Vísir - 30.12.1978, Page 11
VISIR Laugardagur 30. desember 1978. n
mólaflokkanna um áramótin
unum var mynduö rikis- lofti um st jórnarslit. ir þeirrar skoðunar, að manna þeirra stjórn- minnisstæöast frá árinu
stjórn þriggja flokka. Allt Innri átök hafa ógnað til- stjórnarsamstarfið verði málaflokka, sem fulltrúa sem er að liða, og jafn-
frá þvi að hún var mynd- veru stjórnarinnar aftur ekki langlíft. eiga á Alþingi, og spurði framt hvers þeir væntu á
uð hafa biikur verið á og aftur, og eru nú marg- Visir leitaði til for- þá hvað þeim þætti næsta ári. — -GBG
völlur rikisstjórnar er sá, sem við
hljótum aö vilja helst. A6 öðru
leyti tel ég ekki ástæðu til að
fjalla um möguleika á mismun-
andi samstarfi flokka á milli fyrr
en Urslit kosninga liggja fyrir.”
— Er hugsanlegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi styöja
minnihlutastjórn Alþýðufbkks
eða ganga til stjórnarsamstarfs
við þann flokk, ef nUverandi
stjórnarsamstarf brysti?
„ Ég tel æskilegast að kosið
verði áður en ný stjórn verði
mynduö. En auðvitað er ekkert
hægt að fullyrða i þeim efnum
fyrr en séð er fyrir endalok nU-
verandi stjórnarsamstarfs, og
ekki ástæða til þess að gera upp
hug sinn fyrr en þau eru komin á
daginn.” GBG
Benedikt Gröndal,
formaður
Alþýðuflokksins:
Tel iík-
legra oð
stiórnin
þrauki
,,Ég vil ekki taka Ut einn ein-
stakan tilgreindan viöburö á
þessu ári, sem nU er að llða,
heldur tel ég alveg öruggt, aö mér
muni verða áriö minnistætt til
æviloka sem ár stórra pólitiskra
viöburða. Þetta er það ár á nærri
30 ára pólitiskum ferli minum,
sem tvimælalaust má telja það
viðburðarikasta”, sagði Benedikt
Gröndal.
„Fyrst voru þaö prófkjörin, og
siðan komu tvennar kosningar
með miklum sigrum Alþýðu-
flokksins. Liklega veröa talninga-
næturnar að teljast þar hápunkt-
arnir.
Eftir þetta tóku við stjórnar-
myndunartilraunir sem reyndust
veramjögerfiöar. Þær leiddusvo
tíl þess að mynduö var rikis-
stjórn, sem Alþýðuflokkurinn tók
þátt 1 eftir 7—8 ár i stjórnarand-
stööu. Það hefur verið mjög
spennandi að starfa með þessum
nýja og unga þingflokki okkar og
glima við verkefni rikisstjórnar-
inar. Innan rikisstjórnarinnar hef
ég fengið verkefni, sem er sér-
stætt og mjög spennandi.
Um það hvers ég vænti mér á
næsta ári, þá vil ég segja, að ég
vona að rikisstjórninni takist það
sem hún hefur ætlaö sér aö gera I
janúar. Setja saman heilsteypta
áætlun um baráttu gegn verð-
bólgu( til næstu tveggja ára. Þar
með verði brotiö blað I þjóðmál-
um okkar. Það gerast að sjálf-
sögöu ekki kraftaverk á stundinni,
en i staö þess að byggja á eilifum
bráöabirgðaráöstöfunum þá
veröi samhengi I baráttunni. Ég
Benedikt Gröndal
vænti þess aö það beri þann
árangur að veröbólgan komist
niður í eða niður fyrir 30% seinni
hluta ársins oghaldi siðan áfram
að rýrna á næsta ári.”
— Heldurðu að kosningar séu i
nánd?
„Maður veit aldrei um það,
hvort að bregður til kosninga I
þingræðisriki, sem hefur ekki
meiri festu i stjórnmálum en viö
höfum haft. Ég held þó aö reynsl-
an af stjórnarmyndun siðastliðið
sumar gefi okkur ekki ástæðu til
að ætla að kosningar myndu velta
upp einhverjum glæsilegum nýj-
um kostum. Þar af leiöandi tel ég
nú liklegra aö núverandi stjórn
muni þrauka.” —GBG
Lúövik Jósepsson
Lúðvík Jósepsson,
formaður
Alþýðubandalagsins:
Þörf ó
annarri
byltingu í
kosningum
til Alþingis
„Ég held aö mér sé minnis-
stæðast það sem tengist pólitisk-
um atburöum á siöasta ári, og þá
ekki sfet fall fyrrverandi rikis-
stjórnar og þær miklu breytingar
sem urðu i kosningunum á siðast-
liðnu sumri, bæði til Alþingis og
sveitastjórna”, sagöi Lúðvik
Jósepsson.^>ar var um fáheyröar
breytingaraö ræða, ég man varla
eftir þvi þann tima sem ég hef
tekiö þátt I stjórnmálum hér,
nema helst það sem geröist um
það leyti sem ég komst fyrst á
þing árið 1942. Þá urðu einnig
mjög mikil umskipti hér I stjórn-
málum. Siöan hafa ekki oröið
aðrar eins stjórnmálalegar
sveiflurþar tilnú.Þessar sveiflur
hafa haft I för með sér ýmsar af-
leiðingar, m.a. afleiðingar, sem
við stöndum frammi fyrir núna
og margir spyrja spurninga um
hvaö úr eigi aö veröa. Ég er nú
ekki fær um það að segja hvað úr
veröur, en greinilegt var aö
sveiflan var mikil”.
— „Varðandi þaö hvað ég telji
vera framundan á næsta ári þá
segi ég það bara, að ég hefði
gaman af aö sjá svona sviptingar
aftur og verulega hreyfingu i is-
lenskum stjórnmálum á næsta
ári. Enda sýnist mér satt aö segja
að það sé full þörf á þvi. Viö
stöndum hér meö þannig Alþingi,
og þannig flokkasamstarf núna,
aö mér finnst full þörf á þvi að
það komi önnur svefila og ekki
minni en sú fyrri og hreinsi hér
svolitiö til.”
— Attu þá við að þing verði rofið
og boðað tíl nýrra kosninga?
„Já, ég á viö það. Ég tel aö það
ástand sem við búum viö i dag sé
þannig að það sé nær óbúandi við
þaö. Þaö er breytinga þörf”.
' — Viltu nokkru spá um þaö, á
hvern veg breytingar yrðu við
nýjar Alþingiskosningar?
„Ég skal ekkertum þaö segja,
en mér er alveg ljóst á hvern veg
þær þurfa að vera. Þeir sem
koma á Alþingi og fá verulega
hlutdeild I þvi valdi, sem stofnun-
in hefur meö höndum, þurfa aö
hafa einhvers konar undirstöðu-
þekkingu á þvi hvers konar vald
þetta er. Þettaerekkialveg sama
og einhver leikaraskapur i ein-
hverjum kjallagreinum i blöö-
um”.
— Er hugmyndin um nýjar
kosningar byggö á ósk eöa telurðu
þetta vera raunsæi?
„Ég tel þaö vera bæði ósk og
raunsæi. Ég tel það vera raunsæi
að á þessu sé mikil þörf. Þaö
stjórnarsamstarf sem við búum
viö nú hefur veriö brokkgengt, aö
maður segi nú ekki meira. Þar
hefur komiö ýmisiegt upp, sem
með ólikindum má teljast, og ég
sé ekki að neitt þaö hafi gerst enn,
sem komi í veg fyrir aö þetta geti
haldið áfram svona”.
—Attu von á að til tiðinda dragi
i þessa veru á fyrrihluta ársins,
um mitt ár eða seinni hluta árs?
„Ef til kosninga dregur á næsta
ári, sem auövitaö er ómögulegt
að segja en vissulega gæti orðiö
þá þykir mér nú liklegt aö þær
verði einhvern timann um mitt
árið eins og venjulega. Það eru
svo sterk öfl sem sækja á það að
hafa kosningar um mitt ár.
En auðvitaö er það möguleiki,
að menn læri af reynslunni og hér
birti til á Alþingi á nýjan leik og
menn fari að vinna að hlutunum
eins og virðist þurfa að vinna aö
þeim. En mér sýnist nú samt, aö
afar margt bendi til þess að það
sé full þörf á þvi að við fáum aöra
byltingu hér I kosningum tU Al-
þingis”.
— Nokkrar óskahugmyndir um
st jórnarmyndun, sem tæki
þessari fram?
„Já, ég hef það að sjálfsögöu.
Ég hefi taUð og tel enn, að það sé
mikil þörfá þviaö viö gætum haft
hér öflugt vinstra samstarf i
þessu landi, — raunverulegra
vinstri manna, sem myndu þá
reka raunverulega vinstri pólitik.
Þannig gæti tekist gott og
vinsamlegt samstarf við stærstu
launþegasamböndin i landinu. En
til þess þurfa menn að vera á ein-
hverri vinstri Unu, en þeir mega
ekki flökta til eins og strá i vindi
eftir þvi sem blásið er á þá”.
— Teluröu stjórnarsamstarf viö
stærsta stjórnmálaflokkinn, þ.e.
Sjálfstæðisflokkinn koma til
greina?
,,Ég held að þessi stærsti
stjórnmálaflokkur okkar hér á
landihafi veriöum langtskeið, og
sé enn svo stór, aö hann valdi ekki
sinueigin höfði, ogmyndi þvi ekki
ráöa við það. Mér þykir afskap-
lega sennilegt, að hann eigi eftir
aö þreifa á þvi að hann veröur að
vera minni, ef hann á að ráða við
sitt höfuö”.
—GBG
Róttœkar umbœtur bíða verri tíma
honum sjáif. Fjármagnskostnað-
ur er reiknaöur og fullir vextir
greiddir. Mikiö átak hefur verið
gert til að hafa verðlagningu i
samræmi við framleiðslukostnað.
Látið hefur verið af aöförinni að
versluninni, kaup afgreiðslufólks
hækkað til samræmis við laun
annarra stétta og verslun tekin úr
fjármagnssvelti. Ahersla er lögð
á bætta þjónustu viö neytendur,
meira vöruúrval og neysla er ekki
lengur syndsamleg (sbr. tertu-
botnastrið Þjóöviljans).
Þetta veröur að duga um hug-
myndafræði Alþýðubandalagsins.
Þeir Bandalagsmenn virðast hafa
orðið úti á alfaraleið um hábjart-
an daginn með gamlar lummur I
farangrinum.
Bjartasta skammdegissól-
in
Alþýðuflokkurinn er bjartasta
skammdegissólin. Efnahags-
frumvarp hans i 29 greinum og 10
köflum, sem lagt var fyrir rikis-
stjórnina um miöjan desember,
yljaði mér um hjartarætur. Það
er sama, hvaðan gott kemur. Og
vafalaust hafa ýmsir vænir
huldupiltarog draummenn komið
viö sögu frumvarpsins.
1 frumvarpinu eru hugmyndir
um gang veröbólgunnar, sem t.d.
slá I takt viö skrif min i VIsi á
undanförnum misserum, einkum
eindregin afstaða I peningamál-
um og verðjöfnunarmálum.
Báknið burtblasir við I allri sinni
dýrð, kjarasáttmáli er á dagskrá,
en fjárfesting á að ráðast af arð-
seminni. 1 sannleika mætti meö
smá lagni telja mér trú um að
frumvarpið væri skilgetið af-
kvæmi Sjálfstæðisflokksins, enda
þótt við nánari athugun megi
vafalaust finna þar önnur lit-
brigði en blá, t.d. i greinum er
lúta að verðlagseftirliti, stjórn á
fjárfestingu og i nokkurri tregðu
að láta markaðinn ráða.
Ekki pólitiskur grundvöll-
ur fyrir róttækum endur-
bótum
Það eru sjálfsagt fáir, sem trúa
þvi að stjórnin muni styðja frum-
varp Alþýöuflokksins, nema þá i
hryllilega skrumskældri mynd,
og það óskepni mundi gera illt
verra I efnahagsmálum. Kannski
mun einhver önnur stjórn koma á
umbótum I þessum anda? Enn er
erfitt að spá.
Enda þótt vandasamt sé að ná
samstööu á Alþingi um nýja um-
bótastefnu, er vandinn meiri. Ég
tel enn ekki pólitiskan grundvöll I
landinu fyrir róttækum endurbót-
um. Máttur vanans er mikill og
Enda þótt logar veröbólgubálsins teygi sig sífellt hærra búa islendingar nú betur
en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Þeir eru ekki í skapi til aö leggja á sig róttækar
umbætur í efnahagsmálum, þær veröa væntanlega aö bíöa verri tíma.
voldugir aðilar hafa hreiðrað vel
um sig i kerfinu. Flestir eru
ósammála þessari sérviskulegu
skoðun, en hún fékk byr undir
báöa vængi við umræður um
vaxtamál nú fyrir jólin, en þá
rikti myrkasta svartnætti jafnvel
á enn fleiri bæjum en ég hafði ótt-
ast.
Aö hleypa út lofti í skamm-
deginu
Vissulega hrópa hásar raddir
úr öllum áttum á heildarlausnir,
jafnvel harðræöisaðgeröir, en við
nánari skoöun er aöeins verið aö
hleypa út lofti I skammdeginu.
Rám kölí þrýstihópaforstjóranna
á almennar úrbætur eru I reynd
aðeins kröfur um sérstaka fyrir-
greiöslu. Þannig er það a.m.k.
oft, og þannig hefur veröbólgan
leikiö okkur.
Enda þótt logar veröbólgubáls-
ins teygi sig sifellt hærra, búa Is-
lendingar nú betur en nokkru
sinni fyrr i sögu sinni. Þeir eru
ekki i skapi til aö leggja á sig rót-
tækar umbætur i efnahagsmál-
um. Þær verða væntanlega að
biða verri tima.
En vel má vera að þessi rikis-
stjórn eigi eftir að leggja sjálfan
grundvöllinn að uppbyggingunni
með þvl aö kollsigla þjóðarskút-
unni. Og þá hefur hún ekki lifað til
einskis.
Þ.E.