Vísir - 22.12.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 22.12.1978, Blaðsíða 9
VÍSIR Föstudagur 22. desember 1978 c Umsjón: Guömuntfur Pétursson 9 D 28 börn fórust á leið í jólafrí ,,Við komumst aldrei yfir! Við komumst aldrei yfir!” hrópuðu' börnin i kór til skólabfl- stjórans og andartaki siðar skar járnbrautar- lestin bfl þeirra i tvennt. 28 börn létu lifiö og um 60 slösuöust þegar járnbrautarlest skall á skólabílsem var á leið yfir járnbrautarteina viö Salamanca á Spáni I gær. — Börnin voru á leiö í jólafrí. Slysiö varö i þorpinu Munoz, sem er skammt frá Salamanca á vestur-Spáni. Eitteinastabarn í bilnum slapp ómeitt. — 57 ára gamall maöur sem af tilviljun fékk far með skólabilnum, fórst i slysinu. Hluti af bilnum kastaöist 200 metra vegalengd. Skólabækur og jólakort dreiföust um slysstaöinn. Hinir slösuöu voru fluttir á sjúkrahúsiö i Salamanca. Skólablllinn ók á milli ná- grannaþorpa Salamanca og smalaði saman börnum, alls um 90 þennan dag. Rikir nú mikil sorg i þorpunum. Or einu þeirra. 60 manna þorpi. fórust þrettán börn. Dóttirin fetaði í flugrónsspor móður sinnar Erindrekar úr alrikislög- reglu Bandarík janna iaumuðust um borö i far- þegaflugvél á flugvelli Marion í lllionois og yfir- buguðu þar 17 ára flugræn- ingja, stúlku eina, sem hélt 83 farþegum á valdi sínu. Móðir þessarar stúlku var skot- in til bana, þegar hún rændi þyrlu i mai siðasta vor og kraföist þess aö þrir fangur úr öflugasta öryggisfangelsi Bandarlkjanna (i Marion) yröu látnir lausir. Dóttirin kraföist aö þessu sinni, aö einn fanganna, sem afplánar Getur orð- íð rík og frœg af nauðgun- inni Eiginkona fyrsta mannsins, sem dreginn er fyrir rétt í Bandaríkjunum fyrir nauðgun eiginkonu sinnar, hefur heyrst hreykja sér af því, að mál- ið muni gera hana bæði ríka og fræga, eftir því sem eitt vitnanna sagði fyrir réttinum. John Rideout (21 árs) er kæröur fyrir aö hafa nauögaö konu sinni Gretu (23 ára). Er þaö fyrsta málið sem sótt er fyrir brot á nýj- um lögum, sem sett voru i Oregon fyrir ári. — John ber viö sakleysi sinu, en ef hann veröur fundinn sekur, getur hann átt yfir höföi sér allt aö 10 ára fangelsi. Leigusaii ibúðarblokkarinnar, þar sem þessi ungu hjón bjuggu i október, þegar nauðgunin átti aö hafa skeö, sagöi réttinum i gær, aö unga frúin heföi sagt honum, aö kvikmyndaver heföi boöiö henni 50.000 dollara fyrir sögu hennar, og að hún sæi fram á, aö máliö mundi gera hana bæöi rika og fræga. ævilangt fangelsi fyrir flugrán, yröu látinn laus. Stúlkan gaf sig fram við 4 manna áhöfn Trans World-flug- vélar (DC-9) i gær, þegar vélin var i flugi yfir Missouri. Sagðist hún vera meö þrjá dinarhitstauta og' mundu sprengja vélina i loft upp, ef henni væri ekki hlýtt. — Þaö kom siöast i ljós, aö hún hafði gabbað fólkiö, þvi aö stautarnir voru ekki úr dinamiti. Þannig hugsar teiknarinn Lurie sér, að hrœfugl- arnir sveimi yfir harmleiknum hjó musterisfólkinu í Guyana, reiðubúnir að gera sér mat úr nóunum. — Einn er merktur „Útgúfuréttur", annar „kvik- myndaréttur", þriðji „sjónvarpsréttur"... o.s.frv. HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-24:00 12:00-14:30 19:00-02:00 Aðfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 „ 05:00-14:00 08:00-11:00 LOKAÐ LOKAÐ Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 18:00-21:00 05:00-16:00 08:00-14:00 LOKAÐ 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ 19:00-22:00 Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sinum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.