Vísir - 16.11.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 16.11.1978, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 16. nóvember 1978 VÍSIR Laus staða Staða forstjóra Tryggingastofnunar rikis- ins er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. desember n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf skulu sendar ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 14. nóvember 1978 % Laus staða Staða umdæmistæknifræðings fyrir Vesturland og Vestfirði með aðsetur i Borgarnesi er laus til umsóknar frá og með 1. febrúar n.k. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstjóra Fasteignamats rikisins Suðurlandsbraut 14, Reykjavik fyrir 10. des. n.k. Reykjavik 15.11.1978 Fasteignamat rikisins. Húsavik - Yfirmaður verklegra framkvœmda Starf yfirmanns verklegra framkvæmda hjá Húsavikurbæ er hér með auglýst laust til umsóknar. Óskað er eftir verkfræðingi eða tækni- fræðingi i starfið. Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. Nánari uppl. um starfið veitir undir- ritaður. Bæjarstjóri Nýr vcitíngastadur smi()jukalt1 OPIÐ FRA KL. 8.00-20.00 ALLA VIRKA DAGA LAUGARDAGA FRA KL. 8.00-16.00 I u | SMIÐJU- Framreiðum rétti dagsins I Olís " ^KAFFI lipan hádeginu, ásamt öllum teg- SVaifan undum grillrétta. KoupgarBur Utbúum mat fyrir mötuneyti, i einnig heitan og kaldan veislu- í i 1 mat, brauö og snittur. 1 s J 5 / Sendum, ef óskaö er. n+i SÖLUTURN OPINN ALLA DAGA VIKUNNAR PANTANIR í SIMA 72177 LEIGJUM OT 50-120 MANNA SAL A KVÖLDIN OG UM HELGAR. Nýr umboðsmaður ó NESKAUPSSTAÐ er Þorleifur G. Jónsson Allt það besta fyr ir barnið Þaö hefur legiö í loftinu slöustu vikur aö samstarf barnaverndar- nefndar í Reykjavik og starfs- manna hennar I Félagsmála- stofnun væri ekki eins gott og sækilegt væri. Óánægju mun hafa oröiö vart hjá starfsmönnum Fé- lagsmálastofnunar. Er rætt var viö forstööumann hennar Svein Ragnarsson vildi hann ekki gera mikiö úr þessu. Kvaö hann þaö eölilegt aö fólkiö væri ekki sam- mála i öllum málum og benti á þaö aö hin nýja barnaverndar- nefnd væri ekki búin aö starfa lengi og þvl eölilegt aö nokkurn tima tæki fyrir aöila aö ná aö vinna saman. Hann fullyrti hins vegar aö jafnvel þótt skoöanir þessara aöila væru ekki alltaf hinar sömu væri ekki um þaö aö ræöa aö þeir gætu ekki unniö saman. 1 viötali, sem hér fer á eftir, viö dr. Braga Jósefsson um barna- verndarmál, kemur hins vegar fram, aö honum þykir afstaöa einstakra starfsmanna nokkuö einstrengingsleg og aö furöumik- illar einföldunar gæti viö umf jöll- un jafnflókinna og erfiöra mála sem málefni barna eru. Barnaverndarmól: „Börnin verða ekki skilin frá umhverfi sfnu” „VIÐHORF OF EIN- STAKLINGSLEG" segir dr. Bragi Jósefsson formaður barnaverndarnefndar „Mln grundvallarviðhorf til barnaverndarmála stinga nokkuö I stúf viö viðhorf ýmissa. Ég get hins vegar ekki sagt að um neinn meiriháttarágreining sé aö ræða,” sagði Bragi Jósefsson for- maður Barnaverndarnefndar. „Þaö er ekkert einkennilegt viö þaö þótt þeiraöilar sem starfa aö barnaverndarmálum hafi mis- munandi skoöanir. Félagsmála- stofnun hefur sérfræöinga I sinni þjónustu en i Barnaverndarnefnd eru einnig sérfræöingar. I nefnd- inni eru auk min sálfræöingur og ennfremur aöilar sem hafa starfaö aö skólamálum um ára- tugaskeiö. Þaö eru til margar hugmyndir og sjónarmiö I sam- bandi viö barnauppeldi. Ýmsir halda þvi fram f einfeldni sinni aö þaö sé ekki hægt aö leysa mál ööru visi en rétt eöa rangt. Þaö eru hins vegar engin mál jafn- vandmeöfarin og erfiö úrlausnar og þau sem snerta barniö. Hvergi er jafn erfitt aö finna réttu úrlausnina og hugsanlega er engin ein leiö alveg rétt!1 Mismunandi afstaða til barnsins „Þaö er spurning hvort. maöur litur svo á sem barniö sé eitt I til- verunni. Hvort veröld þess sé ekki eitthvaö meira en likami og sál og þvi þörf á aö taka málin fyrir heildstætt. Er viö fáum viöfangsefni til úrlausnar þarf aö hugsa um fleira en bara barniö eitt. Þaö eru alls konar þjóö- félagsleg vandamál sem þarf aö leysa. Allir þeir aöilar sem koma ná- lægt barnaverndarmálum hvort sem þaö eru embættismenn eöa kjörnir fulltrúar, vilja barninu allt hiö besta. Mér hefur hins veg- ar þótt viöhorf einstaklinga sem koma nálægt þessum málum vera dálitiö einstrengingsleg. Stundum skorti hreinlega skilning á þvi hvert viöfangsefniö er. Sumir hafa jafnvel gengiö svo langt aö halda þvi fram aö viö i barna- verndarnefnd séum á móti börn- um. Þetta er fólkiö sem talar ei- liflega um aö barniö komi fyrst. Auövitaö berum viö allir velferö barnsins fyrir brjósti. Máliö er hins vegar svo miklufióknara og þvi ekki sæmandi fyrir fólk sem á aöhafa sérþekkingu aö vera meö slikt fleipur!* Barn — foreldrar „Er frelsisalda gengur yfir landiöeinsognúna,komast menn aö þvi aö barninu sé misboöiö og réttur þess ekki nægur. Þetta er alveg réttþvl réttur barnsins hér á landi er ekki nægilega mikill. Viö megum hins vegar ekki gleyma þvi aö barniö er ekki ein- angraö fyrirbrigöi án tengsla viö þjóöfélagiö. Þaö vex upp i ákveönu umhverfi og er hluti af stórri heild. Fókhefur tilhneigingu til aö lita á barnaverndarnefnd sem dóm- stól. Viö höfum annars vegar barniö og hins vegar foreldriö. Ég tel aö slík viöhorf séu af hinu illa og geti veriö stórhættuleg. Ég tel þaö ákaflega þýöingar- mikiö aö viö höldum i þaö aö hafa barnaverndarnefndir. Þar tel ég aö aöhaldsþáttur þeirra sé einna þýöingarmestur. Barnaverndar- nefndir geta veriö góöar og þær geta lika veriö slæmar. Þaö ræöst meira af þvi hvernig þær eru mannaöar á hverjum tima. Embættismannakerfiö er hættulegustu vélar sem nokkru sinni fara af staö. Þar úir og grúir af sérfræöingum, en ég tel hins vegar ekki aö þaö veiti þessum aöilum leyfi til hvaöa aögeröa sem er. Sérfræöingar deila um alla hluti og viö erum ekki laus viö þá i barnaverndarnefnd. Ég tel hins vegar ekki aö ákveöin sérþekking veitimönnum heimild til aöhafa ætiö rétt fyrir sér. Þaö sama á viö um sérfræöinga hjá Félagsmálastofnun, þótt þeir kunni ýmislegt fyrir sér i félags- ráögjöf." Samstarf Barna- verndarnefndar og Félagsmálastofnunar ,í>aö er til sérstök reglugerö um verkaskiptingu milli Barna- verndarnefndar og Félagsmála- stofnunar. Nokkur mál heyra beint undir hina siöamefndu,bæöi starfslega og stjórnunarlega séö. önnur mál heyra stjórnunarlega undir Barnaverndarnefnd en starfslega undir Félagsmála- stofnun. Barnaverndarnefnd markar hins vegar stefnuna á hverjum tlma. Égtel aö þaö sémjög mikilvægt aö þaö sé áhugafólk sem vinni aö barnaverndarmálum. Þetta fólk liti ekki á þetta sem kvöö heldur sé þetta þvert á móti áhugamál þess . Það fólk sem situr meö mer I Barnaverndarnefnd hefur raunverulegan áhuga á velferö barna og telur ekki eftir sér langar fundarsetur ef þaö má veröa til aö skila árangri. Hinir pólitisku f lokkar hafa valiö þessa fulltrúa úr hópi fólks sem lýst hefur yfir áhuga á aö starfa aö barnaverndarmálum1! Hlutv erk Barna- verndarnefndar .íflutverk Barnaverndarnefnd- ar tel ég einkum vera tvenns kon- ar. Afgreiösla á þeim málum sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.