Vísir - 14.10.1978, Síða 4

Vísir - 14.10.1978, Síða 4
m Laugardagur 14. október 1978 VISIR Tryllt og tætt i takt viö dúndrandi diskó- mússik. Þau dansa ekki eftir neinni formúlu þessi, en urðu samt sigurvegarar i dans- keppniieinum sunnudagskvöldhitanum fyrir skömmu. Heiðar býst við mjög mörgum. Það verður vist ekki annað sagt, en það sé heilmikið stuð á ferðinni þegar þessi dæmigerða diskómúsik er á fullu og liprir dansarar renna i gegnum dans- ana eins og ekkert sé Það gerðu þau Heiðar, Edda Pálsdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir og Auður Haraldsdóttir fyrir okkur Helgarblaðsfólk einn morgun- inn. Dansarnir eru sjö talsins plús spor i jive, sem Travolta tekur lika. Þessir dansar virðast reyndar ægilega flóknir, svona i fyrsta sinn sem maður sér þá. En flottir. Og ef æðið gripur um sig hér — mikið svakalega verður þá gaman að fara að skoða hundruð af Jónum Tra- volta i diskóunum. —EA Mússikin á fullu og dansarnir lika. Þetta er nú svolitið „Tra voltalegt”. Eöa er þaöekki? úr myndinni”, segir Vilhjálmur Astráösson diskótekari i Klúbbnum. „Nú höfum við verið með þetta þrisvar sinnum, og það hefur tekist svo vel, að ég held að viö séum búnir að fá kjarnann af þvi fólki, sem virki- lega metur góöa diskótónlist, til að koma.” „Jú, ég er nokkurn veginn viss um að myndin „Saturday Night Fever” á eftir aö hafa þau áhrif hér heima, að fólk streymir meira inn á diskó- tekin. Að visu held ég að við Islendingar séu nokkuð lausir við öll þessi æöi sem gripa um sig úti. Þó gæti ég imyndað mér að myndin heföi einhver áhrif á klæðnað og dans, eftir að búið er að sýna hana i einhvern tima.” „Núna förum við til dæmis að spila lögin úr myndinni meira. Þau hafa veriö spiluð öðru hverju i langan tima, en það má gera ráð fyrir að þau verði mjög vinsæl aftur núna. Hvaða lag vinsælast? Ég hef spilað lagiö „Disco Inferno” lang mest. Ég held ég sé búinn aö vera að spila það i heilt ár.” „Ekki gamaldags lengur" Og nú þarf enginn að standa eins og þvara úti á gólfi þegar plötusnúðarnir skella „Satur- ileiöar og Edda Pálsdóttir I ein- um dansanna. dansskóla. Þeim finnst þetta ekki gamaldags lengur. Trav- olta gerir þetta i myndinni. Travolta dansar þar reyndar sérlega vel.” ,/Jónar Travolta" „Hundraö-vatta bláu augun" Nú er diskóæðið i allri sinni dýrð i Háskólabiói. „Saturday Night Fever”. Sem lagöi beina, greiða braut sem ekki sést fyrir endann á, fyrir John Travolta. Sæta strákinn með „hundrað- vatta bláu augun” sem dansar eins og hann hafi aldrei gert annað um ævina. „Saturday Night Fever” sem geröi diskó- maniuna að hreinu brjálæði og tókst að gera strákana i Bee Gees að súperstjörnum. Þaö mun vist vera i annað — eða þriöja — skipti á þeirra ferli. í Ameriku fóru allir strákar sem vildu vera töff, i hvit föt og svartar skyrtur. Og svo var tryllt og tætt á diskógólfunum. A tslandi finnst stelpunum Jón Travolta voða sætur. En strák- arnir eru ekki enn farnir aö fara i hvit föt. Og kannski gera þeir það alls ekki. En að minnsta kosti eru sumir farnir að bregða fyrir sig alls kyns „smart” hreyfingum i dansinum hérna heima. t það minnsta i „sunnu- dagskvöldshita” i Klúbbnum. „Streymir inn á diskótek- in" „Ég fékk liugmyndina beint „Þær" eru ekki lengur draumadisir. „Þær" halda jú vitaskuld áfram að birtast í Ijúfum draumum karIpeningsins — og veruleika. Vel á minnst— rétt eins og þeir i þeirra draumum. En það er kannski betra að hafa þaö á hreinu, að þær heita „diskó- dísir". Lónli Blú Bojs riðu á vaðið hér heima, með „fögru, litlu diskódísinni". Og færðu þar með þá staðreynd heim i hlaðið, sem verið hefur lýðum Ijós i diskóveröldinni allt i kringum okkur. Diskó—diskó—diskó. Þaösnýst jú allt um diskó. Strákurinn sem afgreiðir bensin allan daginn, alla vikuna í gegn, skartar sínu besta á föstudags-, laugardags- eða sunnudagskvöldum. I diskóteki að sjálfsögðu. Og draumar hans rætast. Og stelpan sem pælir i tölum og meiri tölum. A skrifstofunni eða i bankanum, — frá klukkan niutil- fimm. I tugþúsundafötin, blæsíhárið, málar sig og hristir sig svo í takt við Bee Gees. I diskóteki. Og draumarnir rætast. Dansar úr Saturday Night Fever hafa þegar verið kenndir á vegum Heiðars á Stokkseyri, Eyrarbakka, Húsavik og Hellis- sandi að einhverju leyti, en i Reykjavik fer námskeiðið af stað, þegar myndin hefur veiiö sýnd i stuttan tima. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir skella sér i þaö að læra dansana en day Night Fever — músikinni” á fóninn. Það á nefnilega aö kenna alla þessa dansa. Heiðar Astvaldsson hefur þegar auglýst námskeið i þessum dönsum, þar sem þeir verða eingöngu á dagskrá. Þriggja mánaða námskeið og nemendur mæta einu sinni i viku. „Þetta eru mjög skemmti- legir dansar”, segir Heiðar. „Fyrstu dansana lærði ég i Þýskalandi i vor, þar sem ég var staddur sem dómari. t sumar lærði ég svo dansana hjá enskum kennara. Það sýndi sig hjá kollegum minum enskum, sem höfðu sérstök námskeiö i þessum dönsum, að þau urðu mjög vinsæl. Það fylltist reyndarallt hjá þeim. Þetta var „kreis” eins og i Ameriku, og hefur verið þaö i sumar. Þvi var ákveðið að hafa sérstök nám- skeið hér heima.” Heiöarsagði reyndarað dans- kennarar væru alsælir með þau áhrif sem myndin hefur haft. „Nú fara þúsundir ungmenna i Myndir Gunnar V. Andrésson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.