Vísir - 23.03.1979, Qupperneq 8

Vísir - 23.03.1979, Qupperneq 8
vtsm Föstudagur 23. mars 1979. 8 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, EllasSnæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Siguröur Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón öskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3000 á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu kr. íso eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f : 'ÁFGRÉÍÐSLUSTÖFNÁNIR GUÐMUNDÁR? ': Hún er skrýtin myndin, sem islenskur almenningur hefur haft fyrir augunum að undan- förnu af þeim þjóðfélagsstofn- unum, sem meðæðstu völd eiga að fara í þjóðfélaginu, Alþingi og ríkisstjórn. ( stað þess, að Alþingi og rikisstjórn fari ótvírætt með úr- slitaráð í þeim málefnum, sem stjórnskipun landsins gerir ráð fyrir, blasir nú við allra augum, að þessir aðilar eru leiksoppar óábyrgustu aflanna i islensku þjóðlíf i. Út af f yrir sig er það síður en svo harmsefni, að Alþingi og rikisstjórn komi ekki fram sem einhver allsráðandi öfl í þjóðfé- laginu. Þvert á móti er eðlileg valddreifing geðþekkt stjórnar- fyrirkomulag og þeir stjórnend- ur oftast farsælastir, sem ekki beita formlegum völdum sínum til hins ítrasta. Við það er heldur ekkert að athuga, nema síður sé, að samráð sé haft við utan- þingsaðila um mikilvæg land- stjórnarmálef ni. En það hlýtur að vera áhyggjuefni öllum fylgjendum þess f ulltrúalýðræðis, sem stjórnskipun okkar á að tryggja, hvernig tiltölulega lítil valda- klíka hef ur sett Alþingi og ríkis- stjórn stólinn fyrir dyrnar og hvernig annarri smáklíku á sama meiði er síðan ætlað að leysa þing og stjórn úr þeirri prísund, sem hin fyrri hafði sett þessa aðila í. sambandsins út úr híði sínu og bauðst til að bjarga ríkisstjórn- inni. Nú er hann búinn að sjóða saman einhverjar tillögur með örfáum af sínum nánustu sam- starfsmönnum, sem samtök hans eiga að leggja blessun yf ir MM , s _ 1 iprpf Þingmenn biöa fyrirmæla frá Guömundi J. og félögum. A meöan ræöa þeir um sel- inn. Fyrst lét hin ráðandi klíka í Alþýðusambandi fslands mið- stjórn sambandsins segja þvert nei við þeim efnahagsmálaúr- ræðum, sem stjórnarf lokkarnir höfðu komið sér saman um. Þar með var málið komið í harðan hnút, því að hvernig gat „stjórn hinna vinnandi stétta” gengið í berhögg við vilja AS(? En á réttu augnabliki, stundu áður en allt var að springa i loft upp, skreið formaður Verkamanna- um næstu helgi. Og hvernig get- ur svo „stjórn hinna vinnandi stétta" annað en farið eftir ráð- um Verkamannasambandsins? Guðmundur J., formaður Verkamannasambandsins, og klíkan i kringum hann, hafa farið svo leynt með fyrirætlanir sínar, að m.a.s. þingmenn stjórnarflokkanna hafa ekki minnstu hugmynd um þær. Þeir vita það eitt, að þeir eiga að samþykkja það í þinginu, sem Guðmundur J. verður áður bú- inn að láta samþykkja á sinum prívatf undi. Til þessa hefur oft verið und- an því kvartað, að Alþingi væri ekki annaðen afgreiðslustof nun fyrir ríkisstjórnina og em- bættismannalið hennar. Nú er þetta sýnilega liðin tíð. Ríkis- stjórn og Alþingi eru á góðri leið með að verða afgreiðslustofn- anir fyrir verkalýðsrekend- urna, harðsvíraðan komma- kjarna, sem búinn er að sölsa undir sig svo til öll völd í verka- lýðshreyf ingunni. Þessa dagana, á meðan Guð- mundur J. og félagar hans taka þýðingarmestu löggjafar- ákvarðanirnar tala þingmenn- irnir um selinn, gera Alþingi að athlægi með fáránlegum um- ræðum um fréttamenn úti í bæ og fleira í þeim dúr. Halda þingmenn í raun og veru, að þeir hafi verið kosnir til þess að taka við fyrirskipun- um frá Guðmundi J. og klíku- bræðrum hans? Ef svo er, þá er sennilega eins gott, að Guð- mundur fari að stjórna milli- liðalaust, beint frá pulsuvagn- inum, og sé ekki að leggja á sig þetta formsatriði, sem göngu- ferðir hans í stjórnarráðið eru. Er einhver hrevfing að kom- ast á dagvisrunarmálin? Dæmisögur úr búð Una er 21 árs ógift móöir, sem vinnur ibúö. Hún á 3 ára son, sem hún fékk pláss fyrir á dagheimili fyrir tveim mánuöum, eftir aö hafa veriö á biölista i 14. mánúöi. Hún borgar fyrir þaö 26 þús. kr. en meölagiö sem hún fær meö syninum er 27,800 krónur. 1 sömu búö vinnur Jóhanna. Hún á tvö börn og er einstæö móö- ir. Annaö barniö er 5 ára, hitt er 2 ára. Eldra barniö er á dagheimili, en byrjar i skóla eftir eitt ár og missir þá plássiö. Hitt barniö er á biölista, og fær liklega pláss eftir hálft til eitt ár, eöa um þaö leyti sem eldra barniö byrjar i skóla. Yngra barniö er hjá dagmömmu, en þaö kostar 47 þús.kr. Helming- urinn af þvi er endurgreiddur af borginni, þar sem hun er einstæö. Vinnufélagi þeirra Unu og Jó- hönnu er Ólöf. Hún gifti sig fyrir 4 árum og á þrjú börn,þau eru aö kaupa sér litla fbúö, og þurfa þvi nauösynlega bæöi aö vinna. Þau fá ekki dagvistun fyrir börnin og fá ekkert endurgreitt frá borginni af dagmömmukostnaöinum, sem er 141 þús. kr. Olöf er búin aö segja upp. Þaö borgar sig ekki fyrir hana aö vinna úti. Þaö sem eftir er af kaupinu hennar, þegar dagmamman hefur fengiö sitt, rennur beint i skattinn. Þaö borg- ar sig frekar aö maöurinn hennar vinni aukavinnu á kvöldin og um helgar. Þaö er eina leiöin til aö missa ekki fbúöina. Framlag borgarinnar Þessar dæmisögur sýna vel ástandiö i dagvistarmálum. Langmestur hluti kvenna. er þó enn verr staddur en þær sem getiö er hér aö fram- an. Þær komast ekki út af heimillnum til aö starfa aö þvi sem þær langar til og til aö afla heimilum sfnum brýnna tekna. Og ástæöan? Þær eru gift- ar — þær eru ekki lengur fr jálsar — þær eru annars eöa þriöja flokka vara.Takist ekki aö grafa upp dagmömmur— ogþaöersvo sannarlega skortur á þeim i mörgum hverfum — og takist ekki aö fá einhver ja ættinga til aö gæta barnanna, þá er fátt þessum konum til bjargar. Aö minnsta kosti fá þær ekki áheyrn hjá borgaryfirvöldum meö kröfur sinar. Núverandi borgarjórnar- meirihluti átti eitt sinn ekki orö til aö lýsa vanþóknun sinni á ástandi dagvistarmála i borginni. En þá var hann ekki meirihluti,heldur minnihluti. Skv. fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár, veröa dagheimilispláss i lok árs oröin 900 ogskóladagheimilis- pláss 128. Allir sjá hversu munar um þaö, ef þeirlita á töfluna hér á siöunni. Fyrst minnst er á borgaryfirvöld er rétt aö geta þess aö framlag þeirra til barna- heimilanna aö ööru leyti, svo sem tii ,að ráöa fleiri fóstrur, auka tækjabúnaö o.fl. hækkar ekki frá fyrra ári aö raungildi, þaö lækk- ar. Samstarf 12 félaga 1 janúar sl. gekkst 8. mars hreyfingin fyrir þvi aö samstarf hófst milli ýmissa félaga og hreyfinga um dagvistarmál i þeim tilgangi aö gefa kröfunni um næg og góö dagvistarheimili auk- inn slagkraft og knýja á um úr- bætur. Þeir sem taka þátt i þessu samstarfi hafa myndaö sam- starfshóp til aö takast á við tvö verkefni a.m.k. til aö byrja meö. Aöilar samstarfsins eru: Fóstru- félög Islands, Iönnemasamband Islands, Félag einstæöra for- eldra, Nemendaráö Kennarahá- skóla Islands, Ibúasamtök Vesturbæjar, Ibúasamtök Þing- holtanna, Rauösokkahreyfingin, Framfaraf élag Breiðholts, Sjúkraliöafélag Island, Stéttarfé- lag islenskra félagsráögjafa, StúdentaráöHáskóla Islands og 8. mars-hreyfingin. Undirskriftasöfnun Fyrra verkefniö sem sam- starfshópurinn leysir af hendi er viötæk söfnun undirskrifta i Reykjavik undir kröfuna „NÆG OG GÓÐ DAGVISTARHEIMILI FYRIR ÖLL BÖRN! ” Undir- skriftasöfnunin hófst 11. mars sl. og mun standa i u.þ.b. tvo mán- uði, og er ætlunin að safna 15-20 þúsund undirskriftum á þessum tima. Söfnun þessi gengur mjög aö vonum, og meira en 800 listar eru gengir út nú þegar. Fjármögnun þessa starfe fer fram meösölu merkis, sem sam- starfshópurinn lét gera. Merki og iistar eru afhentir i Sokkholti aö Skólavöröustig 12, alla fimmtu- daga milli kl. 17.30 og 18.30. Sam- starfshópurinn leggur mikla á- herslu á aö sem allra flestir taki þátt f þessari undirskriftasöfnun og bjóöi fram starfskrafta áina. tJtiaðgerðir 24. mars Hitt verkefniö sem samstarfs- hópurinn vinnur nú aö er undir- neöanmáls Nanna Mjöil Atiadóttir félagsráö- gjafi skrifar u m d a g- vistunarmál I Reykjavik. búningur útiaðgeröa. Þær veröa n.k. laugardag, 24. mars Auk aöalkjörorösins mun hópurinn hafa uppi ýmsar aðrar kröfur i þessum aögeröum, allt kröfur sem tengjast mjög ástandi dag- vistarmála. Þessar kröfur eru 1. Fleiri dagvistarheimili f öll hverfi. 2. Fleiri skóladagheimili. strax. 3. Gegn niöurskuröi borgaryfirvalda á framlögum til dagvistarmíla. 4. Bætt kjör og vinnuaðstaða fyrir fóstrur. 5. Færri börn á hver ja deild. 6. Betri námsaöstööu fyrir fóstrunema. 7. Betri aöstööu á gæsluvöllum. 8. Jafnréttisuppeldi. Dagskrá útiaögeröanna á laugardag veröur þannig aö kl. 13.30 til hálf tvö — veröur safnast saman á Hlemmi. Þaöan leggur kröfuganga af staö kl. 14.00 og verður gengiö niður Laugaveg og endað á Lækjartorgi. Þar veröur slegiö upp fjölbreyttri dagskrá, sem samanstendur m.a. af söng og hljóðfæraleik Söngsveitarinn- ar Kjarabótar, og fleiri söng- hópa, skemmtiatriöum, ávarpi, fjöldasöng og fleira. Samstarfs- hópurinn væntir talsverörar þátt- töku I þessum aögeröum og vonar aö þær muni sýna þaö mikla fylgi sem kröfur um bætt ástand dag- vistarmála njóta meöal almenn- ings. Og nú skulum viö bara vona aö veturinn sýni ekki af sér sinar verstu hliöar eftir hádegiö á laugardag...

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.