Vísir - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 01.12.1978, Blaðsíða 7
VISfR Föstudagur X. desember 1978 r ------------------ Umsjóri: Guömundur Pétursson / D Idi Amin týndur T hríó rfa hofnr Idi Amin hefur rúmleca tuttucu -Allir i Knmnab vaarn oinc nc I þrjá daga hefur ekkert heyrst til Idi Amins, Ugandaforseta, sem virðist horfinn, eins og jörðin hafi gleypt hann — á sama tima sem hann hélt þvi fram, að Tansania hefði gert innrás i land hans. Einn af ráðgjöfum forsetans sagöi fréttamönnum i simanum á miðvikudag, að hvarf Amins marskálks væri mjög dularfullt. Idi Amin hefur rúmlega tuttugul sinnum verið sýnt banatilræði, siðan hann komst til valda með byltingu 1971. Hann hefur oft valdið slikri ringulreið hjá þegnum sinum með dularfullum hvörfum, en jafnan komið fram aftur, og gefið þá skýringu, að hann hafi verið i frii eða i brúðkaupsferð með einhverri konunni sinni. Þetta skeði siðast i september á þessu ári, og kom þá upp kvittur um, að hann lægi rænulaus á eyju einni á Viktoriuvatni. Þegar hann birtist aftur, lét hann taka af lifi opin- berlega 15 menn, sem hann sakaði um samsæri gegn sér. -Allir i Kampala væru eins og hengdir upp á þráö. — Ráðgjaf- inn sagði, að mikil leit hefði veriö gerðað Amin í næsta nágrenni við bardagasvæðið við landamæri Tansaniu. A meðan hefur verið tekiö fyrir allan fréttaflutning i Uganda af mánaðarlangri deilunni við Tansaniu, þvi aö forsetinn hefur ekki verið nærri til að leggja blessun sina, hvað segja megi. „Aöur, þegar svona nokkuð hef- ur komið fyrir, hefur það venju- legast verið vegna þess, að hon- um hefur veriö sýnt tilræði,” sagði ráðgjafinn, sem ekki vildi láta birta nafn sitt. Tekur Sodat ekki við verðlaununum? Anwar Sadat, Egypta- landsforseti, ætlar ekki að fara til Osló þann 10. desember til þess að veita viðtöku friðar- verðlaunum Nóbels sem hann deilir með Menac- hem Begin, forsætisráð- herra tsraels. Fréttastofan Mena I Austur- löndum nær greindi frá þessu i gærkvöldi, en fréttin hefur ekki fengist staðfest hjá egypskum ráöamönnum, þótt fréttastofan hafi orð á sér fyrir að vita sínu viti um egypsk mál. Sadat fors^ti sagði nýlega, að það væri undir stöðu samninga- viðræðnanna við tsrael komið, hvort hann færi til Oslóar að taka viö friðarverðlaununum eða ekki. Tregða hefur hlaupið I viðræöurn- ar að undanförnu. Some" Tímes hœtt að koma út Breska stórblaðið ,,The Times” er nú hætt að koma út og þykir mikill sjónarsviptir að, — svo mikill, að breska þingið var kallað saman til aukafundar i gær- kvöldi til þess að fjalla um málið. Deilur við samtök prentara valda þvi, að útgáfunni hefur verið hætt I bili, en eins illa og horfir um samkomulag, er hætt við, að nokkrir mánuðir geti liðið, áður en blaöið hefur göngu sina að nýju. I 190 ár hefur The Times verið jafn ómissandi við morgun- veröarborð efri stéttar Breta, eins og marmilaði og ristað brauð. — Missir þess af blaða- markaðnum gæti orðið vatn á myllu „The Guardian” og „Daily Telegraph”, sem i frétta- og greinaskrifum þykja i litlu gefa eftir The Times, þótt lesenda- dálkar þeirra og krossgátur þoli engan samjöfnuð, eftir þvi sem breskir blaðalesendur segja. Eigandi blaðsins, Thomson lávaröur, hefur sagt, að útgáfu The Times og helgarblaðs þess „TheSunday Times” sé ekki hætt fyrir fullt og allt. En hún hefjist ekki aftur fyrr en náðst hafi samningar við prentara um fækk- un starfsliðs, hagræðingar á vinnustað og tæknivæðingu — og loks vinnufrið. Erjur á vinnustaö hafa leitt til þess, að útgefendur hafa aldrei vitað meö vissu, hvort blaðið kæmi út þennan eöa hinn daginn. Gárungar voru farnir að upp- nefna helgarblaöið „The Sunday sometimes”. Prentarar hafa ekki veriö til viðræðna um samninga, eftir aö Thomson lávarður hótaði að stöðva útgáfuna, og sögöust ekki setjast aö samningaborðinu fyrr en hótunin hefði verið dregin til baka. LTOMA jófaleikur 350.000 króna verðlaun Sendu smellió svar og reyndu aó vinna til Þú þarft aóeins aó svara eftirfarandi Ljóma verólaunanna fyrir jól! spurningu: HVERS VEGNA HEFUR LJÓMA VERIÐ LANG MEST SELDA SMJÖRLÍKIÐ Á ÍSLANDI UNDANFARNA ÁRATUGI? I. VERÐLAUN — TVÖ-HUNDRUÐ-ÞÚSUND KRÓNUR II. VERÐLAUN — EITT-HUNDRAÐ-ÞÚSUND KRÓNUR III. VERÐLAUN — FIMMTÍU-ÞÚSUND KRÓNUR Sendu svar þitt — í bundnu máli eóa óbundnu — merkt: Jólaleikur Ljóma, pósthólf: 5251, deild f, 105 Reykjavík Svarió verður aó hafa borist okkur þann 18. desember 1978. •Jsmjörlíki hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.