Vísir


Vísir - 14.10.1978, Qupperneq 3

Vísir - 14.10.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 14. október 1978 3 Shellstöðinni v/Miklubraut. greiði Félögin greiði 59% og einstaklingar 41% Rikisstjórnin hafði reiknað með 3.260 milljarði i tekjuaukningu með þessum hætti en heildar- álagningin mun verða 3.732 milljarðar. Einstaklingar sem fá tekjuskattsauka og eru með yfir 3,7 milljónir i nettó tekjur, eru þvi 6741 talsins. Eignaskattsaukinn er nánast eins og spáð hafði verið, enda auðveldast að reikna hann út. Gert var ráð fyrir 1.38 milljarði en álagningin verður 1,37. Hátekjuskattur á.einstaklinga sem eru ekki i rekstri var áætlað- ur 380 milljónir en reyndist tæp- lega 414 milljónir. Sérstakur skattur á félög og einstaklinga verður 1.9 milljarðar en hafði verið reiknað með einum og hálf- um milljarði. Sundurliðuð verður álagningin með þessum hætti: Félög: Eignaskattur samkvæmt 8. grein, bráðabirgðalaganna, 922,8 milljónir Fjöldi aðila sem greiðir hann, 3517. Sérstakur skattur samkvæmt 10. grein á félög 1. milljarður, 273,6 milljónir. Greiðsluaðilar, 3361. Samtals nemur þessi eigna- álagning á félögin 2 milljörðum og 196,5 milljónum, sem er 59% af heildarálagningunni. Einstaklingar: Eignaskatts- auki eftir 8. grein, 449 milljónir, greiðsluaðilar, 13,647. Sérstakur skattur samkvæmt 10. grein laganna, 672, 8 milljónir, aðilar, 9757. Sérstakur tekjuskattur samkvæmt 9. grein, 413,8 millj. aðilar, 6741. Samtals gerir þetta á einstaklinga, 1. milljarð 535,8 milljónir, sem er um það bil 41% af heildarálagningu. „Við vitum ekki hvað þetta leggst á marga einstaklinga” sagði Ævar Isberg, vararikis- skattstjóri i samtali við Visi. ,,Ég hef ekki kannað hve margir fá alla skattana og hverjir eru bara með sérstaka skatta. Eigna- skattsaukinn er hjá 13.647 einstaklingum, en við vitum ekkert hverjir af þeim fengu 9. eða 10. greinina. Menn geta verið með hvern skatt útaf fyrir sig, svo við vitum ekkert hvað þetta i raun og veru leggst á marga aðila þegar tillit er tekið til allra skatttegundanna það er ekki hægt að leggja saman til að fá út hve margir einstaklingar þetta eru, þvi þessir 13.647 hafa allir fengið eignaskatt, en það er ekki þar með sagt að þeir hafi fengið hina skattana. Hvernig þetta skiptist innbyrðis vitum við þvi ekki, svo það gengur ekki að leggja þetta saman” sagöi Ævar Isber. —JM. HEFUR ÞÚ SMAKKAD fSfNN FRÁ RJÓMAÍSGERDINNI? Vestur-þýsku ITT litsjónvarpstcekin eru vönduð og vegleg eign. Þau eru gerð til að endast lengur Veljið varanlegt. ITT litsjónvarpstcekin sýna raunverulega liti, hafa fallegt útlit og eru vestur-þýsk tcekniframleiðsla sem vert er að veita athygli. Forsenda góðrar þjónustu er tceknikunnátta sem tceknimenn okkar scekja beint til framleiðanda. Brceðraborgarstíg 1 Sími 20080 (Gengið inn frá Vesturgötu) Komið og skoðið ITT Schaub-Lorens litsjónvarpstcekin hjá Gelli, Brceðraborgarstíg 1. Basar, Flóa og kökumarkaður Kvenfélagið Aldan heldur sinn árlega basar i Slysavarnar- félagshúsinu á Grandagaröi i dag kl. 14. Þær taka á móti munum á Basarinn til ki. 13 i dag. Stofnfundur JC í Garðabœ Fyrirhugaðer að stofna nýtt Junior Chamber félag i Garðabæ. Kynningar- og stofnfundur verður haldinn i Barnaskóla Garðabæjar i dag 14. október klukkan 14. 1 frétt frá undirbúnings- nefnd segir að JC sé fjöl- mennasta hreyfing ungra manna i heiminum i dag. Hreyfingin er .alþjóðleg og starfa i um 85 löndum með yfír hálfa milljón félagsmanna. Hérlendis eru um 900 JC félagar á aldrinum 18-40 ára i 23 félögum. -SG Pottablóm og Flóamarkaður 1 dag og á morgun heldur f járöflunarnefnd Junior Camber Vik flóa og potta- blómamarkað, i Volvo salnum að Suðurlandsbraut 16 kl. 2-5 báða dagana. A boðstólnum verður mikiö af eigulegum varningi t.d. nýjum fatnaði og leikföngum, og er ekkert dýrara en kr. 2.500-. Einnig mikið af potta- blómum á mjög hagstæöu verði. „Þetta er líklega ivið meira en áætlað var, en fer þó mjög nærri þeirri spá sem gerð var. Ég hugsa að skekkjan sé innan við tiu prósent” sagði Arni Kolbeinsson, fulltrúi i fjármála- ráðuneytinu þegar Visir ræddi við hann um viðbótarálagningu skatta sem nú liggur fyrir. SKATTAÁLÖGUR RÍKISSTJÓRNARINNAR:

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.