Vísir - 30.12.1978, Page 18

Vísir - 30.12.1978, Page 18
18 Laugardagur 30. desember 1978. JACKIE EFTIR KITTY KELLEY Sigurveig Jónsdóttir þýddi og endursagði. Nýtt líf hefst hjá J Jackie treysti sér ekki til aö vera ein meö börnin viö jaröarför Onassis. Hún baö þvi Edward fyrrverandi mág sinn aö fylgja sér við þá athöfn. Ástæöan var einfaldlega sú, aö andúö Onassis- fjölskyldunnar var svo yfirþyrm- andi, aö Jackie gat ekki hugsaö sér aö mæta þeim ein sins liös. begar hún haföi boöist til aö aö- stoöa viö undirbúning jaröar- fararinnar, var henni svaraö stuttaralega, að þess geröist ekki þörf. Jaröarförin fór fram sam- kvæmt fyrirmælum Ari sjálfs, sem vildi aö hún væri i einföldum griskorþódoksum stil. Hann var jarösettur viö hliö sonar sins á Scorpios. Þaö var einkum Christina, sem geröi Jackie lifiö leitt eftir fráfall Onassis. Henni höföu veriö gefin róandi lyf og deyfing enda búin aö vaka i 48 tima yfir Onassis. Þegar þær Jackie óku frá flugvellinum fylgdi herskari ljósmyndara aö venju. Jackie gaf sér tima til aö veifa til þeirra og engin hryggðarmerki aö sjá á henni. Christinu ofbauö sjálfsstjórn stjúpmóöur sinnar og þótti þar aö auki ekki réttur timi til aö huga aö ljósmyndurum. Þær áttu siöar eftir aö elda grátt silfur saman úr af erföaskrá Onassis. Blööin höföu fengiö nasaþef af þeim stiröleika, sem einkenndi samband þeirra, og gengu þvi á Jackie. Hún harðneitaði aö sam- band sitt viö Onassisfjölskylduna heföi á nokkurn hátt breyst til hins verra. Nýtt lif hjá Jackie Jackie varö nú aö venjast ekkjustandi á nýjan leik. 1 þetta skipti voru aöstæöur gerbreyttar. Húii þurfti ekki aö syrgja I heilt ár eins og viö fráfall forsetans. Jackie geröi heldur enga tilraun til aö sýnast i neinni sorg.Hún tók til viö skemmtanalifiö á fullu og sást á hinum ýmsu stööum fyrstu mánuöina eftir andlát Onassis. Reyndar haföi Jackie I ýmsu aö snúast, þvi aö erföaskrá Onassis tryggði henni ekki þær fúlgur, sem búist haföi verið viö. Hun hlaut þar svipaöa upphæö og tryggustu aöstoöarmenn Onassis, en þorri eignanna gekk til Christ- inu, sem harðneitaði að hækka hlut stjúpmóöur sinnar. baö jók ekki á oröstir Jackie er Jack Anderson, sem Onassis haföi rætt viö um skilnaö, birti grein um þau áform. Baráttan um arfinn Jackie brýndi lögfræöinga sina mjög I baráttunni fyrir stærri hlut af Onassisauönum. Hún fór fram á liðlega 6 milljaröa islenskra króna auk hluta i snekkjunni og eyjunni Scorpios. Christina vildi leysa máliö meö þvi að bjóöa liölega 2 milljaröa Is- lenskra króna, sem Jackie hafnaöi strax. Þaö var ekki fyrr en eftir 18 mánaöa samningaþóf, sem Jackie náöi sinum 6 milljöröum, auk tæplega 1,8 milljaröa til aö -greiöa skattaf arfinum. Christina . .setti þau skilyrði, aö Jackie rifti öllum tengslum sinum viö I .Onassisfjölskylduna og aö hún ' aeröi aldrei framar kröfur til ^ eignanna. ^ ' ÞesSir peningar geröu Jackie # kleift aö lifa fjárhagslega mun ^ þægilegra lifi en meðan hún var ^ gift Onassis. Hún tók lika þegar til viö gegndarlausa eyöslu # þeirra. ~ Jackie verður aðstoðar- ^ ritstjóri a Sex mánuðum eftir aö Jackie haföi grafið Ari Onassis fór hún aö vinna sem ráögefandi ritstjóri hjá Viking útgáfufyrirtækinu. bessa vinnu fékk hún I gegnum góövin sinn Thomas Ginzburg, forseta tJtgáfuhúss New York- borgar. Jackie var með 60 þúsund krónur i laun á viku og haföi sina eigin skrifstofu, en þess var hins vegar ekki vænst aö hún ynni reglulegan skrifstofutima. Starfsmenn Viking útgáfunnar fengu nóg að gera þegar Jackie byrjaði, þvi fólk hringdi og sendi skriflegar fyrirspurnir til aö fá svar hennar. Meöan Jackie vann hjá Viking aöstoöaöi hún meöal annars viö undirbúning sýningar um breytt hlutverk kvenna á 18. öld. Hún feröaöist einnig til Moskvu og haföi i framhaldi af þeirri ferö umsjón meö samningu bókar- innar ,,In the Russian Style”. Viking-útgáfan hélt meiriháttar blaöamannafund vegna útkomu þeirrar bókar, þar sem lögö var áhersla á, aö Jackie heföi sjálf unnið langmesta vinnu i sam- bandi við bókina. „Jackie er ekki eins og Hollywoodstjörnurnar, sem láta tvifara ganga I erfiðustu hlutverkin”, sagði ritstjóri Viking. Jackie yfirgefur Viking Yfirmenn Viking voru mjög þægilegir viö Jackie, enda töldu þeir hana geta veitt þeim aögang aö heimsfrægu fólki. Annaö starfsfólk var hins vegar mjög tortryggiö. „baö er ekki hægt aö halda þvi fram aö ég hafi aldrei gert neitt skemmtilegt eöa spenn- andi,” sagöi Jackie sem tók þetta mjög nærri sér. „Ég hef sjálf veriö fréttamaöur og hef lifaö þýöingarmikla atburöi i sögu Bandarikjanna. Ég er alls ekki sú versta sem gæti gegnt þessu sla rfí ’ ’. 1 októbermánuöi I fyrra gaf Viking út bókina: „Eigum viö aö segja forsetanum?” en þar var greTnt frá moröTS mannf, sem gat ekki veriö annar en Teddy Kennedy. Jackie haföi vitaö um væntanlega útgáfu bókarinnar, en ekkert gert I málinu. Henni var boöið aö leggja bann viö útkomu hennar, ef þetta þætti ósmekk- legt. 1 bókmenntagagnrýni sem ritaö var eftir útkomu bókarinnar var ein setning sem gaf Jackie færi á aö slita sig lausa frá Viking: „Bók þessi er hreinn sori. HVER SA SEM TENGIST ÚTGAFU HENNAR MA SKAMMAST SIN”. Jackie lét blaöafulltrúa sinn skýra frá þvi, aö hún heföi reynt um tima aö skilja aö I sinu lifi annars vegar starfiö hjá Viking og hins vegar tengsl sin við Kennydyana. „Þetta tókstekki og þvi hætti ég”. Aftur í faðm Kennedy- fjölskyldunnar Jackie var komin inn undir hjá Kennedy.unum áöur en hún hætti hjá Viking. Hún haföi lagt fram háar upphæöir i kosningabaráttu SargejnLShriver árið 1976, en þá reyndi hann aö hljóta útnefningu sem forsetaefni. Caroline var komiö fyrir i sumarvinnu á skrifstofu öld- ungardeildarþingmannsins Teddy Kennedy og Jackie varö formaöur i fjáröflunarnefnd fyrir „Kennedý Center” I Washington. Jackie1 sinnti hins vegar ekki eingöngu fjölskyldumálum, þvi hún sást æ oftar i fylgd meö greinahöfundinum Pete Hamill, sem vann hjá The New York Daily News. Hann haföi áöur búiö meö leikkonunni Shirley MacLaine i nokkur ár, en flutt út Jackie með vini sínum Pete Hamill Jackie ásamt Caroline, er hún útskrifaðist f rá Concord Academy eftir hún neitaði að giftast honum. Blöðin gleyptu I sig þetta nýja samband og Jackie og Pete fengu naumast nokkurn tima aö vera ein. Pete Hamill haföi ekki ætiö borið jafnhlýjan hug til Jackie. Hann var einn af fjölmörgum, sem hneyksluöust á brúökaupi þeirra Onassis. Niðskrif elskhugans Hamill haföi starfaö við The New York Post er Jackie og Aristoteles gengu I hjónaband. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.