Vísir - 23.03.1979, Síða 13
vi&ah Föstudagur 23. mars 1979.
r™■"■■■
17
SBREYTTUM OPNUNARTÍMA"
seglr Gunnar Eydal, framkvæmdastjórl sambands Islenskra bankamanna
„ Bankarnir hafa hafnað viðræðum við Samband ís-
lenskra bankamanna um málið og telja að þetta sé
mál sem þurfi ekkert að ræða viö sambandið", sagði
Gunnar Eydal, framkvæmdastjóri SIB í samtali við
Visi. Starfsmannafélög stærstu bankanna hafa lýst
sig mótfallna fyrirhuguðum breytingum á lokunar-
tíma banka og hefur SIB af því tilefni gefið út sér-
stakt blað til að skýra sjónarmið sín.
„Almennur vinnutími bank-
amanna er frá niu til fimm”
sag&i Gunnar. „Bönkum er lok-
aö hálf fjögur og þó uppgjöri sé
ekki lokið klukkan fimm skoöast
sá timi sem unninn er fram yfir
ekki sem aukavinna og viö erum
hræddir um aö hann muni lengj-
ast meö þessari tilhögun. Ef al-
mennur vinnutimi færist út fyrir
dagvinnumörkin er þaö atriöi
sem varöar gildandi kjara-
samninga og veröur þvi ekkil
breytt nema meö samkomulagi
viö gerö nýrra kjarasamninga
eöa meö sérsamkomulagi viö
SÍB.
Þá bendum viö á ákvæöi i
kjarasamningi starfsmanna
bankanna sem hljóöar svo:
Hafa skal samráö viö viökom-
andi starfsmannafélag um
meiriháttar breytingar á skipu-
lagi opnunartima, umhverfi og
starfsaöstööu”.
Þetta samráö var hvorki haft
viö Samband islenskra banka-
manna sem eru heildarsamtök-
in né starfsmannafélög ein-
stakra banka.
Viö höfum sent bönkunum
Bankamenn eru á móti þvf aö opnunartimabankanna veröi breytt.
ályktun stjórnar sambandsins
þar sem þeim vinnubrögöum er
mótmælt harölega aö engin
samráö séu höfö viö stéttarfélag
bankamanna um málið
Sparnaöarnefnd hafi hvorki
leitaö eftir hugmyndum SIB
meðan málið var á ákvörðunar-
stigi né hafi Samvinnunefnd
bankanna sent tillögurnar til
SIB til umsagnar, þrátt fyrir
itrekaöar óskir þar um.
Bankarnir hafa svaraö þessu
meö bréfi þar sem hafnaö er
viöræöum viö SÍB
Þar segir, aö þeir telji aö fariö
hafi veriö rétt og löglega aö
þessum málum, og nákvæmlega
i samræmi viö kjarasamninga
starfsmanna bankanna og aö
þeir sjái þvi ekki ástæöu til aö
ræöa máliö frekar á þessum
vettvangi.
Eftir tvær vikur veröur haldiö
þing StB sem er haldið á
tveggja ára fresti og fer m&
æösta vald i málefnum banka-
manna og ég tel ekki óliklegt aö
þaö veröi gerö einhver stefnu-
markandi ályktun þar.
En ég vil undirstrika aö
breytingar sem geta haft áhrif á
umsaminn vinnutima á ekki aö
taka án samráös viö viökom-
andi stéttarfélag”, sag&i Gunn-
ar Eydal. —JM
Frumvarp ðlals séO meö augum ASÍ:
5.5% minm
kauphækkun
Alþýöusamband lslands hefur sent frá sér fréttabréf um frum-
varp Ólafs Jóhannessonar.
Þar segir aö frumvarp forsætisráöherra feli I sér kjara-
skeröingu. Þó óvissa sé um einstaka þætti megi reikna meö aö
kauphækkunin 1. júnl veröi um 5,5% minni en samiö var um vegna
eftirfarandi atriöa: Viöskiptakjararýrnun 3%, áfengi og tóbak
1/2% búvörufrádráttur, 1/2%, oliustyrkir 1/2% og veröbótaauki
1%.
Skeröing launa I júnl veröi þvl 9350 krónur á 170.000 króna laun.
11.000 á 200.000 króna laun, 13.
300.000 króna laun.
Viðskiptakjör
1 frumvarpi forsætisráöherra
er miðað við að tekiö sé tillit til
þeirra breytinga sem orðið hafa
á viöskiptakjörum frá meöaltali
ársins 1978. Samkvæmt spá um
viðskiptakjör leiöir sú viðmiðun
til 3% minni kauphækkunar 1.
júni en samkvæmt kjara-
samningum. Timabilið sem val-
iö er til viömiöunar skiptir
miklu máli sem sjá má af þvl aö
ef miðað væri viö fjóröa árs-
fjórðung 1978 yröu launin 0,48%
lægri en ella.
Oliustyrkir
1 frumvarpinu er gert ráö
fyrir aö draga skuli frá hækkun
verðbótavisitölu sem nemur þvi
sem variö er til aö létta byröi
þeirra, sem veröa fyrir
kostnaðarauka vegna oliuverös-
hækkunar.
Þar sem frumvarpiö gerir ráð
fyrir þvi aö tekiö sé tillit til ollu-
vershækkunarinnar viö út-
reikninga viöskiptakjara og
tekjur launafólks lækkaöar sem
þvi nemur, væri um tvöfalda
kjaraskerðingu aö ræöa ef
heimilin væru skattlögð aö auki
til niðurfærslu á kostnaöi at-
vinnurekenda.
Afengi og tóbak
1 dag fáum viö ekki launahæk-
un þótt áfengi og tóbak hækki
þar sem þessar vörur eru ekki i
veröbótavisitölunni. Ef svo
hefði verið heföu veröbætur
veriö hærri en raun varö á, þar
sem áfengi og tóbak hafa
hækkaö um 113% á samnings-
tlmabilinu en önnur útgjöld um
75%. Frumvarpið gerir ráö fyrir
aö þessar vörur veröi reiknaðar
með en alltaf á gamla ver&inu.
750 á 250.000 krónur og 16.500 á
Þannig munu laun ekki hækka
þó áfengi og tóbak hækki, heldur
verður hækkunin dregin frá
hækkun framfærslukostnaðar
viö hvern útreikning á verö-
bótavisitölu.
Búvörufrádráttur
1 kjarasamningum á undan-
förnum árum hefur verið samiö
um sérstakan frádráttarliö
vegna launahækkana bænda.
Launaliöurinn safnast upp meö
timanum, sem dregur úr frá-
dráttaráhrifunum. í frum-
varpinu er gert ráö fyrir að
þessi uppsöfnun falli niður, sem
leiöir til aukins frádráttar sem
1. júni nemur 1/2%. Ætlunin er
aö auka frádráttinn i fram-
tiðinni meö þvi að hætta þessari
uppsöfnun. Þetta er þaö sem átt
er viö meö þvi aö setja grunninn
á 100 viö hvern útreikning verð-
bótavisitölu
Verðbótaauki
í júnlsamningunum 1977 var
samiö um sérstakan verðbóta-
auka, sem bætir þá kaup-
máttarrýrnun, sem verður á
þriggja mánaöa timabilinu milli
útreiknings visitölubóta.
Verðbótaaukinn veröur hærri,
þvi fyrr sem verðhækkanir
koma á timabilinu og er þetta
meðal annars gert til að mæta
tilhneigingu stjórnvalda til aö
fresta veröhækkunum rétt fram
yfir visitöluútreikning.
Veröbótaaukinn er þeim mun
hærri sem verðbólgan er meiri
og lækkar meö minnkandi verö-
bólguhraöa. Vegna verðbóta-
aukans er kaup nú 1/2 % hærra
en ella, en i frumvarpinu er lagt
til að hlutfalliö haldist óbreytt
framvegis. —JM
Í5na&arbla&6
FRÉTTIR OG FAGLEGT EFNI.
Iðnaðarblaðið birtir sérhæft efni fyrir þá sem starfa við iðnað.
Þar er að finna faglegt efni og fréttir af því helzta sem efst er á
baugi í íslenzkum og erlendum iðnaði. Iðnaðarblaðið segir frá
tækninýjungum, framleiðslu- og innflutningstækifærum, verk- og
tæknimenntun, rekstri, öryggismálum, launa- og kjaramálum,
ásamt margvíslegu sérefni umJbyggingariðnað, mannvirkjagerð
og framleiðslu.
Iðnaðarblaðið er
vettvangur íslenzks
iðnaðar og birtir
ítarlegri upplýsingar
um iðnað, bæði í
efni og auglýsingum,
en nokkurt annað
blað.
Áskriftarsímar
82300 og 82302.