Vísir - 30.10.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 30.10.1978, Blaðsíða 11
11 vism Mánudagur 30. október 1978 HVAÐ HEFIIR UTANRIKIS RÁÐUNEYTIÐ GERT — við athugasemdir um starfsemi Fríhafnarinnar í gegnum árin? Tregt um upplýsingar Síbustu vikur og mánuöi hefur ýmislegt heldur ókræsilegt kom- iö fram um starfsemi Frihafnar- innar. Opinberlega hefur veriö staöfest aö vörurýrnun þar hafi veriö fyrir á þriöja tug milljóna á siöasta ári. Óopinberlega hefur veriö staö- fest aö þar vantar nokkuö uppá rétta upphæö. Bæöi opinberir starfsmenn og menn tengdir Frihöfninni hafi staöfest óopin- berlega i samtölum viö blaöa- menn VIsis aö tuttugu og fimm senta aukagjald hafi veriö lagt á Vodkaflöskur. Þetta fé hafi veriö notaö til aö fela hluta af rýrnuninni. Þegar Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri I Varnarmáladeild utanrlkisráöuneytisins, var spuröur hvort hann héldi aö allir starfsmenn Frihafnarinnar heföu veriö viöriönir tuttugu og fimm senda aukagjaldiö, kvaöst hann ekki telja aö svo væri. Sjálfsagt er þetta rétt. En þaö er þvl miöur svo meö stórar stofnanir, sem veröa fyrir áfalli, aö þar liöa saklausir jafnt og sek- ir. Og enginn veröur hreinsaöur af neinu fyrr en öll spilin liggja á borðinu. Þaö er enn töluvert af feluspil- um I Frlhafnarmálinu. Upplýs- ingar um vankanta á starfsem- inni þar koma ekki nema mjög treglega frá opinberum aöilum og Visir hefur beöiö utanrikisráö- skjölum. Þaö kemur i ljós á næstu fela. þá helst „á ská”. herra um aðgang aö ýmsum dögum hvort enn er eitthvað aö —óT. HALF BOTTLES iuíit: [ð Jl r 1 V US /"■' r' \ Ragnar Þórðarson lögfræðingur hefur ákveðið að skrifa greinaflokk um skipulagsmál og uppbyggingu borgarinnar. Fyrsta grein hans birtist hér i Visi og fjallar um ástæður fyrir upp- byggingu miðbæjar- ins og þýðingu hans fyrir sjálfstæði landsins. Hann segir að ekkert alvöru-riki sé án höfuðborgar og engin höfuðborg sé án alvöru-miðbæjar. i byggö landsins” sé I rauninni versta eöa mesta landráöastefna sem komiö hefur upp hér á landi. Við höfum vísi að slíkri miðstöð Reykjavik er eini staöurinn á landinu sem hefur einhverja möguleika á aö gegna höfuö- borgarhlutverki en Reykjavik getur ekki gegnt höfuöborgar- hlutverki sinu á sómasamlegan hátt, nema til sé miöbær, alvöru- miöbær sem er fullnægjandi miö- stöö stjórnsýslu, menningar og viöskipta allra landsmanna. 1 hinni gömlu miðbæjarkvos er visir slikrar miðstöðvar og meö tiltölulega litlum kostpaöi fyrir bæjarfélagiö, er mögulegt aö bæta og virkja þennan miðbæjar- kjarna, svo hann sé fullnægjandi miöstöö höfuöborgarinnar og landsins alls. Aö byggja nýjan fullnægjandi miöbæ frá grunni viröist aftur á móti ófram- kvæmanlegt af kostnaöar- ástæöum, enda óæskilegt af menningarástæöum aö slita tengslin viö gamla timann. Endurreisnartímabilið og eymdarsvipur danska tfm- ans Þaö þarf aö varöveita minjar niöurlægingatimabilsins, tima danskra sem vildu hlut Reykja- vlkur sem minnstan. Þaö var þáttur i baráttunni gegn sjálf- stæöi Islensku þjóöarinnar. Meöal annars af þeim ástæöum er þaö skoöun margra aö varö- veita beri svipmót Grjótaþorps- ins. Til dæmis frá vesturhliö Aöalstrætis eöa frá bakhliö hús- anna vestan Aöalstrætis. En þaö er ekki siöur ástæöa til aö halda I heiðri menningu endur- reisnarinnar, þess tima sem byggöi Eimskipafélagshúsiö, Reykjavikurapótek, Landsbank- ann, Hótel Borg, hús Jóns Þor- lákssonar (Austurstræti 14) og Landssimahúsiö. Þess vegna mega áhrif eymdarsvips danska timabilsins ekki fá heimild til aö skriöa austur yfir Aöalstræti. Á svæöinu frá Aöalstræti aö Lækjargötu þ.e. kjarnasvæöi Miöbæjarins er rétt aö halda áfram uppbyggingu I anda endurreisnarinnar, þeim anda sem varö til þess aö Reykja- vlk breyttist úr dönskum út- kjálkabæ i Islenska höfuöborg. Ekki aðeins minnisvarðh heldur lifandi bæjarhluti Þaö er vel til falliö aö hafa minnisvaröa þessara tveggja timabila hliö viö hliö. Þó er rétt aö áhrif eymdartimabilsins fái ekki aö koma i veg fyrir aö hinn eiginlegi miðbæjarkjarni taki á sig þann reisnar-svip og borgar- svip sem endurreisnarmenn byrj- uöu á og óskuöu eftir aö héldi áfram aö mótast. Þaö mega gjarnan sjást greinileg skil þess- ara tveggja timabila. En Reykjavik miöbær Reykja- vikur, á ekki einungis aö vera minnisvaröi gamals tima heldur lifandi bæjarhluti, sem fullnægir þörf tslands fyrir miöbæjarstarf- semi, stjórnsýslu, menningar, viöskipta og skemmtana, þörfinni fyrir þéttbýliskjarna og þeim eiginleikum sem slikum kjarna fylgir. Nýtinguna má tvö- eða þrefalda Þaö munu flestir sem hugsaö hafa af alvöru um uppbyggingu miðbæjarins vera sammála um aö þaö megi tvö- eöa þrefalda nýtingu miöbæjarins án þess aö til óþæginda væri. Þvert á móti yröi sllk aukning mjög til bóta og er reyndar nauösynlegt ef ná á þvl svipmóti sem flestir bæjarbú- ar óska eftir aö miöbærinn hafi. Þaö er örugglega rétt aö hvetja til og ýta undir, að nýting miöbæjar- ins veröi sem mest, án þess þó aö eyöileggja svipmót þaö sem þeg- ar hefur veriö skapaö, án þess aö nýbygging fari illa viö þau hús (Eimskipafélagshúsiö, Lands- banka og s.frv.), sem þegar hafa veriö byggö og standa eiga áfram. Við svo búið má ekki standa Reykjavlk, þ.e. miöbær Reykjavikur, hefur fariö aftur. Miöbærinn er liklega miklum mun verri og óaögengilegri og gefur minni þjónustu en var 'l927. Margir útlendingar sem hér koma nú spyrja: Hvar er miö- bærinn? Viö svo búiö má ekki standa. Þaö er hagsmunamál allra landsmanna aö miöbærinn veröi endurreistur betrumbættur og aukinn, svo aö hann geti gegnt hlutverki slnu og á þann hátt styrkt sjálfstæöi okkar menningarlega og fjárhagslega. Uppbygging miöbæjar Reykja- vlkur er algjört forgangsverk- efni. hwmiH waæL’i — Marga daga ársins eru fleiri Islendingar á búöarrápi I Oxfordstræti I London. Strauinu I Kaupmannahöfn og „fátækrahverfum” Glasgowborgar en I Austurstræti, höfuöversiunargötu tslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.