Morgunblaðið - 19.01.2001, Page 52

Morgunblaðið - 19.01.2001, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Háskóli Íslands Verkfræðistofnun Við Vatnaverkfræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf tæknimanns/verkefnisstjóra. Starfsmanni er ætlað að hafa umsjón með og ábyrgð á verkþáttum sem krefjast sérhæfingar og þekkingar á þeim verkefnum sem um ræðir hverju sinni. Hæfniskröfur: Verkfræðimenntun eða sambæri- leg menntun, skipulögð og nákvæm vinnubrögð, mjög góð tölvukunnátta. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2001. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Skriflegum umsóknum skal skila til starfs- mannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsókn- um verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Jónas Elíasson, Stofu- stjóri VVHÍ, í síma 525 4651 (jonase@hi.is). Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is Háskóli Íslands Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi Laust er til umsóknar starf við Rannsóknarmið- stöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Starfsmanninum er ætlað að vinna að fjölfaglegum rannsóknum á áhrifum jarð- skjálfta, með sérstakri áherslu á Suðurlands- jarðskjálfta. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi háskólapróf á sviði tækni- og félagsvís- inda. Laun eru samkvæmt kjarasamningum fjár- málaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2001. Skriflegum umsóknum skal skila til starfs- mannasviðs Háskóla Íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækj- endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Sigbjörnsson í síma 525 4141 milli kl. 9 og 13, netfang: Ragn- ar.Sigbjornsson@afl.hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is Biskup Íslands auglýsir að nýju laust til umsóknar embætti sóknarprests í Bíldurdalsprestakalli Barðastrandarprófastsdæmi frá 15. mars 2001. ● Kirkjumálaráðherra skipar í embættið. ● Um launakjör fer skv. ákvörðun kjaranefnd- ar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. ● Valnefnd velur sóknarprest skv. starfs- reglum um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. ● Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 20. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, en ákvæðið er svohljóðandi: „Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram, er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálf- um mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar.“ ● Ofangreindu embætti fylgir prestssetur, með þeim réttindum og skyldum sem því tilheyrir, samkvæmt gildandi lögum og reglum á hverjum tíma. ● Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur, sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups- stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550, fax 551 3284. ● Umsóknarfrestur rennur út 20. febrúar 2001. ● Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Embættinu fylgja viðbótarskyldur skv. nánari ákvörðun biskups. Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug- lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlíta breytingu á störfum sínum og verksviði á skip- unartímanum, sbr. 19. grein laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með vísan til 13. og 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 eru konur hvattar til að sækja um ofangreint embætti. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Verslunar- og þjónustu- húsnæði til leigu við miðbæ Reykjavíkur. Stærð 150 fm og 300 fm ásamt 150 fm millilofti. Góðar og stórar innkeyrsludyr. Hagstætt leiguverð. Upplýsingar í síma 692 0305. TILKYNNINGAR Kópavogskirkjugarður — breytt skipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi Kópavogs- kirkjugarðs auglýsist hér með, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breyt- ingin nær til innra skipulags kirkjugarðsins. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum og grein- argerð, verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9-16 alla virka daga frá 24. janúar til 21. febrúar 2001. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa bor- ist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15 miðvikudaginn 14. mars 2001. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Borgartún 25-27, breyting á deili- skipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deili- skipulagi sem afmarkast af Kringlu- mýrarbraut, Borgartúni, Höfðatúni og Sæbraut, samþ. í borgarráði 10.08.93, m.s.br. varðandi lóðina nr. 25-27 við Borgartún. Tillagan gerir ráð fyrir að byggt verði eitt hús í stað tveggja sem verður 5 hæðir, kjallari og inndregin 6. hæð. Nýtingar- hlutfall er aukið nokkuð o.fl. Tillagan liggur frammi í sal Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 19. janúar til 16. febrúar 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 2. mars 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 19. janúar 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur ÝMISLEGT Lagerútsala Hrím, umboðs- og heildverslun, er með rýmingarútsölu á ýmsum vörum næstu daga: Búsáhöld, bað- og eldhúsvogir, bökunar- vörur, hand- og rafmagnsverkfæri, veiði- vörur o.m.fl. Opið mánud.—föstud. frá kl. 9.00—18.00, laugard. og sunnud. frá kl. 11.00—18.00. Ath.: Hrím hefur flutt í nýtt aðsetur á Smiðjuveg 5, Kópavogi (grá gata), sími 544 2020, fax 544 2021. Ört vaxandi fyrirtæki í miðbænum óskar eftir Starfskrafti til skrifstofustarfa Kunnátta á Navision skilyrði. Öflugu sölufólki Verður að geta hafið störf sem fyrst. Þar sem að starfið felur í sér mikil félagsleg samskipti, er skilyrði að umsækjendur hafi reynslu af slíkum störfum, séu hæfir í íslensku og öruggir í framkomu. Umsóknir sem að tilgreina aldur, menntun og fyrri störf berist auglýsingadeildar Morgun- blaðsins merkt: „Zink-2001", fyrir 10. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.