Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 17

Vísir - 14.10.1978, Blaðsíða 17
VÍSIR Laugardagur 14. október 1978 a& koma hingaö og fer þvi þang- aö aftur. Svo er hin hliöin á þessu máli sú, aö svona stofnun veröur aö fá alltaf nýja menn meö nýjar hugmyndir. Þaö veitir visst aö- hald, þegar maöur veit fyrir- fram aö starfstiminn er aöeins fjögur ár. Ef maöur hefur hug- myndir sem maöur vill koma i framkvæmd, veröur þaö aö ger- ast á þessum tima. Þaö er ekki hægt aö búast viö aö næsti maö- ur geri þaö”. Tónlistarsafn — Hverju hefur þú helst viljaö koma i framkvæmd? ,,AÖ geta lánaö út norræna tónlist. Fyrir nokkrum árum var opnuð listlánadeild viö bókasafniö og reynslan áf henni hefur verið mjög góö. Nú höfum viö keypt og fengið að gjöf nótnabækur i þúsundatali og bækur um tónlist frá Norður- löndunum. Eins höfum viö kom- ið okkur upp allgóðu plötusafni meö margvislegri norrænni tón- list. Tónlistardeildin i bókasafn- inu er þvi komin vel i sjónmál”. Engirt trúboösstöð Er eitthvert sérstakt efni, | sem þú vilt að só tekiö iyrir i arinnar, aö menningin fer ekki sjálfkrafa á milli. Þess er til dæmis aö gæta, aö i Skandina- viu og Danmörku geta menn séö sjónvarpsútsendingar nágranna sinna, en hér er ekkert slikt fyrir hendi ennþá”. út i hött ,,Ég lit svo á aö það væri út i hött aö hafa norræn hús i höfuð- borgum hinna Norðurlandanna. Til þeirra borga koma skemmtikraftar nágrannaland- anna á eigin vegum, enda er markaöurinn stór. Þaö væri þá fremur ástæöa til aö hafa nor- ræn hús annars staöar i þessum löndum”. — Nú er starfstimi hvers for- stjóra Norræna hússins aöeins fjögur ár. Heldur þú aö þú kom- ir til með aö sakna þessa starfs þegar þú hverfur héöan eftir tvö ár? „Nei, þaö geri ég ekki. Það er skemmtilegt aö hafa svona starf i nokkur ár, en ekki alla ævina. Það er hressandi að kvnnast nýju fólki, eins og ég hef gert hérna, en það er nauðsynlegt að breyta tii. Eg fékk leyfi frá kennslustörfum mtnum við Kaupmannahafnarháskóia til Erik Sönderholm á heimili slnu I Norræna húsinu ásamt Traudi.og Inger dóttur þeirra. Visismyndir: fyrirlestrum i Norræna húsinu, öörum fremur? „Nei, ekki get ég sagt það. Norræna húsiö er engin trú- boösstöö. Viö viljum aöeins kynna sem flesta þætti nor- rænnar menningar fyrir íslend- ingum. Ég er ekki sammála öllu þvi sem fram kemur i fyrir- lestrum hér, en ef aöeins skoöun forstjórans ætti aö koma fram, þá yröi Norræna húsið eins og kirkja, þarsem presturinn segir sina meiningu, sunnudag eftir sunnudag. Hér eiga að koma fram hinar margvislegustu skoðanir, hvort sem þær eru frá hægri eða vinstri, eöa þá miöiunni. eins oe fyrirlestur Niels I. Meyer um „Uppreisn frá miðjunni”. Meirihluti efnisins hefur verið um menningarmál, en þjóðfé- lagslegt efni þarf alltaf aö vera þar innan um. Þegar boöiö er upp á slikt efni kemur allt annaö fólk hingaö. Þá kemur fólk sem vill ræöa málin og þorir þaö. Þegar menningarmál eru hins vegar til umræðu er fólk feimið. Það þekkir ef til vill ekki nægi- lega vel til bóka þess rithöfund- ar sem er aö fjalla um verk sin og þorir því ekki aö spyrja. En mér finnst ég þurfa aö hugsa mig vel um, þegar ég fæ hingað stjórnmálamenn. Ekki dugir að fá alltaf sömu skoöun- ina fram”. — Finnst þér aö eigi aö kynna hér fleiri þætti norrænnar menningar, svo sem tiskuna? „Það hefur veriö reynt að hafa hér tiskusýningu, en þá koma bissnessmennirnir og viö viljum helst halda öllum gróöa- sjónarmiðum utan Norræna hússins. Þaö er auövitaö ekki að öllu leyti hægt, þvi þegar til dæmis málari heldur hér sýn- ingu, þá stundar hann á vissan hátt viöskipti”. íslenskukunnátta nauð- synleg —' Þú talar mjög góöa is- lensku. Ekki hefur þú náö mál- inu svona vel á tveim árum? „Nei, það held ég væri erfitt. Eg var hér sendikennari I 7 ár, áður en ég hóf störf viö Kaup- mannahafnarháskóla. íslenskukunnáttan hefur komiö sér mjög vel fyrir mig i þessu starfi. Ég held að sá maö- ur sem vinnur hérna þurfi að geta gert sig að minnsta kosti skiljanlegan á islensku. Þó Is- j lendingar geti flestir skilið og ! talaö bæði dönsku, norsku og sænsku, léttir mönnum, þegar þeir heyra aö þeir geta talaö sitt móöurmál viö mig”. — Hvernig likar fjölskyldu þinni að búa hérna? „Mjög vel. Traudi, konan min, hefur búið á tslandi lengur en ég, þvi hún kom hingað fyrst ung stúlka i vist hjá Jóni Stefánssyni listmálara og siðar vann hún lengi á skrifstofu hér. Raunar hittumst viö hér á ts- landi. Sonur okkar er við nám i Kaupmannahöfn, en dóttir okk- ar, Inger, er i Menntaskólanum viö Hamrahliö. Dvölin hérna var erfið fyrir hana til að byrja með, þvi hún varö að vera i skóia án þess aö skilja orð og átti enga kunningja. Um tima var ég i vafa um aö þaö haföi verið rétt að koma hingaö. Þetta er svipaö vandamál og sendiráðs- starfsmenn þurfa aö fást viö. „Ekki þýöir aö fá alltaf sömu skoöunina fram” Eini munurinn er aö þetta starf er miklu skemmtilegra. En Ing- er læröi máliö furöu fljótt og gengur orðiö ágætlega. Of lítið — Hvernig finnst þér Norræna húsiö henta fyrir þá starfsemi sem þar fer fram? „Aö flestu leyti hentar þaö vel. En þaö er einn stór galli á húsinu: það er of litiö og ekki hægt aö stækka það. Bókasafniö er að sprengja allt utan af sér og fyrirlestrasalurinn er of litill. Ofter hann svo troðfullur, aö viö getum ekki komist þar inn. En ég verð að viöurkenna að stund- um koma þau kvöld, sem ég er guðsfeginn aö salurinn er ekki stærri. Þá hefur ekki tekist að vekja áhuga fólks á efninu af einhverjum orsökum, ég veit ekki af hverju”. Ný tónverk — Meö hvaða hætti ætliö þiö aö minnast 10 ára afmælis húss- ins? „Þaö veröa sérstakir há- tiöartónleikar i húsinu 21. októ- ber, þar sem frumflutt veröa verk norrænna tónskálda. öll verkin hafa verið samin sér- staklega fyrir þetta tækifæri. Þar á meöal veröur flutt verk Vagns Holmboe, sem hann samdi viö texta eftir Halldór Laxness. Þaö þótti vel viö hæfi, þar sem Halldór sat lengi i framkvæmdastjórn hússins. Hin verkin eru eftir Ake Her- manson, Ketil Sævend, Einar Englund, Erling Brene og Jón Nordal. Þá veröur haldin sýning i kjallaranum á norrænni gler- list. Danir, Norömenn, Sviar og Finnar munu senda hingaö þaö besta sem framleitt er úr gleri hjá þeim og sum stykkin eru aö- eins gerö i einu eintaki og eru sannkölluö listaverk. Þessi sýn- ing veröur einnig opnuö 21. október”. —SJ j.r—inn.-: ■ n .............. iii.m — i .....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.