Vísir - 22.12.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 22.12.1978, Blaðsíða 8
j----------------------------L Jólalfósin fást hjá okkur Vió eigum úrval af hinum vinsælu dropaperum og öórum perum í jólatrésseríuna. Vió eigum líka fallegar seríur á jólatréió. HEKLA hf ^ LAUGAVEG1170-172 -SÍMAR 21240-11687 ^ SKYNDIMYNMR Vandaðar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- AUSTURSTRÆTI 6 SIMJ 12644 EDELWEISS STORMSVEITIN Fyrsta bókin i nýjum bókaflokki - hörku- spennandi. Stórbrotin hernaðarsaga úr siðari heims- styrjpldinni - eftir metsöluhöfund á sviði striðsbókmennta. BÓSI Gagnrýnendur svöruðu ekki oðalósökunum en hengdusig í smóolriðin Thorkild Hansen, höfundur bókarinnar „Prosesser mot Hamsun”, átti á dögunum viötal viö Berlingske Tidende, og i fyrsta sinn lét þessi danski rit- höfundur þaö eftir sér aö svara gagnrýnendum og verjast áraé- um, sem naumast hefur linnt, siöan bókin kom út. Meöan Hansen I viötalinu sakar gagnrýnendur um aö hengja sig i smáatriöi, en láta ósvaraö alvar- legustu ákærunum og spurning- unum, sem bókin vekur, vill viö- talandi hans I greininni ganga jafnvel enn lengra. Hann leitar skýringa á hatursárásunum á Thorkild Hansen og bók hans i æsifréttamennsku, sem gagnrýn- endur hafi smitast af. „Fyrir einhverja slysni kallar eitt blaöiö Thorkild Hansen sjeni á þriöjudegi. Þaö veröur þá engin ný frétt, aö kalla hann aftur sjeni i fimmtudagsblaöi. Hins vegar þættu þaö tiöindi aö kalla hann af- glapa, og þar sem viðkomandi blað er fréttablað stendur eðli- lega á forsiöu þess á fimmtudag- inn: Hansen er afglapi”! Eða þannig skýrir danski greinarhöfundurinn málið, og segir engin takmörk vera sett fyrir því, hvað unnt sé að slá fram af tilhæfulausum ásökunum og „sönnunum” fyrir mistökum, sem séu samt ekki til staöar i bók Hansens. Um leiö segir hann, að inn streymi þakkarbréfin, heilla- óskaskeytin og blómasendingar, sem vissulega hljóti að orka upp- örvandi á rithöfundinn, þótt þaö sé I eöli sinu til þess falliö að vekja dapurlegar hugsanir. Eöa hvaö veldur þvi, að uppörvunar- oröin og hrósið veröur að berast i einkabréfum I pósti, meðan skammaryrðunum er slegiö upp á forsíðum blaða? En gagnrýnin hafði ekki komið Hansen á óvart: „Eins og allir vita, var ég búinn að spá þvi, aö bókin mundi leiða til borgara- striðs I Noregi. Og komið hefur á daginn, aö þar var vægt tekið til oröa. En Ibsen var langt á undan mér, að kenna, hvar skórinn kreppti að, þegar „Pétur Gautur” átti ekki upp á pallborðiö hjá Norðmönnum, samtimamönnum hans. Hann sagöi, aö þaö mætti ekki við neinu hrófla I norsku samfélagi, ekki einu sinni þvi sem miður fer”. Thorkild Hansen segir, að gagnrýnendur hafi alveg leitt hjá sér alvarlegustu ásakanirnar I bókinni. Sjálfur telur hann þær vera þessar: „Aö Hamsun fékk ekki verj- anda eða réttargæslumann strax. Aö hann var neyddur til að gangast undir geörannsókn, án dómsúrskurðar. Aö æ ofan i æ rann út varð- haldsfresturinn, án þess aö hann væri látinn laus úr fangelsinu. Að hann var dæmdur eftir afturvirkandi lögum. En það var einmitt þess konar óréttlæti, sem viö héldum að við hefðum sigrað 1945. — I dag er þögnin látin um- lykja þetta”. „Annars held ég”, segir Thor- kild Hansen, „aö verstir séu þeir, sem ekki hafa lesiö bókina, en trúa þvi, sem að henni er fundiö. Eitt dæmi um slikan er yfirlæknir geösjúkrahússins i Oslo, prófessor Leo Eitinger. — 1 „Verdens gang” birtist viö hann langt viðtal, þar sem hann byrjaöi á aö lýsa þvi yfir, að hann hefði ekki lesið bókina. Siðan lét hann 1 ljós það álit sitt, að bókin væri hættuleg. — Hvernig prófessorinn taldi aö slfkt gæti átt samleiö við skynsemi og heiðar- leika, fæ ég ekki skiliö. Verst þótti mér samt, þegar ég nokkrum vik- um siöar fékk frá honum bréf, þar sem stóð, að nú hefði hann lesiö bókina og fundist hún allt öðru visi en hann hafði hugsað sér.” „Margir gagnrýnenda minna hafa ekki einu sinni lesið Hamsun- bókina”, segir Thorkild Hansen. fjÓLAMARKADUR Texos Instruments VASATÖLVUR og RAFEINDAUR Mikið úrval — Hagstœð verð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.