Vísir - 30.12.1978, Side 17

Vísir - 30.12.1978, Side 17
VÍSIR Laugardagur 30. desember 1978. Hvað er efst í huga um árqmótin? Bjðrn Pálsson á Löngumýri: ,Snjallt að framlengja þingmennskuna' „Ég held að ég dáist einna mest að viskunni hjá stjórnmálamönn- unum að ræna sparifjáreigendur með þvi að fella gengið. Þeir sögðu að þetta væri til að bjarga atvinnuvegunum, en iögðu siöan nýjan skatt á atvinnuvegina þannig að þeir verða verr staddir en áður,” sagði Björn Pálsson bóndi á Löngumýri og fyrrum al- þingismaður. „Mér finnst einnig mjög snjallt hjá þeim að borga sjálfum sér fullt kaup eftir aö þeir hætta aö vera þingmenn og framlengja þannig þingmennsku. Þetta er mjög hyggileg ráðstöfun hjá þeim. Ég á von á þvi að lslendingar haldi áfram að eyða peningum og ferðast til Mallorca og Kanari- eyja á næsta ári. Liklega eru þeir farnir að vitkast það mikiö að þeir hafi minnkað eitthvað brennivinsdrykkju eöa þá að landsmenn orðnir duglegri við að smygla og brugga. Ég held að veröbólgan haldi áfram með sér- stæðum tilbrigðum. Ég geri mér vonir um að fólk verði glatt og kátt á næsta ári eins og þaö hefur alltaf verið. Forsjón- in leiki viö okkur eins og hún hef- ur gert undanfarin ár.” —BA Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi: „1. og 2. mars minnisstœðustu atburðirnir" „Mér er minnisstæðast, þegar litiö er yfir atburði þessa árs, 1. og 2. mars þegar verkafólk reis upp og tók afstöðu gegn lögum sem rikisstjórnin hafði beitt sér fyrir,” sagði Bjarnfriður Leós- dóttir á Akranesi. „Ég tel að þessir atburðir hafi markaö mikilvæg spor i barátt- unni fyrir sjálfstæði verkafólks. Mér er alltaf efst i huga viö hver áramót að á komandi ári verði staða og starf verkafólks metin meira bæði hvað varöar félagsleg og efnahagsleg gæöi. Ég vona að sú rikisstjórn sem viö nú búum við verði þess megnug að viröa rétt verkafólks til þeirra gæöa sem land og þjóð bjóöa upp á.” — BA - FREEPORTKLÚBBURINN NÝÁRSFAGNAÐUR Freeport-klúbburinn heldur hinn árlega nýársfagnað sinn í Glœsibœ' 1. janúar 1979 kl. 19.00 Allir sem vilja halda nýársfagnað án áfengis eru velkomnir VALINN MATSEÐILL LANDSÞEKKTIR SKEMMTIKRAFTAR Aðgðngumiðar verða seldir að Frakkastíg 14b laugardaginn 30. des. kl. 14.00-18.00 Hakarastofan Figaró hefur opnað nýja stofu og snyrtivöruverslun aö Laugavegi 51. Eldri stofan verð- ur áfram starfrækt i Iönaðarmannahúsinu. Eigandi Figaró er Gunnar Guðjónsson. *tÆSk 3 RT’ mtst l ! ■ L.... NEFNDIN Hraðskákmót Mjölnis í Glœsibœ (Kaffiteria) Jólahraðskákmót Mjölnis verður haldið í Glœsibœ n.k. laugardag og hefst kl. 13.00. Góð verðlaun. Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér töfl og klukkur og mœta ca. 12.45. Pátttökugjald 1000 kr. MJÖLNIR. Lausn á Myndgátu í Borgarinn verður birt í blaðinu miðvikudaginn 3. janúar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.