Vísir - 20.02.1979, Síða 24

Vísir - 20.02.1979, Síða 24
Ný leið inn f Norðurlandaráð til umraeðu: Olof Palme, fyrrum forsætisráöherra Sviþjóöar, var f gær kjörinn tii þess að taka við störfum forseta Noröur- landaráðs næsta árið, en þvi embætti hefur Trygve Bratteli, fyrrum'forsætisráðherra Noregs, gegnt frá þvf á síðasta þingi ráðsins. Myndin er tekin af þeim Palme 0g Bratteli á Norðurlandaráösþinginu I Stokkhólmi. Fá Fœreyingar aðild að ráðherraneindinni? Frá Eliasi S. Jónssyni, fréttamanni Visis, i Stokkhólmi i morgun: Verið er að kanna, hvort mögulegt sé að ná samstöðu um að veita Færeyingum einhverja aöild að ráðherranefnd Norðurlandaráðs, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum VIsis hér I Stokkhólmi. Spurningin um sjálf- stæða aðild Færeyinga að Norðurlandaráði hefur verið rædd á vettvangi ráðsins undanfarin ár, en sjálfstæð aðild þeirra hef- ur ekki hlotið nægjanleg- an stuöning. Á fundinum, sem hófst síödegis I gær i Stokk- hólmi, hafa Færeyingar tvo fulltróa i dönsku sendinefndinni, en þeir eru frá Sambandsflokkn- um og bjóöveldisflokkn- um. Auk þess á færeyska landstjórnin einn fulltriia I dönsku rikisstjórnar- sendinefndinni. Erlendur Patursson, fulltrúi Þjóðveldisflokks- ins i Færeyjum, hefur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum flutt tillögu um að Færeyingar fái sömu stöðu og rikin fimm, sem hafa beina og fulla aðild að Norður- landaráði, en lögfræði- nefnd ráðsins befur að meirihluta til lagst gegn breytingum á stöðu Færeyinga innan ráðsins og fer þar aö vilja danskra stjórnvalda. Samkvæmt heimildum VIsis er nú reynt að finna einhverja málamiðlun; mun þá sérstaklega vera rætt um þann möguleika aö Færeyingar fái ein- hverskonar aðild að ráð- herranefndinni, en að ekki verði nú gerðar nein- ar grundvallarbreytingar á aðild Færeyinga að ráð- inu sem slikri. Þessi hug- mynd mun hafa veruleg- an hljómgrunn meðal Islensku fulltrúanna, en i morgun var ekki ljóst hver niðurstaðan yröi. Tillaga Erlends Paturssonar er á dagskrá Norðurlandaráðsins á föstudaginn. —ÞM/ESJ, Stokkhólmi Hroyttiverk slasaðs mannsi Skreið 150 m lœrbrotinn Það slys varö rétt við flugvöllinn á Patreksfirði að bfll fauk út af veginum, rann niður eftir snarbrattri hlið og fram af 12 metra háu bjarginiður I fjöru. ökumaðurinn slasaðist talsvert, lærbrotnaði m.a. illa. Þar sem billinn lá eftir slysið, var ógjörningur að sjá hann og greip bilstjór- inn, þótt slasaður væri, til þess ráðs að skriða út úr bilnum og koma sér i aug- sýn. Til þess þurfti hann að fara út um afturgluggann, en þaðan var nokkurt fall niður á jörðina. Hann skreið siðan eftir fjörunni um 150 metra leið og tveimur. timum siðar kom fólk auga á hann nálægt veginum. Visir spurðist fyrir um liðan mannsins, sem liggur á Borgarspitalanum, og var hún sögð góð eftir at- vikum. —SS CHILEMADUR SÆKIR UM HÆU SEM PÓLITÍSKUR FLÓTTAMADUR Er með nýtf vegabréf „Chiiebúinn kom hingað sem ferðamaður, þegar hann kom inn i landið en ekki til að beiöast hælis sem pólitisk- ur flóttamaöur,” sagöi Arni Sigurjónsson hjá út- lendingaeftiriitinu, þegar Visir innti hann eftir Chile- manninum Julio Ocares. sem hefur beðist hælis sem flóttamaöur. Arni sagði að þegar Ocares kom inn t landið, hafi hann verið með nýlegt vegabréf, gefið út af sendi- ráði I Chile I Kanada kvaðst Arni þvi ekki I fljótu bragði sjá ástæðu til þess að Chile- búinn beiðist hér hælis. Ennfremur hefði hann ekki haft atvinnuleyfi hér á landi en hafi þó verið búinn að vinna hér I hálfan mán- uö, áöur en hann sótti um leyfiö. Að lokum sagði Árni að málOcaresværiltil athugun- ar I dómsmálaráðuneytinu og þyrfti eflaust að athuga það gaumgæfilega áöur en hæli hér verði veitt. Ekki vegna þess að hann sé Chilebúi heldur vegna þeirra forsendna sem hann kemur á inn i landið.- HR Alþýöubandalagíð um efnahagsmálafrumvarpíð: „Leiðir tii aukningar á kerfísvaldi" ,,Það kom greiniiega fram á þessum fundi, að það er mikil andstaða gegn ýmsum ákvæðum, sem er að finna I frumvarpi ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, og það eru uppi sterkar kröfur um að fá þeim breytt”, sagöi Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins I morgun, er Vísir ræddi við hann um fund Alþýðubanda- lagsins I gærkvöldi. „Hins vcgar kom það einnig greinilega fram, aö Alþýðubandalagsmenn ætlast til þess, aö flokkur- inn reyni til þrautar að ná samkomulagi viö sam- starfsflokka sina um breytingar”, sagöi Lúðvik. „1 frumvarpinu felst gifurleg aukning á kerfis- valdi helstu embættisstofn- ana I landinu og skeröing á valdi hinna kjörnu lýð- ræðislegu stofnana. Þetta er atriði, sem viö leggjum áherslu á, að verði breytt”, sagði ölafur Ragnar Grimsson, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins. „Þær ágætu stofnanir sem sömdu þetta frumvarp reyna að binda I lög aukningu á valdi sinu”, sagði ólafur Ragnar. „Það kom skýrt fram á fundinum, að við erum reiðubúin til að vinna að þvi að þessi stjórn haldi áfram, en þá á þeim grund- velli aö þær forsendur sem þetta stjórnarsamstarf byggir á, séu I heiðri hafð- ar”, sagði Ólafur. Helstu galla frumvarps- ins taldi Ólafur vera i fyrsta lagi ákvæði um sjálfvirka kjaraskerðingu. 1 öðru lagi tillögur um sam- dráttaraðgerðir, sem bæt- ast við ofan á veiðitak- markanir, sem fiski- fræðingar hafa lagt til, og oliuhækkaninar. „Með þessu erum við komin með örugga atvinnuleysisfor- múlu”, sagði Ólafur Ragn- ar. KP/JM Þetta var - sagði erfiður tími" „Þetta var ægilega mikill sjór sem reið yfir skipið að framan og allt ætlaði um kollað keyra,” sagði Michele Luise skip- stjóri á Edera I morgun. Visismenn fóru um borð í italska skipið I morgun I fylgd tollvarða þar sem það liggur á ytri höfninni en þangaö kom Edera um miðnætti I fylgd Bifrastar. Skipið hafði lestaö 39 þúsund tonn af málm- grýti I Narvik I Noregi og átti að sigla með það til Corpus Christi i Mexikó- flóa. A laugardag fékk það yfir sig brotsjó og kallaði á hjálp. Luise skipstjóri var þreyttur eftir erfiða sigl- ingu til Reykjavikur en á- nægður með að allt hafði gengið vel. Útlitið hefði verið svart um tima þar sem skipið var að veltast I slæmu veðri og miklum sjó með opna lest eftir að hnúturinn reið yfir. Edera er skráð i Napóll og siðdegis I dag eru tveir menn frá útgerðinni væntanlegir hingað til lands og munu þeir skoða skemmdirnar og siðan verður tekin ákvörðun um að hve miklu leyti við- gerðverðurframkvæmd hér Edera er 40 þúsund lesta skip og um 230 met- rar að lengd. Áhöfn er um 30 manns. „Þetta var erfiður timi,” sagði Luise skipstjóri, er við kvödd- um.” — SG Michele Luise skipstjóri lýsir brotsjónum. (Visism. GVA).

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.