Morgunblaðið - 19.01.2001, Side 44

Morgunblaðið - 19.01.2001, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórunn Jóns-dóttir fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 28. sept- ember 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilborg Guð- laugsdóttir frá Hellnum, f. 5. febrúar 1859, d. 27. janúar 1928, og Jón Jónsson, smiður frá Lágafelli, f. 20. apr- íl 1857, d. 14. júlí 1931. Þau bjuggu síðast á Hlemmiskeiði. Systkini Þórunnar voru Davíð, f. 30. október 1880, Stefán, f. 3. ágúst 1885, Vilborg, f. 9. maí 1887, Guðjón, f. 19. júní 1889, Jónína Margrét, f. 6. októ- ber 1892, Guðrún, f. 19. júlí 1895, og Guðmundur, f. 12. apríl 1898, og eru þau nú öll látin. Þórunn giftist 10. júlí 1926 ná- granna sínum, Vigfúsi Þorsteins- syni, Húsatóftum, f. 14. ágúst börn. 4) Inga Guðrún, f. 22. des- ember 1933, gift Andrési Bjarnasyni, f. 2. júlí 1934. Þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn. 5) Alda Jóna, f. 7. febrúar 1935, var gift Páli Zophonías- syni, f. 31. ágúst 1933. Þau eiga fjögur börn og níu barnabörn. 6) Þorsteinn, f. 7. febrúar 1935, ókvæntur, tvíburi á móti Öldu. 7) Guðjón, f. 15. júní 1936, kvæntur Valgerði Auðunsdóttur, f. 14. júní 1947. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 8) Hjördís, f. 5. nóvember 1938, gift Jóni Guð- mundssyni, f. 19. júní 1936. Þau eiga fjögur börn og fimm barna- börn. 9) Jóhanna, f. 3. apríl 1942, gift Guðmundi T. Gíslasyni, f. 11. janúar 1946. Þau eiga þrjár dæt- ur og tvö barnabörn. 10) Stef- anía, f. 3. desember 1945, gift Þorkeli Hjörleifssyni, f. 3. júní 1945. Þau eiga þrjár dætur og sjö barnabörn. 11) Þorgeir, f. 29. ágúst 1948, ókvæntur. 12) Jón, f. 29. ágúst 1948, ókvæntur, tvíburi á móti Þorgeiri. Barnabörnin eru því 35, barnabarnabörnin eru 59, þannig að afkomendur eru orðnir 106. Útför Þórunnar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður á Ólafsvöllum sama dag. 1894, d. 3. febrúar 1974, bónda og sím- stöðvarstjóra. Þau bjuggu á Húsatóftum allan sinn búskap og eignuðust tólf börn og einn fósturson. Þau eru: 1) Garðar, f. 14. ágúst 1927, kvæntur Elínu Ing- varsdóttur, f. 9. maí 1933. Þau eiga fimm börn. Auk þess á Garðar dóttur fyrir hjónaband. Barna- börn þeirra eru tíu. 2) Sigríður, f. 28. ágúst 1928, gift Gunnari Guð- mundssyni, f. 10. maí 1926, d. 1. janúar 1983. Þau áttu tvö börn og fjögur barnabörn. Sigríður lést 6. júní 1959 frá tveimur ung- um börnum og kom þá sonur hennar, Vigfús Þór, f. 31. maí 1958, til ömmu og afa og ólst þar upp. 3) Vilborg, f. 9. nóvember 1929, gift Sigurði Kr. Árnasyni, f. 20. september 1925. Þau eign- uðust sjö börn og fjórtán barna- Gott er að eiga góðs að minnast. Þessi orð finnst mér eiga vel við þegar ég hugsa til móður minnar, Þórunnar Jónsdóttur, sem nú er lát- in 95 ára að aldri. Mamma fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum, langyngst systkina sinna. Þar ólst hún upp, í skjóli foreldra sinna og seinna Vilborgar systur sinnar og Þorgeirs manns hennar. Hafði hún oft á orði að það hefðu verið góðir dagar. Mamma og pabbi tóku við búi á Húsatóftum árið 1926. Þar var þá þingstaður hreppsins á hlaðinu og skólinn og allir fundir og skemmt- anir sveitarinnar allt til ársins 1933. Því fylgdi alla tíð mikill gestagangur og á fyrstu árunum gisti ferðafólk jafnvel á leið sinni t.d. til Reykjavík- ur. Símstöð, póstafgreiðsla og bensín- afgreiðsla var á Húsatóftum. Þessu fylgdi að sjálfsögðu mikið starf auk þess að hafa um stóra fjölskyldu að sjá, sem bjó í húsnæði sem í dag þætti heldur lítið, baðstofa og tvö lít- il herbergi og annað þeirra bundið undir símaþjónustu og póst, ekkert rennandi vatn, allt sótt í fötum niður í brunn en þrátt fyrir það virtist al- laf vera hægt að bæta á sig störfum ef þurfti, enda hjartarými mikið. Það var alltaf sjálfsagður hlutur að hafa til kaffi og með því eða aðrar veitingar, hvenær sem var þegar gesti bar að garði, sem var æði oft. Sem dæmi um það er að á Þorláks- messu fyrir jól komu eitt sinn nokkrir ferðamenn sem ætluðu yfir Þjórsá að Kaldárholti en komust ekki alla leið vegna veðurs. Þeim var að sjálfsögðu boðin gisting og allur matur meðan þeir þyrftu á því að halda. Þá var hún með fyrri tví- burana á fyrsta ári og gekk með sjö- unda barnið. Þetta var ekkert eins- dæmi. Í dag er erfitt að ímynda sér svona líf. Ég vil halda því fram að mamma hafi verið ein af þessum stóru hvers- dagshetjum. Hún fer að búa á er- ilsömu heimili 20 ára gömul. Börnin verða mörg og fæðast þétt og oft frekar þröngt í búi, aðstæður eins og voru á þeim tíma, engin nútíma þægindi og það er ekki fyrr en árið 1946 að flutt er í betra húsnæði og þá voru börnin orðin 10. Mér er það minnisstætt að einn veggurinn í gamla eldhúsinu hrundi í vikunni eftir að flutt var í nýja húsið. Það segir sína sögu um aðstæðurnar. Við börnin eigum alveg yndislegar minningar frá æsku okkar. Kvöldin, þegar safnast var saman í rökkrinu, mamma við orgelið og krakkahóp- urinn að syngja með, og seinna þeg- ar við urðum eldri, þá spilaði kannski eitthvert okkar á orgelið, annað á gítarinn og svo jafnvel eitt á sög, þrátt fyrir að ekki væru efni á að kosta okkur til náms á þessu sviði. Úti í útilegumannaleik eða fall- in spýtan eða þeim leikjum sem þá tíðkuðust, og mamma og pabbi að fylgjast með, og þessi mikla hlýja sem við mættum alla tíð, og svo ótal margt fleira. Mamma var einstaklega fórnfús kona. Síminn var ákaflega bindandi, og mátti bærinn aldrei vera mann- laus, jafnvel svo að þegar var verið að ferma börnin hennar, þurfti ein- hver að vera heima og gæta hans, alltaf gat orðið óhapp einhvers stað- ar, þá þurfti að vera hægt að leita hjálpar. Alltaf þurfti að vera hægt að svara, hvernig sem stóð á verki, og oft varð hún til að taka vaktina. Þannig var hún í svo ótal mörgu, alltaf tilbúin að hliðra til og hjálpa. Mamma hafði mikið yndi af blóm- um. Mest ræktaði hún inniblóm. Ég man allar pelargóníurnar í mörgum litbrigðum og hawaiirósirnar, sem óneitanlega settu hlýlegan svip á heimilið. Áður en hún giftist fór hún í skóla til Reykjavíkur í Gróðrar- stöðinni sem kölluð var, og hafði af því mikið gagn og gaman, en eins og svo margir á þessum árum hafði hún ekki langa skólagöngu að baki. Börnin uxu úr grasi og léttu undir eftir getu og róðurinn léttist. Svo komu barnabörnin. Það var sann- arlega fylgst með þeim öllum og best virtist henni líða þegar allur hópurinn var í kringum hana. Það var ekki verið að tauta yfir ung- dómnum eins og stundum heyrist, heldur fylgst með og spurt eftir hvernig gengi hjá hverju og einu, hvað þau tóku sér fyrir hendur stutt við bakið með góðum hug og ráðum og glaðst þegar vel gekk. En fáir sleppa alveg við áföll í líf- inu. Þegar sjöunda barnið fæddist veiktist hún alvarlega og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Hún þurfti að dvelja á sjúkrahúsi um nokkurt skeið og aftur seinna á Reykjalundi. Það varð mömmu mjög mikið áfall þegar elsta dóttirin, Sigríður, féll frá. Hún átti þá tvö ung börn. Það yngra þeirra, Vigfús Þór, kom þá til ömmu sinnar og afa og varð 13. barnið á heimilinu. Pabbi missti heilsuna fyrir sjö- tugt. Hann var alltaf heima og sein- ustu árin sem hann lifði þurfti hann mikla hjálp. Þá sinnti mamma hon- um að mestu leyti en það reyndist henni mjög erfitt líkamlega þar sem hún gekk ekki heil til skógar sjálf, og bilaðist við það mjög í baki. Hann lést 3. febrúar 1974. Í kringum árið 1982 fór hún út á Seltjarnarnes og dvaldi þar og í Reykjavík til skiptis hjá dætrum sínum um nokkurra ára skeið en fór þá aftur að Húsatóftum, í gott skjól Guðjóns sonar síns og Valgerðar konu hans, sem reyndust henni frá- bærlega vel, og ekki skal heldur gleyma hinum sonunum, sem þar búa í nágrenninu, og þeirra fjöl- skyldum. Þar var hennar heima. Við getum ekki þakkað þeim öllum sem vert væri alla þá umönnum. Síðustu átta árin, eftir að hún varð að mestu rúmliggjandi, dvaldi hún á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi og naut þar góðrar umönnunar. Ef ég ætti ósk til handa afkom- endum mömmu þá væri hún sú að þeir fengju að njóta í lífinu þó ekki væri nema hluta slíkrar hlýju og mannkosta sem mér finnst mamma hafa haft til að bera, og við systkinin nutum svo ríkulega. Blessuð sé minning hennar. Inga Vigfúsdóttir. Hún tengdamamma er látin. Lok- ið er langri og erfiðri sjúkrahúslegu. Á svona stundu koma ótal minn- ingar upp í hugann, minningar um gleði- og sorgarstundir, minningar úr erli daganna. En fyrstu kynnin fyrnast ei. Kynnisferðin til tengdaforeldra minna í janúar fyrir 34 árum er nokkuð eftirminnileg. Við Bebba vorum þá búin að trúlofa okkur, það tíðkaðist ekki þá að fá neinar fyr- irfram heimildir og stelpan hugðist nú sýna mömmu og pabba fenginn. Nú var ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn Við lögðum af stað á nýja bílnum eftir aftakaveður daginn áður, þar sem íshröngl í Hvítá og Þjórsá hafði stíflað allt, tún og engi umflotin og rafmagnslaust var með öllu í upp- sveitum. Heim að Húsatóftum var aðeins um eina leið að ræða eftir Skeiðaveginum, einhverri mestu torfæru þess tíma í þjóðvegakerfi landsins þar sem fyrningatími bíla var óhugnanlega hraður. Það var farið að rökkva þegar við renndum í hlað, kertaljósin loguðu um húsið og ég sá glitta í móttöku- nefndina, gríðarlegan fjölda að mér fannst, adrenalínið í hámarki, en sem betur fer fækkaði jafnt og þétt í nefndinni þegar ég gerði mér grein fyrir öllum skuggunum og nú var ég viss um að ég mundi hafa þetta af. Allt voru þetta óþarfa áhyggjur enda viðmót allt einstaklega elsku- legt og mér leið strax eins og heima hjá mömmu. Vigfús með glettni og góðlátlegar athugasemdir og Þór- unn sem vann verk sín hljóð en bjó yfir endalausri orku sem hún miðl- aði með nærveru sinni, lífsstarfið snerist um alla aðra en hana sjálfa, það var hún sem veitti. Mér varð á að rugla saman fengi- tíma og sauðburði með því að hvetja hrútana til dáða „í vor“, þetta þótti ekki búmannlega sagt. En Þórunn svaraði fyrir mig og sagði: Hann er bara betri í einhverju öðru! Þannig var hún, alltaf jákvæð, alltaf tilbúin að bera í bætifláka fyrir þann sem á hallaði í hvert skipti. Tengdapabbi fyrirgaf þennan rugling minn á allt öðrum forsend- um því hann hafði lúmskan grun um að í mér leyndist „framsóknargen“ en slík gen taldi hann skipta sköpum og annað yrði undan að láta. Ekki verður hjá því komist að minnast á hótel Húsatóftir eins og ég kallaði það síðar. Þar var alltaf fullt hús gesta og hún lagði metnað sinn í að eiga eitthvað með kaffinu og „örlítinn matarbita“ en þessi orð höfðu aðra merkingu en ég þekkti, því aðrar eins veitingar hef ég ekki séð fyrr eða síðar og ég get alveg viðurkennt að ég var oft lengi í morgunmat þegar við komum í heimsókn. Lífsviðhorf hennar var hógværð, lítillæti samfara sterkri réttlætis- kennd og trúin á að eitthvað gott byggi í öllum mönnum, enda var hallmælgi ekki til í hennar orðasafni. Takk fyrir samfylgdina, takk fyrir allt. Megi Guð geyma þig. Nú leggurðu upp í langþráða ferð um leiðir að eilífðar kynni, þó tárist ég máske, þá gröf er þér gerð, ég gleðst yfir lausninni þinni. Því örþreyttum frið aðeins fold getur veitt. Nú faðmar þig moldin, sem unnirðu heitt. (Signý Hjálmarsdóttir.) Þorkell Hjörleifsson. Elsku amma. Loksins hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir og ert komin til afa á ný. Minninguna um þig geymum við í hjarta okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.E.) Ástarkveðjur. Hjördís Eleonora, Þórunn Helga og Íris Elfa Þorkelsdætur. Það hlýtur að hafa snert djúpan streng að lenda í sárum dótturmissi. Og þvínæst að taka að þér lítinn dreng sem ársgamall var og ekkert vissi. Ennþá ég man hversu ljúf var þín lund og lipurt þú ólst mig upp, dóttursoninn. Slíkt veganesti mun alla stund mér fylgja hvar sem ég er niðurkominn. Svo núna er hjá þér hugurinn minn svo hlýr þótt úti sé vetur og kalt. Svo það verður núna í síðasta sinn sem ég segi þér, takk fyrir allt. Vigfús Þór. Elsku amma, amma í tröppunum heima í sveitinni, sem segir: „Mikið hefur þú stækkað og ekki hefur þú stækkað minna.“ Alltaf stóðst þú þarna í tröppunum og tókst fagn- andi á móti okkur. Þetta er mynd sem við flest barnabörn þín höfum í huga okkar þegar við komum í sveit- ina. Þegar við systkinin minnumst þín skýrast myndir í huga okkar frá lið- inni tíð. Stemmningin í eldhúsinu er okkur ofarlega í huga. Þar var talað um allt á milli himins og jarðar og grunnt var á glettninni. Þú sýndir okkur aðra hlið á tilverunni og opn- aðir dyr að gömlum heimi, þegar þú rifjaðir upp löngu liðna atburði. Og fleira kemur upp í hugann: heyskap- urinn, Ólsen Ólsen, langavitleysa og útlegumannaleikurinn. Allt þetta tengist minningum um þig, sem ætíð munu skipa sérstakan sess í hjarta okkar. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa upplifað þann ævintýraheim sem sveitin bauð uppá og var það alltaf erfitt að fara heim eftir stutt helgarstopp, sem oft entust í heila viku. Sóttumst við svo mikið að kom- ast í sveitina að við létum aldrei bíl- eða rútuleysi hindra okkur og byrj- uðu flest okkar, ung að árum að fara „á puttanum“ austur eða jafnvel hjólandi. Um leið og við syrgjum þig, gleðj- umst við yfir því að þjáningum þín- um sé loks lokið. Þú ert frjáls og komin til afa, Siggu, systkina og ekki síst til foreldra þinna. Þór, Árni, Sigríður, Geir, Örn og Helgi Sigurð- arbörn. Hún amma á Húsatóftum er dáin! Það er erfitt til þess að hugsa, en hún er sjálfsagt hvíldinni fegin. Síðustu árin hafa verið erfið hjá henni, en hún er búin að dvelja á Sjúkrahúsi Suðurlands undanfarin átta ár. Þar var hún, eins og reyndar alltaf, hvers manns hugljúfi. Kvart- aði aldrei og var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Enda fékk hún frábæra umönnun þar og fyrir það ber að þakka. Fjölskylda ömmu er mjög stór. Hún eignaðist tólf börn og eru af- komendur hennar komnir vel yfir hundrað. Eflaust hefur oft verið erf- itt hjá ömmu, með svona stórt heim- ili, búskap og símstöð, en símstöð Skeiðamanna var lengi vel á Húsa- tóftum og henni þurfti að sinna alla daga, hvenær sem var sólarhrings- ins. Fyrir okkur barnabörnin var skiptiborðið geysispennandi. Stór trékassi uppi á vegg með sveif og símtóli. Á kassanum var fullt af götum og svo pinnar til að setja í götin. Það var mjög freistandi að fikta í þessu tóli, og ef færður var réttur pinni var hægt að tala milli stöðvarinnar og símans í norðurher- berginu. Iðulega fékk maður smáák- úru þegar þetta fikt uppgötvaðist, en það var ákúrunnar virði. Heimili ömmu á Húsatóftum stóð alltaf öllum opið og var oft erilsamt hjá henni. Þar dvöldum við oft – bæði til að aðstoða og eins okkur til ánægju. Það var aldrei nein lognmolla þeg- ar amma var heimsótt í sveitina. Þar var oft stór hluti fjölskyldunnar saman kominn um helgar. Síðsum- ars og á haustin, þegar dimma tók, var safnast saman og ungir jafnt sem aldnir fóru í útilegumannaleik. Þetta fannst okkur sem yngri vorum ákaflega spennandi. Að leika sér úti í myrkrinu seint um kvöld með full- orðna fólkinu og leita að útilegu- manninum. Okkur barnabörnunum er þetta sérlega minnisstætt og höfum við undanfarin ár hist eina helgi í ágúst í Galtalæk og þá er að sjálfsögðu farið með börnunum í útilegu- mannaleik. Amma var óskaplega stolt af sinni fjölskyldu og samgladdist innilega á gleðistundum, hvort heldur það var góður námsárangur, starfsframi, ferming, gifting eða hvað annað sem tilefni gaf til að gleðjast yfir. Við þurfum í raun ekki að hafa mörg orð um hana ömmu okkar. All- ir sem til hennar þekktu vissu hversu góð kona hún var, umburð- arlynd, geðgóð og alltaf var stutt í brosið eða gamansemina. Okkur systkinin langar að þakka þér, amma, fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og við kveðjum þig með söknuði með eftirfarandi orð- um: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hvíl í friði, elsku amma. Helga, Þórunn og Bjarni. Þegar ég sit og hlusta á fjölskyld- una tala um þig, þá skil ég betur hvað ég er heppin að hafa fengið að kynnast þér. Þú ert svo elskuð af öll- um þeim sem hafa þekkt þig, það gerir þig að svo ríkri manneskju, því þú átt svo stóra fjölskyldu. En þú vissir það. Þú varst alltaf svo hress og hlý manneskja. Það var svo gott að tala við þig um alls konar mál, þú varst alltaf opin fyrir því sem maður sagði og þú gast alltaf svarað fyrir þig. Ég man að þegar ég gisti uppi í sveit og mér fannst ég sjá drauga, þá leyfðir þú mér að sofa uppí hjá þér. Þá var allt í lagi, því amma var svo gömul og vissi allt og ef hún var ekki hrædd þá ætti ég ekki að vera það heldur. Þú táknaðir ást, fjöl- skyldu, öryggi og tengsl. Nú á ég bara fallegar minningar um langömmu í sveitinni, sem eru mér mikils virði. Tanya Lind Daníelsdóttir. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þór- unni Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.