Morgunblaðið - 19.01.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 19.01.2001, Síða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gullsmiðir ÞRÁTT fyrir að allra augu séu nú á væntanlegum forseta Bandarríkj- anna, George W. Bush, er mál manna að áhrif eiginkonu hans, Lauru Bush, á Washington geti orð- ið allt eins mikil. Laura undirbýr sig nú fyrir flutninginn í Hvíta húsið en þar hyggst hún hefja gömul gildi til vegs og virðingar á nýjan leik, að sögn fjölmiðla. Laura Bush, sem er 54 ára gömul, hefur lýst því yfir að hún muni ekki taka þátt í stjórnmálum með sama hætti og forveri hennar, Hillary Clinton. En hún hefur eigi að síður ákveðnar hugmyndir um verkefni sem hún hyggst taka sér fyrir hend- ur. Fyrsta verk hennar verður að breyta Hvíta húsinu aftur í líflegt heimili. „Hún ætlar að fá vinkonur sínar frá Texas í heimsókn og þær munu skemmta sér konunglega,“ sagði George W. Bush í nýlegu við- tali. Að sögn vina hennar ætlar Laura einnig að endurskipuleggja allt húsið en að þeirra sögn er hún mjög skipulögð og mun gefa öllum smáatriðum gaum. Laura er mjög skipulögð „Hún vill skipuleggja eldhúsið og bókasafnið. Hún vill koma öllu fyrir og þurfa síðan ekki að hugsa meira um það ... Hún hefur alltaf verið svona,“ segir Regan Gammon, æsku- vinkona hennar. Sem dæmi um skipulagið hjá for- setafrúnni verðandi má nefna að hún heldur úrklippubækur yfir op- inbera atburði og fjölskyldu- viðburði. Hún velur jólakortin í febrúar og skrifar öll þakkarbréf við fyrsta tækifæri. Skópörum raðar hún eftir lit og útrás fyrir aukaorku fær hún með því að skúra, skrúbba og bóna heimili sitt. Laura Bush hefur sagt að hún muni tala máli heilbrigðismála kvenna og læsi fullorðinna en talið er fullvíst að hún muni, ólíkt Hillary, sneiða hjá umdeildum málum. Þær Hillary og Laura eru þó sammála um eitt og það er að þær vilja halda dætrum sínum utan við kastljós fjöl- miðla. Líkist Mamie Eisenhower Laura Bush, sem hefur sagt að Jackie Kennedy og tengdamóðir hennar, Barbara Bush, séu hennar helstu fyrirmyndir í hlutverki for- setafrúar, þykir einna helst líkjast Mamie Eisenhower. Hún sagði þeg- ar Dwight Eisenhower, eiginmaður hennar, komst til valda árið 1952 að hann myndi stjórna landinu en hún elda matinn. Að sögn Lauru Bush ræða hún og eiginmaður hennar einkum um börnin sín, gæludýrin og ýmsa hversdagslega hluti, stjórnmál eru sjaldan á dagskránni. Fatahönnuður hennar, Michael Faircloth, hefur sagt að Laura sé nú þegar farin að finna fyrir kastljósinu sem að henni mun beinast næstu ár- in en hún var gagnrýnd í fjölmiðlum fyrir að vera í bláum skóm við fjólubláa dragt þegar hún og Hillary hittust í síðasta mánuði. „Hún á eftir að vera mjög varkár og íhaldssöm svo að hún eigi ekki á hættu að verða að athlægi,“ sagði hann. Frægar stjörnur eru þegar farnar að gefa forsetafrúnni verðandi góð ráð, í fjölmiðlum að minnsta kosti. Leikkonunni Catherine Zetu Jones finnst kominn tími til að hún fái sér nú góðan stílista því forsetafrúr séu oft fyrirmyndir annarra í tísku- málum. Söngkonunni Sheryl Crow finnst aftur á móti mikilvægara að hún hafi gætur á eiginmanni sínum, að fenginni reynslu forvera hennar. Laura Bush undirbýr flutning í Hvíta húsið Heimilislífið hafið á stall Washington, The Daily Telegraph. Reuters Laura Bush þykir mjög ólík Hillary Clinton. PAVEL Borodín, sem var áður einn helsti aðstoðarmaður Borís Jeltsíns, fyrrverandi forseta Rúss- lands, var handtekinn í New York í fyrradag að ósk svissneskra yf- irvalda. Er hann grunaður um peningaþvætti og verður farið fram á, að hann verði framseldur til Sviss. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess í gær, að Borodín yrði sleppt strax. Borodín var handtekinn á Kenn- edy-flugvelli og átti að koma fyrir rétt í gær. Að sögn Interfax- fréttastofunnar rússnesku hafði honum verið boðið að vera við- staddur embættistöku George W. Bush á morgun. Skömmu eftir handtökuna boð- aði Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, James Collins, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, á sinn fund og mótmælti henni. Krafðist hann þess, að Borodín yrði sleppt strax. Embættis- mönnum mútað Svissnesk yfirvöld halda því fram, að Borodín, sem hafði um- sýslu með hinum miklu fasteignum Rússlandsstjórnar, hafi verið einn aðalmaðurinn í umfangsmiklu mútumáli á síðustu stjórnarárum Jeltsíns en það tengdist svissnesk- um fyrirtækjum. Sagt er, að þau hafi greitt rússneskum embættis- mönnum hundruð milljóna króna til að fá ábatasama samninga um endurbætur á opinberum bygging- um í Rússlandi. Auk þess er hann sakaður um peningaþvætti. Borod- ín hefur ávallt neitað öllu og í Rússlandi var mál hans látið niður falla á síðasta ári. Borodín er nú formaður nefnd- ar, sem sér um að koma á samb- andsríki Rússlands og Hvíta-Rúss- lands og er náinn vinur Vladímírs Pútíns, núverandi Rússlandsfor- seta. Bernard Bertossa, aðalsaksókn- ari í Genf í Sviss, sagði í gær, að Borodín væri grunaður um aðild að peningaþvætti, sem snerist um rúmlega tvo milljarða ísl. kr. Farið yrði fram á, að hann yrði fram- seldur til Sviss. Zhírínovskí vill hefndir Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði í gær, að handtaka Borodíns væri óvirðing við Rússland og Hvíta-Rússland og sumir rússneskir þingmenn tóku undir það, þar á meðal þjóð- ernisöfgamaðurinn Vladímír Zhír- ínovskí, sem lagði til, að Rússar hefndu sín með því að handtaka bandaríska þegna í Rússlandi. Ráðgjafi Jeltsíns og vinur Pútíns handtekinn í New York Sakaður um aðild að peningaþvætti og mútum AP Pavel Borodín ásamt Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Moskvu, London. Reuters, AFP. BANDARÍSK stjórnvöld íhuga nú að banna Bandaríkjamönnum, sem hafa búið í Frakklandi og nokkrum öðrum Evrópuríkjum, að gefa blóð. Markmiðið með banninu er að fyrirbyggja að bandarískir blóðþegar sýkist af nýju afbrigði heilarýrnunarsjúk- dómsins Creutzfeldt-Jakob (CJD) sem tengist kúariðu. Ekki er vitað hvort blóðgjafir geti orðið til þess að sjúkdómur- inn berist í menn en nokkrar til- raunir á dýrum benda til þess að svo sé. Þegar kúariðufaraldurinn hófst í Bretlandi ákvað bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitið að banna fólki, sem búið hafði í landinu í að minnsta kosti hálft ár, að gefa blóð. Meira en 80 Bretar hafa lát- ist af völdum nýja CJD-afbrigð- isins. Kúariða hefur nú breiðst út til Frakklands, Þýskalands og fleiri ríkja í Evrópu og nýja sjúkdóm- safbrigðið hefur dregið að minnsta kosti þrjá Frakka til dauða. Vilja að bannið nái til allra kúariðulanda Matvæla- og lyfjaeftirlitið íhug- ar því nú að láta bannið ná til allra landa þar sem kúariða hefur kom- ið upp. Gert er ráð fyrir því að vís- indaráðgjafar stofnunarinnar taki ákvörðun um málið í dag. Kúariða hefur ekki fundist í bandarískum nautgripum og eng- inn Bandaríkjamaður hefur greinst með hið nýja afbrigði CJD. Bandaríski Rauði krossinn, sem safnar um helmingi þess blóðs sem gefið er í Bandaríkjunum, hefur beitt sér fyrir blóðgjafar- banninu þótt áætlað sé að það geti orðið til þess að blóðgjöfum fækki um 6%. „Mikil vísindaleg óvissa ríkir í þessu máli. Ef til vill kemur í ljós að ekki sé hætta á smiti,“ sagði Bernadine Healy, formaður bandaríska Rauða krossins. „Það er hins vegar rökrétt, úr því að við höfum gert þessar ráðstafanir hvað snertir Bretland, að láta bannið ná til fleiri ríkja í Vestur- Evrópu.“ Bannið gæti leitt til alvarlegs blóðskorts Samtök bandarískra blóð- banka, sem safna hinum helmingi blóðforðans í Bandaríkjunum, hafa hins vegar áhyggjur af afleið- ingum bannsins. Þau segja að það verði til þess að blóðgjöfum fækki strax um 175.000 og það geti leitt til mjög alvarlegs blóðskorts. Blóðgjöfum hefur fækkað um 1% á ári í Bandaríkjunum en spurnin eftir blóði aukist í sama hlutfalli. Bandaríkjamenn íhuga ráðstafanir vegna kúariðu Blóðgjafir fyrrver- andi íbúa Evrópu- ríkja bannaðar? Washington. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.