Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1969, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 19. októbcr 1969. TIMINN 17 skipii'lag er sjúklingi, sem leit ar læknis, bíður lengi á stofu og hittir sto loks lækni, serm tæple-ga mé vera að því að tala við hann. Hvers vegna er svo komið með heimilislæknisþjónustu í Reykjavík? Til þess liggja trú lega margar orsakir og mætli ræða það mál endalaust. Þó er þrennt, sem mig langar til að minnast á í þessu sambandi. Framfarir á öllum sviðum Sj*«knlSfræí5innar sföustu ára- tugi hafa verið slíkar, að stór- breytinga hlýtur að vera þörf á öilum þáttum hennar, og ekki sízt fyrirkoimulagi hinnar almennu læknisþjónustu. A undanförnum árum og áratug um hefur óhemju fé verið var- ið til heilbrigðismála i Reykja- vík, byggður Borgarspítaii, stækkaður Landspítali, endur bættur Landakotsspítali, að- staða öll stórbætt á sjúkrahús- um, komið á stofn leitarstöðv um, byggt læknabús og áform aður er viðauki við hinar og þessar deildir spítalanna, og er ebki nema gott eitt um það að segja. Til íhinnar almennu læknisþjónustu í Reykjavík hefur hins vegax ekki verið varið grænum eyri og hagur hennar ekki bættur að neinu leyti. Heimilislæknisþjónustan er undirstaðau. Á síðustu árum hafa fjöl- margar þjóðir víðs vegar um heim reynt að gera sér grein fyrir stöðu og hlutverki hins almenna læknis. Þær hafa flestar ef ekki allar loomizt að sömu niðurstöðu, og er hún hin sama og niðurstaða læknis- þjánustunefndar Reykjavíkur- borgar eftir 2—3 ára atfaugun ifaér faeima og erlendis, sem sé. að iheimilislæknirinn væri og yrði um langa eða alla framtíð brjóstvöm heilbrigðisþjónust- nnoar. Við uppbyggingu henn- ar höif'um við jwí farið öfugt að. Við reistam faæðiaa, en gleymdium að steypa söikkul inn. Það er því ósanngjarnt og óraufahæft að gera nokkurn samanburð á læknisþjómustu á sjúkrafaúsuim og utan þeirra, favers vegna ligigur í auigum uppi. Fyrst þegar hin almenna læknigþjónusta ,er komin í við- unaudi horf, verður hægt að gera sér nokkxa grein fyrir þönf sjúkrarúma, svo eitthvað sé nefnt. Það er tómt mál að tala um að bæta heil- brigðisþjónustuna ef mikilvæg- asti þáttur hennar, heimilis læknisþjónustan, er látin af skiptalaus. Vaxandi sókn lækna inn á æ þrengri svið læknisfræðinn- ar er enn í vexti. Kostur sá og ávinningur að eiga að slíka menn er öllum ijós. þæði leik- um og lærðum. Það er því ekk- ert undrunarefni, þótt það sé útbreidd skoðun meðal al mennings og jafnvel meðal lækna sjálfra, að til þeirra starfa veijist aðeins fainir hæf- ustu, hinir verði bara læknar. Ef einfaver skyldi halda, að þörf sé annarra en beztu manna f almennar lækningar, þá er það misskilningur. Ég held hins vegar, að okkur al- mennum læknum, sé hollt að horfast í augu við þá staðreynd, að meðan sérfræðingar greikka sporið, förum við enn aðeins fetið, og það er kannski ekki nema TOn, því þó að við vitam hvert við ætlum að fara, er okkur ekki enn ljóst hvernig við megum bezt komast þang- að Sú hvatning, sem stúdent ar fá i námi, er öli í átt til sérhœfingar og kynnast þeir ekki vandamálum hins al menna læknis fyrr en í héruð- um. reiynslulausir og við iéiega aðstöðu og hefur faað vissulega neikvæð áfarif. Ég held, að oki ur hljóti ölihim að vera ljóst, hve knýjandi þörf er fyrir al-‘ rnenna lækna með haldgóða þekkingu og þjálfun í almennri læknisfræði. Ég held, að lækna mál eigi öðru fremur að mið- ast við að útskrifa sem bezta almenna lækna. Almennar lækningar þarf að hefja á ný til vegs og virðingar og ein leiðin til þess væri að kenna þær sem sérgrein innan lækn- isfræðinnar. Þá langar mig til að nefna þá lækna, sem hafa haft með höndum aimenna læknisþjón- ustu- í Reykjavík undanfarin ár. f febrúar 1966 voru um 51.600 samlagsnúmer i Reykja- vík. börn ekki meðtalin. Af þeim voru um 30 þúsund hjá hreinum heimilislæknum, 15 þús. og 600 í samlagi hjá sér- fræðingum, 6 þús. voru lækn- islausir. Á síðustu árum, eða á árunum fyrir og eftir 1360 voru áreiðanlega miklu fleiri í samlaigi bjá sérfræðingum en þeir hafa, sem kunnugt er, hætt hver af öðrum sem heim ilislæknar. Sem sagt, mikill hluti almennrar læknisþjón- ustu var og, er enn veittur af læknum, sem hafá fengið þjalf- un til allt annarra starfa. og því eðlilega haft lítinn áhuga á að breyta þessari þjónustu eða bæta hana. Enda kom á daginn, að þegar kjör sjúkra húslækna og annarra sérfræð- inga urðu slík, að við var un- andi. sögðu þeir upp störfum sem heimilislæknar bjá S.R., og það svo duglega, að jaðr aði við neyðarástand. Varð að hækka númerafjölcia úr 1750 upp í 2100, og varð það enn til að auka á það öngþveiti al- mennrar læknisþjónustu, sem þegar var orðið. Nóg um það. — Hvernig telur þú að bezt megi bæta læknisþjónustuna? Leiðin til að leysa vand- kvæði hinnar almennu læknis- þjónusta svo að vel fari held ég að sé aukið og nánara sem starf heimilislækna. stórbætt aðstaða þeirra og aukin hagræðmg í starfi. Hverfaskipi ing borgarinnar og stofnun læknastöðva. og síðast en ekki sízt. betra undirbúningsnám oe haldgóð framhaldsþjálfun þeirra. Gott er til þess að vita, að þegar hafa verið gerðar til- lögur um framhaldsnám heun- ilislækna. Læknastöðvar, sem yrðu opuar frá 8—17. Uin læknastöðvar. fjölcla þeirra. staðsetninau og stírt semi mætti endaiaust ræða. Éz uðu það, som hægt væri, sam- eiginlega. Læknarnir í þess- um stöðvum skiptu þannig msð sér verkum, að þeir gætu hvér um sig sinnt sínum sjúklingum að mestu ótruflaðir hverju sinni. Sá læknir t.d., sem tekur á stofu, þarf ekki að hafa áfayggjur af vitjunum eða \f símaviðtölum, þar sem þeim er þá sinnt af öðrum. Sjúklingum væri frjálst að leita til þe,s læknis, sem þeir kysu helzt, að svo miklu leyti. sem nauð- synleg verkaskipting leyfði. Hver dagur gæti hafizt msð stuttum fundi lækna og þá rædd vandamál síðasta sódar- hrings, sem máli skiptu. Viku- ti'I hálfsmánaðarlega héidu þeir lengi’i fundi ýmist um vanda söm tilfelli eða þá beina fræðslufundi, öllum þeim til ánægju og nokkurrar uppbygg ingar. Akveðið takmarkað svæði eins og við hverfaskiptingar drægi mjög úr vegalengdum, sparaði þannig læknum og sjúklingum dýrmætan tíma og fé. sem ekki verður hjá komizt að sóa við núverandi skipulag. Það er aldeilis hlægilegt að hugsa sér alla praktikusa borg arinnar í vitjunum á sama tirna uppi í Breiðiioltshvcrfi. en það er fræðilegur mögu- leiki við núiverandi skipulag. Læknastöðvar þessar yrðu opnar frá kl. 8—17 og á sama tíma yrði veitt móltaka við- tals- og vitjanabeiðnum, gefn ar almennar upplýsingar. Við haft yrðd númerakerfi fyrir dag hvcrn og sjúklingi gefixm á'kvcðinn tími, svo forða mætti Framhald á bls. 22. Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Maríboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLEP TOP“ PAKKL ísak G. Hallgrímsson. ætla að lýsa stuttlega hvernig ég gæti hugsað mér þær, og vM ég tafca það fram, að þetta er aðeins ein af mörgum hug- myndum um þær. en eugin endanleg lausn. Samkvæmt íbúðaskrá Reykja víkur 1. des. 1968 voru með- limir S.R. 80.918 Ég hugsa mér, að hiverjum lækni tilheyri 2000 manns. Þá eru börn tal- in sem fullgildir meðlimir. Reykjavík væri skipt niður t 5 hverfi og í hverju þeirra væri ein-læknastöð, og í hverri slíkri s’töð væru tveir sam- starfshópar, 4 læknar í hvorum um. Sameiginlegt þessum tveim ur hópuim væri, staður, húsnæði heiisuverndarstarfsemi, vakt þ.jónusta, rannsóknarstofa og móttaka. Með [>ví að hafa tvo samstarfshópa í hverri stöð, \"erða stöðvarnar færri, og auk þess ætti að verða talsverður sparnaður að því að þeir not-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.