viðvörunar. gruni hann að hann sé aö
gera einhverja vitleysu.
Þú getur aukið aðdráttar-
af I þitt á margan hátt, ef'
þú leggur þig fram. Leit-
aðu nýs félagsskapar og
viðburða. Kvöldið getur
orðið mjög spennandi.
Þér óar við að eyða helg-
inni á venjubundinn hátt.
Þig kynni að langa til að
hitta spennandi og
óvenjulegt fólk. Ástin
blómstrar í kvöld.
Nautift,
21. april — 21. mai:
Hafðu trú á að úr per-
sónulegum vandamálum
leysist en hugsaðu um
það á skynsamlegum
grundvelli. Eitthvað sem
þú tekur þér fyrir hendur
eykur hróður þinn og vel-
gengni.
fc, 'Æk Tviburarnir.
22. maí — 21. júni:
Það má búast við að þú
farir á skemmtistað eða í
smáveislu að venju. Lik
börn leika best, og því
ættir þú að leita þér fé-
lagsskapar annars stað-
ar.
Liklegt er að vinsældir
þínar aukist. Þú skalt
umgangast fólk sem þér
fellur og þú berð virðingu
fyrir. Það gæti auk þess
orðið þér til stuðnings.
Ljónift,
24. júli — 23. ágúst:
Víkkaðu sjóndeildarhring
þinn með því að fara eins
langt frá daglegu og
mögulegt er. Farðu eftir
hugdettu, sem þú færð að
morgni þess dags.
Meyjan.
24. ágúst — 23. sept
Reyndu að ná sambandi
við áhrifamann á því
sviði sem áhyggjur þínar
eru sprottnar. Þú hefur-
mikil not af gömlum hlut.
Hin sígldi þríhyrningur
eða deilur gætu komist
upp á milli elskenda.
Reyndu að halda rósemi
þinni. Sýndu i sveigjan-
leika ef nauðsynlegt
reynist.
Ef þú fylgir hugboði, sem
þú færð fyrri hluta dags,
gæti dagurinn orðið hinn
ánægjulegasti. Sættu þig
aðeins við það, sem þér
þykir sanngjarnt.
Steingeitin,
22. des. — 20. jan.:
Beittu allri þinni orku og
áhrifum í þágu um-
hverfismála. Þú ættir að
styðja þá, sem hafa
stjórnina á höndum eða
taka forustuna sjálf(ur).
Vatnsberinn,
21. jan. —' 19. feb :
Þetta er heppilegur dagur
til ferðalaga eða til að
afla sér fróðleiksmola.
Þú tekur framförum, þó
hægt gangi, sama hvað þú
fæst við.
Fiskarnir,
20. feb. — 20. mars:
Þú ert trausts verður.
Gerðu vini þínum greiða
á f járhagssviðinu. Það
efast enginn um heiðar-
leika þinn eða einlægni,
svo þú skalt óhrædd(ur)
segja álit þitt.