Vísir - 01.12.1978, Blaðsíða 14
SVIAR BORGA I BOLTUM
EN DANIR EKKI NEITTI
— Hvað gera forróðamenn knattspyrnumála á Islandi
í sambandi við það og annað á KSÍ-þinginu um helgina?
* ____________________________
Tóm áhorfendastæði á knattspyrnuleikjunum — jafnvel þótt menn sým ýmsar kúnstir eins og þessir
tveir hér á myndinni, er eitt af þvf sem angrar knattspyrnuforystuna og hún veröur að finna svar við á
þinginu um heigina....
Ársþing Knattspyrnusambands
islands verður haidið um heigina,
og er reiknað með að aðalmál
þingsins verði tillaga um stofnun
úrvaisdeiidar. Hefur heyrst aö
borin verði fram tillaga um að
fækka liðum i 1. deild úr 10 i 8 og
nefna deildina siðan Úrvals-
deild. Ekki eru allir á sama máli,
hvað þetta snertir, þvi að ekki
mun áformað aö fækka umferð-
um, heldur hafa þær tvær eins og
áður.
Það yröi skref aftur á bak að
samþykkja þessa tillögu segja
sumir. Hins vegar yrði það til
mikilla bóta að stofna úrvalsdeild
með 6 félögum og iáta þau leika
fjórfalda umferð. Út úr þvi kæmu
eintómir toppleikir — leikir sem
yrðu vel sóttir af knattspyrnu-
áhugamönnum.
Án efa mun eitt aðalmál þings-
ins verða félagaskipti Islenskra
leikmanna tii erlendra féiaga, en
regiur um silkt hafa verið heldur
betur lausar I reipunum. Þannig
er ekki ósennilegt að settar veröi
einhverjar reglur um greiöslur til
islenskra félaga, sem missa leik-
menn til erlendra liða.
Sannast að segja hafa þessi mál
verið I algjörum ólestri. Þannig
hafa félög fengið vænar fúlgur
fyrir leikmenn, sem hafa fariö til
landa I M-Evrópu, en félög I Svl-
þjóð hafa komist upp með að
greiöa fslenskum liðum I boltum
fyrir islenska leikmenn. Þá hafa
dönsk félög, sem hafa fengið héð-
an leikmenn, ekkert þurft að
borga — ekki einu sinni bolta! —
Og ekkert er um það, að félag hér
innanlands, sem fær leikmann frá
öðru innlendu liöi, þurfi að borga
neitt. tsland er þar sennilega eina
landið I V-Evrópu og þótt viöar
væri leitaö, þar sem sllkt viö-
gengst.
Ellert B. Schram og þrlr
stjórnarmenn, sem ganga eiga úr
stjórninni, hafa allir ákveðið að
gefa kost á sér. Ekki er reiknað.
meö mótframboðum hvorki gegn
Ellert né hinum þremur, en þeir
eru Árni Þorgrimsson, Friðjón
Friðjónsson og Helgi Danlelsson.
Baroqwe borðstoffwsett með 2 mikið wtskornwm skapwm.
Borðstofwborð og 10 stólwm
Þetta er eina Baroque borö-
stofusettiö af þessari gerð, sem
til er hér á landi.
Verð kr. 3.850.000.-
Opiö til kl. 4 laugardag
Sáðwmúla 23, sfmi 84200
Hér hefur þú
eino milljón
steriingspunda"
- Nú skal Man. United aftur alla leið á toppinn
„Gjörðu svo vel, hér hefur þú eina
milljón sterlingspunda”. Þetta sagöi
Louis Edwards, stjórnarformaður hjá
Manchester United, viö Dave Saxton,
framkvæmdastjóra félagsins, á dögun-
um. Peningana bauð Edwards Saxton til
kaupa á nýjum leikmönnum eftir 5:1
ósigur United gegn Birmingham, og
Edwards bætti við: ,,Ef þetta er ekki
nóg, þá getur þú fengið meira, þvi að nú
skal United aftur á toppinn”.
Hræðsla
Það er greinilega gripin um sig skelf-
ing á Old Trafford, og nú á að snara
peningaveskinu á loft og kaupa nýja
leikmenn til aö halda uppi merki þessa
fræga félags. Það er varla ofmælt að
eftir ósigurinn gegn Birmingham hafi
gripiö um sig hræðsla hjá forráðamönn-
um Manchester United.
Luque efstur á blaði
Efstur á blaði þeirra leikmanna, sem
Dave Saxton hefur áhuga á að fá tii
United, er argentinski ieikmaðurinn
Leopoldo Luque, sem átti frábæra leiki,
er Argentlna varð heimsmeistari s.i.
sumar. Þá er Chelsea-leikmaöurinn
Ray Wiikins einnig ofarlega á blaöi og
fleiri mætti nefna.
Neill sagði nei
Einn þeirra er hinn stórgóði
leikmaður Ársenal, Liam Brady, en
hann hefur verið aðalmaður Arsenal I
vetur. 1 hann bauð United metupphæð,
en Terry Neill, framkvæmdastjóri
Arsenal, var ekki einu sinni til viðræðu
um málið. „Brady er ekki til sölu, þvl að
án hans væri Arsenal ekki það liö, sem
þaö er I dagV sagði hann.
Ekki eina áfallið
Hinn stóri ósigur United á dögunum
gegn Birmingham — það var fyrsti sig-
ur Birmingham I 1. deild — er ekki hin
eini bitri ósigur, sem United hefur mátt
bíöa I vetur. Þess er skemmst að minn-
ast að liöið hans Elton John, Watford úr
3. deild, sló United út úr deildarbikarn-
um, og það þótt liöin iéku á Old Trafford
I Manchester.
Sá gamli hræddur
En nú er greinilegt að Louis Edwards
stjórnarformaður félagsins er orðinn
hræddur. Áhangendur félagsins, sem
eru þekktir fyrir allt annað en að sitja
þegjandi, ef þeim misllkar eitthvaö, eru
heldur betur farnir að láta heyra I sér og
heimta úrbætur. Meðal annars kröfðust
þeir þess aö Dave Saxton yröi látinn
fara frá félaginu, en á það féllst
Edwards ekki. Þcss I staö rétti þessi 67
ára gamli milljónamæringur honum
milljón pund, og lét þess getiö aö væri
þetta ekki nóg til að koma málum I lag
þá væru fleiri pund til. gk
Leopoldo Luque. Hann er fyrsti maöur á óskalista hjá forráöamönnum
Manchester United.
n
Eins og við vœrum
með blý í fótunum"
sagði Páll Björgvinsson eftir eins marks sigur gegn B-liði Frakka i gœrkvöldi
„Viö lékum siakan varnarleik i
kvöld”, sagði Páll Björgvinsson,
landsliösmaður i handknattleik,
er við ræddum viö hann I gær-
kvöldi Páll var þá nýkominn á
hótel sitt I Parls eftir aö tsland
haföi marið sigur yfir B-Iandsliöi
Frakklands 22:21, og við spuröum
Pál I beinu framhaldi af þvi,
hvort hann væri ánægður með
liöið og leiki þess I Frakklandi til
þessa.
,,Ég held að liðiö sé gott, miöað
viðþaulandsliö, sem éghef leikið
með. Að vísu vita allir að undir-
búningurinn fyrir þessa ferð var
sáralitill og þess vegna getum viö
vel við þetta unað.
Það er búið að vera mikið álag
á okkur hérna. Við æfum á
morgnana, siðan taka við fundir
og loks er aö koma sér á keppnis-
staö og spila. Þetta er þvi ekki
alveg eins og heima, enda vorum
við eins og meö blý í fótunum i
kvöld.”
Þetta var enginn toppleikur,
enda strákarnir svefnlitlir”,
sagði Jón Magnússon, varafor-
maður HSl, i gærkvöldi. Það
veröur þó að taka það með I
reikninginn aö þetta var ekki
alveg B-lið Frakka, þeir eru
þarna með eina 2-3 menn sem eru
A-landsliðsmenn.”
Það er skemmst frá því að
segja að ísland átti i miklu basli
með Frakkana I gærkvöldi.
Sóknarleikurinn var þó þokka-
legur, en vörnin opnaðist oft iila.
ísland komst i 3:1 en Frakkar
TEKST ÞRÓTTI
NÚ AÐ SIGRA?
Þróttarar fá tækifæri til að
hefna sln gegn IS I blakinu, er lið-
in leika I Hagaskólanum á sunnu-
dagskvöldið kl. 20.30. Liðin leika
þar leik sinn i 2. umferð mótsins,
en þann fyrri, sem háður var i
Vestmannaeyjum á dögunum
vann IS.
Það er ljóst, þótt mótiö sé rétt
nýhafið, að baráttan um Islands-
meistaratitilinn kemur einungis
til með aö standaá milli þessara
tveggja liöa. Þau eru i nokkrum
sérflokki i blakinu hér, og leikir
þeirra þvi ávallt spennandi.
Tveir aðrir leikir eru á dagskrá
i 1. deildinni i blakinu, og eigast
þar viö UMSE og UMFL 1 bæöi
skiptin. Leikir liöanna verða I
Glerárskóla á Akureyri kl. 15 á
morgun og á sama stað kl. 14 á
sunnudag.
Staðan i 1. deild Islandsmóts
karla i blaki er nú þannig, aö
Þróttur og IS hafa 8 stig, Þróttur
hefur leikið einum leik meira,
UMFL e: meö 4 stig, UMFE 2 stig
og Mimii ekkert stig.
Á dögunum fengu Vestmannaey-
ingar að sjá Þrótt og 1S leika I
blakinu, og þá var þessi mynd
tekin. Um helgina mætast liöin að
nýju I Reykjavlk, og þá veröur
væntanlega einnig mikið fjör.
Vísismynd Guðm. Sigfússon.Eyj-
um.
höföu jafnaö 4:4 um miðjan fyrri
hálfleik og í leikhléi leiddi Island
13:11.
Framanaf slöari hálfleik leiddi
Islensk liðið með 2-3 mörkum, en
Frakkar jöfnuöu 19:19 þegar 9
minútur voru eftir. Aftur komst
tsland yfir 22:20, en Frakkarnir
áttu sfðasta oröið
Axel Axelsson var I miklum
ham f gærkvöldi eins og f fyrri
leikjum mótsins. Hann skoraöi 10
mörk, en I leikjunum við Frakka
og Kínverja i kvöld og annað
kvöld veröur Islendka liöið án
hans og Ólafs jónssonar. gk —
Per Honsson
Ógnardagar í október 1941
ógnardagar I október er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti
firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöidamorðum
heimsstyrjaldarinnar siðari, þegar allir karlmenn sem bjuggu I
bænum Kragujevec I Júgóslaviu voru teknir af lffi. Moröin áttu
að brjóta baráttuþrek Serbanna en sameinaði þá I stað þess að
sundra. Og þeir sem eftir liföu I þessum draugabæ, biðu þess að
skæruliöarnir kæmu, — og svo sannariega komu skæruliðarnir.
Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu, stórfeng-
legur vitnisburður um sérstaka hetjudáö. Höfundurinn er mörg-
um kunnur af fyrri bókum hans: Teflt á tvær hættur, Tiundi hver
maður hlaut að deyja, Höggvið I sama knérunn og Trúnaöar-
maöur nasista nr. 1, en ógnardagar I október er snjallasta bók
hans, — hún er snilldarverk.
Knut Houkelid
Baráttan um þungavatnið
Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver siða bókarinn-
ar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og járnvilja, ógnir
og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu norskra skæruliða, er
þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna I Vemork I loft upp, —
en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að geta framleitt vetnis-
sprengju og þetta var eina þungavatnsverksmiöjan I Evrópu.
Norsku skæruliðarnir voru Þjóöverjum fremri að einbeitni, hug-
kvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði I ill-
viðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun þeirra
er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar sfðari — og
enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi hetjusaga á vart
sinn lika I striösbókmenntum, svo æsileg er hún.
PER HANSSQN
QGNAR' .
QAGARt Ss
OKIQBER v
'?4%
* * S ** •
/ ú’ .
i#r i «;
'fi 'S
KNUT HAUKIHLID
ÞUNGAVATNIfl