Vísir - 20.02.1979, Side 5

Vísir - 20.02.1979, Side 5
5 VÍSIR Þriðjudagur 20. febrúar 1979. ...Jfggg!gg | g&!| Bragi Guömundsson á Renault 5TL ekur léttan eftir isbrautinni f isaksturskeppni Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykjavikur. Hann hafnaöi I 3. sæti I keppninni. ísoksturskeppnin hjá Úlfarsfelli BMW í FYRSTA SÆTI Alls tóku 19 bilar þátt i isaksturskeppni Bifreiöaiþrótta- klúbbs Reykjavikur, sem haldin var á Leirtjörn undir úlfarsfelli. Sigurvegari varð Jón S. Halldórsson á B M W 2002, meö heildartimann 3 min. 48,7 sek. Viðar Halldórsson á Mazda 929, með heildartimann 3 min. 58,8 sek. var i öðru sæti og i þriðja sæti var Bragi Guðmundsson á Ren- ault 5TL með heildartimann 4,001 min. Eknar voru tvær mismunandi brautir og leyfilegur var aðeins venjulegur útbúnaður blla i snjd, nagladekk eða keðjur. Keppni þessi þótti takast mjög vel og hefur Bifreiðaiþrótta- klúbbur Reykjavikur I hyggju að halda aðra slika isaksturskeppni fljótlega. —ÞF Hitaveituframkvœmdir hafnar á Akranesi Nú eru hafnar framkvæmdir viö fyrsta áfanga hitaveitu Akra- ness. 1 þessum áfanga er um aö ræöa fjarhitunarkerfi og veröur kyndistööin staösett viö sjúkra- húsiö. Lagnir frá þessum fyrsta áfanga hitaveitunnar verðá sett- ar i stærstu stofnanirnar á svæðinu, svo sem sjúkrahúsið, iþróttahúsið og skólana, svo og I 80 íbúðarhús. Akranes er stærsti þéttbýlis- kjarni landsins, sem ekki hefur hitaveitu. Til þessa hefur lang- mest verið kynt með oliu og nokkur hús með rafmagni. Með síhækkandi oliuverði er kyndingarkostnaður þvi orðinn mjög mikill. „Hitaveituframkvæmdir hafa strandað á þvi að fá vatnsréttinn i Deildartunguhver, en þaðan mun aðalæðin koma” sagöi Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar Akraness. „Það er orðið eitt brýnasta hagsmunamál Akurnesinga aö fá þennan vatnsrétt, hvort sem hann er keyptur eða tekinn eignar- námi. Við vonum, að rikisvaldiö gangi nú fast i að kippa þessu I liðinn. Við erum inni á lánsf járáætlun, svo framkvæmdir við að virkja hverinn geta hafist strax og leyfi fást. Ef unnið er að þessum málum eins og vera ber, ætti hitaveitan að vera komin i gagnið á árinu 1981”, sagöi Valdimar Indriðason. —ATA— Ágóði af jólakon- sert 1.6 milljónir í vetur var haldinn jólakonsert i Háskólabiói til styrktar Meðferðarheimilissjóði fyrir einhverf börn. Alls gáfu um eitt hundrað manns vinnu sina á hljómleikunum i þágu þessa málefnis. Nú hafa aðstandendur kon- Tekjur af jólakonsertinum sertsins afhent fé það sem inn urðu 2,8 milljónir, gjöldl,6, þar kom og hafa verið keypt fyrir af 1,1 milljón I húsaleigu fyrir það verðtryggð spariskirteini Háskólabió. rikissjóðs 1978 að upphæð 1,2 Mismunurinn var 1.211.664 milljónir króna. krónur. —JM Gjafaféö afhent. Frá vinstri: Páll Asgeirsson, yfirlæknlr, Ómar Einarsson, ftr., Guöni Garöarsson, form. Umsjónarfélags ein- hverfra barna, Björgvin Halldórsson, tónlistarmaöur, Ómar Valdi- marsson, blm. og Jón Ólafsson, forstjóri. Svo kemur það ótrúlega Verðið: Station kr. 2.150.000.- Sedan kr. 1.950.000.- Dragið ekki að panta bil Til afgreiðslu strax Hafið samband við sölumenn okkar TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi v/Sogaveg Síimar 84510 84511 Byggður á grind með 65 ha. tvígengisvé! (Gamla Saab-vélin) Komið, skoðið og kynnist þessum eftirsóttasta bil austantjalds. Gormar á öllum hjólum og bíllinn því dúnmjúkur í holum og eiginleikar bílsins i lausamöl eru frábœrir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.