Morgunblaðið - 19.01.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.01.2001, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 27 ÍBÚAR yfirráðasvæða uppreisnar- manna í Lýðveldinu Kongó höfðu í gær miklar áhyggjur af óvissunni í landinu og sögðu að ef rétt væri að Laurent Kabila forseti hefði fallið myndi það aðeins auka stríðshörm- ungarnar í landinu. Embættismenn í höfuðborginni Kinshasa sögðu að Kabila væri á batavegi eftir að hafa særst í skotárás á þriðjudag en ráðamenn í öðrum ríkjum, þeirra á meðal Bretlandi, Belgíu og Angóla, sögðu að hann hefði beðið bana. Varnarmálaráðherra Zimbabwe sagði í fyrradag að Kabila væri látinn og lík hans væri í Zim- babwe en dró þá yfirlýsingu til baka síðar. Kabila nýtur vinsælda Þótt andstæðingar Kabila hafi náð stórum svæðum í austurhluta lands- ins á sitt vald nýtur hann enn mikilla vinsælda þar. Margir íbúanna líta á Kabila sem bjargvætt og styðja hann í deilum hans við fyrrverandi banda- menn sína í grannríkinu Rúanda. Stjórnvöld í Rúanda og Úganda sendu þúsundir hermanna til austur- hluta Lýðveldisins Kongó í ágúst 1998 til að styðja uppreisn andstæð- inga Kabila. Margir íbúanna á svæð- inu líta á innrásarmennina sem kúg- ara fremur en bjargvætti og óttast að þeir notfæri sér óvissuna í Kinshasa til að hefja stórsókn í átt að höfuð- borginni. Aðrir óttast að valdabarátta hefjist milli sonar forsetans, Josephs Kabila, sem var sagður hafa tekið við völd- unum til bráðabirgða í fyrradag, og Gaetans Kakudjis innanríkisráðherra og Edys Kapends, skrifstofustjóra forsetans. Götur Kinshasa voru nánast mann- lausar í fyrradag, sem var almennur frídagur, en lífið í borginni komst í eðlilegt horf í gær. Borgarbúar söfnuðust saman til að hlýða á fréttir vestrænna útvarps- stöðva sem höfðu eftir erlendum emb- ættismönnum að Kabila væri látinn. Ríkissjónvarpið í Lýðveldinu Kongó sagði hins vegar að forsetinn væri á lífi en særður. Borgarbúarnir deildu um hverjum ætti að trúa og nokkrir þeirra töldu að stjórnin vildi leyna dauða forset- ans þar til eftirmaður hans yrði val- inn. „Sjónvarpið segir að Kabila sé ekki látinn en útvarpið segir að hann sé það. Enginn okkar veit hverjum eigi að trúa,“ sagði Freddy Nsimba, myndhöggvari. Honum fannst það kaldhæðnislegt að Kabila skuli hafa verið sýnt bana- tilræði daginn fyrir dánarafmæli Patrice Lumumba, fyrsta forsætis- ráðherra landsins, en hann var tekinn af lífi 17. janúar 1961 í valdaráni hers- ins undir forystu Mobutu Sese Seko sem var einráður í landinu í rúma þrjá áratugi. Mobutu var sjálfum steypt í uppreisn undir forystu Kabila 1997. Nokkrir borgarbúanna óttuðust að óvissan leiddi til glundroða og enn meiri blóðsúthellinga. Þegar skýrt var frá því að sonur Kabila hefði tekið við völdunum til bráðabirgða sökuðu nokkrir borgarbúanna stjórnina um að reyna að koma á ættarveldi. Richard Holbrooke, sendiherra Bandaríkjanna, ávarpaði í gær sendi- herra Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóðunum og varaði heri Rúanda og Úganda við því að reyna að notfæra sér óvissuna í Kinshasa. Hann skor- aði á ríkin að hætta hernaðaraðgerð- um sínum í Lýðveldinu Kongó og skipta sér ekki af innanríkismálum landsins. Grannríki aðstoða her Kabila Stjórnvöld í Zimbabwe, Namibíu og Angóla sendu hersveitir til Lýð- veldisins Kongó til að aðstoða her Kabila og koma í veg fyrir að upp- reisnarmennirnir og bandamenn þeirra legðu allt landið undir sig. Demantar, sem hafa verið kallaðir „bestu vinir skæruliðans“ í Afríku, eru taldir skipta miklu máli í stríðinu. Demantaviðskipti eru talin hafa gert Kabila kleift að tryggja sér stuðning stjórnvalda í Zimbabwe og greiða fyr- ir hernaðaraðstoðina. „Zimbabwe hefði ekki komið Kabila til hjálpar án demanta,“ sagði Alex Yearsley, einn af forystumönnum mannréttinda- hreyfingarinnar Global Witness. Miklar náttúruauðlindir eru í Lýð- veldinu Kongó, sem er á stærð við Vestur-Evrópu, og efnahagurinn byggist einkum á námugreftri. Mest er unnið af kopar en einnig talsvert af mangani, kóbalti, sinki og gulli, auk demanta. Íbúar Lýðveldisins Kongó áhyggjufullir vegna óvissunnar um afdrif Kabila og stjórn landsins Óttast glundroða og enn meiri hörmungar Goma, Kinshasa. Reuters, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.