Vísir - 23.09.1978, Síða 15

Vísir - 23.09.1978, Síða 15
m___ VISIR Laugardagur 23. september 1978 Téxti: Gunnar V. Andrésson og Guðjón Arngrímsson Læðst að vænni hreindýrahjörö. Erfitt var aö komast I gott færi, vegna þess aö land var slétt og erfitt aö dyljast Stór hópur. Lagst var til aðgerðar eins og skot, dýrin hálsskorin og innyflum velt úr. Skrokkarnir voru siðan settir uppá bflþak, og eftirförinni haldið áfram. Fariö var ofan i Vesturdal og inn með Hvanndalsstaðafjöllum og uppá fjöllin aftur nokkuð innar. Alitið var að dýrin heföu haldiö eftir fjöllunum. Þegar viö svo komum uppá fjöllin og kiktum svæðið hinum megin sáum við glytta á stærðar hóp, um þaö bil 150 dýr, rétt utan viö Sauðð i um 2 kilómetra fjarlægö. Var þá frekari eftir- grennslan eftir þeim dýrum sem viö sáum fyrst hætt og hugað nánar að þessum. Óli, bóndinn á Merki, haföi á orði þegar hann kikti á þennan hóp aö þarna væru Kringils- árranadýr komin i skotfæri, og að mikið væri af stórum törfum i hópnum. Þeir eru orðnir fáséöir, þar sem skyttur leitast við að ná stærri dýrunum vegna fallþungans. Þegar við ókum i átt til dýra- hópsins varð á vegi okkar hrein- kálfur. Hann var felldur, og gert að honum og hann tekinn með. Falleg dýr. Siðan var haldið rétt utar, bilunum lagt og skriðiö i skot- færi. Skotiö var af 2 til 300 metra færi og féllu tveir tarfar, um hundrað kiló á búkinn hvor um sig. Upplýsti Óli að svo falleg dýr hefði hann varla séö siöan veiöar voru leyfðar á ný. Dýrin flegin f fjárhúsinu f Merki. LOSTÆTf SOTT TIL FJALLA Vísir slcest í för með hreindýraveiði mönnum inn á Jökuldalsheiði Gert var aö törfunum, þeir settir á bilana og*eftirför haldið áfram. Dýrahópurinn fór ekki langt. Eins og Óli hafði bent á hafa dýrin sennilega verið nýkomin úr griðastaðnum i Kringilsárrana og þau þvi lítt vör um sig. Þegar hinsvegar búið er aö skjóta nokkrum sinnum á hjaröirnar eru þær mun varari um sig. Menn komu sér aftur i skot- færi á sama hátt og fyrr, meö þvi aö skriöa aftur i skotfæri á sama hátt og fyrr, meö þvi að skriöa á fjórum fótum, og nú féllu fjögur dýr. Degi var fariö að halla, klukkan orðin um sex, svo ekki var skotiö meira þann daginn. Hér hafði dýr særst eins og hætt er viö, þegar færin eru löng þó fyllstu varúðarsé gætt.og þviskjótt brugðiö viö og það aflifað. Óii bóndiog dóttir hans Liija, sem slóst I förina, hella blóði úr kviðarholi hreinkálfs, eftir að búið var að velta innan úr honum. Myndir: Ounnar V. Andréssen

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.