Vísir - 01.12.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 1. desember 1978 VISIR
VlSIR
lltgefandi: Reykjaprent h/f
iFramkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaði: Arni
Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gísli
Ðaldur Garðarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns-
son, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingarog skrifstofur:
Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Prentun Blaðaprent h/f.
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur
Eldsneyti úr inn-
lendum orkulindum
Allmikil áhersla hef ur verið lögð á það á síðustu árum
hér á landi að auka nýtingu innlendrar orku á ýmsum
sviðum, ekki síst vegna stöðugra hækkana á olíu á
heimsmarkaðnum. Athyglinni hefur einkum verið beint
að jarðvarmanum og hefur verið unnið kappsamlega að
rannsóknum á jarðhitasvæðum og virkjun jarðhita í
þágu hitaveitna víða um land.
Með þessu móti hefur verið hægt að draga úr notkun
olíu til hitunar og er það spor í rétta átt. Sjálfsagt er að
halda jarðvarmavirkjunum áfram þar sem grundvöllur
er fyrir þeim.
Aftur á móti megum við ekki einblína á hitaveituf ram-
kvæmdirnar sem eina möguleikann til þess að draga úr
olíunotkun. Ýmsir aðrir möguleikar eru enn fyrir hendi
og brýn nauðsyn á að þeim sé gaumur gefinn, þar sem
við flytjum enn inn rúman helming þeirrar orku sem
notuð er í landinu.
Því miður er það svo að ráðamenn þjóðarinnar eru
önnum kafnir við margs konar dægurþras og deilur um
ýmis vandamál, auk þess sem þjóðfélagið virðist meira
og minna snúast um gálgafresti og bráðabirgðalausnir
einkum á sviði efnahagsmála.
Þegar svo er ástatt er það fagnaðarefni að íslenskir
vísindamenn skuli að eigin f rumkvæði semja viðamiklar
greinargerðir sem haf nar eru yf ir vanda augnabliksins,
en miðast við framtíðarlausnir þýðingarmikilla mála.
Einn slíkur er dr. Bragi Arnason prófessor við Háskóla
Islands. Hann hefur sent ráðamönnum orkumála og
f jármála þjóðarinnar eintök af gagnmerkri skýrslu sem
hann hef ur samið um þá möguleika sem hérlendis eru til
vinnslu eldsneytis úr innlendum orkulindum.
Viðurkennt er að olía mun ganga til þurrðar í heimin-
um upp úr aidamótunum, en kol og jarðgas muni endast
eitthvað lengur. Ljóst er því að orkubúskapur heimsins
mun taka algerum stakkaskiptum áður en þessi öld er
liðin, eða á næstu tveim áratugum.
Dr. Bragi telur mestar líkur á að vetni muni leysa nú-
verandi eldsneyti af hólmi. I vissum tilvikum geti orðið
um annað eldsneyti en vetni að ræða en þá yrði vetnis-
framleiðslan eftir sem áður undirstaðan undir fram-
leiðslu eldsneytisins.
Þegar svo er komið ættu íslendingar að geta f ramleitt
mestallt sitt eldsneyti sjálf ir og jafnvel f lutt út eldsneyti
í talsverðu magni að áliti Braga Árnasonar.
Þarna er um mikið stórmál að ræða. A síðasta ári nam
innf lutningur á eldsneyti 12% af heildarinnf lutningi okk-
ar í krónum og má búast við að það hlutfall hækki á
næstu árum með hækkandi olíu- og benstnverði.
Athuganir Braga benda til að eftir 10 til 20 ár verði
framleidd í heiminum í stórum stíl farartæki og aflvélar
sem ganga f yrir vetni eða öðru eldsneyti sem hægt sé að
framleiða hér á landi. Það er því ekki seinna vænna að
leggja grundvöll að slfkri eldsneytisframleiðslu hér-
lendis, þannig að ekki þurfi að koma til þess að við
eyðum stórum hluta gjaldeyristekna okkar í að kaupa
eldsneyti sem hægt hefði verið að f ramleiða innan lands,
jafnvel á hagkvæmara verði en víðast annars staðar.
Vonandi verður þessi merka skýrsla dr. Braga Árna-
sonar til þess að opna augu ráðamanna fyrir því að þeg-
ar verður að hefjast handa í þessum efnum. Fyrsta
skref ið yrði stigið með því að koma á fót vinnuhópi sér-
fræðinga, sem geri rækilega athugun á því hvernig inn-
lenteldsneyti geti komið í stað olíu og bensíns í samræmi
við ábendingar Braga.
Ef rétterá málum haldið bendir allt til þess að við get-
um f ullnægt allri okkar orkuþörf um næstu aldamót með
því að nýta innlenda tækni og innlendar orkulindir.
HVAÐ MUNA ÞAU FRÁ 1. DESEM
„Menn hugsuðu um
oð hofa i sig"
segir Guðjón Benediktsson
„Þaö sem ég man gleggst frá
þessum tima voru gifurlegar
frosthörkur og inflúensan”, sagöi
Guöjón Benediktsson sem var
lengi véistjóri en dvelur nú á
Hrafnistu.
„Ég vann þennan vetur viö aö
setja mótor i bát i Hafnarfiröi.
Frostiö viö höfnina var 28 gráöur
en 32 gráöur uppi á Setbergi.
Hafnarfjöröur var Isi lagöur og ég
man ekki eftir þvi aö fólk væri
mikiö á ferli. Sjálfsagt hafa ein-
hverjir fariö til Reykjavikur og
fylgst meö hátföahöldunum viö
Guöjón Benediktsson fyrrverandi
vélstjóri
Visismynd: JA
stjórnarráöiö. Ég minnist þess
hins vegar ekki aö neitt hafi veriö
um aö vera i Hafnarfiröi.
Ég man ekki eftir þvi aö mikiö
væri rætt um sambandslaga-
samninginn I Hafnarfiröi. Fólk
sýndi mikiö meiri áhuga þegar
Skúli Thoroddsen var einn aö
berjast á Alþingi áriö 1908. Þaö
var sannkölluö verkamannapóli-
tlk sem hann boöaöi.
Staöreyndin var nú sú, aö llfs-
baráttan var svo hörö og þessi
vetur mjög erfiöur, þannig aö
fólkiö hugsaöi litiö um annaö en
aö hafa i sig. Inflúensan, þessi
drepsótt, haföi gert slikan usla á
mörgum heimilum aö fólk haföi
um annaö aö hugsa en innihald
samningsins og sjálfstæöis-
baráttuna. Menn böröust fyrir
brauöi sinu”. —BA—
„Varð ekki var
við hótiðahöld"
segir Björn Grímsson
,,Ég minnist þess ekki aö þaö
hafi veriö neitt sérstakt um aö
vera á Akureyri þennan dag fyrir
60 árum.” sagöi Björn Grimsson
sem er fæddur f Héöinsfiröi en
var þennan vetur á Akureyri.
,,Ég býst viö þvl aö fleslallir
hafi veriö ánægöir meö þennan á-
fanga i' sjálfstæöisbaráttunni, en
ef til vill hafa Akureyringar ekki
veriö jafnhrifnir og aörir.
Akureyrivar á þessum tlma hálf-
danskur bær og margir ibúanna
hálfdanskir. Ég býst ekki viö aö
þeir hafi veriö mjög hrifnir af
þessum tiöindum. Ég kenndi
börnum og unglingum þennan
vetur og bjó þau undir próf, en ég
get ekki munaö eftir hátlöahöld-
um þennan dag.”
Myndin er tekin inni á herbergi
Björns á Hrafnistu. Vismynd : JA
Mannúðarfé tíl höf-
uðs hvítum mönnum
Skandinavar eru frægir fyrir
miskunnarverk á öörum þjóöum.
Þeir hafa einnig tekiö ákveöna af-
stööu til styr jalda og oröiö frægir
af þvi lika,einkum Sviar. Þó hefur
þessiafstaöa oröiö svolitiö skrýt-
in hafi striöiö staöiö undir bæjar-
vegg þeirra. Aftur á móti er hún
hörö og ákveöin sé strlöiö háö
austur i Aslu, i Suöur-Amerfku
eöa I Afriku. Þetta eru athyglis-
veröar staörevndir, sem snerta
okkur töluvert og menningarlff
hér þvf fátt er þaö f Skandinavlu
sem viö viljum ekki apa eftir. Eru
raunar til fræg dæmi um fylgi-
spekt okkar viö hinar Noröur-
landaþjóöirnar á alþjóöavett-
vangi eins og þegar viö ákváöum
meö einu pennastriki aö ljúka
allri saltfiskssölu til Grikklands
af þvi hinir herskárri frændur
okkar vildu endilega sýna fyrir-
litingu slna opinberlega á nokkr-
um kiöfættum ofurstum. Aftur á
móti höfum vib ekki fengizt til aö
segja öörum þjóöum strlö á
hendur hvernig sem eftir hefur
veriö leitaö af sterkum banda-
mönnum.
Skandinaviueftiröpun
Viö höfum mjög fariö aö dæmi
Skandinava og annarra Evrópu-
búaum andúöá hvitum mönnum,
sem vilja vernda heimili sitt og
eignir I einhverju Qörru landi, t.d.
Rhodesiu sem Bretland og
Bandarikin hafa sótt aö af mikilli
hörku um skeiö á sama tlma og
lönd þessi eru opin fyrir fólki af
öllum kynþáttum og dettur eng-
um i hug aö hefja skothrtö á þaö
a.mk. ekki svo orö sé á gerandi.
Aö visuvita menn ekki vel hvaöá
aö gera viö Idi Amin, en hann er
týndur rétt einu sinni þegar þetta
er skrifaö. Þá vita menn ekki
hvernig á aö taka þvi þegar PLO
sprengir vagna meö skólabörnum
I loft ur). I annan tima veltir fólk
þvi fyrir sér hvort Muzorewa
biskup I Rhodesíu sé ekki einn af
þessum kvislingum á launalista
hjá Standard Oil. Þá þykir ekki
dónalegtaf hinum hvita kynstofiii
Evrópu á meöan' sopnir eru
kokteilar I garöveizlum aö gretta
sig yfir siöustu ofbeldisverkum
hins hvlta flokks Ian Smith.
Skandinaviskur fjár-
stuðningur við hryðju-
verkahópa
Skandinavar eru fljótir til ef
þeir halda aö hvítir menn séu ein-
hvers staöar meö dónaskap. Til
dæmis hefur norska rikisstjórnin
nýlega veitt stórar fjárhæöir til
mannúöarstarfsemi I sunnan-
veröri Afrlku oger taliö aö styrk-
urinn nemi alls um 4,4 milljónum
Bandarik jadala. Fjármunir þess-
ir renna aö mestum hluta til
ýmiskonar hryöjuverkahópa sem
vart eru taldir eiga sina lika I of-
beldisverkum. Segja má aö
hryöjuverkahópar i Mosambik og
Zambiu eigi það sér til afbötunar,
aö þeir telja sig eiga I striöi viö
Rhodeslu en aögeröum er
stjórnaö af þeim Jósúa Nkomo og
Róbert Mugabe. Foringjar
hryöjuverkamanna eru læröir i
rlkjum kommúnista, og sá eini
strlösrekstur sem þeir þekkja til
er skæruhernaöur og hryöjuverk.
Vopn sín fá þeir frá Sovétrikjun-
um og Klna en miklar birgöir
þungavopna hafa nýlega borizt
þeim til hafnarborgarinnar
Maputo. Þau hafa enn ekki veriö
tekin I notkun. Ekki er þaö vegna
skorts á vilja heldur vegna þess
aö menn kunna ekki meö þau aö
fara.
Frjálsræöishetjurnar snúa sér aö Ibúunum hvenær sem færi gefst. Hér
sjást fórnarlömb hryöjuverkamanna, sem ekki vildu vinna meö ZANU