Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 24
24 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Atvinnuhúsnæði Í smíðum Vættaborgir - Grafavogur. Stór- glæsilegt 145 fm parhús á tveimur hæðum með 25 fm innbyggðum bílskúr. Íbúðirnar af- hendast tilbúnar til innréttingar. Verð 19,0 millj. 4297 6 íbúðir í litlu fjölb. í Grafarvogi. 4 vandaðar 4ra herb. íbúðir, hver um sig ca 130 fm og tvær 3 herbergja ca 95 fm. Íbúðirn- ar afhendast fullbúnar án gólfefna. Bílskúr getur fylgt 3 íbúðum. Salahverfi - Kópavogur. Erum með nokkrar 3ja og 4ra herb. vandaðar íbúðir í lyftuhúsi í Salahverfi í Kópavogi. Íbúðirnar af- hendast fullbúnar án gólfefna. ALLAR NÁN- ARI UPPL. VEITA SÖLUMENN HÚSVANGS. Blikaás - Hafnarfjörður. Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum. Tvær stofur og 3 svefnherbergi. Íbúðin afhendist fokeld að innan en fullbúin að utan. Verð 13,7 millj. Jónas Jónasson sölustjóri Páll Þ. Pálsson sölumaður/netstjóri Jónína Þrastar- dóttir ritari Guðmundur Tómass. framkvæmdastjóri Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali Jónas Jónasson, Guðmundur Tómasson, Páll Þ. Pálsson, Jónína Þrastardóttir, Þóroddur Steinn Skaptason - löggiltur fasteignasali. Akralind - Kópavogur. 600 fm húsnæði á tveimur hæðum. Hvor hæð 300 fm. Aðgengið er eins og best verður á kos- ið. Sórt plan og stórar innkeyrsludyr fyrir báðar hæðir. Húsnæðið er óinnréttað og er því hægt að sníða það að kröfum hvers og eins. Verð tilboð. 4453 Smiðjuvegur - Kópavogur. 165 fm atvinnuhúsnæði á einni hæð, með 2 stórum innkeyrsludyrum og innbyggðum 35 fm kæli eða frystiklefa. Húsnæðið upp- fyllir allar kröfur fyrir matvælaframleiðslu og hentar vel fyrir matvælaiðnað. 5 bílastæði fylgja. Verð 14,7 millj. 4738 Auðbrekka - Kópavogur. Bjart og gott 713 fm lagerhúsnæði. Hægt er að hólfa húsn. niður eftir þörfum hvers og eins. Lofth. 3,50 m. Gluggar í norður með góðri birtu og útsýni. Áhv. 26,6 millj. góð lán. 4571 Jörfagrund - Kjalarnes. Tvær 110 fm neðri sérhæðir í fjórbýli. Íbúðirnar skiptast í tvö herb., stóra stofu, rúmgott eldhús, flísalagt baðherb. og gufubað. Verð 11,5 millj. Áhv. 7,7 millj. Einbýli Miðtún - Reykjavík. 225 fm einbýlis- hús á 2 hæðum. Neðri hæð með sérinngangi og eldhúsi. Alls 6 svefnherbergi í húsinu. Verð 19,9 millj. 4707 Stigahlíð - Hlíðar. 252 fm glæsilegt hús á einum eftirsóttasta stað í Rvík til sölu. Húsið er á tveimur hæðum, sólskáli efst, park- et og steinflísar á gólfum, vandaðar innrétting- ar, tvöfaldur bílskúr og sundlaug í garðinum. Áhv. 6,1 millj. húsn.lán. 4438 Nýlendugata - Miðbær 150 fm ein- býlishús á þremur hæðum. Íbúðin skiptist í 6 herb., þar af 2 rúmgóð í kjallara. Rúmg. park- etlögð stofa ásamt parketi í eldhúsi á miðhæð. Ný rafm.tafla og endurn. gluggar. 4570 Rað- og parhús Fjarðarsel - Reykjavík. 235 fm endaraðhús með 22 fm bílskúr. Húsið er á 3 hæðum, 5 herb., stofa auk sér 2ja herb. íbúð- ar á 1. hæð. Áhv. 5,1 millj. húsn.lán. 4502 Þrjú glæsileg raðhús - Gbæ. Húsunum er skilað fullbúnum að utan, út- veggir með marmaraáferð, gluggar glerj- aðir og allar hurðir komnar. Þakkantar frá- gengnir og þak með aluzink þakjárni. Inn- byggðir bílskúrar og lóðir grófjafnaðar. Af- hending í júní-ág. 2001 Næfurás - Árbær. Glæsilegt ca 250 fm raðhús á þrem hæðum með innbyggðum bílsk. 1. hæð m. flísum. 2. og 3. hæð m. eikarpark- eti. 3 stofur, 4 herb. Áhv. 6,5 millj. húsn.lán Verð 22,0 millj. 4517 Hæðir Sérhæð í glæsilegu húsi í Hafnarfirði. Tvær góðar 120 fm sérhæðir á frábærum stað í sögufrægu húsi. Íbúðirnar afhendast tilbúnar til innréttinga. Hagstæð greiðslukjör. 4446 Grasarimi - Grafarvogur. Erum með í sölu 148 fm góða neðri sérhæð í þríbýli. Íbúðin skiptist í 4 herbergi, 2 stofur og 2 bað- herbergi. Gólfefni eru parket og flísar. Áhv. rúml. 7,1 millj. húsn.lán. Verð 15,5 millj. 4184 Blásalir - Laus - Kópavogur. Glæsileg 100 fm neðri sérhæð í fjórbýli. Íbúðin skiptist í 3 herb. með parketi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, t.f. þvottavél og þurk- ara, parket á stofu, fallegt eldhús með brúnum leirflísum. Verð 14,5 millj. Áhv. 6,2 millj. 4490 Stigahlíð - Hlíðar - Laus. 140 fm falleg neðri sérhæð í þríbýli með 24 fm bílskúr. Þrjú svefnherbergi, tvískipt stofa með svölum. Húsið er nýlega Steni-klætt að utan. Öll þjónusta á næsta leiti, t.d. verslanir, skólar, gæsluvellir o.fl. 4536 4ra til 7 herb. Funalind - Kóp. 164 fm glæsileg íbúð á tveimur hæðum í vönduðu fjölbýlishúsi. 25 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í stóra stofu, 2 minni stofur og 3 herb. Þvottaherbergi og búr inn af eldhúsi. Áhv. 7,3 millj. húsn.lán. 4454 Hjallabrekka - Kópavogur. Vorum að fá í sölu 71 fm íbúð í tvíbýli með sérinn- gangi. Möguleiki á stækkun. Áhv. 3,3 millj. byggsj.lán. 4714 Tungusel - Reykjavík. Erum með til sölu vel skipulagða 4ra herbergja í fjölbýli. Íbúðin skiptist í 3 góð svefnherbergi, stóra stofu, snyrtilegt baðherbergi með flísum á gólfi og nýlegum tækjum. 4713 Unufell - Reykjavík. 91 fm góð íbúð á annarri hæð í fjölbýli. Íbúðin skiptist í 3 svefnherb. og parketlagða stofu. Verið að yfir- byggja svalir á kostnað seljanda. Verð 9,9 millj. 4576 Skólavörðustígur - Miðbær. Vor- um að fá í sölu glæsilega íbúð á 2. hæð. Tvær stofur og 2 herbergi, annað stórt með sérinn- gangi. Falleg eign í hjarta borgarinnar. 4578 3ja herb. Leirutangi - Mosfellsbær. 68 fm falleg íbúð á jarðhæð í fjórbýli (auka herbergi ca 30 fm er ekki með í fmfjölda íbúðar). Sérinn- gangur og bílastæði. Áhv. 5,8 millj. húsn.lán. 4489 Laugavegur - Miðbær. Vorum að fá í sölu fallega íbúð á 2. hæð í hjarta borgarinnar. Mjög stór og björt stofa sem býður uppá marga möguleika, t.d. að bæta við 1-2 herb. eða vinnuaðstaða fyrir listamann. Þetta er eign sem vert er að skoða. Miklabraut - Laus fljótlega. 61 fm björt og góð íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi. Íbúðin þarfnast lagfæringar. Áhv. 3,0 millj. húsbr. Verð 7,5 millj. 4702 Ársalir - Kópavogur. Erum með í einkasölu 85 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð í glæsilegri lyftublokk. Íbúðin skilast fullbú- in en án gólfefna. Stæði á besta stað í bíl- geymslu. 4492 2ja herb. Þverbrekka - Kóp. 45 fm góð íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni. Húsið er nýl. viðgert og málað að utan. Áhv. 3,3 millj. húsn.lán. 4488 Kaplaskjólsvegur - Vesturbær. Rúmgóð 61 fm 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað, stutt í alla þjónustu. Út- sýni á KR völlinn. Verð 8,3 millj. 4719 fasteigna og varðveita þau í því formi. Rafræn viðskipti eru enn á bernskuskeiði miðað við það sem síð- ar mun verða þegar öryggi eykst, tæknin þróast og lagaumhverfið hef- ur verið mótað. Rafræn viðskipti munu auðvitað þróast með fasteignir eins og annað sem gengur kaupum og sölum. Slíka viðskiptahætti þarf að þróa í tengslum við Landskrá fasteigna. Í Evrópu eru þegar komnir á kreik fasteignalánabankar sem ein- vörðungu starfa á veraldarvefnum og fyrir slíkar stofnanir er mikilvægt að eiga aðgang að sem fullkomnastri Landskrá fasteigna til að fá góðar upplýsingar um eignina sem veðið á að hvíla á. Í gjaldskrám okkar er þegar að finna ákvæði sem varða gjaldtöku fyrir útgáfu upplýsinga úr skránni á erlendum málum og það er meðal annars til að geta þjónað slíkum þörfum. Þá má sjá það fyrir sér að fasteignasalar geti farið að færa kaupsamninga rafrænt inn í Landskrá fasteigna auk þess sem rafræn þinglýsingarvottorð eiga eft- ir að koma. Þetta er þó ekki alveg á næstu grösum.“ Fasteignamatið hefur um árabil fengið alla þinglýsta kaupsamninga og heldur yfir þá skrá. Á grundvelli hennar er mögulegt að kalla fram ýmsar upplýsingar svo sem um fer- metraverð í húsum af ýmsu tagi og flokka þær upplýsingar síðan eftir staðsetningu, aldri, byggingarefni, stærðum o.s.frv. Fasteignamatið endurnýjar viku- lega upplýsingar um veltuna á fast- eignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu skipt niður á sveitarfélög ásamt þró- un fermetraverðs á íbúðum í fjöl- eignarhúsum. „Við ætlum smám saman að leggja aukna áherslu á þennan þátt og efla upplýsingagjöf auk þess sem skráin um kaupsamninga er mikilvægur grundvöllur fasteignamats en það skal jú miðað við gangverð,“ segir Haukur. „Og það er nákvæmlega það sem kaupsamningarnir segja okkur hvað er. Hvað persónuverndina varðar þá verður að sjálfsögðu farið eftir reglum og fyrirmælum laga varð- andi aðgengi að upplýsingum í Landskrá fasteigna. Að vísu er það svo að við búum við fremur frjálslega löggjöf varðandi aðgengi að upplýs- ingum er varða fasteignir. Menn eiga til dæmis rétt á að fá veðbók- arvottorð hjá sýslumanni fyrir til- tekna fasteign og ljósrit af skjölum sem koma þar fram. Ekki er áformað að þetta breytist vegna tilkomu Landskrár fasteigna. Það verður hins vegar óheimilt að leita upplýsinga með persónugrein- anlegum hætti t.d. að biðja um yfirlit yfir fasteignir tiltekins einstak- lings.“ Slagur við tölvuþrjóta Landskrá fasteigna verður á fáum árum ein stærsta skrá landsins og mun skiptast á upplýsingum við margar aðrar skrár. „Almenn örygg- ismál eru því ekki síður áhyggjuefni en persónuverndin. Meðal annars höfum við séð tilraunir til innbrota í okkar kerfi. Svæsnasta tilraunin kom erlendis frá,“ segir Haukur. „Tölvuþrjótar leita sífellt nýrra leiða til innbrota í tölvukerfi. Öryggismál og skipan þeirra skipta því miklu máli.“ Meðal annarra gagnasafna sem Landskrá fasteigna mun tengjast er stafrænn kortagrunnur Landmæl- inga Íslands vegna hnitasetningar eignamarka og húsaskrá Hagstofu Íslands. „Reykjavík hefur á tæpum áratug byggt upp öflugt landupplýs- ingakerfi og önnur sveitarfélög eru nú að feta í fótsporin,“ segir Haukur. „Í lögunum um skráningu og mat fasteigna er beinlínis tiltekið að Landskrá fasteigna skuli vera grundvöllur fyrir slík kerfi. M.a. þess vegna hafa Fasteignamat rík- isins og Landmælingar Íslands gert með sér víðtækan samstarfssamning en Landmælingar halda kortagrunn landsins.“ Fasteignamál á aldamótum „Það eru breytingatímar í fast- eignamálum,“ heldur Haukur áfram. „Tuttugasta öldin einkenndist öðru fremur af því að koma húsnæði yfir íbúa landsins og atvinnurekstur þeirra. Á 21. öldinni munum við væntan- lega bæta gæði húsnæðis með nýjum efnum og byggingaraðferðum, end- urgera eða úrelda töluvert af eldra húsnæði og byggja ný og betri hús í staðinn. Húsbyggingar einstaklinga eru á undanhaldi og byggingarfyrirtæki byggja nú bróðurpart þess sem er byggt og öflug fasteignafélög munu í auknum mæla eiga og reka fasteign- ir. Þessa þróun sjáum við þegar hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og á einka- markaði. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri varpaði fram þeirri spurningu um áramótin, hvort 21 öldin yrði öld borgríkjanna fremur en þjóðríkj- anna. Ef svo fer mun það endur- speglast í byggingum. Sú mikla umræða sem nú er um skipulag gæti einnig leitt af sér um- talsverðar breytingar á höfuðborg- arsvæðinu á næstu áratugum.“ „Merkileg mynd Hrafns Gunn- laugssonar um möguleikana í þróun Reykjavíkur er þörf hugvekja og í henni kristallast einmitt ýmis meg- insjónarmið varðandi byggðina og þróun hennar,“ sagði Haukur Ingi- bergsson að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í marz sl. flutti Fasteignamat ríkisins höfuðstöðvar sínar í glæsilegt húsnæði í Borgartúni 21. Myndin er úr afgreiðslusal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.