Vísir - 23.03.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 23.03.1979, Blaðsíða 3
VtSIR Föstudagur 23. mars 1979. 3 BSRB og rlklsstlórnln hafa náð samkomuiagi: Atkvæðagreiösla h)a BSRB llklega í maí //Atkvæðagreiðsla um samninginn verður væntan- lega fyrstu vikuna í mai, því það er eftir að kynna málið og ræða það á fundum, en það er ekki búið að ákveða dagsetningu formlega," sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalagas starfsmanna rfkis og bæja, í samtali við Visi f morgun. Rikisstjórnin og BSRB hafa gert meö sér samkomulag um aö BSRB falli frá grunnkaups- hækkun á laun sem átti aö taka gildi 1. april, gegn þvi aö banda- lagið fá aukinn samningsrétt á vissum sviöum. Samkomulagiö er undirritað i dag meö þeim fyrirvara aö þaö veröi sam- þykkt i allsherjar atkvæöa- greiöslu félagsmanna BSRB, sem eins og áöur sagöi er fyrir- hugaö aö láta fara fram i maí. Samnningurinn var sam- þykktur á fundi stjórnar BSRB meö meirihluta atkvæöa, tveir voru á móti og fimm sátu hjá. Aö sögn Brynjólfs Sigurösson- ar hjá Fjárlaga- og hagsvslu- stofnun voru launaliðir á fjárlög- 3% kaup- hækkun hefðl kostað rfklð 1732 mllliðnir i. april um fyrir áriö 1979.54 milljaröar. Sú upphæö hækkaöi um 6,9% 1. mars og var þá komin upp I 57,7 milljaröa. Heföi 3% hækkunin komiö til framkvæmda 1. april heföi þaö samkvæmt þessari upphæö kostað rikiö 1732 millj- ónir. - JM vel mlðar (kðkaínmðllnu: Málið uppiýst I næstu vlkul Yfirheyrslum yfir þeim f jórum Islendingum sem sitja i gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna kókaínmáls- ins miðar nú vel áleiðis. Telur danska lögreglan líkur á að málið verði upplýst að fullu áður en gæsluvarðhald f jórmenninganna rennur út í lok næstu viku. Franklín Steinerog Sigurður Þ. Sigurðsson voru teknir til sameiginlegrar yfirheyrslu í gær. bar mun þeim hafa.veriö gert ljóst að frekari tregða þeirra viö að segja allt er þeir vita gæti að- eins orðið til aö spilla fyrir þeim sjálfum er málið kæmi til dóms. Framburður hinna handteknu er farinn aö stangast á i ýmsum atriöum og telur lögreglan aö þess sé skammt aö biöa aö allir málavextir upplýsist. Lögreglan hefur upplýst aö miklar llkur séu á að hægt veröi aö leggja máliö fyrir dómara föstudaginn 30. mars þegar gæsluvaröhaldiö á aö renna út. —SG/MG Kbh. Banasiys á Dai- vík 091 Hrísey Tvö banaslys urðu í Eyjafirði í gær. Annað slysið varð á Dalvik. Nítján ára piltur féll í höfnina þar og var lát- inn, er að var komið. 1 morgun var ekki ljóst hvernig slysiö haföi oröiö, en I gærmorgun er menn komu á bryggjuna, fundu þeir piltinn, og var hann þá látinn. Sjónarvottar munu ekki vera að slysinu, en þaö er nú I rannsókn. Pilturinn hét Jóhannes bóroddsson, 19ára, til heimilis aö Brimnesi á Dalvik. brettán ára piltur lést I Hrisey er hann varð undir fiskkassa- stæöu, er hrundi. Slysiö varð I Fiskvinnslustöö KEA á þriöja timanum I gærdag og var piltur- inn viö fiskvinnu. Er taliö aö hann hafi látist nær samstundis. —EA „Veitum varla flelrl fresll” - seoir Bjðrn GuOmundsson formaOur FÍA „Við erum nú orðnir dálítið langeygir eftir að eitthvað verði gert í okkar málum", sagði Björn Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnuf lugmanna, við Vísi í morgun. „Viö erum dálitiö forvitnir aö vita til hvers samgönguráöherra baö um aö viö frestuöum verk- fallinu. Siöan viö geröum þaö hefur ekkert verið gert I málinu og timinn fer aö veröa naumur. betta er fjórði fresturinn sem viö veitum. Sá fyrsti var aö beiöni sáttanefndar. Annar var aö beiöni Magnúsar Magnússonar, félags- málaráöherra. Sá þriöji var aö beiöni Ólafs Jóhannessonar, for- sætisráöherra og sá fjóröi aö beiöni Ragnars Arnalds. baö eru að visu einir sex ráö- herrar eftir, en ég á varla von á aö viö veitum fleiri fresti. Viö erum farnir aö veröa dálitiö óþolinmóöir”. —ÓT. FRAWIKVÆMDASTOFNUN ÚTHLUTAÐI UM 800 MILLJðNUM KRÓNA Stjórn Framkvæmdastofnunar, sem skipuð var af nú- verandi ríkisstjórn í desember, hélt sinn fysta útlána- fund í fyrradag, en þetta var þriðji fundur stjórnarinn- ar. Afgreidd voru tvö hundruð og sextiu umsóknir, þar af fengu 150 samþykkt lán. Kókalnið og seölarnir, sem teknir voru af tslendingunum I Kaupmannahöfn. Úthlutaö var tæplega átta hundruö milljónum króna. Um sjötiu af þeim umsóknum sem afgreiddar voru fóru til iönaöar og fimmtiu til fiskiskipa. Hjá Framkvæmdastofnun liggja nú tvö hundruö og sextiu ó- afgreiddar umsóknir. — JM fT' I FJÖLVA cj_p ÚTGÁFA Tilkynnum útkomu nýrror bókar Stóra Heimsstyrjaldar-saga Bók sem beðið hefur verið eftir Heimsstyrjaldarsaga Fjölva kemur I bókabúöir strax eftir helgina. Sem ómissandi handbók hefur hún inni aö halda allt sem skiptir verulegu máli um aödraganda og gang Seinni Heimsstyrjaldarinn- ar. Leiftursóknir bjóöverja, innrásir I Danmörku og Noreg, stór- sóknin i vestur, Orustan um Bretland, refskákin I Eyöimörkinni, innrásin I Rússland, Stalingrad, Pearl Harbour, innrásin I Nor- mandi og sóknin inn að hjarta býskalands. , « ~ AUGLYSING betta er stærsta rit, sem Fjölvi hef- ur gefið út. Alger skortur hefur veriö á upplýsingariti um þessi stórfenglegu átök. Heimsstyrjald- arsagan veröur vafalaust eftirsótt tileignarog gjafa. Sem undirstööu- rit I sagnfræöi er hún vænleg til fermingargjafa. Muna menn hverjir voru Rommel, Mont- gomery, hvernig var herstjórn Hitlers og stjórnskörungurinn Churchill. Leiddar fram orsakir styrjalda, útskýrt hversvegna bjóðverjar voru fyrst sigursælir og hversvegna siöar hallaöi undir fæti fyrir þeim. Sérstakir kaflar um Sjóhernaö og Lofthernaö. Allt á einum staö, allar upplýsingar I einni bók, stórfögur og ýtarleg. Saga mikilla ótaka í einni stórri bók Fjölvi tilkynnir fyrirfram, aö ný Lukku-Láka bók er væntanleg á næstunni. bað er ein sú besta I röðinni, um Billa barnunga, Billy the Kid, óþekktarorminn, sem gat orðiö nokkuö háskaleg- ur. En Lukku-Láki er ekki hræddur aö glima viö slika pörupilta, þó óneitanlega fái þaö nokkuö á taugarnar. Lukku- Láka bókin um Billa barnunga er alveg forkostuleg. Donanú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.