Vísir - 30.12.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 30.12.1978, Blaðsíða 27
vtsm Laugardagur 30. desember 1978. Hyaðerefst ílhuga um óramótin? ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans: „Ekki nógu margir fallið" „Þaö féllu margir foringjar á árinu, bæöi hérna I Reykjavlk og út um viöan heim,” sagöi Arni Bergmann ristjóri Þjóöviljans. „Þó held ég aö ekki hafi nógu margir falliö og ekki nógu ræki- lega. En afdrifarikast i þeim mál- um er þaö, aö Iranskeisari riöar til falls og óvíst hvar hann heldur upp á nýáriö. Þegar hann svo endanlega steypist tir hásæti, þá mun af þvi veröa mikill dynkur i sögunni. Ég vona aö hvimleiöir foringjar haldi áfram aö detta uppfyrir á næsta ári. An þess þó aö þeim takist aö draga heimsbyggöina meö sér I fallinu.” — SG Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins: „Við erum í miðjum farsa" „Þaö var sagt um valinkunnan sómamannaö honum hafi þóttsvo gott I staupinu i Menntaskóla aö hann hafi ekki vitaö, hvort hann var þrjú ár I öörum bekk eöa tvö I þriöja. Þannig held ég aö mörg okkar séu farin aö ruglast á þvl, hvort viö erum uppi á 16. öld eöa þeirri tuttugustu,” sagöí Matthias Johannessen ritstjóri Morgunblaösins. „Sjálfur er ég aö mestu hættur aö muna hvort þessi atburöur eöa hinn geröist á þessu árinu eöa hinu. Ég hef t.a.m. á tilfinning- unni aö sumt af þvl sem okkur var sagt aö gerzt heföi á þessu ári heyri miööldunum til en ekki 20. öldinni. Múhameöstrúarmenn setja aftur i lög aö höggva hendur af fólki, aörir eru neyddir til aö stytta sér aldur fyrir félagajesú sem gekk undir nafninu séra Jones eöa eitthvaö þvlumlikt, I úrúgvæ fara menn á skytteri á sunnudögum — og skjóta indlána. Þaö er einhver óáran I blessaöri menningunni, galdrabrennur skiöloga allt i kringum okkur, al- þýöumenningu og smekk hefur jafnvel stórhrakaö hér uppi á noröurpól. Nú vita æ fleiri minna um æ fleira. Fjölmiölar eru á hraöri leiö meö okkur inn I nýja steinöld. En þá segir fólk og yppt- ir öxlum: hvaö gerir þaö svosem til eins og steinaldarmennirnir eru skemmtilegir? Eöa: ósköp er hann Matthfas aö veröa gamall. Viö erum I miöjum farsa. Hann stjórnast af afstæöiskenningu sem enginn skilur. Fellini sem allir þekkja ekki siöur en Njál á Bergþórshvoli er sá eini sem kann þennan farsa utan bókar. Næst þegar okkur vantar rlkis- stjórn „til aö vinna bug á verö- bólgunni” ætti forseti íslands aö biöja hann aö stjórna sýningunni. Eöa getur veriö að hrollvekjan um Aldo Moro hafi gerst i alvör- unni? Og þaö á 20. öld? Nei, ég held hún sé martröö. Draumur úr þykjustunni, sem á upptök i hænublundi heimsmenningarinn- ar. Mér er sagt aö marxistar austantjalds hafi þetta aö orötaki (millihreinsana): Vesturlönd eru aö rotna, en fnykurinn er indæll. Viö fáum ekki einu sinni aö rotna i friði án þess þeir njóti þess meö einhverjum hætti i Gúlaginu. Og nú skilst mér að ég sé aö veröa eini maóistinn I heiminum. Karter og Húakúa fengur eru komnir i sama flokk. Og hér uppi á islandi vinnur Ólafur Jóhannes- son stórsigur i kosningum meö þvi aö gjörtapa þeim. Nei, þaö kann enginn svona farsa utan bókar nema Fellini. Og svo á þetta allt eftir aö lenda i Oldinni okkar eins og Pétur Hof- mann. —SG Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins: „Kosninganóttin ógleymanleg" „Ariö 1978 hefur veriö einkar viöburöarlkt. t mlnum huga hafa siöustu alþingiskosningar sér- stööu af innlendum atburöum. Ég "þarf ekki aö rekja ástæöurnar: kosningabaráttuna, sigra Al- þýöuflokksins og þaö sem á eftir hefur gengiö”, sagöi Arni Gunnarsson ritstjóri Alþýöu- blaösins og alþingismaöur. „Einn þáttur kosnipganna snerti mi'gsérstaklega, og verður ógleymanlegur: nóttin.þegar tal- iö var. Ég var ýmist „úti eöa inni” ogóvissan var mikil. Þegar liöa tók á nótt þótti mér sýnt, aö ekkiyröiég þingmaöur. Ég fór aö sofa. Um nónbil var ég vakinn. Konan sagöi mér, aö ég heföi náö kjöri, 11. landskjörinn. Þetta var ánægjulegur árangur eftir talsvert erfiöi. Þaö voru utankjörstaöaatkvæöi úr fæöingarbæ minum, lsafiröi,sem ráku smiöshöggið á kosninguna. Þaö var lakara aö fella jafn ágæt- an mann og Karvel. úr þessari kosniQeabaráttu eru minnisstæöir allir þeir góöu vinir og kunningar, sem ég eignaöist, fólk sem lagöi á sig ótrúlegt erfiöi til aö tryggja kjör mitt. Ahrif og afleiöingar þessara kosninga eiga eftir aö marka nokkur timamót. Ég vænti þess staöfastlega, að úrslitin eigi eftir aö hafa eftirtektarverð áhrif til góös á islensk stjórnmál. Hvaö ber áriö 1979 I skauti sér? Ekki hvaö ég held, aöeins þaö sem ég vona! „Ungkratar” á þingi hafa veriö sakaöir um uppi- vööslusemi og ábyrgöarleysi. En viö erum aöeins haröákveönir i þvi, aö fá samþingsmenn okkar til aö taka þátt I baráttunni gegn veröbólgunni. Sumum finnst þaö barnalegur þrái. En verðbólgan er óféti sem leikur þjóðfélagið grátt. Baráttan gegn henni mun einkenna árið 1979. Sú barátta veröur ekki sársaukalaus, en min von er sú aö þing og þjóö skilji aö hún er ekki aöeins nauösyn, hekiur lifsnauösyn. Finni „ungkratar” skilning og stuöning viö baráttu sina mun enginn þurfa undan þeim aö kvarta. En sé sá skilningur ekki fyrir hendi veröur aö visa málinu til þess eina hæstaréttar, sem viö getum tekiö mark á: nýrra kosninga. Og þaö munum viö hik- laust gera, ef veröbólginn hugsunarháttur ræöur meiru en staöreyndir og þaö sem viö gæt- um kallaö skynsemi.” —SG Jónas Kristjónsson, ritstjóri Dagblaðsins: „Heimssögu- legum atburðum hef ég gleymt" „Eftirminnilegast var aö tapa fyrir Stefáni Jasonarsyni bænda- höföingja I langhlaupi á land- búnaöarsýningunni i haust, ekki sist vegna sóiarhringsins, sem ég eyddi siðan með fæturna i heitu baðvatni. Alvariegum og heims- sögulegum atburðum ársins 1978 hcf ég sem betur fer gleymt,” sagði Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins. „Kannski ætti ég aö óska mér slikrar hestaheilsu á næsta ári, aö ég geti unniö Stefán i langhlaupi. Úr þvi aö þaö er vonlaust, get ég i staöinn látið i ljós þá ósk, aö Dag- blaöiö veröi stærsta blaö landsins á árinu, þótt ég viti, aö þaö veröur vafla fyrr en áriö 1980.” — SG 4ón Sigurðsson, ritstjóri ímans: „Kosningarnar og stjórnar- Oiyndun" ’ „Markveröast af innanlands- vettvangi er aðdragandi kosning- anna, kosningarnar sjálfar og stjórnarmyndunin I kjölfarið,” sagðí Jón Sigurðsson ritstjóri Timans. „Þarna uröu ótvirætt meiri umskipti en oröiö hafa slöan i kosningunum 1952 og þær tengdust lika á sinn hátt miklum stéttáátökum á þvi ári. Viö vitum náttúrulega ekki ennþá hvort hér hafa orðiö varan- leg kaflaskil eöa hvort nú fer eins og á árunum eftir 1942. Þaö hlýtur aö fara mjög mikiö eftir þvi hvernig rikisstjórninni veröur ágengt. Þaö má segja aö fram- vindan á nýja árinu sé undir þvi komin hvort tekst aö halda fullri atvinnu i landinu en ná um leiö tökum á veröbólgunni. Og I raun og veru hlýtur það aö vera manni efst I huga fyrir allan almenning um þessi áramót.” — SG 27 suimiidag Efni m.a. Mér fannst Silfurtungl Laxness ekkert sérstakt leikrit. Helgarviðtalið er við Egil Ólafsson Sveiflaði sleggju 10 tíma á dag Karl Ólafsson eldsmiður tekinn tali Úr almanakinu Einar Örn Stefánsson skrifar um heilbrigðiskerfið og heilagar kýr. Ennfremur í sunnudagsblaði: Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndaval bíóstjóranna í Reykjavík J.E. ritar um bleika víðáttu Notað og nýtt í áramótaham Heilsíðumyndgáta — 20 þúsund króna verðlaun Krossgáta Kompan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.