Vísir - 23.09.1978, Qupperneq 13
13
VISIR Laugardagur 23. scptember 1978
sögðu þœr Kristin Bjarnadóttir
og Ragnheiður Jóelsdóttir
„Það var léttir að
útgðngubanninu"
„Gestgjafar okkar sem hafa
verið aö undirbiia þetta þing i
þrjú ár og hafa lagt i þaö mikla
vinnu voru afar leiöir yfir þessu
og fólkiö var einstaklega elsku-
legt og gott stolt af slnu landi og
vildi vera gestrisið.
Eina heimsóknin sem ekki
var felld niður var í höfuö-
stöðvar irönsku skátanna sem
erui'mjögglæsilegu húsnæöi og
var okkur boðiö aö boröa þar.
Þaðan var haldiö á útivistar-
svæöi sem er rétt utan viö
Teheran. Þetta er stórkostlegt
svæði sem komst i eigu rikisins
árið 1925 og hefur veriö ræktaö
úr tveim hekturum upp i ellefu
og lögö i þetta gifurleg vinna.
Þarna er tjaldstæöi, iþróttavöll-
ur, jafnvel útileikhús og auk
þess fullkomin heilsugæslustöð
meö læknum tannlæknum og
röntgenþjónustu. Þessa þjón-
ustu geta allir sem eru á
svæöinu fengið fyrir gjald sem
svarar til 800 króna i islenskum
peningum.
Hatíðisdagur
— Nú hljóta margar af þess-
um konum sem sóttu ráöstefn-
una að vera múhameðstrúar.
Kom það ekkert fram i störfum
þingsins?
„Eins og áður sagði er bæöi
staður og timi ráöstefnunnar
ákveðinn meö þriggja ára fyrir-
vara. Eftir á aö hyggja finnst
okkur satt aö segja undarleg
timasetning á þessum fundi þar
sem ljóst var aö hann mundi
bera upp á tima sem er
múhameðstrúarfólki mjög
helgur. Fulltrúar frá nokkrum
múhameðstrúarlöndum komu
heldur ekki fyrr en Ramadan
mánuðurinn var liðinn. Siöasta
dag föstunnarsem er mjög mik-
ill hátiöisdagur fyrir þetta fólk
voru störf ráðstef nunnar trufluö
vegna þessa. Þaö átti aö ganga
frá ýmsum málum þennan dag
en þær konur sem voru
múhameöstrúar vildu vera
lausar við aö sinna fundarstörf-
um.
— Ræddu irönsku fuiltrúarnir
ekkert við ykkur um ástandið i
landinu?
„Það var mjög litið. Þetta
viröist allt vera afar viðkvæmt
mál. En ein vel menntuð kona
sagöi okkur aö stjórnmála-
þroski fólks væri að komast á
það stig,aö þaö vildi hafa meira
aö segja. Keisarinn virtist á
ýmsan hátt koma til móts við
trúarleiðtogana og kynni það aö
koma niður áréttindum kvenna.
Til dæmis hefði hann sett upp
ráðuneyti til að vernda og
styrkja stöðu kvenna sem væri
nú búið að leggja niður. Einnig
hefði ein irönsk kona verið
kominn inn á þing, en nú væri
búið að ýta henni þaðan út aftur.
— Hvernig fannst ykkur
Teheran?
,,Þvi miður sáum við ekki
mikið af borginni, en það sem
við sáum fannst okkur litið að-
laðandi, allt fullt af stórum
ibúðarblokkum og ekkert sem
bar austrænt yfirbragð. Að visu
komumst við aldrei i suðurhluta
borgarinnar þar sem moskurn-
ar og basararnir eru. þvi okkur
var eindregið ráðlagt að fara
ekki þangað.
„Miklar varúðarráðstafanir
voru gerðar þegar von var á
keisaraynjunni. Veskið mitt var
fjarlægt með öllum skilrikjum,
þvi ég hafði lagt það frá mér og
gengið eitthvað til hliðar. Slikt
er mjög grunsamlegt og gæti
bent til þess að sprengja væri I
þvi eða eitthvað þessháttar.
Enda héldu konur frá öðrum
löndum alltaf fast um veskin
sin” sagði Kristin Bjarnadóttir
en hún var á Alheimsráðstefnu
kvenskáta í Teheran dagana
1.-12. september siðastliðinn
ásamt Ragnheiði Jósúadóttur.
„Ráðstefnan sem slik
heppnaðist vel’,’ sagði Ragn-
heiður. „Að visu truflaði undir-
búningur fyrir heimsókn
keisaraynjunnar nokkuö
starfið, þvi það var tveggja
daga stapp og mátti enginn
koma inn i ráðstefnusalinn þann
tima til að tryggt væri að engum
ófögnuði yrði komið þar fyrir.
Keisaraynjan, Farah Diba er
verndari samtakanna i Iran og
ávarpaði hún ráðstefnuna og
talaði m.a. um ár barnsins sem
var eitt af málum þingsins. A
eftir gekk hún um og heilsaði
Öllum með handabandi og ræddi,
við þá.
Leiðindamál
Ástandiðótryggt
Stúlka sem var þarna með
okkur hafði unnið hjá BBC i
Teheran og hún sagði okkur að
fréttastofnanir héngju á blá-
þsrði i landinu þannig að ef þær
gæfu upp tölur um mannfall
sem þær teldu réttar, ættu þær á
hættu að þeim væri lokað.
— Var ekki farið i skoðunar-
ferðir um borgina, þannig að þið
yrðuð varar við ástandið?
„Nei, það voru allar
skoðunarferðir og heimsóknir
sem ráðgerðar höfðu verið i
leikhús, söfn og heimahús felld-
ar niður, vegna hins ótrygga
ástands,” sagði Ragnheiður.
Nokkrir evrópskir fulltrúar
höfðu safnað undirskriftum i
þeim tilgangi að biðja keisara-
ynjuna aö athuga mál konu. sem
situr i fangelsi i Iran. Amnesty
Intemational mun vera með
mál þessarar konu á dagskrá
hjá sér. Þær gátu nefnt málið
við drottninguna þegar hún
heilsaði þeim og benti hún þeim
á að þær gætu skrifað henni
gegnum kvenskátahreyfinguna.
Hins vegar var ^ienni stýrt
þannig eftir þetta að séð var til
þess að þær kæmu ekki til henn-
ar skjalinu.
Þetta varð hálfgert leiðinda-
mál á þinginu, þvi taka varð af-
stöðu til tillögu sem Bretar
lögðu fram þess efnis að þingið
vltti þetta atferli. Þeir drógu til-
löguna til baka en lögöu fram
þess i stað ályktun sem segir að
þess sé vænst að ekkert aðildar-
riki sem komi á ráðstefnu hjá
Alheimssamtökunum hegði sér
með þeim hætti að það geti sært
annað aðildarriki.
— Höfuðuð þið aðstöðu til að
fylgjast með fréttum?
„Nei, við bjuggum i ólympiu-
þorpi rétt fyrir utan Teheran
þar sem öll aðstaða til svona
ráðstefnuhalds er afar góð en
maður er hinsvegar mjög ein-
angraður,” sagði Kristin. „Við
heyrðum aldrei i útvarpi né sá-
um sjónvarpog einu blöðin sem
„Skátahreyfingin leggur
áherslu á siðræn verðmæti i
heimi, þar sem allt er afstætt
allt er leyfilegt, en ekkert
tryggt.”
viðsáum voruenskar útgáfur af
irönskum blöðum. Aö ööru leyti
urðum við að styðjast við sögu-
sagnir mestallan timann og það
skapar óþægilegt óvissuástand.
Þess vegna var það verulegur
léttir þegar loksins fréttist að
komið væriá útgöngubann og að
eitthvað hefði skeð.
„Tillagan var dregin til baka, en þess i stað lögð fram ályktun eins
og þú sérð þarna”...
...Og hún sagði okkur að
fréttastofnanir héngju á blá-
þræði i landinu
sendiráðinu sem var að senda
son sinn i skóla i Bretlandi átti
pantaöfar ákveðinn dag en fékk
upphringingu um að fluginu yrði
seinkað. Þegar hann kom á
flugvöllinn reyndust þetta vera
rangar upplýsingar og flugvél-
in var farin. Strákurinn komst
meðannasrjvél en þetta viröist
benda til þess aö mikil eftirsókn
sé eftir flugfarmiðum og talið
var aö miði sonarins hefði veriö
seldur á uppsprengdu verði.
„Þegar við komum á flugvöll-
inn viö brottförina var mikið af
fólki fyrir utan flugstöðina sem
fékk ekki að fara þar inn. Þar
ámeðal voruað visu einhverjir
sem voru þarna til aö kveðja, en
miklu fleiri virtust ekkieiga þar
neitt sérstakt erindi.
— Fannst ykkur ekki öryggi I
að vera á heimleið?
„Jú okkur létti mjög þegar
flugvélin fór i loftiö og i dag væri
okkur sama þótt við kæmum
aldrei aftur til Irans?
„En ég vil samt undirstrika,”
sagði Kristin” að þrátt fyrir
þessar truflanir tókst ráðstefn-
an sjálf með miklum ágætum og
við lukum við öll mál sem fyrir
þinginu lágu. Þár var meöal
annars f jallaö um hugmyndirn-
ar sem liggja aö baki skáta-
starfsins og ákveðið að bera
saman reynslnsameina átak og
starfa saman þannig að skáta-
starf geú veriö afl i þágu þróun-
ar fólks og samfélags. Starfið
beinist þess vegna að þróun ein-
staklingsins. Skátahreyfingin
leggur áherslu á siðræn verð-
mæti i heimýþar sem allt er af-
stætt allt er leyfilegt en ekkert
tryggt.
Hreyfingin tók virkan þátt 1
kvennaárinu 1975 enda er Kven-
skátahreyfingin i sjálfri sér
þáttur i f ramfarabaráttu
kvenna. Þarerekki áttviðsam-
keppni við karlmenn heldur viö-
leitni kvenna og karlmanna til
aðhalda mannlegri reisn. Hvert
svo sem hlutverk konunnar er i
samfélaginu, ber að meta hana
fyrir það sem hún er. Konan er
þvi hvött til að taka á sig ábyrgð
svo að hún geti fundið sér réttan
sesS i lifinu”, sagöi Kristin
Bjarnadóttir.
Hér sést Ragnheiður Jóelsdóttir heilsa upp á keisaraynjuna.
En okkurvirtist mikið um það
að fólk væri aö revna að komast
úr landi. Starfsmaður i breska
Texti: Jónína Mickaelsdóttir
Súðarvogi 7. Sími 86940, 71118