Tíminn - 22.10.1969, Page 14

Tíminn - 22.10.1969, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. október 1969. TÍMINN ÁRNAÐ IIEILLA Páll Þorsteinsson, alþingismað- ur er sextugur í dag. H-ann er fæddur á HnappavöHum í Austur- Skaftafellssýislu 22. október 1909, sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Guðrúnar Þorláksdóttur. Hann stundaði nám í héraðsskólanum að Laugarvatni 1928—30, og tók kenn arapróf árið 1934. Bóndi hefur hann verið á Hnappavöllum frá 1935 ,og mun hann dveljast á heimili sínu í dag. Páll var kenn ari í ðræfum frá 1934 til 1942, alþingismaður varð hann fyrir Aust ur-Skaftfellinga 1942 til 1959 og í Austurlandskjördæmi frá 1959. Hreppstjóri varð hann í Hofs- hreppi árið 1945 og í hreppsnefnd var hann kjörinn 1934. SENDIBÍLAR Alls konar flutningar STÖRTUM DRÖGUM BlLA VINNUBÓK í EÐLISFRÆÐI Mkisútgáfa námsbóka hefur ný- lega gefið út 16 vinnubókablöð um eðlisfræði. Blöðin eru samin af Erni Helgasyni námsstjóra í eðiis- og efnafræði. Allar teikningar á blöðunuim eru gerðar undir leið- sögn hans af Bjarna Jónssyni kenn ara. Á þessum blöðum eru skýrð nokkur grundvallaratriði eðlisfræð innar, og notkun þeirra er ekki bunditvvið neina sérstaka kennslu bók í eðliafræði. Efni blaðanna má skipta í fjóra flokka: atihugun á breytingu, iög miál Arkimedesar, rafstraum og varmafræði. Öll efnisatriðin eru tekin úr námsefni unglinga gagn fræðastigsins, og leitazt var við að hafa ti'lraunirnar, sem fjallað er um, svo einfaldar, að alls staðar væri unnt að framkvæma þær. FÁTT UM SVÖR Framhaíld af bis. 1. Yfirlýsingin fer hér á eftir: „í tilefni ummæli á Alþingi um stofnkostnað og framleiðslukostnað raforku frá Búrfellsvirkjun og vegna blaðafrétta um sama mál, þyikir okkur rétt að fram komi eftirfarandi upplýsingar um mál- ið. Það skal þó tekið fram. að lokauppgjör kostnaðar vegna fyrsta áfanga Búrfellsvirkjunar er enn ekki lokið, og er .því á þessu stigi að nokkru um bráðabirgða- áætalnir að ræða. 1. Til þess að fá viðunandi sam- anburð á nýjustu stofnkostnaðar- áætlunum fyrir Búrfellsvirkjun og þeim áætiunum, sem upphaflega voru gerðar, er nauðsynlegt að líta á tölur um virkjunina full- gerða, þar sem ýmsilegt, sem áður átti að koma í síðari áfanga, hefur nú þegar verið framkvæmt. — Samkvæmt nýjustu tölum er áætl- að, að kostnaður Búrfellsvirkjunar fullgerðrar að meðtöldum vöxtum á byggingartíma, nemi 3760 millj. kr. en umreiknað í dollara nemur stofnkostnaðurinn 42,7 millj. doll- urum. Upphafl. áætlunin var hins vegar 1840 millj. kr. að meðtöld- um vöxtum á byggingartíma, sem var á þáverandi gengi 42,8 millj. dollara. Stofnkostnaður virkjunar- innar í dollurum er því svo að segja hinn sami og upphaflega var reiknað með, en það skiptir mestu máli varðandi sölusamninginn við álbræðsluna, þar sem verðið er þar reiknað í dollurum. Þá skal tekið fram, að í framangreindum tölum er reiknað með að byggð verði tiltölulega lítil miðlun í Þóris vatni, er eingöngu miðaðist við þarfir Búrfellsvirkjunar. Nú er hins vegar í athugun að ráðast í ÖMum þeim, fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Sigurborgar Sigurðardóttur, Ekru, flytjum við kærar þakkir og beztu kveðjur. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Haraldar I. Jónssonar. Sérstakar þakkir til eldri söngfélaga Karlakórsins Geysis. Eíginkona, synir, tengdadætur og barnabörn. Minningarathöfn um Kristínu Árnadóttur frá Borg f Skriðdal, sem andaðist 18. þ.m., fer fram I Þingmúlakirkju, laugardaginn 25. október næstk. Jarðsett i heimagrafreit á Borg. Synir hinnar látnu. miklu stærri miðlun með tilliti til örari uppbyggingar raforkukerfis- ins og nýrra virkjana í Tungnaá, svo og enn frekari stækkana Búr- fellsvirkjunar síðar. 2. Aætlað er, að 210 MW virkjun við Búrfell gefi 1720 millj. kíló- vattstunda á ári. Sé framleiðslu- kostnaður orkunnar miðaður við 7% vexti og 40 ára afskrift með annuiteti' en 40 ár eru talin hóf- legur afskriftatími mannvirkja af þessari tegund, verður framleiðslu verð kílóvattstundarinnar tæpir 19 aurar. Umsamið raforkuverð til ÍSAJj er hins vegar 26,4 aurar á kílóvattstund fyrstu 6 árin, en síð- an 22 aurar á kílóvattstund. Þótt enn sé ekki búið að full- prófa fyrstu þrjár aflvélarnar í BúrfeHi, er þó rétt að skýra frá því, að allar líkur benda til þesis að þær muni skila allt að 15% meiri afköstum en reiknað hefur verið með í áætlimum, þ.e.a.s. 240 MW í stað 210. Þegar hægt verð- ur að fullnýta þetta afl, mun það iækka framleiðslukostnað raforku í Búrfellsvirkjuninni sjálfri ofan í 16 aura á kílóvattstund. Mundi hér skapast svigrúm til að leggja veruiegt fé í frekari miðlunarmann virki. Framangreindar tölur miðast við fuHnýtingu virkjunarinnar. Þar til það mark fer að nálgast á árun- um 1973—74. eftir að álbræðslan er fuilbyggð, mun virkjunin að sjálfsögðu ekki geta staðið undir fullum afskriftum, þvi að fyrst í stað er virkjunin ekki nema hálf- nýtt, en langmestur hluti kostnað- arins áfailinn. Þetta var að sjálf- sögðu ávallt vitað og er síður en svo nýtt fyrirbrigði um vatnsafls- stöðvar, en að sjálfsögðu hefðu byrjunarörðugleikarnir orðið miklu meiri, ef stækkun áibræðslunnar og virkjunarinnar hefði ekki verið flýtt, svo ekki sé minnzt á út- komuna, ef virkjað hefði verið við Búrfell fyrir hinn venjulega mark að eingöngu. 3. Eins og öHum er kunnugt, sem fylgzt hafa með gangi þessara mála. hefur aldrei verið farið dult með það, að framleiðsluverð Búr- foHsvÍFkjunar lægi mjög nærri söluverðinu til ISAL. Á hinn bóg- ínn hefur verið lögð áherzla á hinn geysimikla óbeina hag, sem Lands- virkjun og þjóðfélaginu 1 heild væri af þessum sölusamningi. Ligg ur þessi hagur fyrst og fremst í tvennu: í fyrsta lagi gerir samningur um orkusölu til stóriðju Landsvirkiun kleift að ráðast í miklu stærri og hagkvæmari virkjun en ella, en það mun hafa veruleg áhrif til lækkunar á framleiðsluverð raf- orku til almennra nota á korrv- andi árum, miðað við það, sem annars hefði orðið. I-Iefði Lands- virkjun raunar reynzt gjörsamlega ókleift að ráðast í Búrfellsvirkjun án slí-ks samnings, s-vo að uppbygg in-g raforkukerfisins á næstu árum hefði orðið að vera í formi smárra og óhagkvæmra virkjana. í öðru lagi er raforkusamningur- inn við ISAL grundvöllur þess, að ráðizt hefur verið í byggingu ál- bræðslu hér á landi, og hann er því undirstaða þeirra miklu tekna ú formi vinnulauna, skatta og ýmiss kon-ar þjón-ustu, sem bygging álbræðslunnar hefur þegar haft í för með sér og mun halda áfram að hafa á komandi árum“. Höfum kaupendur að vörubifreiðum Benz 1113 og 1413 o. fl. BÍLA- 8. BÚVÉLASALAN v/Miklatorg SlMI 2-31-36. Þrjú hross drepin EJ-Reykjavík, mánuda-g. Þrjú hross lágu í valnum, þegar bifreið hafði ekið inn í hrossahóp á götu vestast í Eyrarbakkakaup- túni fyrir nokkru síðan. Tveir hes-t anna drápust strax, en sá þriðji var svo illa farinn að nauðsynlegt þótti að lóga honum. Gata sú, sem slysið varð á, er óu-pplýst. Bifreiðin mun hafa kom ið á n-okkuð mikilli ferð, og voru lá-gu Ijósin á. Var ungur m-aður úr ka-uptúninu und-ir stýri, en einn far þegi með honum í bifr-eiðinni. Mun hann eitthvað hafa verið að huga að fél-aga sínum, þegar hann ók inn i hópinn, og mun það, ásamt slæmri lýsin-gu á staðnum, hafa átt sinn þá-tt í óhappinu. ÍÞRÖTTIR Fr’amhaid af bls 13. er-u mikil, og er-u því allar horf- ur á, að Reykvíkingar fái að sjá KR o-g Vstmeannaeyj-ar leika á Melavellinutn á s-unnudag — vou- andi í friðsaimari leik en í fyrra skiplið. ÍÞRÓTTIR Framhaild at bls. 13. eru taplausir í þessurrí riðli, en bæði Pólland og Holland hafa möguleika, sigri Hollendlngar í ieiknum í da-g. í Bu-dapest leika Un,gverjar við Dani í 2. riðli. Damir sigruðu í fyrri leiknum öHu-m á óvart 3:2, o-g hafa Ungvei*jar lofað að hefna sín eftirminniilega í leik-num í dag. Þeir verða líka að si-gra til að hafa möguleika á að bomast í lokakeppnina, en Tékkar, sem einni-g leika í þessum riðli hafa sama stiga-fjölda og Unigverj-ar. Wales leikur við Austur-Þýzka- land í 3. riðli. Wales hefur en-ga möguleika á sigri í riðlinum. Keppnin er á milli A.-Þjóðverja og ítala, sem hafa 3 stig hvor. Fyrri leik Wales og Austur-Þýzkalands lauk með sigri hinna síðarnefndu 2:1, en leik Ítalíu og Wales lauk með sigri f-talíu, 1:0. f-talía og A.-Þýzkaland gerð-u j-afntefli, 2:2. Leikurinn sem allir bíða eftir fer fram í Hamborg. Þar lei-ka Vestur-Þjióðverjar við Skota. Er miki-11 áhU'gi á leikn-um og lön-gu uppselt á hamn. Skotar hafa aldrei ko-mizt í loka keppni HM, en V.-Þjóðverjar urðu í öðru sæti i síðustu keppni, og nafa verið með í öllum HM til þessa. Skotar eiga einnig eftir að leika við Augturríki í riðlinum, og þó þ-eir sigri V.-Þjóðverja í dag, sem er talið h-eldur vafa- samt, ei-ga þeir erfiðan mótherj-a eftir. f blaðinu á morgu-n munum við birta úrslit úr öllum þessu-m leikj-um, svo framarlega, sem fregnir af þeim berast tímanlega. Skagfirðingar Haustmót Fram sóknarmanna í Skagafirðí verður haldið á Sauð-ár króki laugardag inn 1. nóvem-ber. Meðal ræðu _ manna verður Ey- steinn Jónsson, alþingismaður. Tólf tenórar frá Akureyri skemmta. Flamingó leikur fyrir dansi. Nánar auglýst síðar. Nefndin. NEITA TVEIM Fram-haild af bls. 1. að lí-k dóttur þeirra yrði grafið upp og rannsakað. — Það m-undi hafa í för með sér aðra jarðarför, en okkur fannst ein jarðarför nóg. — Hefði krufning verið nauð synleg, hefðu yfirvöldin getað fyrirskipað hana fyrir löngu, sa-gði Joseph Kopechne ennfrem ur, — en það var aldrei gert. Bæði ég o-g koma mín teljum, að krufning sé óþörf. Hann kv-aðst h-a-fa rætt við dóttur sína nokkrum dögum fyrir slysið og þá hefði hún verið við góða heilsu og glaðlynd eins og venjulega. Margrjet Carroll, sem í sex ár h-afði búið í sama húsnæði og Mary Jo, sa-gði einnig fyrir réttin-um, að Mary Jo hefði ávallt verið óvenju hraust og m-jö-g sjaldan kennt sér nokkurs meins. GOLF Framhald af bls. 13 Thoriacíus og Sveinn Eiriksson. Keppnin var óven-ju jöfn, og feng- ust ekki úrslit fyrr en síSustu menn ko-mu inn. Munaði þá að- eins einum manni, og sveit Jóns sigraði, kepemdur voru 40 bals- iu-s. ★ Á laugardaginn fer frarn hjtá Golfklúbbi Ness keppni mfHi Golfklúbtos Suðumesja og Ness. Eru al'lir Nes-menn meðnir um að miæta í þessa beppni. ★ Hinn heimsfrægi golfleikari Árnold Þaimer, hóf aftur keppni eftir langvana-ndi veikindi í Sa- h-ara-keppninni, sem fram fer í Las Vegas, og hófst í s.I. vifcu. Ekki vitum við hvað völlurmn heitir, sem keppnin fór fram á, en parið 72. Pa-kner fór fyrsta dag keppninnar á 69 höggum, sama höggafjölda o-g Jack Nicholas. Beztum árangri á fynsta de-gi náði Do-uig Sanders, 65 högg. Keppninmi lauk á sunnudag með sigri Jack Nitíko-las, hilaut hang að verðl-aunum 10 þúsund dollara, og við það færðist han-n upp úr 17- sæti í 7. sæti, yfir þá sem hæztar upph-æðir hafa unnið í golfi í ár, en hann hefur fengið um 90 þús. dollara í allt. Sá, sem er efstur er Frank Beard, USA, með um 150 þúsund dol-lara. TOYOTA ÞJÓNUSTAN Látið tylgjast reglulega með bflnum yðar. Látið vinna með speciai verk- færum, það sparar yður tíma og peninga. Blí VELAVERKSTÆDID [11)0 WfNTILP Simi 3069(1 Sanitashúsinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.